Morgunblaðið - 25.07.2019, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 25.07.2019, Qupperneq 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2019 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nýjasta torg Reykjavíkur, Boðatorg á mótum Geirsgötu og Tryggvagötu, er óðum að taka á sig mynd. Búið er að koma fyrir tákni torgsins, sem er skrúfuhringur af skipi. Hann hefur slegið í gegn sem leiktæki fyrir unga sem eldri. Hring- urinn er fenginn frá Stálsmiðjunni- Framtaki (Slippn- um í Reykjavík) og er þeirra smíði og hönnun. Stál- smiðjan smíðaði hringinn fyrir nokkrum áratug- um sem sýning- argrip á sjávar- útvegssýningu í Laugardalshöll, að því er Hilmar Kristinsson verkefnastjóri Slippsins, tjáði Morgunblaðinu. Stálsmiðjan smíðaði svona hringi og þetta var sýningargripur til að sýna útgerð- armönnum hvað smiðjan gat smíðað. Hringurinn stóð við Mýrargötu í mörg ár og síðan við athafnasvæði Stálsmiðjunnar á Ægisgarði, við hlið Slippsins. „Hönnuðir Boðatorgsins komu að máli við okkur og föluðust eftir að fá hringinn til að setja upp á torginu. Þeir sáu að hringurinn hafði aðdrátt- arafl og fólk var að taka myndir í gegnum hann,“ segir Hilmar. Hann segir að þetta hafi verið auð- sótt mál og væntanlega verði hring- urinn til að minna fólk á Slippinn þeg- ar fram í sækir. Hringurinn var málaður í hafnargulum lit, alveg eins og vitarnir í hafnarmynninu. „Við er- um mjög ánægðir með nýju staðsetn- inguna og það er augljóst að hring- urinn er að slá í gegn á torginu,“ segir Hilmar. Hönnun Boðatorgsins var í hönd- um Landslags. Hugsunin bak við hringinn er að skapa umgjörð sem er bæði ætluð til að ramma inn sí- breytilegu borgarmyndina sem birt- ist vestan við hann þar sem ný skip koma í slipp, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Sennilega hafi mörg börn í Vesturbænum leikið sér í þessum hring. Nú hafi honum verið fundinn varanlegur staður á nýja torginu. Enn eiga eftir að birtast á torginu bekkir, hjólastæði og gróður en það mun gerast á næstu vikum. Skrúfuhringurinn slær í gegn  Framtíðarstaður verður á nýja Boða- torginu við höfnina Morgunblaðið/Hari Boðatorg Skrúfuhringurinn setur mikinn svip á nýjasta torg Reykjavíkur, sem er fyrir framan Exeter-hótel. Hringurinn hefur verið vinsælt leiktæki. Hilmar Kristinsson HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is Hlustaðu á hjartað þitt Beltone Trust™ heyrnartækin gera þér kleift að heyra jafnvel minnstu smáatriði – sem stundum reynast þau mikilvægustu. Við hjá Heyrnarstöðinni leggjum allan okkar metnað í að veita góða þjónustu og bjóða upp á hágæða heyrnartæki. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Beltone Trust ™
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.