Morgunblaðið - 25.07.2019, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 25.07.2019, Qupperneq 49
MINNINGAR 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2019 ✝ ÞorvarðurGeir Hösk- uldsson fæddist í Reykjavík 15. september 1954. Hann lést 15. júlí 2019. Foreldrar hans eru Höskuldur Ólafsson, f. 7. maí 1927, og Þorgerð- ur Þorvarð- ardóttir, f. 5. nóv. 1925, d. 3. júlí 1981. Bræður Þorvarðar eru Ólafur Yngvi, f. 18. mars 1958, og Höskuldur Þór, f. 20. apríl 1965. Þorvarður giftist árið 1978 Hrönn Egilsdóttur, f. 1. jan- úar 1955. Þau slitu samvistum árið 1982. Sonur þeirra er Egill, f. 27. mars 1978. Eig- inkona hans er Hrefna Kristín Jónsdóttir, f. 1. ágúst 1978. Börn þeirra eru Tristan Elí, Tómas Aron og Harpa Hrönn. Sonur Þorvarðar er Magn- ús Már, f. 16. september 1984. Móðir hans er Erla Kristín Magnúsdóttir, f. 30. ágúst 1956. Unnusta Magnúsar er Elísabet Gunnarsdóttir, f. 9. júlí 1985. Sonur þeirra er Gunnar Nói. Eftirlifandi eiginkona Þor- varðar er Kristín Agnes Agnars- dóttir, f. 24. maí 1955. Börn þeirra eru Þor- gerður Ýr, f. 13. mars 1990, og Höskuldur Agn- ar, f. 1. október 1992, unnusta hans er Hildur Marín Ævars- dóttir, f. 16. maí 1995, dóttir þeirra er Elma Lára. Börn Kristínar eru: Sylvía Ósk, f. 2. desember 1975. Eigin- maður hennar er Sveinn Speight, f. 13. mars 1973. Börn þeirra eru Leó Ant- hony, Isabella Alexandra og Lúkas Aron. Róbert Örn Arason, f. 11. apríl 1978. Dóttir hans er Viktoría. Þorvarður útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík árið 1976. Hann starfaði sem verkstjóri hjá P. Árnason ehf. lengstan hluta starfs- ævinnar en síðustu árin hjá Eirbergi ehf. Útför Þorvarðar fór fram í kyrrþey 24. júlí 2019. Á björtum sumardegi í upp- hafi vinnuviku barst okkur sú harmafregn að samstarfsfélagi okkar Þorvarður G. Höskulds- son væri fallinn frá. Við minnumst Þorra með þakklæti fyrir góð kynni, ljúf- mennsku og trygglyndi undan- farin tíu ár. Þorri var drengur góður, einstakur félagi, vand- aður og orðvar. Hann var með eindæmum bóngóður og öll störf hans einkenndust af ná- kvæmni, reglufestu og góðu skipulagi. Þorri starfaði sem bílstjóri við vörudreifingu hjá Eirbergi ehf. og einnig systurfyrirtæk- inu Stuðlabergi heilbrigðis- tækni ehf. Störf hans og við- horf einkenndust af samviskusemi, hollustu gagn- vart fyrirtækinu, samstarfs- félögum og viðskiptavinum. Það var ætíð metnaður hans að sinna starfi sínu af vandvirkni, festu og alúð, ekki síst gagn- vart viðskiptavinum sem fengu þjónustu heim að dyrum og mynduðust þá oft góð tengsl og gagnkvæm virðing. Við fráfall Þorra er hugurinn hjá fjölskyldu hans sem við vottum okkar dýpstu samúð. Megi blessun fylgja ykkur öll- um og minningu Þorra. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Við þökkum Þorra fyrir vin- áttu hans og hollustu og minn- umst hans með söknuði og hlý- hug. Fyrir hönd samstarfsfólks, Agnar H. Johnson, Kristinn A. Johnson, Rannveig Guðmundsdóttir. Þorvarður Geir Höskuldsson Mér voru að ber- ast þær sorglegu fréttir þar sem ég dvelst í Gíneu- Bissá að mín góða samstarfskona Margrét Björns- dóttir væri látin eftir erfið veik- indi, langt fyrir aldur fram. Margrét var vinnusöm og trú þeim verkefnum sem henni voru falin. Meðal þeirra var að vera settur forstjóri Lýðheilsustöðv- ar um hríð og síðan að leiða sameiningu hennar og Land- læknisembættisins ásamt mér, nýskipuðum landlækni. Samein- ingar stofnana eru ekki létt verk, en Margrét gekk í það verk af sömu alúð og einkenndi öll þau störf sem hún tók að sér. Við höfðum sameiginlega sýn á mikilvægi þess að sameina þess- ar tvær stofnanir með það að markmiði að efla lýðheilsu á Ís- landi og standa vörð um gæði heilbrigðisþjónustunnar. Við áttum gott samstarf við úrlausn Margrét Björnsdóttir ✝ MargrétBjörnsdóttir fæddist 31. janúar 1956. Hún lést 1. júlí 2019. Útför hennar fór fram 10. júlí 2019. þeirra fjölmörgu mála sem komu upp í sameiningar- ferlinu og bar þar hvergi skugga á. Hún var ávallt tilbúin að ræða og kryfja til mergjar hvert það úrlausn- arefni sem rak á borð okkar. Það var gott og skemmti- legt að vinna með Margréti, áhugi hennar var smitandi og hún var ráðagóð með áralanga þekkingu og reynslu úr heilbrigðisráðuneyt- inu. Þegar sameiningin hafði gengið í gegn hélt samstarf okk- ar áfram um margvísleg verk- efni hins nýja og endurskipu- lagða Embættis landlæknis. Þá sem endranær var hún góður hlustandi, sívökul og áhugasöm í daglegum störfum. Íslenskt heilbrigðiskerfi hef- ur misst góðan liðsmann sem brann fyrir málefnum lýðheilsu og góðri heilbrigðisþjónustu fyr- ir alla, en missir eiginmanns, barna og fjölskyldunnar er mestur. Ég sendi Jóni og börn- um þeirra hugheilar samúðar- kveðjur. Geir Gunnlaugsson. ✝ Rögnvaldur A.Hallgrímsson „veiðikló“ fæddist í Reykjavík 19. febr- úar 1965. Hann lést 5. júlí 2019. Foreldrar hans voru Ellen Svava Finnbogadóttir, f. 25. okt. 1922, d. 23. maí 2012, og Hall- grímur Helgason, f. 24. jan. 1929, d. 9. júní 2009. Systkini: Guðrún Mar- grét Stefánsdóttir, gift Harrý Lárussyni og eiga þau þrjú börn og fimm barnabörn; Helgi Hall- grímsson; Dagmar Sesselja Hallgrímsdóttir, gift Guðlaugi Eiríkssyni og eiga þau þrjú börn og fjögur barna- börn; Finnbogi Ing- ólfur Hallgrímsson, á hann þrjú börn og fjögur barnabörn. Með Sigurlínu Guðbjörnsdóttur, fyrrverandi sam- býliskonu sinni, eignaðist Rögn- valdur tvö börn: Guðbjörn Má, f. 12. sept. 1991, d. 11. sept. 2010, og Sylvíu Svövu, f. 3. júlí 1995. Með Guðrúnu Hlöð- versdóttur, fyrrverandi eigin- konu sinni, eignaðist hann einn son, Ragnar Helga, f. 27. júlí 2001. Útförin fór fram í kyrrþey. Það er sárt að kveðja elsku besta pabba minn og hans á eftir að vera sárt saknað. Ég er þakk- lát fyrir allan tímann sem ég fékk með honum en get þó ekki hugs- að um hvað ég hefði viljað hafa hann lengur hérna hjá mér. Pabbi minn stóð alltaf með mér í öllum ákvörðunum sem ég tók og var alltaf stoltur af mér fyrir að gera alltaf það sem ég vildi með líf mitt og standa alltaf á mínu. Hann hefur alltaf verið rosalega mikill áhugamaður um fótbolta og ég átti það til að skríða uppi lazyboy-stólinn hans og sofna hjá honum yfir fótboltanum þegar ég var lítil og síðan hrökkva upp þegar Manchester Unitied ann- aðhvort skoraði eða klúðraði. Núna seinni árin hef ég alltaf sofnað á sófanum þegar pabbi hefur verið að horfa á fótbolta, sumt breytist ekki. Hann var með rosalega skemmtilegan húmor og fór létt með að láta aðra hlæja að aulabröndurunum sínum og átti það til að hringja í mig til Svíþjóðar bara til þess að segja mér brandara. Það var aldrei leiðinlegt að vera með hon- um og ég á eftir að sakna elda- mennskunnar hans rosalega mik- ið. Hann passaði alltaf upp á að ég fengi íslenskan mat til Sví- þjóðar og sendi mér alltaf pakka með mat og nammi þegar hann gat og þegar hann kom í heim- sókn var ferðataskan hans oftast full af mat. Alltaf þegar ég var í vanda eða leið illa þá gat ég hringt í hann og hann hresst mig við eða gefið mér ráð. Frá því að ég man eftir mér hefur hann allt- af elskað veiði og ég hef farið í 100 veiðiferðir með honum. Skemmtilegustu veiðiferðirnar voru þegar við keyrðum út á land og gistum einhvers staðar. Pabbi minn hefur alltaf sagt við mig hversu mikið hann elskar mig og oft strítt mér á því hversu lík við séum og þá sérstaklega með þrjóskuna mína. Við pabbi minn vorum mjög náin og höfum alltaf verið. Ég á eftir að sakna hans al- veg hræðilega mikið. Hvíldu í friði, elsku besti pabbi minn, ég elska þig, hef alltaf gert og mun alltaf gera. Mundu mig, ég man þig. Þín dóttir, Sylvía Svava Rögn- valdsdóttir (Svabbó). Elsku bróðir og frændi, það er komið að kveðjustund í þessu lífi. Það var erfitt að fá þær fréttir að þú værir farinn og við staddar hinum megin á hnettinum. Við fylltumst sárri sorg og minning- arnar um þig streymdu fram. Ég sem stóra systir man það eins og gerst hafi í gær þegar þú fæddist. Þú fylgdir mér eins og skugginn fyrstu æviárin og var ég alltaf að passa þig. Þegar þú varst átta ára eignaðist þú litla frænku og vor- uð þið alltaf eins og systkini. Ég litla frænka, leit svo upp til þín og ég fór að æfa fótbolta, eina stelp- an, því að þú varst í fótbolta og ég fór að sjálfsögðu í ÍK eins og þú. Ég var svo glöð þegar þú og mað- urinn minn urðuð vinir og veiði- félagar og tengslin milli okkar enn sterk. Að vera yngstur af fimm systkinum þá er maður mikið dekraður og var mikið látið með þig bæði af okkur systkinunum og foreldrum okkar. Þú fékkst miklar gáfur og hæfileika í vöggugjöf. Þú varst framúrskar- andi fótboltamaður, afburðaveiði- maður og mikill brandarakall og vorum við alltaf stoltar af þér. Það er sárt til þess að hugsa að þú litli bróðirinn skyldir verða fyrstur til að kveðja þetta líf. Líf- ið var erfitt eftir að þú misstir elsta son þinn, Guðbjörn en þú lifðir fyrir Sylvíu og Ragnar og varst þú alltaf stoltur af börnun- um þínum. Við huggum okkur við það að þú sért nú búinn að hitta Guðbjörn, sem þú ert búinn að syrgja og sakna síðan hann lést. Trúum við því að þið feðgar séuð nú saman á leið í góða veiðiferð. Hve sæl, ó, hve sæl er hver leikandi lund, en lofaðu’ engan dag fyrir sólarlags stund. Um sólskin kvað fuglinn og sá hvergi skúr, þá sólin rann í haf, var hann kominn í búr. Um sumardag blómið í sakleysi hló, en sólin hvarf, og élið til foldar það sló. Og dátt lék sér barnið um dag- málamund, en dáið var og stirðnað um miðaftans stund. Svo örstutt er bil milli blíðu og éls, og brugðizt getur lánið frá morgni til kvelds. En gott átt þú, sál hver, sem Guð veitir frið, þó gæfan þín sé hverful um veraldar svið. Um Guðs frið þú syngur og grætur ei skúr, þó geymi þig um sólarlag fanganna búr. Sem barn Guðs þú unir sem blómstur við sól, þótt brothætt sé sem reyrinn þitt lukkunnar hjól. Þó lukkan sé brothætt, þó ljós þitt sé tál, sá leitar þín, sem finnur og týnir engri sál. Hve sæl, ó, hve sæl er hver leikandi lund, og lukkan hún er eilíf, þótt hverfi um stund. (Þýð. M. Joch.) Hinsta kveðja, Dagmar og Ellen Svava. Elsku kæri Diddi bróðir. Hvað á maður að segja á stundum sem þessari? Manni verður orða vant enda kemur dauðinn sífellt á óvart, enda ekkert sem benti til þess að þú værir á förum 54 ára gamall. Þú varst búinn að skipuleggja veiðitúr frá hádegi á föstudag og inn í helgina. Veiðidótið þitt var tilbúið og nestið í ísskápnum. Þú varst mjög hress þegar ég talaði við þig daginn áður og hlakkaðir til helgarinnar. En þessi föstudag- ur var fljótur að snúast upp í andhverfu sína þegar ég leit inn til þín og sá að þú hafðir sofnað svefninum langa í rúminu þínu. Uppvaxtarárin í Selbrekk- unni voru honum skemmtileg og einkenndust af ýmsum leikj- um og saklausum knyttum eins og barna er siður. Síðan Diddi minn tók fyrsta boltasparkið varð ekki aftur snúið og þar var hann á réttri hillu. Allt snerist um boltann næstu árin og var ÍK hans félag hér heima og Manchester United í ensku. Ég byrjaði að taka Didda bróður með mér í veiði þegar hann var smágutti og þar smitaðist hann af veiðibakteríunni fyrir lífstíð og veiddum við ævinlega saman upp frá því. Diddi var fengsæll veiðimaður og minnist ég þess að hann veiddi hvern fiskinn á fætur öðrum á meðan ég varð ekki var. Fluguveiðarnar voru líf hans og yndi og fallegar voru flugurnar sem hann hnýtti. Skemmtilegasta starfið hans um ævina var að vera leiðsögu- maður í laxveiðiám með erlenda veiðimenn sem héldu tryggð við hann fram á hinstu stund. Diddi eignaðist þrjú yndisleg börn, Guðbjörn Má, Sylvíu Svövu og Ragnar Helga. Guð- björn lést í svefni aðeins 18 ára gamall og var öllum harmdauði og náði Diddi sér aldrei eftir það áfall. Og nú ert þú kæri bróðir horfinn á braut og þið feðgar sameinaðir á ný. Elsku Sylvía og Ragnar, mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Ég horfði í gegn um gluggann á grafhljóðri vetraróttu, og leit eina litla stjörnu, þar lengst úti í blárri nóttu. Hún skein með svo blíðum bjarma, sem bros frá liðnum árum. Hún titraði gegn um gluggann, sem geisli í sorgartárum. Og ef til vill sér þar einhver, sem einn í þögninni syrgir, móðurstjörnuna mína, sem miðnæturdökkvinn byrgir. (Magnús Ásgeirsson) Þinn bróðir, Helgi. Rögnvaldur A. Hallgrímsson Dyrabjallan hringir en enginn hefur boðað sig í heimsókn. Lítil skotta kallar: „Amma Bína er komin!“ Og svo stóðst þú niðri með stórt bros, flugbeitta brandara og góð ráð, tilbúin að koma í langa heimsókn stútfulla af hlátri, spjalli og ást. Þú sagð- ir stundum við okkur: „Þið verðið bara að fyrirgefa en ég ætla aldrei að hætta að skipta mér aðeins af ykkur.“ Mikið vorum við heppin að þér þótti svona vænt um okkur að þú gafst þér alltaf tíma til að hlusta á áhyggjur okkar og ráð- leggja okkur eftir bestu getu sem og taka þátt í allri þeirri Guðrún Hlín Jónsdóttir ✝ Guðrún HlínJónsdóttir fæddist 19. apríl 1963. Hún lést 14. júlí 2019. Útför Guðrúnar Hlínar fór fram 22. júlí 2019. gleði sem við feng- um að upplifa og þú með okkur. Og þá sérstaklega þeg- ar kom að stelpun- um okkar, því þær voru litlu ömmu- stelpurnar þínar og fyrir það verðum við ævinlega þakk- lát. Þú sagðir alltaf að ömmutitillinn væri heiðurstitill, sem hægt væri að vinna sér inn. Rosalega voru stúlkurnar okkar heppnar að þú varst tilbúin að vinna þér hann inn hjá þeim því þá fengu þær að njóta góðs af því að eiga eina bestu ömmu sem sögur fara af. Ef þær voru veikar komstu með pez-kall, því öll veik börn þurfa pez-kall. Þú lagðir áherslu á upplifanir og ævintýraferðir sem munu aldrei gleymast. Það er erfitt að hugsa til þess að dyrabjallan muni aldrei aftur hringja óvænt og amma Bína standa fyrir utan. Það er erfitt að hugsa til þess að við förum aldrei aftur í ævintýraferð með þér. Við lofum að halda áfram að lifa eftir þeim gildum sem þú ert búin að kenna okkur. Við munum leggja áherslu á ævin- týraferðir, muna að við erum GÆSIR og að grasið er ekki grænna hinum megin. Sof, ástríka auga, sof, yndisrödd þýð, hvíl, hlýjasta hjarta, hvíl, höndin svo blíð! Það hverfur ei héðan, sem helgast oss var: vor brjóst eiga bústað, – þú býrð alltaf þar. Hið mjúka milda vor sín blóm á þig breiði og blessi þín spor. (Jóhannes úr Kötlum) Takk fyrir allt og allt. Þín, Eiríkur og Ingibjörg. Mér fannst skemmtilegast með ömmu Bínu í bústað. Við, ævintýragengið. Það var gaman í ísbíltúrum með þér. Það var gaman í Stigahlíðinni. Það var fyndið þegar Pálína sleikti á þér nefið. Það var líka fyndið þegar við fórum í hárpartí að raka af þér hárið og þú varst að máta allar hárkollurnar. Og þú mát- aðir killer klovn. Það var fyndið þegar Örk hitti þig í fyrsta skipti og hún hoppaði á þig og þú dast. Það var skemmtilegt að fara með þér til útlanda, tvisvar. Það var gaman í gisti- partíi með ávaxtapartíi. Það var gaman þegar þú renndir þér niður rennibrautina með okkur. Þú varst mjög hrædd í drauga- húsinu, það var fyndið. Við fór- um saman í söguhúsið við hlið- ina á Aurora, það var gaman. Þegar maður var veikur komstu alltaf með powerade og nammi, oftast kinderegg en alltaf pez- kall. Það var líka gaman þegar þú bjóst hjá ömmu Stellu, þá horfðum við á bíómynd og spil- uðum. Eurovision, það var gam- an. Það var gaman þegar þú sagðir okkur sögur af draugum og draugagangi. Það var líka gaman að hitta þig á líknar- deildinni, og þú áttir ís. Okkur finnst rosalega leiðin- legt að þú dóst og við söknum þín mikið. Takk fyrir að vera þú. Ævintýragengið – Árni Hrafn, Ólafur Gunnar, Ársól Ella, Jón Páll, Elín Indra, Eyvör Emma og Ragnhildur Stella
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.