Morgunblaðið - 25.07.2019, Qupperneq 34
34 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2019
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Áætlað er að smíði brúar yfir Þjórsá framan við Sult-
artangavirkjun ljúki í október. Nýja brúin kemur í stað
gömlu brúarinnar og er 50 til 100 metrum ofar. Ar-
inbjörn Bernharðsson, verkstjóri hjá Eykt sem er und-
irverktaki hjá Suðurverki sem sér um verkið fyrir Lands-
virkjun, segir að nýja brúin sé byggð á grunnberginu á
gamla Þjórsárdalshrauninu. Gamla búin verði rifin þegar
nýja brúin verði tekin í notkun.
Brúarsmíði framan við Sultartangavirkjun
Ásmundur Einar Daðason hyggst
ráðast í aðgerðir sem gera Íbúða-
lánasjóði kleift að bjóða nýjar teg-
undir lána til uppbyggingar íbúðar-
húsnæði á landsbyggðinni.
Þetta kemur fram í minnisblaði
sem Ásmundur birti í samráðsgátt
stjórnvalda í gær.
Fyrirhugaðar eru breytingar á
lögum um almennar íbúðir, sem er
meðal annars ætlað að bregðast við
misvægi á milli byggingarkostnaðar
og markaðsverðs á landsbyggðinni.
Tillögurnar byggjast meðal ann-
ars á tilraunaverkefni Íbúðalána-
sjóðs með sjö sveitarfélögum.
Breytingarnar miða að því að gera
sveitarfélögum á landsbyggðinni
kleift að byggja íbúðir í almenna
leigukerfinu með stofnframlagi rík-
isins. Drög að frumvarpi þess efnis
voru kynnt í samráðsgátt stjórn-
valda í maí síðastliðnum.
„Ég tel að það þurfi aðgerðir af
hálfu stjórnvalda til að rjúfa þá
stöðnun sem ríkt hefur í húsbygg-
ingum á landsbyggðinni,“ er haft eft-
ir Ásmundi í fréttatilkynningu. Víða
um land hefur ekkert íbúðarhúsnæði
verið byggt í einn eða tvo áratugi.
Ný lán fyrir landsbyggðina
Íbúðalánasjóður bjóði sveitarfélögum upp á nýstárleg lán
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Tólfta árið í röð verður messað í
eyðibyggð í Fjörðum, sem eru á
milli Eyjafjarðar og Skjálfanda.
Messan hefst kl. 14 á Þönglabakka
sem er í Laufásprestakalli en
Þönglabakkakirkja var tekin ofan
1944 eftir að byggð í Fjörðum lagð-
ist í eyði. Í messunni þjóna Kristján
Valur Ingólfsson biskup, Sólveig
Halla Kristjánsdóttir prestur og
Sindri Geir Óskarsson guðfræð-
ingur. Margrét Bóasdóttir, söng-
málastjóri þjóðkirkjunnar, stýrir
söng, Gunnar Sigfússon leikur á
trompet og Benedikt Kristjánsson
syngur einsöng og leikur á gítar og
fótstigið ferðaharmoníum. Messu-
gestir geta siglt með Húna II frá
Akureyri eða Grenivík. Einnig er
hægt að aka í átt að Grenivík þar til
komið er að hliði norðan við Grýtu-
bakka skammt sunnan við brúna yf-
ir Gljúfurá. Keyra þaðan um jeppa-
veg Leirdalsheiðina í Hvalvatns-
fjörð. Skammt frá Kaðalstöðum er
gengið til móts við Tindriðastaði í
Þorgeirsfirði að Þönglabakka. Akst-
ur og ganga taka um tvær klst.
Messugestir mæta einnig á eigin
bátum eða ríðandi.
Föru- og skáldkonan Látra-Björg
orti lýsandi ljóð um Firði á 18. öld.
Fagurt er í Fjörðum,
þá frelsarinn lánar veðrið blítt.
Heyið grænt í görðum,
grös og heilagfiskið nýtt.
En þegar vetur að oss fer að sveigja
veit ég enga verri sveit
um veraldar reit.
Menn og dýr þá deyja.
Kristján Valur Ingólfsson, sem
þjónað hefur í messu á Þönglabakka
sl. 12 ár, segir að afkomendur þeirra
sem bjuggu á svæðinu séu duglegir
að sækja messu síðasta sunnudag í
júlí en helgihald á Þönglabakka, sem
endurvakið var 2007, lagðist niður
1944.
Krisján segir óendanlega náttúru-
fegurð á Þönglabakka þegar vel
viðri, fjöllin í kring og sjórinn geri
messu þar einstaka. Hann segir
þekktar gönguleiðir að Þönglabakka
og margir göngumenn komi til
messu. Reynslan sýni að því erfiðara
sem það er að komast til messu því
fleiri mæta, en mest hafa 200 manns
mætt til helgihalds í Þönglabakka.
Messað í eyði-
byggð í Fjörðum
Hestar, bátar og tveir jafnfljótir
Fegurð Gestir koma siglandi til
messu í Þönglabakka í Fjörðum.
Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is
FRÁBÆR
HREINSI- OG SMUREFNI
FYRIR BÍLINN ÞINN
FYRIR BÍLINN