Morgunblaðið - 25.07.2019, Síða 16

Morgunblaðið - 25.07.2019, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2019 LAUGAVEGUR 91 · SMÁRALIND KLEMENZ Hettupeysa kr. 8.990.- DRANGSNES Merino ullarpeysa kr.9.900.- DRANGSNES Merinoullarbuxur kr.8.900.- M Regnjakki kr. 8.990.- ELÍS Lopapeysa kr.14.990.- Allt fyrir VERSLÓ BRI GÍGUR Pollabuxur kr. 6.990.- icewear.is FRÍ HEIMSENDING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Margir hafa hringt og óskað eftir altarisgöngu og bænastund í Breiðabólstaðarkirkju í Fljóts- hlíð til þess að geta bergt af fornum kaleik, einum mesta kirkjudýrgrip hér á landi. Sagt er að honum fylgi lækningamáttur þeim til handa sem af honum bergja. Kaleikurinn er nú sýnd- ur tímabundið í Þjóðminja- safninu ásamt fleiri kirkju- gripum í tilefni af fullveldisafmælinu og lokum útgáfu ritraðarinnar Kirkjur Íslands. „Í gegnum tíðina hafa margir hringt og sagt að þeim hafi orðið meina bót við það að dreypa af bikarnum. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti, en þannig er það nú samt,“ sagði séra Önundur Björnsson, sókn- arprestur á Breiðabólstað. Talið er að kaleik- urinn sé ekki yngri en frá 13. öld. Söfn hafa ítrekað falast eftir kaleiknum, m.a. British Mu- seum sem sendi hingað leiðangur til að kaupa kaleikinn. Önundur sagði mikilvægt að kirkju- munir væru varðveittir í kirkjunum og notaðir af söfnuðunum. „Ef þessi kaleikur hefði verið í vörslu Þjóðminjasafnsins, hver myndi bergja af honum þar,“ spurði Önundur. Varsla kirkjumuna hefur lengi verið Önundi hugleikin. Þegar hann sat á Alþingi sem vara- þingmaður fyrir um 15 árum flutti hann þings- ályktunartillögu um að kirkjugripum í vörslu Þjóðminjasafnsins yrði skilað í kirkjur sem áttu þá eða þeir afhentir söfnum heima í héraði. Kirkjur betur búnar nú Í greinargerð með henni segir að allt frá upphafi 20. aldar hafi aðilar á vegum Þjóð- minjasafnsins safnað eða jafnvel numið á brott muni í eigu kirkna víða um land. Mörgu hafi verið bjargað með því móti, ekki síst vegna þess að flestar kirkjur hafi verið vanbúnar til að varðveita dýrmæta listgripi. Nú sé öldin önnur, kirkjur yfirleitt vel byggðar og þeim vel við haldið, þeirra vel gætt og vel hugsað um kirkjugripina. Önundur vitnaði í skrif dr. Sig- urbjörns Einarssonar biskups í bókinni Haust- dreifar [útg. 1992] sem sagði að kirkjugripum hefði verið safnað saman í Reykjavík, að segja mætti af illri nauðsyn. „Nothæfir kirkjulegir listmunir frá fyrri tíð eiga sem flestir að varð- veitast í kirkjum, þeim til nota og yndis, sem þangað koma,“ skrifaði Sigurbjörn biskup. Önundur nefndi sérstaklega minningarmark séra Tómasar Sæmundssonar, Fjölnismanns, sem á ríka sögu á Breiðabólstað. Vinir Tóm- asar öngluðu saman fyrir brúnsteini úr Borgundarhólmsnámum. Hann var settur upp í Breiðabólstaðarkirkjugarði og á hann festar fjórar lágmyndir úr marmara eftir danska myndhöggvarann Bissen. Þáverandi þjóðminja- vörður lét fjarlægja lágmyndirnar í kringum 1930 í heimildarleysi og setja eirafsteypur í staðinn. Önundur telur að lágmyndirnar séu betur komnar á Breiðabólstað og sýnilegar almenn- ingi en að þær liggi áratugum saman ósýni- legar í geymslum Þjóðminjasafnsins. Kaleikur með lækningamátt  Margir vilja bergja af bikarnum  Bikarinn er nú til sýnis í Þjóðminjasafninu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Breiðabólstaðarkirkja í Fljótshlíð Kaleikurinn forni er helsti dýrgripur kirkjunnar og stolt. Önundur S. Björnsson Þjóðminjasafn Íslands/Ívar Brynjólfsson Kaleikurinn Hann er talinn vera frá 13. öld og þykir vera völundarsmíð og er hans vel gætt. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Reykholtshátíð fer fram um helgina í Reykholti í Borgarfirði. Hátíðin er haldin í tengslum við kirkjudag sem ber nú upp á 28. júlí en þann dag árið 1996 var nýja kirkjan í Reykholti vígð. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, predikar í messu á kirkjudegi. Geir Waage sóknar- prestur og Flóki Kristinsson á Hvanneyri þjóna fyrir altari. Viðar Guðmundsson leikur á orgel og Reykholtskórinn syngur við athöfn- ina sem og tónlistarfólk Reykholts- hátíðar. Á opnunartónleikum hátíð- arinnar á föstudag verða fluttir tveir ljóðhlutar úr Schanengesang og sjö ljóð Ludwig Rellstab. Á laugardag verða kammertónleikar og tónleikar með kvennakórnum, Vox feminae. Reykholtshátíð lýkur á sunnudag með tónleikunum Heimskringla og hetjudáð. Hátíð Gísli Súrsson verður til um- ræðu í Snorrastofu í Reykholti. Vígslubisk- up predikar í Reykholti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.