Morgunblaðið - 25.07.2019, Page 37

Morgunblaðið - 25.07.2019, Page 37
FRÉTTIR 37Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2019 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Frábært úrval af sundfatnaði Methiti hefur verið í Frakklandi og hitamet féllu í fleiri löndum í Evrópu í gær, meðal annars í Belgíu og Hol- landi, í annarri hitabylgjunni í álf- unni á fimm vikum. Hitinn var allt að 38,9 stig á Cel- síus í Belgíu og er það mesti hiti í landinu frá því að mælingar hófust. 75 ára met féll einnig í Hollandi þar sem hitinn mældist allt að 38,8 stig. Methiti mældist í mörgum frönsk- um borgum í fyrradag, m.a. Bor- deaux þar sem hann var 41,2 stig. Fyrra metið í borginni var frá árinu 2003 þegar hitinn var 40,7 stig. Hit- inn hafði í gær mælst 42 stig á svæð- um í suðvesturhluta landsins og spáð var methita í París í dag. Mesti hiti sem mælst hefur þar er 40,4 stig. Næsthæsta viðbúnaðarstig, rauð- gult, er í nær öllu Frakklandi vegna hitabylgjunnar. Vatnsnotkun hefur verið takmörkuð víða í landinu vegna þurrka sem hafa orðið til þess að grunnvatnsstaða vatnsbóla hefur snarminnkað. „Staðan er erfið en við ráðum við hana, en þurfum að hafa mikinn vara á,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Emmanuelle Wargon, að- stoðarumhverfisráðherra Frakk- lands. Hlýindunum hefur verið líkt við hitabylgju sem var í Frakklandi í ágúst 2003. Nær 15.000 dauðsföll voru rakin til hennar. Veðurstofa Belgíu gaf í fyrsta skipti út „rauða“ viðvörun í öllu landinu vegna hita sem spáð er þar næstu daga. Rauð viðvörun veður- stofunnar merkir að öllum íbúum landsins er ráðlagt að gera ráðstaf- anir til að verja sig gegn sólinni, ekki aðeins ákveðnum hópum eins og börnum og eldri borgurum. Veðurstofa Bretlands sagði að út- lit væri fyrir methita þar í dag. Fyrra met er frá ágúst 2004 þegar hitinn mældist 38,5 stig í Kent-sýslu. Verða algengari Þetta er önnur hitabylgjan í Evr- ópu frá síðustu vikunni í júní þegar methiti mældist víða í Suðvestur- og Mið-Evrópu. Júní var hlýjasti mán- uður sögunnar í álfunni. Talsmaður Alþjóðaveðurfræði- stofnunarinnar, Claire Nullis, sagði að hitabylgjurnar hefðu „einkenni loftslagsbreytinga í heiminum“. „Eins og við sáum í júní eru hita- bylgjurnar að verða algengari, þær hefjast fyrr og verða skæðari,“ hefur fréttavefur BBC eftir Nullis. Vís- indamenn hafa varað við því að lofts- lagsbreytingar af mannavöldum geti leitt til aukinna öfga í veðurfari. bogi@mbl.is Hitinn á hádegi, skv. spá Í dagHitabylgja í Evrópu Heimildir: Sat24.com, veðurstofa Frakklands FRAKKLAND Næsthæsta viðbúnaðarstig í nær öllu landinu og 42°C hita spáð í París (metið er 40,4°C frá 1947) BRETLAND Gæti orðið hlýjasti dagur í sögu landsins BELGÍA „Rauð“ viðvörun gefin út í fyrsta skipti vegna hita ÞÝSKALAND 41°C stigs hita spáð í Köln og nágrenni SVISS Mikil hláka í háum fjöllum. Hiti við frostmark í 4.800 m hæð 30°C 20 15 10 0 Brussel Köln Madrid París Róm Methiti víða í annarri hita- bylgjunni í Evrópu í sumar  Hitabylgjur sagðar verða algengari og skæðari Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Boris Johnson, nýr leiðtogi Íhalds- flokksins, tók formlega við embætti forsætisráðherra Bretlands í gær og hét því tryggja með öllum nauðsyn- legum ráðum að landið gengi úr Evr- ópusambandinu 31. október. Johnson sagði eftir að hafa tekið við embættinu af Theresu May að hann myndi sjá til þess að staðið yrði við „ítrekuð loforð þingsins við þjóð- ina“ með því að tryggja útgöngu úr ESB 31. október og þá yrðu „engin ef eða en“. „Efasemdamennirnir, dóms- dagsspámennirnir og svartagalls- rausararnir“ þyrftu þá að éta ofan í sig allt það sem þeir hafa sagt um vandkvæðin á því að virða ákvörðun kjósendanna í þjóðaratkvæðinu fyrir þremur árum þegar útgangan úr ESB var samþykkt. Johnson lagði áherslu á að virða þyrfti vilja þjóðarinnar í málinu. „Við ætlum að ná nýjum samningi. Betri samningi sem mun gera sem mest úr tækifærunum sem felast í brexit,“ sagði hann í ræðu fyrir utan Down- ing-stræti 10. „Ég hef alla trú á að eft- ir 99 daga hafi okkur tekist að ráða fram úr þessu. Breska þjóðin hefur fengið nóg af því að bíða,“ sagði hann og skírskotaði til þess að útgöngunni úr ESB hefur verið frestað tvisvar. Johnson kvaðst ætla að axla sjálfur ábyrgð á þeim breytingum sem hann stefndi að. „Ef eitthvað hefur dregið úr tiltrú fyrirtækja er það ekki nein ákvörðun sem við höfum tekið heldur tregða okkar til að taka ákvarðanir. Breska þjóðin tók þá grundvallar- ákvörðun með brexit að lög landsins skyldu vera sett af fólki sem hún kaus sjálf og sem hún getur sjálf komið úr embætti. Við verðum núna að virða þá ákvörðun.“ Brexit án samnings „fjarlægur möguleiki“ Johnson áréttaði að Bretar þyrftu að vera tilbúnir að ganga úr ESB án samnings 31. október ef ekki næðist nýtt samkomulag um útgönguna. Hann sagði hins vegar að það væri „fjarlægur möguleiki“ að leiðtogar ESB héldu áfram að neita því að semja um breytingar á brexit-samn- ingi sambandsins við Theresu May og að Bretar þyrftu að ganga úr ESB án samnings. Leiðtogar ESB hafa sagt að ekki koma til greina að breyta út- göngusamningnum þótt breska þing- ið hafi hafnað honum þrisvar. Þeir vilja hins vegar greiða fyrir útgöng- unni með því að gefa út sérstaka yfir- lýsingu um framtíðartengsl Bret- lands við ESB. Stjórn Íhaldsflokksins er með mjög nauman meirihluta á þinginu og flestir þingmannanna, þ.á m. hópur íhaldsmanna, eru and- vígir útgöngu úr ESB án samnings. AFP Nýr forsætisráðherra Breta Boris Johnson fyrir utan Downing-stræti 10 í Lundúnum eftir að hafa flutt þar um tólf mínútna ræðu í gær. Virði vilja þjóðarinnar  Boris lofar brexit  „Engin ef eða en“ Gert er ráð fyrir því að Boris Johnson geri miklar breytingar á ráðherra- liði Íhaldsflokksins. Rúmur helmingur ráðherranna í stjórn Theresu May hefur annaðhvort sagt af sér eða verið vikið frá, að sögn BBC.  Á meðal þeirra sem víkja er Jeremy Hunt, utanríkisráðherra og keppi- nautur Johnsons í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Dominic Raab, ein- arður stuðningsmaður brexit, verður utanríkisráðherra. Sajid Javid, sem hefur verið innanríkisráðherra, verður fjármálaráðherra.  Á meðal þeirra sem víkja er Penny Mordaunt varnarmálaráðherra, brexit-sinni sem hefur verið vinsæl í Íhaldsflokknum.  Annar brexit-sinni, Liam Fox, lætur af embætti ráðherra alþjóða- viðskipta.  Johnson er einnig sagður hafa ákveðið að víkja Creg Clark úr embætti viðskiptaráðherra. Clark hefur verið andvígur útgöngu úr ESB án samnings.  Mordaunt, Fox og Clark studdu allir Hunt í leiðtogakjörinu.  Uppstokkunin þykir benda til þess að Johnson leggi ekki áherslu á að reisa brýr milli ólíkra hópa í flokknum, heldur að setja saman lið sem hann telji líklegt til að ná settum markmiðum, að sögn BBC. Mikil uppstokkun hafin JOHNSON BREYTIR RÁÐAHERRALIÐI ÍHALDSMANNA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.