Morgunblaðið - 25.07.2019, Qupperneq 58
58 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2019
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is
Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is
Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15
Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi
SÍGILD HÖNNUN Í 50 ÁR
Fyrir 50 árum hannaði danski hönnuðurinn Arne Jacobsen fyrsta kranann fyrir Vola.
Æ síðan hefur hönnun og framleiðsla Vola verið í fremstu röð.
30 ára Ingibjörg er
fædd og uppalin í Selja-
hverfinu í Reykjavík en
býr á Háaleitisbraut
núna. Ingibjörg er stúd-
ent úr Verzlunarskól-
anum og er tannlæknir
frá Háskóla Íslands frá
2017. Ingibjörg er í fæðingarorlofi en starf-
ar annars í Mjóddinni sem tannlæknir.
Maki: Ingibjörg er trúlofuð Gunnari Mar-
teinssyni tölvunarfræðingi, f. 1983. Hann
er úr Reykjavík.
Börn: Tinni Brynjar, f. 2016, og Rökkvi
Sveinn, f. 2019. Sonur Gunnars er Mar-
teinn Daði, f. 2009.
Foreldrar: Hjónin Sveinn Ásgeirsson
tannlæknir, f. 1964 í Norðfirði, og Hólm-
fríður Brynjólfsdóttir tannlæknir, f. 1964 í
Reykjavík. Þau búa í Reykjavík.
Ingibjörg Lára
Sveinsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Gamlar ástir setja svip sinn á líf þitt
næstu vikurnar. Sýndu hvað í þér býr. Ekki
beygja þig undir vöndinn, láttu skammirnar
sem vind um eyru þjóta.
20. apríl - 20. maí
Naut Fólk er óvenju þrætugjarnt í dag og
því er þetta afleitur dagur til alvarlegra
samræðna við maka þinn eða nána vini.
Fjármálin eru loksins á hreinu.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú finnur hjá þér hvöt til þess að
koma vini til hjálpar í dag. Ef þú ert alltaf að
bíða eftir að eitthvað gerist þá máttu bíða
lengi. Þú verður að framkvæma sjálf/ur.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú ert eitthvað viðkvæm/ur og
þarft umfram allt að halda andlitinu innan
um aðra. Gefðu þér tíma til að sinna sjálf-
um/sjálfri þér þótt aðrir kalli á athygli þína.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Hvað gengur og hvað ekki er álitamál
hvers og eins. Einhver reynir á þolrifin í þér
með kæruleysi sínu. Ástarsamband fer út
um þúfur.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þetta getur orðið mjög skemmti-
legur dagur þótt þú verðir sennilega ekki af-
kastamikil/l. Láttu þarfir þínar ganga fyrir.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú átt auðvelt með að gera málamiðl-
anir í vinnunni í dag. Þú bíður frétta með
öndina í hálsinum, búðu þig undir óvænta
niðurstöðu.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Nú skiptir öllu að huga að
heilsufarinu og gæta hófs í mat og drykk.
Viljirðu hafa áhrif skaltu byrja á sjálfum/
sjálfri þér og sýna gott fordæmi.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Hafðu ekki áhyggjur þótt ferða-
áætlanir þínar eða áætlanir sem tengjast
námi líti ekki nógu vel út. Hlutirnir leysast.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú átt eftir að koma samstarfs-
mönnum þínum á óvart með staðfestu
þinni. Vinur nær áttum og þið eigið góðan
dag saman.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Ekki reyna að þröngva fjöl-
skyldumeðlimi til þess að vera sammála
þér í dag. Sættu þig við staðreyndir og þú
munt fá þann styrk sem þú þarft á að
halda.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Allir hafa gott af tilbreytingu svona
öðru hvoru. Líka þú. Einhver reynir að
ganga í augun á þér.
hvert einasta stórmót frá 1989. Það
er engin íþrótt nema handbolti,“ full-
yrðir Þorsteinn en fellst þó í sömu
andrá á að hann fylgist líka aðeins
með fótbolta. Ekki dregur það síðan
úr handboltaáhuganum að tengda-
sonur Þorsteins er „skipstjóri lands-
liðsins“ Guðjón Valur Sigurðsson og
með barnabörnum sínum og tengda-
börnum fylgist hann með helsta
áhugamáli sínu sem er íslenski hand-
boltinn. Áhugi hans á handboltanum
vaknaði þegar hann fór á B-keppni
heimsmeistaramótsins í handbolta
árið 1989. „Síðan þá höfum við hjónin
elt liðið um allan heim og farið á
Þ
orsteinn Geirsson er
fæddur á Þórshamri á
Seltjarnarnesi 25. júlí
1949. Hann ólst þar upp
og hefur alla tíð alið
manninn á Seltjarnarnesi. Hann býr
þar nú ásamt eiginkonu sinni Jónu í
húsi sem þau byggðu sér. Þar var
fyrsta skóflustungan tekin árið 1978,
flutt inn 1980 og þar ólu þau hjónin
upp börnin sín.
Þorsteinn stofnaði fyrirtækið Fal-
leg gólf ehf. árið 1984. Eins og nafnið
gefur til kynna felst starfsemi þess
fyrst og fremst í að leggja gólf ýmis.
„Stærsti vinnuþátturinn er parketið.
Svo erum við með alls konar gólf,“
segir Þorsteinn, sem nú rekur fyrir-
tækið einn með hjálparsveinum.
Þegar mest lét var hann með 12
menn í vinnu, við að leggja gólf af öll-
um stærðum og gerðum, sem sagt
allumfangsmikla starfsemi. „Ég hef
farið á sýningar erlendis og reynt að
fylgjast vel með. Tæknin hefur
breyst mjög mikið síðan við byrj-
uðum,“ segir Þorsteinn og aðspurður
segir hann að helsta tískan nú sé
„þetta plastdót sem er að tröllríða
öllu“.
Þorsteinn hefur aldrei séð lífið í
svörtu og hvítu og árið 1999 keyptu
hjónin sumarbústað og kvað hann
bera þess glöggt merki að Þorsteinn
sér lífið í lit. Honum finnst mjög
gaman að safna hlutum eins og fing-
urbjörgum, skeiðum, búddastyttum,
grímum og síðast en ekki síst fugl-
um. Hann er fagurkeri mikill og
heimili hans ber því vitni.
„Þetta er gott fólk“
Þorsteinn fór á sínum tíma í
skyldunám á Seltjarnarnesi en fór
svo út á vinnumarkaðinn. „Ég byrj-
aði að læra smiðinn en varð faðir
ungur og þá hófst bara lífsbaráttan,“
segir Þorsteinn. Hann byrjaði ungur
að vinna og eignaðist fjögur börn.
Hann er mikill fjölskyldumaður og
fylgist vel með börnum sínum,
tengdabörnum og barnabörnum.
„Ætli það sem stendur upp úr sé ekki
fjölskyldan,“ segir hann við þessi
tímamót. „Ég á góða að, fjölskylduna
mína. Þetta er gott fólk,“ segir hann.
Um leið og Þorsteinn hefur auga
barnabarn hans er Elín Jóna í ís-
lenska kvennalandsliðinu.
Fjölskylda
Eiginkona Þorsteins er Jóna
Kristjánsdóttir sjúkraliði, f. 7. janúar
1951 á Jaðri í Bolungarvík. For-
eldrar Jónu eru Þórunn Ketilsdóttir
húsfreyja, f. 1916, d. 1962, og Krist-
ján Jóhann Finnbjörnsson mál-
arameistari, f. 1921 í Miðvík í Að-
alvík, d. 2002, síðast búsettur í
Kópavogi.
Börn Þorsteins og Jónu eru 1)
Kristján Geir Þorsteinsson, f. 20.
ágúst 1968, d. 2. apríl 1976, 2) Þor-
steinn Þorsteinsson iðnaðarmaður á
Seltjarnarnesi, f. 18. mars 1972, kona
hans er Unnur Teits Halldórsdóttir
og börn þeirra a) Viktor Orri Þor-
steinsson, f. 1994, b) Elín Jóna Þor-
steinsdóttir, f. 1996, og c) Helga
Dögg Þorsteinsdóttir, f. 2005, 3)
Kristján Geir Þorsteinsson kennari á
Seltjarnarnesi, f. 1. febrúar 1978,
kona hans er Rakel Viðarsdóttir og
börn þeirra a) Sara Kristjánsdóttir,
Þorsteinn Geirsson, verktaki og eigandi Fallegra gólfa ehf. – 70 ára
Handboltinn Þorsteinn og tvær kynslóðir afkomenda hans, Þorsteinn til vinstri og Viktor Orri til hægri, gera sig
hér tilbúna að fara á handboltamót í Króatíu. Þorsteinn hefur fylgt landsliðinu á hvert stórmótið á fætur öðru.
Engin íþrótt nema handbolti
Sjötugur Þorsteinn á langan feril að baki við að leggja falleg gólf.
40 ára Lísabet er
fædd í Reykjavík og
ólst upp í Garðabæ.
Hún er stúdent úr FG.
Lísabet er með meist-
aragráðu í fornleifa-
fræði frá Háskóla Ís-
lands frá árinu 2013
og stundar nú doktorsnám við sama
skóla. Lísabet hefur starfað hjá Fornleifa-
stofnun Íslands. Lísabet býr í 107.
Eiginmaður: Sigvaldi Jónsson, f. 1975 í
Reykjavík, tölvukall.
Börn: Hilmar Búi Sigvaldason, f. 2008,
og Auður Sigvaldadóttir, f. 2010.
Foreldrar: Þórunn Kristín Sverrisdóttir
þjónustufulltrúi, f. 1961 í Vestmanna-
eyjum, og Guðmundur Ólafsson, verka-
maður og sundkappi, f. 1955 í Hafnar-
firði, d. 1992.
Lísabet
Guðmundsdóttir
Til hamingju með daginn
Systurnar Svanborg Hel-
ena og Sólveig Maríanna
Pétursdætur ásamt vin-
konu sinni Auði Ísafold
Jónsdóttur héldu tombólu
hliðina á Krónunni í Nóa-
túni. Þær söfnuðu 4.010 kr.
sem þær gáfu Rauða kross-
inum að gjöf.
Rauði krossinn þakkar
þessum duglegu stelpum
fyrir þetta glæsilega fram-
lag til mannúðarmála.
Hlutavelta