Morgunblaðið - 25.07.2019, Page 40
40 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2019
Nú á dögunum kom
út skýrsla frá Hag-
fræðistofnun Háskóla
Íslands. Hún var gerð
að beiðni velferðar-
ráðuneytisins og var
tilgangurinn að athuga
hvaða áhrif breytingar
á lyfjalögum frá 1995
hafi haft á lyfjaverð og
lyfjadreifingu á Ís-
landi. Lagabreytingin
fól í sér að stofnun apó-
teka var gefin frjáls og lyfjafræð-
ingar með tilskilin réttindi gátu opn-
að apótek og þurftu ekki lengur að fá
sín lyfsöluleyfi skömmtuð af hinu op-
inbera.
Það er skemmst frá því að segja að
niðurstaða skýrslunnar sýnir að
neytendur greiða nú helmingi lægra
verð fyrir sín lyf en þeir gerðu árið
2003, að raunvirði.
Á sama tíma hefur þjónusta aukist
og dreifing um landsbyggðina haldist
óbreytt með fáum undantekningum
sem skýrast af þróun í samgöngu-
málum innan svæða.
Slíkur árangur næst ekki fyrir-
hafnarlaust. Lyfja hefur rekið apó-
tek um allt land í rúm 15 ár. Með ög-
uðum rekstri, metnaði fyrir þjónustu
og góðri þekkingu á umhverfi apó-
teka hefur tekist að halda þjónust-
unni úti í smæstu jafnt sem stærstu
byggðarlögum landsins
þrátt fyrir ofangreindar
verðlækkanir.
Telja má ólíklegt að
þessi árangur hefði
náðst hefði smásala
lyfja enn verið í litlum
einingum með sérleyfi
fyrir tilgreind svæði,
líkt og var fyrir breyt-
ingu laga 1995. Skýrsla
Hagfræðistofnunar
staðfestir árangur í
lækkun lyfjaverðs en
mikilvægt er að byggja
á þessum árangri og ná lyfjaverði
enn frekar niður. Það er hægt með
því að nýta enn frekar samheitalyf en
gert er og að ríkið taki aukinn þátt í
lyfjakostnaði og jafni þannig mun á
milli Íslands og annarra OECD-
ríkja.
Starfsmenn Lyfju eru stoltir af því
að starfa fyrir sterka keðju apóteka
sem tryggir aðgengi að lyfjum á lágu
verði og skyldum vörum um land allt.
Við erum til staðar fyrir viðskiptavini
alla daga ársins, allt landið um kring,
þakklát fyrir viðskiptin og stolt af því
að bjóða góða þjónustu á sama tíma
og þessi mikla hagræðing og verð-
lækkanir hafa náðst.
Frelsi í lyfsölu hefur
skilað árangri
Eftir Þórberg
Egilsson
Þórbergur
Egilsson
» Skýrsla Hagfræði-
stofnunar staðfestir
árangur í lækkun lyfja-
verðs en mikilvægt er
að byggja á þessum
árangri og ná lyfjaverði
enn frekar niður.
Höfundur er sviðsstjóri smásölu
hjá Lyfju. the@lyfja.is
Þess er að minnast, að þegar Búr-
fellsvirkjun reis við Þjórsá og álverið
í Straumsvík varð að veruleika var
Jóhann Hafstein iðnaðarráðherra
landráðamaður þeirra tíma nr. 1. Ár-
um saman voru sá góði maður og
samstarfsmenn hans úthrópaðir af
vissum þjóðfélagsöflum. Jóhann
Hafstein og landhlauparar hans
voru ekki húsum hæfir. Eiginlega
hefði átt að senda þá og marga aðra
frumherja í rafvæðingu landsins
beint í Bláturn, ef hann hefði verið
opinn! En allir vita að rafvæðingin
umbylti samfélaginu til góðs og Búr-
fellsvirkjun hefur löngu sannað gildi
sitt.
Daginn eftir að eiturspúandi ál-
verið sunnan Hafnarfjarðar reis
beitti Magnús Kjartansson, iðn-
aðarráðherra og Austri Þjóðviljans,
sér fyrir því að reist yrði rauðgló-
andi eiturfabrikka, Málmblendi-
verksmiðjan á Grundartanga í Hval-
firði. Man nokkur eftir Union
Carbide? Var Magnús Kjartansson
þá ekki landráðamaður? O, nei, ekki
aldeilis.
Svo kom Jón G. Sólnes til sög-
unnar. Hann lagði líf sitt við Kröflu-
virkjun. Hann var landráðamaður
nr. 2. Upp kom eldgos. Það var Jóni
gamla að kenna, að sjálfsögðu. Þeir
tóku hann af lífi, drengirnir. Ásök-
uðu hann fyrir smávægilega yfirsjón
sem flesta getur hent.
Mjólkárvirkjun hefur malað
gull í rúm 60 ár
Mjólkárvirkjun í Auðkúluhreppi
hefur nú malað Vestfirðingum gull í
rúm 60 ár. Þegar byrjað var á
Mjólká 1. 1955, 2,5 MW, var enginn
vegur í Borgarfirði inn úr Arnar-
firði. Allt byggingarefni og tæki flutt
á sjó. Ótrúlegt þrekvirki. Alls konar
stíflur reistar á hálendinu ofan
Mjólkár. En þar efra á Glámuhá-
lendi, í 500-700 metra hæð, eru veð-
ur ströng þegar svo ber við. Efri og
neðri stífla. Stærðar lón. Vegir og
vatnsmiðlanir. Margra kílómetra
vatnsrör ofanjarðar. Seinna kom svo
Langavatnsmiðlun ásamt fleiri miðl-
unum. Vatni sums staðar veitt neð-
anjarðar. Svo kom Hófsárveita.
Stífla þar, lón og langur skurður.
Svo kom Mjólká 2 og 3. Bara alls
konar.
Þetta er náttúrlega bilun!
Við sem næstir búum höfum ekki
heyrt nokkurn einasta mann kvarta
yfir þessum mannvirkjum. Engan.
Mjólkárfossar eru einhverjir feg-
urstu fossar hér um slóðir. Þeir eru
stundum þurrir svo vikum og jafnvel
mánuðum skiptir á ári vegna vatns-
söfnunar Orkubúsins. Enginn kjaft-
ur segir eitt einasta orð. Enginn
beðið tjón á sálu sinni svo vitað sé!
Og það jafnvel þótt þjóðvegurinn
liggi neðan fossanna. Þetta er nátt-
úrlega bilun!
Mjólkárvirkjun – Hvalárvirkjun
Skyldi vera einhver raunveruleg-
ur munur á þessum virkjunum ef
grannt er skoðað? Við leikmennirnir
(einn okkar var starfsmaður á plani
við Mjólká 1) höldum að þetta sé ná-
kvæmlega sama tóbakið. Hvalár-
virkjun jafnvel náttúruvænni ef eitt-
hvað er. En sem áður segir hefur
Mjólkárvirkjun malað Vestfirð-
ingum gull í rúm 60 ár. Og það án
þess nokkur maður hafi tekið eftir
því!
Svokölluð sjónmengun er víst ný-
yrði. Erlendir ferðamenn eru sagðir
ekki þola að sjá ýmiskonar mann-
virki á landinu og sumir Íslendingar
ekki heldur. Margir virðast vilja að
Vestfirðingar og sem flestir aðrir
landsmenn verði bara bugtandi
ferðaþjónar að atvinnu. Og ekki gera
nokkurn skapaðan hlut sem veldur
mengun fyrir sjónina. Það á bara að
horfa á landið. Þeir sem svo hugsa
ættu að skoða vegtroðningana sem
vinur okkar Elís Kjaran lagði þvers
og kruss um alla Vestfirði. Nú eru
þeir vegslóðar löngu orðnir sam-
grónir landslaginu. Það er eins og
þeir hafi alltaf verið þarna frá upp-
hafi byggðar. Elli okkar sagði stund-
um: Náttúran sjálf er alltaf meira og
minna að breyta landslaginu. Heilu
skriðurnar koma niður fjallshlíðar á
einum rigningardegi. Við spyrjum:
Er það ekki sjónmengun?
Að nýta og njóta
Öll erum við meiri og minni land-
verndarmenn. En eigum við ekki að
nýta landið og gæði þess á skynsam-
legan hátt og njóta þess um leið?
Einhvers staðar verður að setja
mundangshófið og jafnvægið. Við
verðum að samræma sjónarmiðin
um afnotin af okkar góða Íslandi. En
hver kynslóð þarf að skila landinu
betra en það var þegar hún tók við
því. Það sögðu þau gömlu. En það
þarf tvo til eins og þar stendur.
Nú eru kynt bál um allt land. Það
má ekki reisa vatnsaflsvirkjun á
Ströndum. Það eru landráð dagsins.
Margt virðist þetta vera samkvæmt
forskrift og gamalkunnri dapurlegri
landráðaformúlu.
Eftir Hallgrím Sveinsson,
Guðmund Ingvarsson og
Bjarna G. Einarsson
»Eigum við ekki að
nýta landið og gæði
þess á skynsamlegan
hátt og njóta þess um
leið? En einhvers staðar
verður að setja mund-
angshóf og jafnvægi.
Bjarni G.
Einarsson
Hallgrímur er bókaútgefandi, Guð-
mundur fyrrverandi stöðvarstjóri
Pósts og síma á Þingeyri og Bjarni
fyrrverandi útgerðarstjóri KD á
Þingeyri.
Guðmundur
Ingvarsson
Hallgrímur
Sveinsson
Við verðum að samræma sjónarmiðin um nýtingu landsins
Fimmtudaginn 5. júlí
2017 var fullyrt í Morg-
unblaðinu að íslenskir
verkfræðingar hefðu
árið 2008 unnið undir-
búningsskýrslu fyrir
Spöl ehf. um ný göng
undir Hvalfjörð. Talað
er um að botn nýrra
ganga verði 15 metrum
hærra í jörðu en botn
núverandi ganga. Svör
verða að liggja fyrir
næstu mánuðina, þegar áhyggjufullir
vegfarendur spyrja hvort það geti
þýtt enn meira álag á núverandi neð-
ansjávargöng ef tekin verður vitlaus
ákvörðun um að ráðast í fram-
kvæmdir við Sundabraut á undan
nýjum hliðargöngum sem þola enga
bið. Brýnt er að samgönguráðherra
viðurkenni strax þá staðreynd að
ákvörðun um ný hliðargöng undir
Hvalfjörð skuli liggja fyrir í síðasta
lagi 2019. Svo mikil er meðalumferð
ökutækja á sólarhring milli höfuð-
borgarsvæðisins og Vesturlands að
álagið í núverandi göngum nálgast
ystu þolmörk. Viðurkennt er í und-
irbúningsskýrslunni frá 2008 að ör-
yggi vegfarenda sé betur tryggt með
því að hafa þennan heildarfjölda öku-
tækja í tvennum aðskildum göngum
undir fjörðinn ef meðalumferðin
verður um ókomin ár meira en 14
þúsund bílar á dag, þegar menn ótt-
ast að núverandi göng muni springa
2019. Í þessari skýrslu er ráðgert að í
fyrirhuguðum hliðargöngum verði út-
skot og tvær akreinar. Um þessi göng
færi umferðin frá höfuðborgarsvæð-
inu til Vestfjarða og norður fyrir
heiðar. Frá Vesturlandi, Vest-
fjörðum, Norður- og Austurlandi
myndi umferðin fara til
Reykjavíkur um núver-
andi göng, sem
stjórnarformaður Spal-
ar ehf., Gísli Gíslason,
vill tvöfalda. Með tvö-
földun Vesturlands-
vegar í báðar áttir frá
núverandi göngum
verða góð og gild rök
færð fyrir því að meðal-
umferðin, sem eykst
alltof mikið milli höf-
uðborgarsvæðisins og
Vesturlands, verði um
ókomin ár í tvennum
aðskildum göngum undir Hvalfjörð.
Fyrr getur harður árekstur tveggja
flutningabifreiða með eldfim efni, á
70-80 km hraða innan um stóran
fjölda ökutækja í göngunum, valdið
þar eldsvoða sem breiðist út á örfáum
sekúndum með ófyrirséðum afleið-
ingum. Áður komu fram efasemdir
um að allt slökkviliðið á höfuðborg-
arsvæðinu réði við svona eldsvoða í
þessum neðansjávargöngum, sem
hafa verið 20 ár í notkun.
Til eru of mörg dæmi um að elds-
voðar af þessu tagi hafi kostað alltof
mörg mannslíf eftir harðan árekstur
tveggja flutningabíla í norskum jarð-
göngum þegar litlir fólksbílar hafa
lent þar á milli stóru ökutækjanna.
Með tvöföldun Hvalfjarðarganga í
fjórar akreinar eykst hættan á því að
of margir flutningabílar lendi í hörð-
um árekstrum innan um fleiri öku-
tæki. Þessum árekstrum yrði strax
afstýrt í tvennum aðskildum göngum
milli höfuðborgarsvæðisins og Vest-
urlands í stað tvöföldunar núverandi
ganga, sem verður bara uppskrift að
enn fleiri dauðaslysum. Fyrir 20 árum
fórust nærri 40 manns í eldsvoða sem
braust út á örfáum sekúndum í Mont
Blanc-jarðgöngunum þegar tveir
flutningabílar með bilaðan öryggis-
búnað skullu þar saman á mikilli ferð
áður en þeir ofhitnuðu og urðu alelda.
Svo mikill varð hitinn í göngunum að
slökkviliðinu mistókst að hefta út-
breiðslu eldsins áður en mikil spreng-
ing eyðilagði 34 ökutæki. Þetta vekur
spurningar um hvort allir slökkviliðs-
menn höfuðborgarsvæðisins lendi
strax í enn meiri hættu ef svona tilfelli
koma upp í Hvalfjarðargöngum.
Þá vakna spurningar um hvort
þessi hætta sé líka til staðar í tveimur
gangamunnum Vestfjarðaganga, sem
eru einbreiðir og fá engar undan-
þágur frá hertum öryggiskröfum.
Stórhættulegt ástand í núverandi
neðansjávargöngum segir ekkert að
önnur jarðgöng úti á landi fái frekar
afslátt af þessum réttmætu kröfum,
sem tryggja enn betur öryggi vegfar-
enda og minnka slysahættuna.
Þingmenn Reykvíkinga skulu sam-
einast um að öryggismál Hvalfjarð-
arganga verði strax sett fram fyrir
borgarlínuna og járnbrautarbullið
sem íslenska ríkið getur aldrei fjár-
magnað. Til þess er áætlaður heild-
arkostnaður alltof hár sem smáþjóð
með 350 þúsund íbúa ræður aldrei
við. Þessi gæluverkefni borgarstjórn-
armeirihlutans í Reykjavík gera öll
sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins og
alla íslenska skattgreiðendur gjald-
þrota.
Ný Hvalfjarðargöng
skal ákveða 2019
Eftir Guðmund
Karl Jónsson » Þingmenn Reykvík-
inga skulu samein-
ast um að öryggismál
Hvalfjarðarganga verði
strax sett fram fyrir
borgarlínuna.
Guðmundur Karl
Jónsson
Höfundur er farandverkamaður.
HA
PPATALA
•
D
AGSINS
ER
•40
TIL HAMINGJU – ÞÚ HEFUR FUNDIÐ HAPPATÖLUNA!
Farðu inn ámbl.is/fimmtudagur, fylltu út upplýsingar um þig og sláðu inn Happatöluna.
Vinningshafi verður dreginn út í þættinum Ísland vaknar á K100 í fyrramálið.
Að sjálfsögðu hvetjum við þig til að taka þátt á hverjum fimmtudegi, því það er til mikils að vinna.