Morgunblaðið - 25.07.2019, Page 30
VIÐTAL
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Alþjóðaforseti samtakanna Delta
kappa gamma (DKG), Cathy P.
Daugherty, er stödd hér á landi þar
sem í dag fer fram ráðstefna DKG á
Icelandair Hótel Reykjavík Natura.
Þar verða nýjungar í menntamálum í
brennidepli og verða lykilkonur sam-
takanna fyrirlesarar. Yfir 300 íslensk-
ar konur eiga aðild að samtökunum,
en meðlimir á heimsvísu eru um 65
þúsund.
Samtökin DKG fóru forðum huldu
höfði en reyna nú markvisst að kynna
sig fyrir alþjóðasamfélaginu.
Daugherty segir að mikilvægt sé að
hafa í huga að samtökin séu ekki
kvenfélag heldur hafi þau mun ríkari
tilgang.
Stofnuð þegar konur máttu
ekki stofna samtök
„Því miður hefur leynd hvílt yfir
samtökunum okkar því á þann hátt
urðu þau til,“ sagði Daugherty. Sam-
tökin voru stofnuð í félagi kvenna-
deildar í háskólanum í Texas árið
1929 með leynd:
„Konur máttu þá ekki eiga aðild að
öðrum félögum á háskólasvæðinu.
Þær hittust reyndar inni á snyrting-
unni hjá kvenfélagi skólans og héldu
fyrsta fundinn,“ segir hún.
Síðan þá hefur mikið vatn runnið til
sjávar – um 65 þúsund konur frá 17
löndum eiga aðild að samtökunum í
dag. Markmið DKG er að styðja við
konur í fræðslustörfum og það gera
þau til dæmis með háskólastyrkjum
til meðlima og einnig þeirra sem
minna mega sín.
Verkefnið Skólar í þágu Afríku er
fyrsta alþjóðlega verkefni DKG og
hófst árið 2010 í samstarfi vi Unicef í
Bandaríkjunum. Meðlimir DKG hafa
styrkt verkefnið um yfir 40 milljónir
króna, en það er nú virkt í 13 löndum
Suður-Afríku. Eþíópía er meðal
þeirra og Daugtherty fór þangað í
apríl síðastliðnum og kynnti sér að-
stæður. Hún starfaði í nefnd sem stóð
að verkefninu ásamt Sigrúnu Klöru
Hannesdóttur, sem var prófessor í
upplýsinga- og bókasafnsfræðum við
HÍ.
Daugtherty fannst frábært að sjá
hvernig eðli verkefnisins hefur breyst
– fyrir tíu árum var markmið þess að
koma í veg fyrir að stúlkurnar þyrftu
að ganga langar leiðir til að sækja
vatn. Fyrir tilstilli verkefnisins var
vatnsbólum komið fyrir svo stúlkurn-
ar ættu betri möguleika á skólasókn.
„Nú er meiri áhersla lögð á að laga
kynjamisrétti. Stúlkurnar eru farnar
að skilja að þær hafa rödd og þær
geta neitað því að giftast 35 ára
manni, þegar þær eru 12 ára. Svo við
höfum mikil áhrif á menntun kvenna
á heimsvísu með þessu verkefni. Þeg-
ar ég kom til baka sagði ég við sam-
starfskonur mínar að ég væri svo stolt
af því að vera meðlimur DKG,“ sagði
hún.
Daugherty segir félagið veita ýmsa
styrki til kvenna í menntavísindum,
þar megi nefna World Fellowship
Fund. „Þeir sem ekki eiga aðild að fé-
laginu eiga möguleika á slíkum
styrk,“ segir hún.
Konur hvetja hver aðra til dáða
DKG eru alþjóðleg samtök kvenna í fræðslustörfum sem lítið fór fyrir fyrr á öldum Nú eru með-
limir frá 17 löndum og 65 þúsund talsins Alþjóðaforseti staddur á Íslandi og efnt til ráðstefnu í dag
Morgunblaðið/Hari
Kjarnakonur Efri röð frá vinstri: Elsa Petersen, Sigríður Ragna Sigurðardóttir, Phyllis A. Hickey, Nita R. Scott og Sig-
rún Jóhannesdóttir. Neðri röð, frá vinstri: Sigrún Klara Hannesdóttir, Cathy P. Daugherty og Sjöfn Sigurbjörnsdóttir.
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2019
Er stærsti
framleiðandi
sportveiðarfæra
til lax- silungs-
og sjóveiða.
Flugustangir og
fluguhjól í úrvali.
Gott úrval af
fylgihlutum til
veiða stólar, töskur,
pilkar til sjóveiða,
spúnabox margar
stærðir, veiðihnífar
og flattningshnífar.
Abulon nylon
línur.
Gott úrval af kaststanga-
settum, fyrir veiðimenn
á öllum aldri, og úrval af
„Combo“ stöng og hjól til
silungsveiða, lax veiða og
strandveiða. Flugustanga sett
stöng hjól og lína uppsett.
Kaststangir,
flugustangir, kast-
hjól, fluguhjól, gott
úrval á slóðum til
sjóveiða. Lokuð
kasthjól.
Úrval af
flugustöngum,
tvíhendur og hjól.
Balance Lippa, mjög
góður til silungsveiða
„Original“
Fireline ofurlína, gerfi-
maðkur sem hefur reynst
sérstaklega vel,
fjölbreitt gerfibeita
fyrir sjóveiði og
vatnaveiða,
Berkley flattnings-
hnífar í úrvali og
úrval fylgihluta fyrir
veiðimenn.
Flugnanet, regnslár,
tjaldhælar, og úrval af
ferðavörum
Helstu Útsölustaðir eru:
Veiðivon Mörkinni
Vesturröst Laugavegi
Veiðiportið Granda
Veiðiflugur Langholtsvegi
Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi
Kassinn Ólafsvík
Söluskáli ÓK Ólafsvík
Skipavík Stykkishólmi
Smáalind Patreksfirði
Vélvikinn Bolungarvík
Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík
Kaupfélagi V-Húnvetninga Hvammstanga
Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki
SR-Bygginavöruverslun Siglufirði
Útivist og Veiði Hornið Akureyri
Veiðiríkið Akureyri
Hlað Húsavík
Ollasjoppa Vopnafirði
Veiðiflugan Reyðarfirði
Krían Eskifirði
Þjónustustöðvar N1 um allt land.Dreifing: I. Guðmundsson ehf.
Nethyl 1, 110 Reykjavík.
Nánari upplýsingar um þessar vörur má fá á eftirfarandi vefsíðum: www.purefishing.com - www.abugarcia.se - www.kuusamonuistin.fl - www.coghlans.com.
Þekktustu veiðivörumerkin eru seld í öllum
„Betri sportvöruverslunum landsins“
Ráðstefna DKG fer fram í dag og
verður þar meðal annars fjallað
um nýjungar í menntun. Yfir 300
íslenskar konur eiga aðild að
samtökunum en þau voru fyrst
stofnuð hér á landi árið 1975 og
nefndist sú deild Alfa deild. Á Ís-
landi starfa nú 13 deildir frá Alfa
til Ný en þær bera allar nöfn
gríska stafrófsins. Alþjóðlegar
menntaráðstefnur samtakanna
eru haldnar annað hvert ár bæði
í Bandaríkjunum og Evrópu. Nán-
ari upplýsingar um viðburðinn
má finna á dkg.is.
Nýjungar
í menntun
RÁÐSTEFNA