Morgunblaðið - 25.07.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.07.2019, Blaðsíða 18
BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Enski boltinn fær ný heimkynni í Sjónvarpi Símans á komandi leiktíð. Stutt er í að leikar hefjist og eru starfsmenn fyrirtækisins nú í óða- önn að skipuleggja hvernig dag- skráin verður í kringum flaggskip sjónvarpsútsendinga fyrirtækisins. Áskriftasala að enska boltanum, sem mun kosta 4.500 kr. á mánuði, er ekki hafin, en íþróttastöð Símans, Síminn Sport, er komin í loftið og aðgengileg öllum þeim sem hafa Premium-þjónustu Símans. Flaggskipið mun leysa landfestar við mikla viðhöfn en Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans á Símanum, mun klippa á borða leik- tíðarinnar 2019 ásamt sínum helsta sérfræðingi, Eiði Smára Guðjohn- sen knattspyrnugoðsögn, á ekki ómerkari stað en Anfield, heimavelli Liverpool, sem tekur á móti Nor- wich á föstudagskvöldi þann 9. ágúst. Þó að sérfræðingar Símans verði ekki í hverri umferð á vellinum er viðveran á enskri grundu ein af þeim nýjungum sem boðið verður upp á í kringum dagskrárgerð Sím- ans í vetur. Morgunblaðið ræddi við Tómas Þór um fyrirkomulagið í kringum enska boltann en ljóst er að ýmsar nýjungar verða í boði. Viðtöl við stórlaxa „Við Eiður Smári munum opna tímabilið á Anfield og bjóðum enska boltann velkominn í ný heimkynni á hliðarlínunni. Svo fer ég heim og Logi Bergmann og Eiður verða á grasinu á Old Trafford á leik Man- chester United og Chelsea,“ segir Tómas sem er nú þegar búinn að skipuleggja sjö ferðir út. Tómas segist vilja færa íslenska áhorf- endur nær Englandi og viðveran þar í landi mun augljóslega ná því markmiði. „Okkur býðst að taka við- töl eftir leiki en við getum ekki mik- ið ráðið því við hverja við tölum. Sjálfur vil ég þess vegna nýta tím- ann sem við fáum til þess að fá t.d. uppgjör frá Eiði beint inn í pró- grammið frá Old Trafford.“ Tómas er nú þegar búinn að skipuleggja viðtal við dönsku goð- sögnina Peter Schmeichel. Svo segir Tómas að Síminn muni ná viðtali við Frank Lampard, stjóra Chelsea og góðvin Eiðs Smára. Markmiðið sé að sjálfsögðu að nýta einstakt tengslanet hans þar í landi. Þessi innslög munu að sögn Tómasar m.a. nýtast í nýja hálftíma upphitun sem Síminn býður upp á fyrir alla sýnda leiki. Hálftíma upphitun „Það er hálftíma upphitun fyrir alla leiki, sem er ekkert alltaf í stúd- íói. Bæði verða þetta innslög sem við gerum úr efni sem við fáum að utan og einnig heimagerð innslög sem við vinnum. Við erum í góðu samstarfi við Premier League Productions sem er framleiðslufyrirtæki ensku úrvalsdeildarinnar. En við ætlum líka að vera með mikið heimagert efni í kringum alla leiki,“ segir Tóm- as Þór. Hann verður sjálfur með nokkurs konar ávarp á laugardögum í upphit- uninni fyrir fyrsta leik þar sem hann fer yfir komandi umferð. „Bara svo að fólk sjái andlit til að byrja helgina,“ segir Tómas. Sá leikur sem hefst á hinum klassíska leiktíma, kl. 15 að staðartíma, sem verður reynd- ar til að byrja með kl. 14 hér á landi, verður svo í opinni dagskrá í Sjón- varpi Símans. Að sögn Tómasar verða síðdegis- leikirnir á laugardögum og sunnu- dögum oft hörkuleikir, á milli liða sem hafa endað í efstu sex sætunum síðustu ár. „Það verða 14-15 leik- dagar með stórleikjum. Í 2. umferð mætir t.d. Manchester City Totten- ham og í umferðinni eftir það mætir Liverpool Arsenal. Þegar þessi topp sex lið mætast á laugardagssíðdegi kveikjum við ljósin í stúdíóinu og verðum með umfjöllun bæði fyrir og eftir. Ég mun stýra því að mestu leyti og lýsa þessum leikjum oftast. Það verður léttur bragur yfir því. T.d. fáum við í hús stuðningsmenn liðanna, einhverja fótboltamenn eða einhverja þekkta einstaklinga sem halda með liðunum. Ekki endilega okkar sérfæðinga, þannig að það verður aðeins annar tónn í þessum laugardagsleikjum,“ segir Tómas en líkt og fram hefur komið eru sér- fræðingar Símans þau Bjarni Þór Viðarsson, Margrét Lára Viðars- dóttir og Eiður Smári Guðjohnsen. Ásamt þeim í teymi Símans verða einnig Logi Bergmann og knatt- spyrnuþjálfarinn Elísabet Gunn- arsdóttir, sem býr reyndar í Svíþjóð. Í lok laugardags verður svo markasyrpuþáttur, byggður á fyrir- mynd TV 2 í Noregi þar sem farið verður yfir leikina í ítarlegum há- punktum þar sem allt það helsta úr hverjum leik verður sýnt. Þungamiðjan á sunnudögum Á sunnudögum eru yfirleitt tveir leikir á dagskrá. Sunnudagssíðdegið er þungamiðja Símans í umfjöll- uninni um enska boltann. Þá verður á dagskrá þátturinn Völlurinn. „Umfjöllunin hefst hálftíma fyrir seinni leikinn. Í fyrstu umferðinni mætir Newcastle Arsenal. Eftir hann gerum við þann leik upp í smá- stund. Svo gerum við hlé og þá hefst Völlurinn, umfjöllunarþátturinn sem mun lifa í Sjónvarpi Símans Premi- um út vikuna. Það verður undir- búinn umræðuþáttur um enska bolt- ann þar sem við erum ekki að fara að sýna öll mörkin og ekki að fara yfir alla leikina. Þetta verða heitustu umræðuefnin og stærstu málin eftir hverja helgi í boltanum,“ segir Tóm- as Þór. Umfjöllun Vallarins verður fyrir alla og ekki bara fyrir allra hörðustu sófaspekinga að sögn Tómasar sem segir að áhorf á enska boltanum verði mögulega meira en áður þar sem tugþúsundir heimila eru með Premium-þjónustu Símans og fá þannig sjálfkrafa aðgang að enska boltanum. „Við erum meðvituð um stærð áhorfendahópsins og þá er kannski ekki endilega sniðugt að greina allt það sem gerist á vellinum. En að sjálfsögðu verðum við ekki bara að fleyta rjómann. Við tölum við mjög hæft fólk um fótbolta og prófum okkur áfram með að besta þetta form,“ segir Tómas Þór en búast má við því að hann fái einhverja gesta- sérfræðinga í hús á tímabilinu. Það sé nauðsynlegt því Völlurinn er um- ræðuþáttur frekar en atvikaþáttur. „Þá er gott að fá inn fleiri raddir og sjónarmið,“ segir Tómas Þór. Hefja leiktíðina á Anfield  Tómas Þór Þórðarson fer fyrir teymi Símans í umfjöllun um enska boltann  Ætlar að færa ís- lenska áhorfendur nær Englandi  Hálftíma upphitun  Þátturinn Völlurinn verður á sunnudögum AFP Anfield Tómas Þór Þórðarson og Eiður Smári Guðjohnsen munu hefja komandi leiktíð á Anfield í Liverpool. Morgunblaðið/RAX Spark Bjarni Þór Viðarsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Tómas Þór Þórðar- son, Margrét Lára Viðarsdóttir og Logi Bergmann skipa teymi Símans. 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2019 Álfabakka 12, 109 Rvk • s. 557 2400 • bjorg@bjorg.is • Opið virka daga kl. 8-18 Sérhæfum okkur í hreinsun á viðkvæmum fatnaði Árni Matthíasson arnim@mbl.is Eins og fram hefur komið mun Sjón- varp Símans bjóða upp á enska bolt- ann í svonefndri 4K upplausn, en þá er átt við hve myndin á skjánum er skýr og smáatriði greinileg. Eftir því sem sjónvarpstækni fleygir fram þá fjölgar líka skamm- stöfunum sem notaðar eru til að tákna gæði skjásins. Flestir þekkja eflaust HD-tækni, en slík tæki voru markaðssett sem háskerputæki, en þá er upplausnin á skjánum, ljósdíl- arnir sem birta myndina, að minnsta 720 línur lárétt (t.a.m. 1024x768). Tækninni hefur fleygt umtalsvert fram frá því HD-sjónvarpstæki komu á markað og skjálínunum hef- ur líka fjölgað enda er myndin á skjánum alla jafna því betri sem lín- urnar eru fleiri (svo framarlega sem efnið sem horft á er af sömu gæð- um). Það helst og í hendur við það að sjónvarpsskjáir hafa líka farið stækkandi og eftir því sem skjárinn er stærri því meira máli skiptir upp- lausnin. Svonefnt Full HD-sjónvarpstæki er með upplausn sem er a.m.k. 1.920 x 1.080 dílar. Ultra HD, eða UHD, sem er líka markaðssett sem 4K, er aftur á móti með 3.840 x 2.160 díla — um það bil fjórum sinnum fleiri díla en á Full HD sjónvarpi. Fyrir vikið er myndin skýrari, smáatriði sjást betur, nema hvað. Ekki er þó allt talið hvað varðar myndgæðin, því eðlilega skiptir máli hvaða efni er verið að sýna í tækinu, þ.e. hvaða upplausn er á því, og einn- ig skipti máli hversu nálægt áhorf- andinn er skjánum, því ef hann situr tiltölulega langt frá honum sér hann ekki svo mikinn mun þó skipt sé úr Full HD yfir í 4K. Það er svo annað mál að það að skipta í 4K-skjá gefur einmitt möguleika á því að sitja nær skjánum þegar horft er á boltann og upplifunin verður þeim mun betri. Þess má að lokum geta að til er meira 4K-efni en enski boltinn, því hægt er að horfa á Netflix í 4K- gæðum. Háskerpu háskerpa Morgunblaðið/Ófeigur Sjónvörp Tækninni fleygir fram. Hægt verður að sjá helstu atriði úr leikjunum í enska boltanum á vefsíðu mbl.is sem er í sam- starfi við Símann, auk allra þeirra frétta sem þar birtast um enska boltann. Að sögn Tóm- asar Þórs verða helstu atriði úr leikjum sýnd morguninn eftir. „Eins verða líka aðgengilegar á mbl.is klippur úr umfjöllun okk- ar, bæði úr Vellinum, upphit- unum úr myndveri eða innslög- unum sem við höfum gert,“ segir Tómas og heldur áfram: „Síðan þegar umferðin er búin koma klippur eins og bestu mörkin, bestu markvörslurnar og stærstu stundirnar.“ Klippur sýnd- ar á mbl.is ENSKI BOLTINN Á MBL.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.