Morgunblaðið - 25.07.2019, Síða 54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2019
Glæsilegir skartgripir
innblásnir af íslenskri sögu
GULL SM IÐUR & SKARTGR I PAHÖNNUÐUR
Skólavörðustíg 18 – www.fridaskart.is
Guðrún Selma Sigurjónsdóttir
gudrunselma@mbl.is
„Ég er fyrir löngu orðin háð því að
hreyfa mig. Mér finnst best að
byrja alla daga á einhverri hreyf-
ingu, annaðhvort góðri æfingu eða
léttum teygjum. Dagurinn verður
miklu betri fyrir vikið,“ segir Sig-
urbjörg sem segist helst heillast af
hagnýtri þjálfun sem snýst um að
gera líkamann sem best í stakk bú-
inn til að takast á við daglegt líf og
það sem þú vilt geta gert.
„Hvort sem það er að hoppa,
lyfta börnum eða kössum, hlaupa
eða sitja úti í náttúrunni. Mér finnst
best að blanda saman alls konar
hreyfingu og breyta til eftir árstíð-
um og almennri líðan. Á sumrin
stunda ég meiri útiveru, fer í sund
og æfi jafnvel úti með eigin líkams-
þyngd eða ketilbjöllur. Á veturna er
ég í meira stuði fyrir að vera inni
og lyfta. Mér finnst líka skemmti-
legast að hafa eitthvert markmið til
að stefna að, það hvetur mig áfram
og mér finnst alveg ofboðslega
gaman að bæta mig,“ segir Sig-
urbjörg um það hvernig hún æfir.
Fann neistann
aftur í herþjálfun
Þú lyftir þungu, stundar akró og
dansar, hvernig fer þetta allt sam-
an?
„Í sannleika sagt fór þetta ekki
saman tímalega séð þótt ég sé
meistari í skipulagi. Ég var farin að
gera allt of mikið og hreinlega
keyra mig út á öllum sviðum; í
vinnu, einkalífi og áhugamálum.
Núna er dansinn í smá pásu. Ég er
ekki hætt að dansa en hugsa til
dansins með því hugarfari að ég
hlakki til að geta byrjað aftur. En
að því slepptu passar mjög vel að
stunda þessar íþróttir saman og
þær styðja mjög vel hver við aðra.
Ég varð miklu betri í akró þegar ég
byrjaði að lyfta þungu og sveifla
ketilbjöllum, ég varð betri í dansi
þegar ég byrjaði í akró. Ketilbjöllur
og akró eiga sérstaklega vel saman
og eru frábærar og hagnýtar æfing-
ar til að styrkja líkamann heilt yfir
og sérstaklega miðjuna. Svo má
blanda öllu saman; ég og akrófélagi
minn höfum búið til akródans--
lyftingarútínur okkur og öðrum til
skemmtunar.“
Sigurbjörg hefur alltaf hreyft sig
reglulega en forsendurnar hafa ver-
ið mismunandi. Hún æfði fimleika
til 18 ára aldurs en þá tóku við
nokkur ár þar sem hún fann ekki
réttu hreyfinguna.
„Við tóku nokkur ár þar sem ég
hreyfði mig bara af skyldurækni því
ég vildi ekki fitna. Það var einhvern
veginn ekki neitt sem vakti áhuga
minn eða sem mig langaði að gera,
svo ég gerði nánast ekki neitt,“ seg-
ir Sigurbjörg sem fann þó loks sína
hillu þegar hún prófaði herþjálfun í
íþróttahúsi Háskóla Íslands þegar
hún var í lögfræði.
„Á þessum tíma hafði ég ekki
vigtað mig í mörg ár en allt í einu
fór ég að taka eftir að fötin mín
voru orðin of stór og ég var farin að
geta gert ýmislegt sem ég gat ekki
þegar ég byrjaði. Það hvatti mig
áfram og þegar herþjálfunin hætti
fór ég að búa til æfingar fyrir mig
sjálfa með hjálp netsins. Þegar ég
útskrifaðist fór ég að æfa heima í
stofu og þar æfði ég þar til fyrir
þremur árum þegar við maðurinn
minn fórum saman í einkaþjálfun.
Við vorum saman í þjálfun í tvö ár
og tímdum ekki að hætta hjá einka-
þjálfaranum, það var svo gaman.“
Þjálfarinn hvatti Sigurbjörgu
til að breyta til
„Vorið 2018 var ég að þrotum
komin í lífinu og sagði Helga þjálf-
aranum okkar frá því. Hann spurði
hvort ég vildi gera eitthvað allt ann-
að; hvort ég vildi þjálfa með sér því
hann vantaði samstarfsmann um
haustið. Ég sagði já strax og einka-
þjálfaraskóla og nokkrum nám-
skeiðum síðar er ég komin á þenn-
an stað. Ég hafði kennt akró og
dans áður í sjálfboðavinnu og þjálf-
að vini mína óformlega en ekki unn-
ið við þjálfun fyrr,“ segir Sig-
urbjörg, sem þjálfar nú í World
Class.
Hvernig áttaðirðu þig á að þú
værir að upplifa sjúklega streitu og
kulnun?
„Ég áttaði mig á því smátt og
smátt að mitt „norm“ væri ekki
eðlilegt. Ég var hætt að sofa, alltaf
þreytt, pirruð, gat ekki setið kyrr.
Ég hélt ekki einbeitingu yfir 20
mínútna löngum sjónvarpsþætti. Ég
þurfti helst að vera með tölvuna
fyrir framan mig og símann líka og
gera allt í einu.
Ég var uppstökk, þoldi ekki há-
vaða og gerði allt sem þurfti að
gera á hnefanum. Ég var að bugast
af svefnleysi og svo var eitt sterk-
asta merkið að ég hafði ekki farið á
blæðingar í tvö ár, án þess að nokk-
ur ástæða fyndist. Ég þurfti alltaf
að hafa gríðarlegt plan og var alltaf
að keyra í sjötta gír en á tómum
tanki.
Þegar ég áttaði mig á því að öll
þessi einkenni mætti tengja við
streitu fór ég að reyna að vinda of-
an af þessu sjálf. Eftir að hafa
reynt það í nokkra mánuði viður-
kenndi ég fyrir sjálfri mér að ég
gæti þetta ekki lengur. Það var í
maí 2018 og ég sagði við sjálfa mig:
„Ég vil ekki lifa svona áfram, ég
verð að breyta einhverju.“ Ég pant-
aði tíma hjá lækni sem sendi mig
strax í veikindaleyfi. Mesta sjokkið
var að læknar og sálfræðingar
sögðu ástand mitt augljóst en ég
hafði ekki áttað mig á því að þetta
væri svona slæmt. Hreyfing sem
mér finnst skemmtileg fær mig til
að gleyma stað og stund og er mikil
andleg hvíld fyrir mig,“ segir Sig-
urbjörg.
Ekki fá samviskubit
Sigurbjörg leggur mikla áherslu
á að hafa gaman af hreyfingu og líf-
inu sjálfu. Þegar kemur að matar-
æði mælir hún til dæmis með því að
borða eftir 80/20-reglunni, það er í
80 prósentum tilvika á máltíðin að
vera holl. Hún leggur þó áherslu á
að fólk refsi sér ekki fyrir að fara út
af brautinni. Jafnvægi er lykilstef í
lífi Sigurbjargar.
„Ég passa að borða mest af því
sem mér líður vel af en borða í hófi
það sem mér líður ekki eins vel af
en langar samt ekki að sleppa al-
veg, vörur eins og sykur og áfengi.
Ég elska að borða, elda, baka og
bjóða fólki í mat. Ég held smáköku-
boð í desember og er í æfingahóp
sem snýst um að æfa akró og
smakka kökur og súkkulaði í pás-
um. Ég er sem sagt ekki heilög í
þessum efnum, ég mun ekki hætta
að borða súkkulaði, kökur og ís
nema ég fái ofnæmi fyrir þeim
fæðutegundum.“
Hvað gerirðu til þess að slaka á
og gera vel við þig?
„Ef ég þarf að slaka á líkamanum
fer ég í heitt bað, sund eða leggst
upp í sófa. Ef ég þarf að slaka á sál-
inni er best að fara annaðhvort í
dásamlegu kyrrðina í sumar-
bústaðnum sem fjölskyldan er
nýbúin að eignast eða komast á
góða akróæfingu.“
Sigurbjörg ráðleggur fólki að
hætta ekki að hreyfa sig þótt það sé
í sumarfríi. Hún leggur þó mikla
áherslu á að fólk fái að njóta þess
að vera í fríi.
„Þú hættir ekki að bursta tenn-
urnar á jólunum, af hverju ættirðu
að hætta að hreyfa þig í sumar-
fríinu? Það er hægt að æfa hvar
sem er ef maður vill; á hótelher-
bergjum, á ströndinni eða í sum-
arbústaðnum. Það að taka hvíld frá
rútínunni er samt hollt og maður
má ekki fá kvíðakast og sam-
viskubit yfir að mæta ekki í rækt-
ina, það er gott að breyta til og
stunda annars konar hreyfingu í frí-
inu en vant er. Aðlagaðu hreyf-
inguna að því sem þú ert að gera,
gerðu það sem þig langar og njóttu
þess.“
„Ég verð að breyta einhverju“
Sigurbjörg Rut Hoffritz er menntaður lögfræðingur og starfaði um árabil sem slíkur. Í kjölfar þess að Sigurbjörg upplifði sjúklega
streitu og kulnun fyrir rúmu ári byrjaði hún að vinna í sjálfri sér og starfar nú í jöfnu hlutfalli sem þjálfari og lögfræðingur. Sigurbjörg
hefur auk þess þjálfað dans í sjálfboðavinnu og stofnaði fyrir tæpum tveimur árum félagið Akró Ísland þar sem hún er formaður.
ljósmynd/Hermann Hoffritz
Þjálfun Sigurbjörg er bæði
þjálfari og lögfræðingur.