Morgunblaðið - 25.07.2019, Síða 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2019
✝ Gunnar BergEydal fæddist
á Akureyri 1. nóv-
ember 1943. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans 15.
júlí 2019.
Foreldrar hans
voru Hörður Ey-
dal, f. 13.2. 1909,
d. 3.4. 1976, iðn-
verkamaður á Ak-
ureyri, og Pálína
Indriðadóttir Eydal, f. 10.1.
1909, d. 1.1. 1991, húsfreyja.
Bræður Gunnars voru Ingimar
Eydal, f. 20.10. 1936, d. 10.1.
1993, kennari og hljómlist-
armaður á Akureyri, var
kvæntur Ástu Sigurðardóttur,
og Finnur Eydal, f. 25.3. 1940,
d. 16.11. 1996, kennari og
hljómlistarmaður á Akureyri,
var kvæntur Helenu Eyjólfs-
dóttur. Bróðir Gunnars sam-
feðra er Kristbjörn Eydal, f.
4.8. 1929, fyrrv. sjómaður og
útgerðarmaður, var kvæntur
Steinunni Guðmundsdóttur, d.
26.11. 2007.
Gunnar kvæntist 23.9. 1966
Ásgerði Ragnarsdóttur kenn-
ara, f. 30.3. 1946. Foreldrar
hennar voru Ragnar Ólason, f.
27.3. 2004, c) Jökull, f. 8.12.
2009.
Gunnar lauk stúdentsprófi
frá MA 1964, lauk embættis-
prófi í lögfræði frá HÍ 1971,
stundaði nám í vinnurétti í
Kaupmannahöfn 1971-72, öðl-
aðist hdl.-réttindi 1974 og hrl.-
réttindi 1992. Hann var fulltrúi
bæjarfógetans á Akureyri
1971, lögfræðingur hjá BSRB
1972-76 og framkvæmdastjóri
Sambands íslenskra banka-
manna 1976-79. Gunnar hóf
störf hjá Reykjavíkurborg 1979
og starfaði þar í rúm 30 ár.
Lengst af gegndi hann starfi
skrifstofustjóra borgarstjórnar,
var borgarlögmaður um skeið
og gegndi starfi borgarritara í
afleysingum.
Gunnar sinnti stunda-
kennslu, m.a. við MH og laga-
deild HÍ. Hann sat í verðlags-
dómi 1974-78, var formaður
Barnaverndarráðs Íslands
1979-82, átti sæti í fjölda
nefnda, m.a. á vegum ríkis og
sveitarfélaga. Eftir Gunnar
hafa komið út ritin Vinnu-
réttur, 1978 og 1986; Hagnýt
lögfræði, 1984; Sveitarstjórnar-
réttur, 2006; Borgarfulltrúatal,
2010, og Gamlar glefsur og nýj-
ar, 2016. Hann skrifaði auk
þess greinar um lögfræðileg
málefni, m.a. í Tímarit lögfræð-
inga og Sveitarstjórnarmál.
Útför Gunnars fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 25. júlí
2019, og hefst athöfnin kl. 13.
1.6. 1912, d. 27.7.
1990, efnaverk-
fræðingur og
fyrrv. forstjóri
Efnaverksmiðj-
unnar Sjafnar á
Akureyri, og
Ragnheiður Valde-
marsdóttir, f. 2.7.
1919, d. 5.10. 2010,
húsfreyja. Börn
Gunnars og Ás-
gerðar eru: 1)
Ragna Björk, f. 16.2. 1966, sér-
kennari, gift Steinari Ólafssyni.
Börn þeirra eru a) Steinar Örn,
f. 26.7. 1985, í sambúð með Írisi
Rut Garðarsdóttur, barn þeirra
er Aldís Eva, f. 27.9. 2018, b)
Arna Laufey, f. 15.4. 1995, c)
Bjarki Gunnar, f. 11.10. 2000.
2) Hjördís, f. 3.5. 1967, leik-
skólakennari, gift Hlyni Hend-
rikssyni. Börn þeirra eru a)
Snædís Gerður, f. 5.12. 1991, í
sambúð með Sveini Smára
Leifssyni, barn þeirra er Hlyn-
ur Smári, f. 5.7. 2017, b)
Skjöldur Berg, f. 10.9. 1998, c)
Sólveig Björt, f. 5.9. 2001. 3)
Gunnar Páll, f. 22.2. 1974, jarð-
fræðingur, kvæntur Hörpu
Grímsdóttur. Börn þeirra eru
a) Birkir, f. 3.6. 2000, b) Kári, f.
Fréttirnar sem við fengum
hinn 27. júní um að pabbi væri
með ágengt og útbreitt krabba-
mein voru þungt högg. Pabbi tók
tíðindunum þó með ró og lífsvilj-
inn skein í gegn. Það var gest-
kvæmt á sjúkrahúsinu og hann
naut þess að spjalla. Það var stutt
í kímnina hjá honum, eins og allt-
af.
Mínar fyrstu minningar um
pabba eru þegar hann var að
svæfa mig og söng þá gjarnan
Internationalinn, alþjóðasöng
verkalýðsins. Þetta líkaði mér vel
og ég kann textann enn í dag.
Sterkustu minningar mínar með
fjölskyldunni tengjast þó ferða-
lögum. Við höfum alltaf ferðast
mikið frá því ég man eftir mér,
fyrst öll fimm upp úr 1980 á gulu
Lödunni og svo þvældist ég mikið
með mömmu og pabba eftir að
systur mínar urðu eldri. Vinir
mínir hafa sagt að ég hafi aldrei
fengið hina svokölluðu unglinga-
veiki og það má vel vera, mér leið
bara vel á flakki með pabba og
mömmu. Ég á líka góðar minn-
ingar um okkur pabba í veiðiferð-
um, á skíðum og í gönguferðum,
m.a. í svartaþoku á Snæfellsjökli.
Við pabbi rifjuðum oft upp há-
lendisferðir okkar, t.d. eldgosa-
ferðirnar og óveðursferð á Arn-
arvatnsheiði árið 1985, en þá var
svo hvasst að smjörið fauk af
brauðinu. Það þurfti töluvert til
að koma pabba úr jafnvægi.
Dæmi um það er þegar við sátum
í jeppanum á miðjum Vatnajökli
árið 1996 nálægt eldgosinu í Gjálp
í svartabyl, og heyrðum í fréttum
að gossprungan væri að færast í
átt að okkur. Það varð almenn
ókyrrð í jeppahópnum og flestir
sneru við í skyndi en pabba fannst
sjálfsagt mál að klára slátrið sem
hann var að borða í rólegheitum
áður en frekari ákvarðanir yrðu
teknar. Allir komu heilir heim.
Ég, Harpa og strákarnir okkar
höfum átt góðar stundir með
pabba og mömmu í sumarbú-
staðnum á Brúarhóli og á Ísafirði.
Sérstaklega minnisstæð er ferð
okkar í Klettafjöllin í Kanada árið
2002. Hin síðari ár hefur Hjalli
(Sogavegur) verið okkar annað
heimili, enda við landsbyggðar-
fólkið oft á ferðinni syðra. Pabbi
fylgdist alltaf vel með ferðum
okkar. Í síðasta mánuði sátum
við saman og fórum yfir fyrir-
hugaða ferð fjölskyldunnar til
Mexíkós. Pabbi var áhugasamur
sem fyrr og gróf upp ýmsar upp-
lýsingar fyrir okkur. Hann var
einnig vel inni í málefnum líðandi
stundar og fylgdist vel með frétt-
um, reyndar svo vel að útvarpið
var oftast í botni svo hann myndi
nú örugglega ekki missa af
neinu. Stundum spurði hann mig
og Hörpu um málefni sem tengd-
ust okkar vinnu og sá þá gjarnan
málin frá nýjum sjónarhornum.
Pabbi og mamma kunnu að
njóta lífsins saman. Í febrúar síð-
astliðnum sigldu þau í gegnum
Panamaskurðinn á skemmti-
ferðaskipi og í vor stóð pabbi
uppi á jökli og virti hálendið fyrir
sér. Fyrir tveimur vikum vorum
við feðgar að plana ferð. Ferðinni
var heitið út á stétt við Landspít-
alann í hjólastól. Þessi ferð var
þó aldrei farin vegna heilsuleys-
is. Það var alls ekki í anda pabba
að láta ferð falla niður, en nú er
hann lagður af stað í aðra ferð á
ókunnar slóðir og þannig líður
honum vel.
Það ríkir söknuður hjá mér,
Hörpu, Birki, Kára og Jökli en
við yljum okkur við góðar minn-
ingar.
Gunnar Páll.
Elsku besti pabbi okkar.
Þó sorgin sé yfirþyrmandi þá
er þakklæti okkur efst í huga fyr-
ir að hafa fengið að eiga þig í lífi
okkar.
Í sólhvítu ljósi
hinna síðhærðu daga
býr svipur þinn.
Eins og tálblátt regn
sé ég tár þín falla
yfir trega minn.
Og fjarlægð þín sefur
í faðmi mínum
í fyrsta sinn.
(Steinn Steinarr)
Við kveðjum þig með sárum
söknuði og minning þín mun
ávallt lifa.
Hvíl í friði elsku pabbi,
Ragna Björk og Hjördís.
Elsku besti afi okkar. Við er-
um svo þakklát fyrir að hafa átt
þig sem afa því betri afa var ekki
hægt að hugsa sér. En þú varst
ekki bara afi okkar heldur líka
svo góður vinur. Það var gott að
koma í heimsókn til ykkar ömmu,
alltaf vorum við velkomin. Við
sátum svo oft og spjölluðum sam-
an um alla mögulega hluti og það
var alltaf hægt að leita til þín og
fá góð ráð hjá þér um hvað sem
er.
Þau voru mörg ferðalögin sem
við fórum í saman, til dæmis hinar
árlegu fjallaferðir fjölskyldunnar
um landið. Við eigum svo margar
góðar minningar frá þeim ferð-
um. Þú varst alltaf að fræða okk-
ur um landið okkar og að því
munum við alltaf búa. Okkur eru
líka minnisstæðar allar sögurnar
sem þú sagðir okkur, til dæmis
allar þjóðsögurnar, enda varstu
mikill sögumaður. Þú sagðir svo
skemmtilega frá og það var líka
alltaf stutt í húmorinn hjá þér,
jafnvel alveg fram á síðustu
stundu.
Við erum heppin að hafa haft
þig í lífi okkar og kveðjum þig
með miklum söknuði. Heimurinn
er fátækari án þín elsku afi.
Minning þín mun lifa í hjörtum
okkar alla tíð.
Steinar Örn, Arna Laufey
og Bjarki Gunnar.
Elsku hjartans afi okkar.
Við viljum þakka þér fyrir allar
góðu stundirnar sem við höfum
átt saman. Við munum aldrei
gleyma skemmtilegu fjallaferð-
unum sem við fórum í á sumrin.
Þar flökkuðum við um allt land og
gistum á hinum ýmsu stöðum. Þú
kenndir okkur svo margt um
landið.
Við gleymum líka aldrei sög-
unum sem þú sagðir okkur um
álfa og tröll og ekki má gleyma
sögunni um Búkollu og Pönnu-
kökukónginn því enginn sagði
þær jafn skemmtilega og þú.
Það var alltaf jafn gott að koma
til þín og ömmu í Brúarhól og
njóta í sveitasælunni. Einnig
minnumst við ferðanna okkar
norður. Í Akureyrarferðinni í síð-
astliðnum apríl fórum við saman
upp á Kaldbak og þú varst svo
glaður að geta farið með okkur
upp því Kaldbakur var eitt af
þeim fjöllum sem þú varst ekki
búinn að fara á.
Það var alltaf gaman í kringum
þig enda mikill húmoristi. Þú vild-
ir að okkur liði vel og þér var svo
umhugað um okkur. Þú hugsaðir
svo vel um alla í kringum þig og
fylgdist alltaf vel með því sem við
krakkarnir vorum að gera og ekki
síst hvað hann Hlynur Smári væri
að bralla, enda miklir félagar.
Elsku afi, við þökkum þér fyrir
allar yndislegu stundirnar okkar
saman og allt það sem þú hefur
gefið okkur.
Hvíl í friði elsku afi,
Snædís Gerður, Skjöldur
Berg og Sólveig Björt.
Gunnar Berg Eydal, föður-
bróðir okkar, er látinn eftir stutta
sjúkdómslegu. Það er ákaflega
óraunverulegt og ótímabært,
finnst okkur sem hittum hann
glaðan og sjálfum sér líkan í stúd-
entsveislum vorsins en hann var
þá orðinn veikari en nokkurn ór-
aði fyrir.
Gunni frændi lifði sínu lífi
sannarlega til fulls, sinnti mörg-
um ábyrgðarhlutverkum, ferðað-
ist með Ásgerði sinni og afkom-
endahópnum, var lífið og sálin í
fjölskylduboðum, hafði gaman af
að vera með fólki og lét sér annt
um samferðamenn sína og ætt-
ingja. Hann var fróður sam-
félagsrýnir, húmoristi, fræði- og
sögumaður.
Sumt fólk lifir lífinu af meiri
krafti en aðrir og Gunni var einn
af þessum kröftugu einstakling-
um sem sáu spaugilegu hliðarnar
á tilverunni en var þó bjargfastur
bakhjarl sínu fólki. Okkur og
börnum okkar hafa þau Ásgerður
sýnt stuðning og ræktarsemi,
fylgst af áhuga með því sem við
tökum okkur fyrir hendur og sýnt
samhug á tímamótum.
Útilegur Eydalsfjölskyldunnar
eru okkur ógleymanlegar, þar lét
elsta kynslóðin sitt ekki eftir
liggja og Gunni frændi lék að
sjálfsögðu á als oddi. Fjallamað-
urinn og jeppakarlinn kunni á
landið sitt og innrætti okkur öll-
um virðingu fyrir og skilning á
hálendinu. Börnin hans og fjöl-
skyldur þeirra gátu ekki annað
en smitast af fjallabakteríunni og
gaman hefur verið að fylgjast
með fjölskyldunni í fjalla-
mennsku og ferðalögum.
Á námsárum hans í Kaup-
mannahöfn fórum við fjölskyldan
nokkrum sinnum að sumarlagi í
heimsókn. Þessar ferðir voru æv-
intýri í okkar augum, Gunni
frændi var skemmtilegasti mað-
ur í heimi og við fengum að vera
með Rögnu og Hjördísi frænkum
okkar. Í fyrstu heimsókninni
gistu allir í litlu íbúðinni þeirra á
Amager, þau fjögur, við fimm og
amma Pálína. Líklega hefur íbúð-
in verið u.þ.b. 60 fermetrar en
enginn kvartaði og alltaf var
gaman. Bræðurnir „diskúteruðu“
djass, pólitík og sögðu sögur, það
var kært með þeim öllum og fjöl-
skyldan var ákaflega samheldin.
Hlíðargata 8 á Akureyri, heimili
afa og ömmu, var oftast mið-
punkturinn, jólaboð, lamba-
hryggir og hnallþórur, sumar-
blíða, ferðir í Vaglaskóg og
lautartúrar í Vaðlaheiði, Gunni
frændi að gera grín að foreldrum
sínum og bræðrum, komst alltaf
upp með það enda yngstur og í
uppáhaldi hjá öllum. Minning-
arnar eru margar og allar góðar.
Með Gunna er genginn síðasti
meðlimur fjölskyldunnar í Hlíð-
argötunni og enginn er lengur til
staðar til að segja okkur sögurn-
ar af bralli þeirra bræðra. Marg-
ar þeirra munum við og við er-
umþakklát fyrir
endurminningarnar hans sem
komu út á prenti fyrir nokkrum
árum.
Elsku Ásgerði, Rögnu Björk,
Hjördísi, Gunnari Páli, Steinari,
Hlyni og Hörpu, börnum ykkar
og barnabörnum, vottum við okk-
ar dýpstu samúð og einnig Krist-
birni elsta föðurbróður okkar.
Við systkinin þökkum frænda
okkur góða samfylgd, væntum-
þykju og elskusemi.
Inga Dagný, Guðný Björk,
Ingimar og Ásdís Eydal.
Það sem við eigum sameigin-
legt með Gunnari heitnum og Ás-
gerði eru þrír kraftmiklir drengir
barna okkar, þeirra Gunnars
Páls Eydal og Hörpu, og svo þær
stundir sem við eðlilega eignuð-
umst þeirra tengsla vegna.
Þar sem við sitjum hér í miðju
ferðalagi um veldi Svíakonungs
sækja að minningabrot úr sér-
deilis ánægjulegum samveru-
stundum sem við áttum, oftar en
ekki einmitt tengdum ferðalög-
um. Ef til vill sú eftirminnileg-
asta var 14 daga ferð um Kletta-
fjöllin í Kanada ásamt Gunnari
Páli, Hörpu og Birki, þá tveggja
ára. Margt skoðað daglangt og í
svartamyrkri skógarins að kvöldi
setið í skini varðelds, spjallað og
spekúlerað, sögur sagðar og dátt
hlegið. Við þessar aðstæður var
Gunnar á heimavelli. Ef svo þögn
sló á hópinn og það eina sem
heyrðist um stund var úr hljóð-
heimi skógarins í bland við
snarkið í kulnandi eldinum sagði
hann gjarnan:
„Heldur í feldinn,
horfir í eldinn,
og hrærist ei.“
(Matth. Jochumsson)
Minningar um Gunnar uppi á
hátindi Glámu um hávetur, geisl-
andi af gleði yfir ægifögru útsýni,
gleymast ekki. Þar höfðum við
fengið að slást í för með stórum
vinahópi þeirra Ásgerðar sem
gjarnan fór vetrarferðir á fjöll.
Við hjónin verðum ævinlega
þakklát fyrir allar þær ljúfu
stundir sem okkur hafa hlotnast í
návist Gunnars, Ásgerðar, ætt-
ingja þeirra og vina. Það er ómet-
anlegt að fá að njóta þess að um-
gangast svona gott fólk og
sannarlega tilheyrði Gunnar
þeim flokki manna sem gaman
var að hitta, fróðlegt að spjalla við
og tilhlökkunarefni að hitta næst.
En það verður víst því miður
ekki. Minningarnar um hann lifa
hins vegar með okkur á þann hátt
sem þessum fátæklegu orðum er
ætlað að tjá. Takk.
Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur til fjölskyldunnar allrar.
Sýbilla og Grímur.
Elsku Gunni minn. Það er með
djúpri sorg í hjarta sem ég skrifa
þessi orð til þín en efst í huga mér
er þakklæti fyrir allar góðu minn-
ingarnar sem ég á um þig.
Mikið var ég lánsöm að alast
upp í nágrenni við ykkur Ásgerði
og vera alltaf velkomin á heimili
ykkar. Þær eru margar æsku-
minningarnar sem streyma fram,
bæði úr Háagerðinu og af fjöllum.
Þú kenndir mér svo margt og
skilur svo mikið eftir þig sem ég
mun koma áfram til dætra minna.
Þú varst guðfaðir minn og varst
mér sem afi. Það var alltaf gott að
leita til þín og það er mér ein-
staklega minnisstætt eitt vor-
kvöld þegar þú aðstoðaðir mig við
undirbúning fyrir stúdentspróf-
sritgerð þar sem við vorum svo
sammála um röksemdafærslu.
Sem og kvöldin þegar þú hjálp-
aðir mér með dönsku háskólaum-
sóknina og við æfðum dönskuna.
Síðustu dagana þegar við viss-
um í hvað stefndi ræddum við um
lífið og tilveruna. Þú spurðir mig
hve lengi við ætluðum að vera í
Svíþjóð og ég viðurkenndi fyrir
þér að það örlaði á heimþrá á
þessum fallegu sumardögum og
ekki síst fjölskyldunnar vegna.
Þá sagðir þú þessi orð Laxness
sem ég mun aldrei gleyma: „Því
hvað er auður og afl og hús ef
engin jurt vex í þinni krús.“
Takk elsku Gunni fyrir allt, þín
verður sárt saknað.
Ragnheiður Valdimarsdóttir.
Gunni frændi er dáinn. Þegar
ég hitti þig fyrir um það bil tveim-
ur vikum sá ég hvert stefndi og
þú vissir það líka. Við töluðum um
dauðann og þú þessi jarðbundni
og raunsæi maður hafðir ekki
áhyggjur af þér en kveiðst því að
öðrum sem elskuðu þig liði illa í
sorginni. Þegar ég sagði þér að
Egill maðurinn minn heitinn hefði
sagt að hann hefði ekkert á móti
því að sameinast náttúrunni þá
sagðir þú með glettni í augum:
„Já, fyrst að hann sagði þetta þá
get ég heldur ekki haft neitt á
móti því að verða eitt með nátt-
úrunni.“ Þótt Gunnar væri fár-
veikur vantaði ekki húmorinn og
hnyttin tilsvörin.
Ég var á Akureyri þegar mér
berst andlátsfregnin. Minning-
arnar sem við Gunnar áttum sam-
an helltust yfir mig. Ég keyrði
strax framhjá æskuheimili Gunn-
ars í Hlíðargötu 8 þar sem við
bjuggum saman í nokkur ár, hús-
inu sem feður okkar byggðu sam-
an. Þessi staður geymir svo
margar góðar minningar.
Ógleymanleg eru öll jólaboðin þar
sem þið bræður, Ingimar, Finnur
og þú sögðu okkur hinum krökk-
unum mergjaðar draugasögur og
spiluðuð háværa músík. Þarna
átti Gunnar mjög góða æsku,
ómetanlega vini og þar naut frjótt
ímyndunarafl og uppátækjasemi
hans sín vel. Öskudagurinn og
gamlárskvöld standa upp úr, ekki
síst þegar minnst er á stórhættu-
legu heimatilbúnu sprengjurnar.
Ógleymanlegar eru líka minning-
ar tengdar veru Eydalsfjölskyld-
unnar í Vaglaskógi á sumrin.
Gunnar lýsir þessu í bókinni
Gamlar glefsur og nýjar og hann
segir að allra bestu minningar
sínar úr æsku séu tengdar Bjar-
karlundi. Þarna var svo margt
ótrúlega skemmtilegt brallað og
þarna naut stórfjölskyldan sín
upp í topp, mikið leikið, spjallað
og hlegið.
Gunnar hafði mikil áhrif á mín-
ar pólitísku skoðanir. Í byrjun
menntaskóla tók Gunnar mig á
eintal og gaf mér bækur eftir Ca-
Gunnar Berg
Eydal
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
GUÐRÚN BENEDIKTSDÓTTIR
frá Hólmavík,
lést á Droplaugarstöðum í Reykjavík,
laugardaginn 20. júlí.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 29. júlí
klukkan 15.
Ólafur Reykdal
Guðrún Björk Reykdal Sigurður Sigurðsson
Sigrún Edda Reykdal
Þórarinn, Auðunn, Alexander og Sara Xiao
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
RAGNHEIÐUR JÚLÍUSDÓTTIR,
Sörlaskjóli 19, Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
miðvikudaginn 17. júlí.
Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 31. júlí
klukkan 13.
Melkorka Gunnarsdóttir Björn Már Jónsson
Júlíus Þór Gunnarsson Guðrún Júlíusdóttir
Úlfar Örn Gunnarsson
Þóra Katrín Gunnarsdóttir Þórarinn Þorgeirsson
Katinka Ýr, Jón Gunnar, Ragnheiður, Ólafur Haukur,
Kjartan Þór, Þorgeir Örn og Þorsteinn Ari