Morgunblaðið - 25.07.2019, Page 48

Morgunblaðið - 25.07.2019, Page 48
48 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2019 Í dag kveð ég elskulegu tengda- móður mína. Ég kynntist henni á frekar óvenjulegan hátt, þar sem ég var viðstödd þrjár jarðarfarir með henni, áður en ég kynntist syni hennar, sem síðar varð eiginmaður minn. En hún jarðsöng ömmu mína, ömmusystur og frænku. Ekki grunaði mig þá að þessi góða og yndislega kona ætti eftir að verða tengdamóðir mín. Ég hreifst strax af Ólöfu. Það fylgdi henni einstök góðvild og hlýleiki. Fljótlega komst ég að því að þarna fór einstök kona. Það var aldrei lognmolla í kringum Ólöfu. Hún var svo lífsglöð og orkumikil að það geislaði af henni. Það var þessi lífsgleði hennar sem heill- aði mig. Hún var líka ótrúlega heilsuhraust og hugsaði vel um heilsu sína. Alla sína ævi var hún dugleg að stunda líkamsrækt með vinkonum sínum, fara í sund og göngutúra. Það var gaman að koma í heimsókn á fallega heimilið hennar í Efstasundi. Hún tók alltaf vel á móti okkur og oftar en ekki skellti hún í sínar ljúffengu pönnsur, ömmustráknum sínum til mikillar gleði. Hún gaf sér alltaf góðan tíma til að spjalla og segja sögur. Hún var snillingur í að segja skemmtilega frá og með mikla frásagnargleði. Hún var vel að sér og hafsjór af fróðleik, enda las hún mikið eins og bóka- kostur heimilisins bar með sér. Hún var heimsborgari og var dugleg að ferðast um heiminn. Ég þreyttist aldrei á að hlusta á ferðasögur hennar. Það var bæði fróðlegt og skemmtilegt að heyra um alla þá áhugaverðu staði sem hún hafði heimsótt. Rússland, Grikkland og Ísrael voru í miklu uppáhaldi hjá henni. Ólöf hafði næmt auga fyrir list og fallegum hlutum. Hún var fagurkeri og hafði mikinn áhuga á tískunni, fatnaði, skarti og skóm. Hún var ætíð vel til fara, smekklega klædd og í alla staði glæsileg kona, sem bar aldurinn vel. Mér er minnisstætt þegar hún varð áttræð og bauð í glæsi- lega veislu í Iðnó. Hún var sér- lega glæsileg og naut sín svo vel innan um ættingja sína og vini, enda sannur gestgjafi. Efst í huga mér er þakklæti. Ég á tengdamóður minni svo Ólöf Ólafsdóttir ✝ Sr. Ólöf Ólafs-dóttir fæddist 23. október 1927. Hún lést 10. júlí 2019. Útför Ólafar fór fram 17. júlí 2019. margt að þakka. Hún tók dóttur minni opnum örm- um frá fyrstu stundu sem einu af barnabörnum sín- um. Hún jarðsöng ömmu mína af mik- illi alúð og um- hyggju. Ræða henn- ar um ömmu var einstaklega hjart- næm og falleg. Mér þykir einnig endalaust vænt um það þegar tengdamamma gifti okkur hjónin á sólríkum sumar- degi í heimabæ móður minnar í Suður-Þýskalandi. Við áttum fal- lega litla athöfn í útikapellu við hina fallegu Marien-Kirche. Hún gaf okkur saman á persónulegan og kærleiksríkan hátt, sem gerði athöfnina að yndislegri og ógleymanlegri stund. Síðast en ekki síst er ég henni innilega þakklát fyrir að hafa skírt son okkar og fermt dóttur mína. Það er ein fallegasta gjöf sem hún gat gefið þeim. Ég kveð elskulega tengda- móður mína með virðingu og þakklæti og bið góðan Guð að blessa minningu göfugrar og góðrar konu. Hvíl í friði elsku Ólöf mín. Þín tengdadóttir, Esther Angelica Óttarsdóttir. Elsku amma Lóa. Eða amma kisa eins og ég byrjaði að kalla hana sem krakki. Ástæðan var einföld; ég átti tvær ömmur sem hétu Lóa og önnur amman átti kött svo úr varð að ég fór að kalla hana ömmu kisu við lítinn fögnuð hennar. Hún lagði til að við fær- um að kalla hana ömmu í Efsta, enda bjó hún í Efstasundi alla tíð. En hún amma mín var alveg stórmerkileg kjarnakona. Of- boðslega skemmtilegur og skrautlegur karakter, ekki endi- lega eins og flestar ömmur. Hún ferðaðist ekki til Kanarí eins og sumar ömmur heldur til fjar- lægra landa eins og Rússlands, klæddist sérkennilegum fötum úr Spútnik, átti til skrýtið nammi, gaf furðulegar gjafir og drakk aldrei vatn eða aðra drykki með mat sem mér fannst alveg út í hött. Heimili hennar var einn stór ævintýraheimur og ekkert fannst okkur barnabörnunum skemmtilegra en að leika uppi á háalofti í feluleik og í öðrum leikjum enda var endalaust til af gömlum leikföngum og öðru dóti sem hún hafði varðveitt. Það var aldrei lognmolla í Efstasundi 95 og alltaf mikil tilhlökkun að fara þangað í heimsókn. Það lýsir hennar karakter vel að á hverj- um jólum hélt hún heljarinnar jólaboð þar sem stórfjölskyld- unni var boðið. Heimili ömmu breyttist í veislusal þar sem allt var skreytt í hólf og gólf og svefnherbergið umturnaðist í hlaðborð af alls kyns tegundum af hangikjöti og öllu tilheyrandi. Amma gerði ætíð allt af öllu hjarta. Hún var einnig mikill vinur og kennari, kenndi okkur guðsorð og falleg gildi sem ég lifi enn eft- ir í dag. Mér þykir aðdáunarvert að frá unga aldri talaði hún alltaf við mig sem jafningja og var reiðubúin að svara heiðarlega spurningum um alvarlegar hliðar lífsins, eins og dauðann. Hún opnaði augu mín fyrir alls konar óréttlæti í heiminum og reyndi af fremsta megni að leggja sitt á vogarskálarnar til að hjálpa þeim sem minna máttu sín. Hún hvatti okkur til náms og studdi okkur ætíð í einu og öllu. Þegar ég sagði henni að mig langaði til að verða leikkona fannst henni mikið til þess koma enda sjálf mikill leikhúsunnandi, og átti fastan miða í Þjóðleikhús- ið frá stofnun þess. Hún tók okk- ur krakkana oftar en ekki á sýn- ingar í leikhúsunum og frumraun mín sem leikkona var í jólaboð- inu fræga hjá henni þar sem hún fól mér það hlutverk að setja upp helgileik ásamt bræðrum mínum og frændsystkinum. Einu sinni var ég í heimsókn hjá henni og sagði henni frá því hvað mér fyndist leiklistarskól- inn erfiður og reyna mikið á. Hún svaraði þá að það væri ekk- ert gaman að hlutunum nema þeir væru oft á tíðum erfiðir og krefjandi. Ég skildi ekki endilega hvað hún átti við þá en ég hugsa oft til þessara spakmæla þegar á reynir og hafði hún svo sannar- lega rétt fyrir sér. Hún var mikil fyrirmynd og mun ég minnast hennar og sakna alla tíð og segja mínum börnum frá þessari virðulegu og glæsi- legu kjarnakonu. Hún sagði oft við mig að skiln- aði: „Don’t do anything I wo- uldn’t do.“ Því segi ég að skiln- aði: „Nei amma mín, I wont do anything you wouldn’t do.“ Elsku amma mín, megi Guð geyma þig og við sjáumst aftur seinna. Þín Kristín Pétursdóttir. Í dag kveð ég vinkonu og sam- starfskonu mína um árabil. Sr. Ólöfu kynntist ég fyrir allmörg- um árum á Hjúkrunarheimilinu Skjóli þar sem ég hafði ráðið mig sem læknaritara. Með okkur tókst góð vinátta sem alltaf hélt. Fallega litla kapellan í Skjóli var á ganginum þar sem skrifstofur okkar lágu saman. Við upphaf hvers dags bauð sr. Ólöf sam- starfsfólki sínu upp á bæna- og kyrrðarstund fyrir þá sem það vildu. Seinna áttaði ég mig á hversu ómetanlegt það var að fá að byrja daginn á sálgæslu, sem fylgdi manni út í daginn. Sr. Ólöf var glæsileg, greind og víðsýn og því var aldursmunurinn sem á okkur var lítill í stóra samheng- inu, enda jafnvíg að nálgast unga sem aldna og fyrir vikið fannst mér afar gott að leita til hennar og fá bæði hvatningu og góð ráð. Hún var hreinskiptin og kenndi mér að sjá hlutina á þann hátt að ég tók hana stolt mér til fyrir- myndar. Ólöf hafði orðið fyrir miklum og sárum missi, varð ung ekkja þar sem maður hennar lést skyndilega af slysförum. Þrátt fyrir sorg og sáran missi með þrjá unga drengi hélt kvenskör- ungurinn Ólöf ótrauð áfram og braust til áframhaldandi náms, fyrst í kennaranám, en síðar þeg- ar drengirnir voru uppkomnir lét hún drauminn rætast þrátt fyrir að vera komin um fimmtugt og settist á skólabekk í Háskóla Ís- lands og lærði til prests. Sr. Ólöf fékk prestakall á Hjúkrunar- heimilinu Skjóli og vann sinn starfsaldur þar af mikilli kost- gæfni enda var hún vakin og sof- in yfir öldnum vistmönnum hjúkrunarheimilisins og alltaf til- tæk hvenær sem var með prests- þjónustu eða sálgæslu, auk þess að fá góða sjálfboðaliða til að skemmta bæði vistmönnum og aðstandendum þeirra. Ólöf var menningarsinnuð og kölluðum við borðið okkar í matsalnum í Skjóli „menningarborðið“. Þar var farið yfir hvað efst væri á baugi í menningu og listum í það og það skiptið og hvað væri áhugavert að sjá eða heyra. Þessi tími samvistanna í Skjóli eru góðar minningar. Enginn kemst frá örlögum sínum, en Ólöf fékk heilablóðfall sem dró úr henni alla gleði og mátt og náði hún sér aldrei. Nú er hún laus við allan krankleik og tilbúin til þjónustu hjá æðri máttarvöldum. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Hulda R. Magnúsdóttir. „Spurðu Ólöfu. Hún þekkir bókina og veit, hvar hún er,“ sagði afgreiðslukonan við mig, þegar ég kom inn í bókabúð Snæbjarnar til að fá bók, sem við í MR áttum að lesa á ensku. Þá vissi ég ekki, að ég átti að tala við sjálfan verslunarstjórann. Hún var fljót að finna umbeðna bók, og þannig var hún í hvert sinn sem mér datt í hug að líta þar inn. Það voru ekki bara enskar bækur til sölu í búðinni, heldur einnig bækur af öllum tegundum og frá fleiri löndum en Englandi, aðallega þó norrænar, þýskar, franskar, spánskar og ítalskar fyrir þá sem höfðu áhuga á þeim. Ég hélt mig aðallega við þær ensku og norrænu. Oft var Ólöf ein í búðinni og við afgreiðslu þegar ég kom þar inn. Við urðum því nokkuð vel málkunnugar. Þegar ég hóf svo guðfræðinám mitt á árunum 1982 til 1983, þá hitti ég hana þar. Þó að það hafi verið liðinn alllangur tími síðan ég heimsótti verslunina, þá mundi hún vel eftir mér sem gömlum viðskiptavini, og við átt- um eftir að kynnast betur í deild- inni. Það sópaði af henni, hvar sem hún fór, og við samstúdent- arnir bárum ómælda virðingu fyrir henni, enda var hún elst af okkur í þessum góða hópi, og lífs- reynd eftir því. Nú vissi ég, að hún stundaði námið meðfram vinnu sinni í bókabúðinni, og ég fékk að vita, að hún hafði stórt heimili að auki. Ég átti því erfitt með að skilja, hvernig hún fór að því að komast yfir þetta allt sam- an. Það var undravert. Þegar foreldrar mínir létust, þá vissi hún, hvað ég var að ganga í gegnum, enda reynt það sjálf. Það var því styrkur að henni og að tala við hana, þegar lífið reyndist mér erfitt. Hún brýndi það fyrir mér að gefast aldrei upp, hvað sem á bjátaði, nokkuð sem ég hafði oft heyrt áður heima hjá mér gegnum tíð- ina af öðrum tilefnum, en það var styrkur og hjálp í því að vera minntur á það á erfiðustu stund- um lífs síns og tímum mikilla breytinga, þegar erfitt getur reynst að halda áfram, eins og ekkert hafi í skorist og finna aft- ur taktinn í tilverunni. Ég hitti hana ekki oft eftir að hún útskrifaðist úr deildinni og vígðist sem prestur, en frétti ein- stöku sinnum af henni. Þegar ég kveð hana nú hinstu kveðju bið ég henni allrar bless- unar Guðs, þar sem hún er nú, með kærum þökkum fyrir góða viðkynningu, og votta sonum hennar og öðrum aðstandendum mína innilegustu samúð. Blessuð sé minning sr. Ólafar Ólafsdóttur. Guðbjörg Snót Jónsdóttir. Það er með sökn- uði að við Svanir kveðjum nú heiðurs- félaga okkar Ey- stein Guðmundsson, sem féll frá í síðustu viku. Lúðrasveitin Svan- ur hefur í nærri 90 ára sögu fé- lagsins orðið þeirrar gæfu aðnjót- andi að njóta starfskrafta fjölmargra drífandi einstaklinga og óhætt er að segja að Eysteinn hafi verið einn þeirra. Eysteinn gekk í raðir Svansins árið 1946 og starfaði samfleytt með sveitinni til ársins 1971, sem trompetleikari og einnig á alt- horn. Mestallan þann tíma sat hann einnig í stjórn félagsins, þar af í 10 ár sem formaður allan 6. áratuginn. Þetta voru tímar stórra breytinga hjá félaginu, nýr einkennisfatnaður var tekinn í notkun og Jón G. Þórarinsson tók við sem stjórnandi eftir áratuga farsæla handleiðslu Karls O. Eysteinn Guðmundsson ✝ Eysteinn Guð-mundsson fæddist 5. ágúst 1923. Hann lést 15. júlí 2019. Útför Eysteins fór fram 23. júlí 2019. Runólfssonar, trompetkennara Eysteins. Einnig skal nefna að árið 1947 stóð Eysteinn fyrir útgáfu á dú- ettabók fyrir tromp- etleikara sem nem- endur dagsins í dag geta enn gripið til við tækniæfingar. Eysteinn var gerður að heiðursfélaga Svansins árið 1990. Síðari árin minnist ég helst Eysteins í hópi vina sinna og heið- ursfélaga Svansins, Jóns Sigurðs- sonar og Gísla Ferdinandssonar. Þá sátu þeir saman á tónleikum sveitarinnar og það er ógleyman- legt að hafa fengið að spjalla við þá, bæði í hléi og eftir tónleikana, um efnisval og spilamennskuna. Allt var það á léttu nótunum með kankvísan glampa í augum. Um leið og Lúðrasveitin Svan- ur kveður Eystein Guðmundsson með þökk í hjarta fyrir ómetan- legt framlag hans í sögu sveitar- innar sendum við aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Fall- inn er góður félagi. F.h. Lúðrasveitarinnar Svans, Snorri Valsson. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar Sálm. 10.14 biblian.is Þú gefur gaum að mæðu og böli og tekur það í hönd þér. Hinn bágstaddi felur þér málefni sitt, þér sem hjálpar munaðarlausum. Hjartans þakkir fyrir hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ARNDÍSAR KR. MAGNÚSDÓTTUR. Sérstakar þakkir fær starfsfólk félags- þjónustu, heimahjúkrunar og hjúkrunar- heimilisins Ísafoldar fyrir góða aðstoð og umönnun. Jóhanna Kr. Hauksdóttir Örlygur Örn Oddgeirsson Magnús I. Stefánsson Guðlaugur Stefánsson Kristjana Guðjónsdóttir börn, barnabörn og barnabarnabörn FALLEGIR LEGSTEINAR Verið velkomin Á góðu verði Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Opið: 10-17 alla virka daga Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur og afi, ÞORVARÐUR GEIR HÖSKULDSSON, Fýlshólum 3, Reykjavík, lést mánudaginn 15. júlí. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Kristín Agnes Agnarsdóttir Höskuldur Ólafsson Ingibjörg Eyþórsdóttir Egill Þorvarðarson Hrefna Kristín Jónsdóttir Magnús Már Þorvarðarson Elísabet Gunnarsdóttir Þorgerður Ýr Þorvarðard. Höskuldur A. Þorvarðarson Hildur Marín Ævarsdóttir Sylvía Ósk Speight Sveinn Speight Róbert Örn Arason og barnabörn Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, HÓLMFRÍÐAR SIGURBJARGAR GUNNLAUGSDÓTTUR, Bólstaðarhlíð 62. Innilegar þakkir til starfsfólks Múlabæjar og Neðstulautar á Vífilsstöðum fyrir hlýlegt viðmót og frábæra umönnun. Grétar Sigurgeirsson Gunnvör Sverrisdóttir Margrét Óskarsdóttir Steinar Guðlaugsson Gylfi Óskarsson Guðrún Sigmundsdóttir og ömmubörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.