Morgunblaðið - 25.07.2019, Síða 28

Morgunblaðið - 25.07.2019, Síða 28
Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Aldrei hafa jafn margir gist á tjald- svæðinu í Tálknafirði og um síðustu helgi, að mati Bjarnveigar Guð- brandsdóttur, oddvita hrepps- nefndar Tálknafjarðar. „Um helgina voru yfir 600 manns á tjaldsvæðinu í Tálknafirði og mað- ur var bara á hlaupum alla helgina. Það var náttúrlega enginn undir- búinn fyrir svona fjölda. Ég veit að þetta var líka svona á Patreks- firði og í Flóka- lundi. Þorpin bara margföld- uðust. Við alla vega tvöföld- uðumst.“ Bjarnveig, sem er sömuleiðis for- stöðukona íþróttahússins á svæðinu og sér því um tjaldsvæðið, segir að stór- aukinn ferðamannastraumur hafi verið til Tálknafjarðar þetta sumarið og þá séu það helst Íslendingar sem sæki bæinn heim. Ein nótt verður að sjö „Margir hverjir ætla bara að vera hérna í eina nótt en svo lengist dvöl- in og sumir dvelja jafnvel allt að viku á tjaldsvæðinu,“ segir Bjarnveig. „Vinkona dóttur minnar spurði hana einmitt núna nýlega hvort allt Ísland væri bara mætt á Vestfirð- ina,“ segir Bjarnveig og hlær. Veðrið hefur leikið við Vestfirð- inga þetta sumarið. „Ég held að það sé aðallega veðrið sem fólk sækir í, það er náttúrlega búið að vera lélegt veður bæði fyrir austan og norðan svo allir koma hingað,“ segir Bjarnveig sem tekur fram að það sé meira að sækja á Tálknafjörð en bara sólina. Fólk sækir í pollinn „Tálknafjörður er alveg yndis- legur. Fólk sem kemur hingað skoð- ar Látrabjarg, Dynjanda, Breiðuvík, Rauðasand og fleiri staði. Svo sækir fólk auðvitað í pollinn hjá okkur, hann er eins konar bað sem er hérna út með hlíðinni. Mörgum finnst það mjög merkilegt.“ Bjarnveig segir að fólk virðist í auknum mæli vera að átta sig á því að Vestfirðir séu vænlegur áfanga- staður. „Fólk er að uppgötva Vest- firðina,“ segir Bjarnveig sem kveðst mjög sátt vieð þessa miklu spreng- ingu í ferðamannastraumi til Tálknafjarðar. „Fólk er að uppgötva Vestfirðina“  Yfir 600 manns gistu á tjaldsvæðinu í Tálknafirði um helgina og hafa aldrei fleiri gestir dvalið þar  Mestmegnis Íslendingar  Oddviti hreppsnefndar Tálknafjarðar segir fólk sækja í góða veðrið Morgunblaðið/Guðlaugur Albert Smekkfullt Tjaldsvæðið á Tálknafirði stendur við hlið sundlaugarinnar en Bjarnveig segir gesti tjaldsvæðisins kunna vel að meta staðsetninguna. Bjarnveig Guðbrandsdóttir 28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2019 Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.isSKÚTAN Veitingar af öllum stærðum, hvort sem er í sal eða heimahúsi Nánar á veislulist.is Erfidrykkja

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.