Morgunblaðið - 25.07.2019, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 25.07.2019, Qupperneq 39
39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2019 Framkvæmdir Lóð nýja Landspítalans er nú sundurgrafin við upphaf framkvæmda. Verktakar eru nú á fullu í jarðvinnu og fyrstu uppslættir farnir að líta dagsins ljós. Hallur Már Veðrinu hefur verið misskipt hér sem annars staðar á þess- um sumarmánuðum. Hitamet falla nú eitt af öðru báðum megin Atlantshafsins og norður undir heim- skautinu. Við erum þannig stöðugt minnt á þá staðreynd að mannkynið er á fullri ferð með að breyta hnattrænu umhverfi okkar og ann- arra lífvera með mengun loft- hjúpsins. Viðbrögð við þeirri vo- veiflegu þróun eru nú seint og um síðir orðin umræðuefni manna á meðal. Á stjórnmálasviðinu hægist venjulega um yfir hásumarið, en út af því hefur líka brugðið, bæði hér heima og í nágrannalöndum. Forystumál Evrópusambandsins og átök í Bretlandi sem er á útleið úr ESB hafa verið í brennipunkti. Hér á heimaslóð er upp komin logandi umræða um afstöðu til orkupakkanna frá Brussel, ekki milli stjórnar og stjórnarandstöðu, heldur í flokkunum sem standa að ríkisstjórninni, þá ekki síst innan Sjálfstæðisflokksins. Betra er seint en aldrei því að enn á ríkisstjórn og Alþingi þann kost að sjá að sér í þessu af- drifaríka máli. Um EES og orkupakkann Það er skýlaus rétt- ur Íslands samkvæmt 103. grein EES- samningsins að hafna upptöku fyrirliggjandi gerða um orkupakka 3. Komi í framhaldi af því til svonefndrar „sáttagerðar“ á vettvangi sameig- inlegu EES-nefndarinnarskv. 102 grein samningsins getur Ísland krafist varanlegrar undanþágu frá öllu því sem varðar orkumál, sem ekki voru hluti af EES-samn- ingnum í upphafi. Jafnframt ætti Alþingi að styrkja og festa í sessi lagaákvæði um orkulindir innan íslensku efnahagslögsögunnar sem þjóðareign. – Með staðfestingu Al- þingis á þriðja orkupakkanum og meðfylgjandi frumvarpi um breyt- ingu á raforkulögum og lögum um Orkustofnun (mál 782) væri verið að breyta henni í yfirþjóðlegt batterí undir ACER, sem er yf- irþjóðleg stofnun Evrópusam- bandsins. ACER hefur heimildir til að taka bindandi ákvarðanir á ýmsum sviðum. Með samþykkt þessa máls væri því verið að fram- selja þýðingarmiklar ákvarðanir í orkumálum til ESB. Ekki verður séð að slík lagasetning samrýmist gildandi ákvæðum íslensku stjórn- arskrárinnar. Orkupakki þvert á almanna- hag og náttúruvernd Endurnýjanlegar orkulindir hérlendis eins og vatnsaflið sem og jarðvarmi eru undirstaða fyrir lífsafkomu almennings og starf- semi innlendra fyrirtækja. Því eiga þær að haldast í þjóðareign engu síður en sjávarauðlindirnar og hafsbotninn innan íslenskrar auðlindalögsögu. Nýtingu þeirra og verndun, sem og verðlagningu framleiddrar orku, á nú og fram- vegis að miða að því að treysta at- vinnulíf og jafna lífskjör um allt land. Með innleiðingu orkupakk- ans veikist sú stefna til mikilla muna og getur breyst í andhverfu sína ef illa tekst til um framhaldið. Tenging við orkumarkað ESB myndi hafa í för með sér stór- hækkun á raforkuverði til fyr- irtækja og heimila, þar með talið á verði til húshitunar, bæði beinnar rafhitunar sem og hitaveitna, en kostnaður við þær byggist að hluta til á raforku. – Auk heimila og smáfyrirtækja sem greiða myndu kostnaðinn af innleiðingu orkupakka 3 og meðfylgjandi tengingu við ESB-kerfið yrði ís- lensk náttúra, ár, vötn og jarð- hitasvæði þolendur stóraukinnar ásóknar í virkjanir með útflutning á raforku fyrir augum. Vinstri-græn og Framsókn slegin blindu Furðu sætir að VG, flokkur sem kennir sig við græna stefnu, skuli hafa gerst þátttakandi í þessum leiðangri með orkupakka 3, í stað þess að beita sér fyrir að styrkja almannaeign á orkuauðlindinni og stilla til um hóflega nýtingu henn- ar. Fyrir dreifbýlið er hér sér- staklega mikið í húfi og því óskilj- anlegt að þeir sem telja sig talsmenn þeirra sem þar þrauka skuli gerast ábekingar á orku- pakka 3, þar með talið þinglið Framsóknarflokksins. – Í stað þess að breyta Orkustofnun í verkfæri í höndum ESB ætti að tryggja að stofnunin lúti betur al- mannahagsmunum en nú gerist, þar á meðal um verndun og hlífð gagnvart náttúru landsins. Annað hefur því miður verið upp á ten- ingnum eins og gagnrýnislaus rannsóknaleyfi til virkjanaund- irbúnings bera ljósan vott um. Löngu er tímabært að færa mál- efni Orkustofnunar undir um- hverfis- og auðlindaráðuneytið til að tryggja eðlilegt samræmi og mat á auðlindavernd og nýtingu. Þjóðaratkvæði um orkupakka 3 Áður en til endanlegrar af- greiðslu kemur af hálfu Alþingis í stórmáli sem þessu ætti að teljast sjálfsagt að gefa almenningi kost á að segja sitt álit í þjóð- aratkvæðagreiðslu. Verði málið knúið í gegn með þeim hætti sem nú stefnir í mun það óhjákvæmi- lega styrkja þær raddir sem nú þegar gera kröfu um löngu tíma- bæra endurskoðun á EES- samningnum, þar á meðal varð- andi kaup á jarðnæði hérlendis. Eftir Hjörleif Guttormsson » Furðu sætir að VG, flokkur sem kennir sig við græna stefnu, skuli hafa gerst þátttak- andi í þessum leiðangri með orkupakka 3. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Ríkisstjórn og meirihluti þingmanna á háskalegum villigötum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.