Morgunblaðið - 25.07.2019, Page 22

Morgunblaðið - 25.07.2019, Page 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2019 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Um 35 kílómetrar eru frá Varmahlíð í Skagafirði að innstu byggðum bæj- um í framdölum héraðsins. Leið flestra sem hér fara liggur um hring- veginn, annaðhvort út á Sauðárkrók eða þá áleiðis til Akureyrar, en hér verður haldið til suðurs. Hér er líka góður og greiður vegur, þar sem ekið er um Neðribyggð en svo nefnist svæðið sem liggur að Svartá vestan- verðri. Meðal bæja þar eru Daufá og Varmilækur og kirkjustaðurinn Mælifell svo nokkrir séu nefndir. Nær fjöllum er Efribyggð. Efsti og nyrsti bær þar er Álftagerði, þaðan eru hinir söngglöðu bræður Sigfús, Pétur, Gísli og Óskar Péturssynir. Torfhúsin halda velli Neðar í landinu milli Svartár og Héraðsvatna er svæði sem einu nafni heitir Tungusveit. Alls er þetta stykki enda á milli um 20 kílómetrar og eru klettabelti áberandi í þessu landslagi. Í Tungusveit er Steins- staðahverfi, lítið byggðarlag þar sem eru ferðaþjónustubýli, garðyrkju- stöð og fleira. Þá er þar félagsheimili og þar var lengi starfræktur grunn- skóli fyrir sveitina. Á Reykjum, sem eru á þessari sömu bæjatorfu, er jafnframt sóknarkirkja og torfbær í einkaeigu, sem byggður var á ár- unum upp úr 1990. Er eftirtektar- vert að í Skagafirði hafa torfbygg- ingar haldið velli ágætlega, enda rignir hér minna en víða annars stað- ar á landinu. Um skeið var í Reykja- bænum vísir að minjasafni sem bóndinn á Reykjum, Kristján Jó- hannsson (1924-2004), safnaði til. Því hefur nú verið lokað en hugmyndir eru um að nýta bæinn með öðru móti. Landið tvíefldist Mælifellshnjúkur er áberandi í landslagi hér; formfagur og gæti frá sumum sjónarhornum svipað til pýramídanna í Giza í Egyptalandi. Hnjúkurinn er 1.138 metrar á hæð, auðkleifur og af honum víðsýnt. Fjallið er líka frásagnarefni eða stef í ýmsum bókmenntum, ljóðum og sög- um. „Viðdvölin á tindi Mælifellshnjúks er ein af stórum stundum barnæsku minnar. Þar til þá gafst mér ekki sýn út fyrir mörk Skagafjarðarsýslu. Landið tvíefldist í skjótri svipan, tók undir sig stökk í allar áttir sam- tímis,“ segir Skagafjarðarskáldið Hannes Pétursson í bókinni Jarðlag í tímanum. Fjallið er einnig nefnt sem eins konar táknmynd í marg- víslegum skrifum Indriða G. Þor- steinssonar rithöfundar, sem var frá Gilhaga í fyrrverandi Lýtings- staðahreppi, sem nú er hluti af sveit- arfélagi sem spannar héraðið nánast allt. Halda má því svo til haga að við bæinn Nautabú er afleggjarinn í Efribyggð og þaðan inn á veginn um Mælifellsdal. Er þá ekið upp dalinn og um slóða sem tengist Kjalvegi rétt sunnan við Blöndulón. Þetta er góður og greiðfær sumarvegur. Hálsar, hryggir og hæðir Eftir því sem kemur lengra inn til landsins þrengir að með hálsum og dölum – og vegirnir liggja yfir hryggi og hæðir. Á móts við bæinn Breið greinast leiðir; þar má beygja til hægri og aka inn Svartárdal eða halda áfram og að kirkjustaðnum Goðdölum sem er í mynni Vestur- dals. Um hann falla fram Vestari- Héraðsvötn. Þegar komið er yfir brúna á vötnum við Goðdali er fyrst ekið um Vesturdal í byggð en síðan komið á fjallaslóða sem tengist Sprengisandsleið við Nýjadal. Svo er líka hægt að fara yfir í hinn Austurdal; eyðibyggð í stórbrotinni náttúru. Í gljúfrinu í dalnum miðjum eru Austari-Héraðsvötn, hvar marg- ir hafa reynt sig í flúðasiglingum sem vinsælda njóta. Um hríð voru svo uppi fyrirætlanir um virkjun vatnanna á móts við bæinn Villinga- nes. Frá því hefur nú verið horfið, í bili hið minnsta. „Bláir eru dalir þínir, / byggð mín í norðrinu,“ yrkir Hannes Pétursson um framdalina, þar sem um 300 manns búa. Fyrir fólk sem hefur áhuga á landinu og sögunni er líka þess virði að kynna sér staðhætti og aðstæður í framsveitum Skaga- fjarðar. - Að hinu leytinu til er þetta hefðbundið landbúnaðarhérað: sauð- fjárrækt og kúabúskapur á stöku bæjum og svo ósköpin öll af hrossum eins og hefð er fyrir í Skagafirði. Ferðaþjónusta er síðan blómleg eins og í flestum byggðum landsins enda er vel þess virði að leggja hingað leið sína, hvert sem erindið er. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fjallasýn Slegin tún og grænir rúllubaggar á sumardegi. Næst á myndinni er bærinn Daufá í Neðribyggð og fram- ar sést Steinsstaðaþorp. Yfir sveitinni allri Mælifellshnjúkur, 1.138 metra hár og áberandi mjög í Skagafirði. Fram til dala  Skagafjörður  Langt inn til lands- ins  Torfbær, pýramídi og sögusvið bókmennta  Ósköpin öll af hrossum Stóð Svona voru trippin rekin, eins og hestamenn komast að orði. Hestaeign er mjög almenn meðal Skagfirðinga. Ko rt ag ru nn ur : O pe nS tr ee tM apSkagafjarðardalir Tunguháls Mælifells- dalur Brúnastaðir Svartárdalur Goðdalir Héraðsvötn Steinsstaðahverfi Reykir Reykjafoss Álftagerði N EÐRIBYGGÐ EFRIBYGGÐ Varmahlíð Goðdalir Gamalt, fallegt guðshús. Dæmigerð sveitkirkja mætti segja. Tungusveit Torfbær í gamla stíln- um á Reykjum, byggður um 1990. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skagafjarðarskáldin Hannes og Indriði G. Mynd frá árinu 1997. Morgunblaðið/Einar Falur Tignarlegur Reykjafoss er á annan tug metra á hæð, utan alfaraleiða. „Landbúnaðurinn er undirstaða í afkomu íbúa hér, en mjög margir sækja þó vinnu af bæ. Búskapur- inn skilar í fæstum tilvikum þeirri afkomu að hægt sé að lifa eingöngu af honum,“ segir Jó- hannes Ólafsson í Álftagerði. Hann starfar hjá Fish Seefood á Sauðárkróki en býr heima í sveit- inni með hross. Sauðfé í Álfta- gerði var skorið niður vegna riðu síðasta vetur. „Nei, að sækja vinnu út á Sauðárkrók er ekkert mál, enda fer ég þetta á innan við hálftíma. Vil vera hér í sveitinni, enda liggja rætur mínar hér. Umhverf- ið er fallegt og mannlífið gott,“ segir Jóhannes sem er bróður- sonur söngvaranna góðu sem seg- ir frá hér til hliðar. „Ég læt duga að raula fyrir sjálfan mig og hef látið sönginn þeim frændum mín- um eftir.“ „Almennt er veðursælt hér í sveitinni og vetur snjóléttir, þótt gaddurinn á veturna verði oft mikill,“ segir Böðvar Fjölnir Sig- urðsson, bóndi á Brúnastöðum í Tungusveit. Þar rekur hann mektarbú með fjölskyldu sinni; framleiðir um 300 þúsund lítra af mjólk á ári og er með um 250 fjár. „Við búum að því að hafa víð- feðm beitarlönd, alveg suður á Eyvindarstaðaheiði, og þangað rekum við féð á sumrin. Almennt eru hér góð skilyrði til búskapar og ánægjulegt þegar ungt fólk vill taka við keflinu eins og við sjáum nú merki um,“ sagði Böðv- ar, sem var í heyskap þegar blaðamaður Morgunblaðsins tók hann tali. Landbúnaðarhérað en margir sækja vinnu af bæ Veðursælt en gaddurinn oft harður Jóhannes Ólafsson Böðvar Fjölnir Sigurðsson LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.