Morgunblaðið - 25.07.2019, Page 46

Morgunblaðið - 25.07.2019, Page 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2019 vinstri meirihlutans. Í pólitískum sviptivindum borgarmálanna komu borgarstjórar og fóru. Á sínum 30 ára ferli varð það hlut- skipti Gunnars að vinna með 9 borgarstjórum með ólíkt pólitískt litarhaft og hann átti í góðum samskiptum við þá alla. Þeir voru allir meðvitaðir um fagmennsku, færni Gunnars og lagni hans í mannlegum samskiptum. Gunnar var góður félagi, hreinskilinn, hress og skemmti- legur. Við munum sakna hans nú þegar hann er fallinn frá. Missir Ásgerðar, barnanna og aðstand- enda allra er mikill og við send- um þeim samúðarkveðjur með vinarþeli. Fyrir hönd danska hópsins, Ásmundur Stefánsson. Ég kynntist Gunnari fyrst þegar hann kenndi mér lögfræði í menntaskóla. Hann vakti áhuga minn á ýmsum þáttum lögfræð- innar, ekki síst vinnurétti en á þeim árum var hann einn af fáum lögfræðingum sem sérstaklega höfðu lagt stund á þá grein. Síðar varð hann einn af okkar fremstu lögfræðingum á sviði sveitar- stjórnarréttar. Samstarf okkar Gunnars hófst þegar ég kom til starfa í borg- arstjórn Reykjavíkur fyrir rétt um aldarfjórðungi. Hann var þá þegar einn af forystumönnum í yfirstjórn borgarinnar sem skrif- stofustjóri borgarstjórnar og bjó að mikilli reynslu og þekkingu sem var nýjum borgarfulltrúum mikilvæg og hann var jafnan fús að ausa af sínum viskubrunni. Sérstaklega unnum við Gunnar náið saman þegar ég var forseti borgarstjórnar. Saman beittum við okkur fyrir ýmsum umbótum í starfsumhverfi borgarfulltrúa, m.a. fundarsköpum borgar- stjórnar, sem voru löngu tíma- bærar þegar komið var inn í 21. öldina. Meðal annars voru inn- leiddar reglur um andsvör við ræðum borgarfulltrúa, sem þá þegar höfðu verið við lýði á Al- þingi um nokkurt skeið. Jafnvel þótt Gunnar hafi sjálfur sagt að hann væri embættismaður af gamla skólanum var hann engu að síður opinn fyrir nýjungum og hafði sjálfur ýmsar góðar tillögur fram að færa í því sambandi. Gunnar var vammlaus og sanngjarn embættismaður, hafði sínar skoðanir og kom þeim óhik- að á framfæri og vann af heilind- um að úrlausn mála, jafnt fyrir meiri- og minnihluta í borgar- stjórn á hverjum tíma. Þannig hafði hann með rökum og reynslu heilmikil áhrif óháð því hvort nið- urstaðan að lokum yrði í sam- ræmi við hans skoðanir eða ekki. En Gunnar var líka prýðilega skemmtilegur félagi. Hann var kerskinn og launfyndinn og gat verið hnyttilega kaldhæðinn. Ótal sögur kunni hann af mönnum og málefnum og var gaman og gef- andi að hlusta á hann segja frá. Og músíkalskur var hann eins og hann átti kyn til, mikill djass- áhugamaður og ágætur píanó- leikari. Að leiðarlokum er efst í huga þakklæti til Gunnars fyrir gott samstarf, margar góðar samveru- stundir og fyrir hans mörgu góðu ráð á vettvangi borgarstjórnar og ég minnist hans með mikilli hlýju. Ásgerði og fjölskyldunni allri votta ég innilega samúð. Árni Þór Sigurðsson. Gunnar Eydal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, var næsti yfir- maður borgarskjalavarðar og tengiliður milli Borgarskjala- safns og borgarráðs Reykjavíkur í fjölmörg ár. Hann studdi safnið með ráðum og dáð og hafði ríkan skilning á mikilvægi þess. Hann aðstoðaði við að afla fjárveitinga í lagfæringar á húsnæði, studdi fjölgun á starfsmönnum og að keyptar væru tölvur og annar búnaður sem til þurfti. Gunnar var embættismaður fram í fingurgóma og bar hag borgarinnar mjög fyrir brjósti. Hann var vandvirkur og faglegur í vinnubrögðum og kynnti sér málin frá öllum hliðum. Hann var einstaklega þægilegur í sam- skiptum og skipti aldrei skapi, stálminnugur og með góða kímni- gáfu. Gunnar leitaði töluvert eftir skjölum á safninu; hann þekkti safnkostinn vel, hvað ætti að vera til og í hvaða málaflokkum. Þegar Gunnar fór á eftirlaun var hans saknað. Hann var þó svo sannarlega ekki sestur í helgan stein, því hann hafði yfirburða- þekkingu á málefnum borgarinn- ar, ekki síst tengt kosningum, og það var sótt í þekkingu hans ár- um saman eftir að hann lét form- lega af störfum. Í tengslum við það þurfti hann oft að hafa sam- band við Borgarskjalasafn að leita eftir gögnum sem tengdust ákveðnum málum. Fyrir hönd starfsmanna Borg- arskjalasafns Reykjavíkur kveðj- um við Gunnar Eydal með virð- ingu og söknuði og þökkum fyrir góð kynni gegnum árin. Við send- um Áslaugu eiginkonu Gunnars, börnum og vandamönnum hans okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Svanhildur Bogadóttir og Gunnar Björnsson, Borgar- skjalasafni Reykjavíkur. Gunnar Berg Eydal ✝ Stefanía Ragn-heiður Pálsdóttir fæddist á Litlu-Reykjum í Hraungerðis- hreppi 31. janúar 1931. Hún lést 14. júlí 2019. Hún var dóttir hjónanna Páls Árnasonar frá Hurðarbaki, Vill- ingaholtshreppi, f. 27.10. 1889, d. 24.6. 1975, og Vilborgar Þórarinsdóttur Öfjörð frá Austurhlíð í Gnúp- verjahreppi, f. 12.2. 1892, d. 7.7. 1975. Systkini Stefaníu voru: Árni Gunnar, f. 1920, d. 2006, Guðný, f. 1921, d. 1990, Þórarinn, f. 1922, d. 2006, Guð- rún, f. 1924, d 1983, og Ingi- björg Guðrún, f. 1926, d. 1967. Diljá. Barnsmóðir Linda Karls- dóttir. 3) Ragnar, f. 1959, maki Oddný Guðnadóttir, f. 1965. Börn þeirra eru: a) Stefanía Ragnheiður, b) Hallgerður, c) Sverrir Arnar, en fyrir átti Oddný Sigríði Þyrí. 4) Auður Freyja, f. 1965. Stefanía gekk í skóla í Þing- borg í Hraungerðishreppi. Stundaði nám í Leiklistarskóla Ævars Kvaran í tvö ár. Hún leikstýrði leikritum víða um Árnessýslu og flutti einnig víða kvæði við hin ýmsu tæki- færi bæði fyrir austan og í Reykjavík. Einnig stundaði hún nám í myndlist hjá Hring Jóhannessyni og leirmunalist hjá Ragnari Kjartanssyni. Stef- anía var fjölhæf listakona, leiklist, myndlist, keramik, glerlist og málmlist. Hún hélt fjórar einkasýningar á verkum sínum, tvær í Reykjavík og hinar á Selfossi og Vestmanna- eyjum. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 25. júlí 2019, klukkan 15. Stefanía giftist eftirlifandi eigin- manni sínum, Sverri Arnari Lútherssyni, f. 13.12. 1932, þann 20. ágúst 1954. Foreldrar hans voru Arnbjörg Pálsdóttir frá Vet- urhúsum Eskifirði, f. 3.8. 1905, d. 29.12. 1932, og Lúther Guðnason frá Rand- versstöðum í Breiðdal, f. 31.10. 1895, d. 15.3. 1969. Börn Stef- aníu og Sverris eru: 1) Jón Arnar, f. 1955, maki Erla Sig- urðardóttir, f. 1963. Börn þeirra: a) Sigurður Hafsteinn, b) Rakel Ragnheiður, c) Írís Þórdís. 2) Sigurður Valur, f. 1958, dóttir hans er Helena Nú þegar ástkær móðir mín, Stefanía Ragnheiður, hefur kvatt okkur hrannast upp gamlar góð- ar minningar í huga mér. Móðir mín var listræn og mikil áhugakona um náttúruna. Kunn- átta hennar á kvæðum, gömlum þulum, vísum og sögum var óþrjótandi. Hún hafði ómælda ánægju af því að flytja þau og gerði það ávallt með miklum leik- rænum tilþrifum. Til dæmis gömlu þuluna sem henni var mjög hugleikin og er fjölskyldu minni mjög minnisstæð og ef- laust fleirum. Hún hófst þannig: „Hvað stóð á honum velli velli.“ Þegar við kveðjum ástvini okkar skipta einmitt stundir sem við áttum með þeim og sérstaklega í einrúmi svo miklu máli þegar við minnumst þeirra. Ég minnist þess þegar ég var 5-6 ára og við bjuggum í Álfheimum 48. Mamma átti ákveðna þvottadaga og þá sat ég oft hjá henni. Hún hafði ofan af fyrir mér með því að segja mér ævintýri og sögur sem margar voru af henni sjálfri þeg- ar hún var að alast upp á Litlu- Reykjum í Flóa. Frásögn hennar var svo skemmtileg og lifandi að mér fannst ég vera inni í frásögn- inni. Mörgum árum seinna, þegar ég var kominn yfir tvítugt og mamma búin að koma sér upp leirkerabrennslu í Hrauntungu 6 í Kópavogi, áttum við nokkur kvöld saman þar sem við hnoð- uðum leir og mótuðum hugarefni okkar í hann. Þarna áttum við saman góðar stundir. Ég hafði þá nýlega lokið við að lesa bókina Hobbitann og var upprifinn yfir sögunni. Ég hóf að segja henni frá þessari sögu. Hún hlustaði og hreifst með enda margt í sögunni sem minnir á íslensk ævintýri sem hún kunni svo vel og hafði gaman af. Mamma elskaði garð- inn sinn og blómin sín. Þessi áhugi hennar á náttúrunni smit- aðist til mín. Við áttum því oft góðar samræður um náttúruna og góðar samverustundir í garð- inum. Mamma minntist oft á okkar góðu stundir. Öll þessi litlu augnablik verða svo mikilvæg og dýrmæt þegar við geymum minn- ingu um ástvini í hjarta okkar. Ég kveð því móður mína með söknuði en góðum dýrmætum minningum. Jón Arnar Sverrisson. Nú þegar komið er að kveðju- stund rifjast upp margar minn- ingar um móður okkar, sem var á margan hátt óhefðbundinn og lit- ríkur persónuleiki með mikinn drifkraft. Hún bjó yfir miklum dugnaði og ósérhlífni sem kom berlega í ljós við byggingu Hrauntungu 6, en þar handlangaði hún allt múr- verkið í húsið. Bjó til verðlauna- garð sem aðeins þremur árum síðar var kosinn fallegasti garð- urinn í austurbæ Kópavogs. Skoðanalaus var hún ekki og lét þær óspart í ljós, þrátt fyrir að þær voru ef til vill á skjön við aðra. Hún var miðpunkturinn í samkvæmum og naut þess að skemmta fólki, meðal annars með ljóðaflutningi, sem hún flutti allt- af með leikrænum tilþrifum og blaðalaust, eða hélt gamansamar ræður. Hún kunni ógrynni kvæða og átti auðvelt með að læra þau en oft var nóg fyrir hana að lesa þau einu sinni til að muna þau. Hún var auk þess hagmælt og gat svarað fyrir sig í ljóðaformi ef henni sýndist svo. Ráðalaus var hún aldrei og var sérlega hugmyndarík er kom að því að skapa aukatekjur til heim- ilisins. Meðal annars bjó hún til blómamyndir með þurrkuðum blómum sem seldust eins og heit- ar lummur hjá einni húsgagna- verslun í bænum. Seinna bjó hún til leirmuni og málaði á rekavið. Hélt einkasýningar á verkum sín- um við miklar vinsældir. Á hverju vori seldi hún fjölær blóm úr garðinum og fjármagnaði öll kaup á sumarblómum fyrir garð- inn, sem var hennar stolt og gleði. Allt sem hún gerði eða kom að gerði hún til fullnustu og oft með miklum yfirburðum og frumleika. Eitt af því sem hún tók sér fyrir hendur var að selja Oriflame-snyrtivörur í heima- kynningum, en þar litgreindi hún konur og kenndi þeim einnig að farða sig, sem varð til þess að hún rokseldi og varð langsöluhæst á landsvísu. Hún var vön að sjá nýjar leiðir til að gera hlutina og var óhrædd við að láta vaða. Alltaf til í eitt- hvert fjör eða sprell, til að mynda hannaði hún búninga á fjölskyld- una í Rocky Horror-stíl fyrir hrekkjavökuball á Broadway, sem skilaði sér í utanlandsferð; verðlaun fyrir frumlegustu þátt- tökuna. Seinni árin átti veiðiskapur hug hennar og voru foreldrar okkar duglegir að fara á húsbíln- um sínum að veiða við hin ýmsu vötn. Þar undi móðir okkar sér vel við að renna fyrir fisk og njóta náttúrunnar. Þetta þýddi að hún þurfti að verða sér úti um veiði- maðka en þeim reddaði hún sér úr görðum og meðal annars kirkjugörðum að næturlagi. Við systkinin fylgdum henni í þessa leiðangra og höfðum gaman af. Móðir okkar naut lífsins til fullnustu. Sá fegurðina í ótrúleg- ustu hlutum og kenndi okkur að sjá og meta lífið á annan hátt en gengur og gerist. Hún var gædd náttúrukrafti og framkvæmda- gleði sem smitaði út frá sér og fékk alla til að taka þátt í. Við eig- um henni að þakka að við öll höf- um verið óhrædd við að láta vaða og framkvæma. Við erum þakklát fyrir þann tíma sem við fengum með henni. Hún elskaði lífið og kunni að meta það, en fannst það bara of stutt. Blessuð sé minning hennar. Sigurður Valur Sverrisson, Ragnar Sverrisson, Auður Freyja Sverrisdóttir. Það er með miklum söknuði að við kveðjum ömmu í hinsta sinn. Allir sem að þekktu til Stefaníu ömmu vita að hún var sannarlega einstök manneskja. Við hugsum til allra dýrmætu minninganna með miklum hlýhug. Amma var mikill lífskúnstner og var leikkona af lífi og sál. Hún gat breytt hversdagslegum stundum í stórkostlegar leiksýn- ingar með dramatískum tilþrif- um á augabragði. Við minnumst áramótanna sérstaklega þar sem amma og afi mættu ávallt í fullum skrúða með partíhatta og glitr- andi demanta. Þegar þau mættu rétt fyrir miðnætti þá fyrst hófst áramótagleðin þar sem þau döns- uðu eins og þeim einum var lagið og slógu okkur unga fólkinu öllu við. Það myndaðist því mikið tómarúm á áramótunum sem og á öðrum stundum eftir að ömmu Stefanía Ragnheið- ur Pálsdóttir ✝ Nanna Jóns-dóttir fæddist á Ísafirði 17. mars 1944. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 12. júlí 2019. Foreldrar henn- ar voru Jón Jóns- son frá Hvanná, f. 9.7. 1910, d. 26.3. 1963, aðalbókari og tónskáld, og Rannveig Elísabet Her- mannsdóttir, f. 12.11. 1916, d. 29.7. 1981, húsmóðir og síðar skrifstofukona. Systur Nönnu eru Kristín, f. 14.2. 1940, Elín, f. 20.2. 1941, og Gunnþórunn, f. 28.1. 1946. Nanna giftist 29.5. 1965 Valdimari Ólafssyni, f. 29.1. 1939, bókara. Foreldrar hans entsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri 1964. Nanna fluttist til Reykjavíkur og hlaut kennarapróf 1965. Einnig stundaði hún nám við Tónlistarskóla Reykjavíkur 1976-1979. Nanna kenndi við Hlíðaskóla 1965-66 og Lang- holtsskóla frá 1966, með hlé- um, þar til hún fór á eftir- laun. Að auki kenndi Nanna stundakennslu við Hlíðaskóla síðustu starfsár sín. Hún sinnti einnig sjálfboðastarfi hjá Rauða krossi Íslands í dá- góðan tíma. Nanna og Valdimar bjuggu lengst af í Kleppsholti, fyrst í Skipasundi, svo Kambsvegi og síðar fluttu þau í Norður- brún. Seinna fluttu þau í Mörkina á Suðurlandsbraut, þar sem þau bjuggu saman síðustu ár Nönnu. Útför Nönnu fer fram frá Áskirkju í dag, 25. júlí 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. voru Ólafur Frið- bertsson, f. 24.8. 1910, d. 24.5. 1972, og Guðrún Sigríður Valdi- marsdóttir, f. 20.5. 1913, d. 21.1. 2001. Börn Nönnu og Valdimars eru: 1) Jón Ólafur, f. 1. júlí 1973, skrifstofumaður, maki Nathalie Monika Moser. Jón Ólafur á eitt barn úr fyrra sambandi; Gísla Erik. 2) Þorvaldur Örn, f. 15. desem- ber 1981, kerfisstjóri, maki Eydís Benediktsdóttir og eiga þau eitt barn; Benedikt Frey. Nanna fæddist á Ísafirði og ólst þar upp. Hún lauk lands- prófi á Ísafirði 1960 og stúd- Elsku Nanna, ég trúi varla að þú sért farin. Ég man hversu hlý og elskuleg mér þótti þú vera þegar ég hitti þig fyrst. Þú tókst mér alltaf svo vel og vildir allt fyrir okkur Þorvald gera. Mér leið alltaf vel í Norður- brúninni og ávallt fannst mér ég vera velkomin. Ég á margar góðar minning- ar frá því við fórum öll saman í sumarbústað, á ættarmót og margar skemmtilegar dagsferð- ir um landið. Enda þótti þér af- ar gaman að ferðast og þrátt fyrir að veikindi gerðu þér stundum erfitt fyrir á síðast- liðnum árum léstu það ekki aftra þér og gerðir hið besta úr aðstæðum. Þá tók ég fljótt eftir hversu félagslynd þú varst og lést þig sjaldan vanta í veislur og á hina ýmsu viðburði. Benni minn sagði við mig hversu leitt hon- um þætti að nú gæti ekki amma séð hann fermast, sem er svo rétt, því ég veit að þú hefðir svo sannarlega notið þín í þeirri veislu. Þér þótti afar vænt um barnabörnin þín og gladdist alltaf að hafa tvo fjöruga stráka hjá þér. Þú, sem varst svo tón- elsk, hvattir Benna okkar í pí- anónámi hans. Einnig hvattir þú mig í mínu námi og heyrði ég ósjaldan hversu stolt og montin þú værir af tengdadótt- ur þinni, sem síðan fylgdi inni- legt faðmlag. Það þótti mér einkar vænt um. Elsku Nanna, ég er svo þakklát að hafa kynnst þér. Ég veit að þú munt vaka yfir okk- ur. Minning þín lifir í hjörtum okkar. Enn syngur vornóttin vögguljóð sín. Veröldin ilmar, glitrar og skín. Kvöldsett er löngu í kyrrum skóg. Öldurnar sungu sig sjálfar í dá. Síðustu ómarnir ströndinni frá hverfa í rökkurró. (Tómas Guðmundsson) Þín tengdadóttir, Eydís. Nanna frænka er dáin. Horf- in er á braut yndisleg frænka, falleg og góð kona. Hún lifir þó í minningum okkar sem glæsi- leg, listhneigð og litrík frænka sem kom frá Ísafirði endur fyr- ir löngu til að passa okkur systkinin á Sauðárkróki. Yfir Nönnu og systrum hennar fyrir vestan var alltaf einhver æv- intýraljómi, eldri frænkur sem okkur fannst miklar dömur. Nanna Jónsdóttir Hver er vilji þinn varðandi skipulag og fyrirkomulag útfarar, þ.e. hinsti vilji. Við bjóðum þér til samtals um það sem er þér mikilvægast við lífslok þín. Viljayfirlýsing þín verður eftirlifendum mikilvægt leiðarljós. Samtalið og varðveisla upplýsinga er þér að kostnaðarlausu. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Elín Sigrún Jónsdóttir, lögfræðingur Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Klettaskóli, Suðurhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.