Morgunblaðið - 25.07.2019, Page 59
DÆGRADVÖL 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2019
Á palli:
VIÐAR Smágrár
Opið : 8-18 v i r ka daga, 10-14 laugardaga • S ími 588 8000 • s l ippfe lag id. i s
Á grindverki:
VIÐAR Húmgrár
Viðarvörn
„ÉG HEF ALLTAF VERIÐ UPPTEKIN AF
ÞVÍ AÐ GERA ÖÐRUM TIL GEÐS. ÉG HEF
BARA ALDREI VERIÐ GÓÐ Í ÞVÍ.”
„EF ÞÚ BORGAR OKKUR 2000 KRÓNUR
PÖSSUM VIÐ AÐ BÍLNUM ÞÍNUM VERÐI
EKKI RÚSTAÐ Á BÍLASTÆÐINU HJÁ OKKUR.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... enn eitt árið saman.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
Á HVAÐ ERT ÞÚ AÐ
GLÁPA?!
ÞAÐ VÆRI AUÐVELDARA AÐ
FYLGJAST MEÐ LÍFINU EF
GLUGGINN VÆRI EINSTEFNU
VIÐ GJÖRSIGRUM ÓVINI OKKAR … EN SIGUR
ER GOLDINN DÝRU VERÐI!
ÉG EYÐI FORMÚU Í AÐ SENDA
KORT OG BIÐJAST AFSÖKUNAR!
KÓRRÉTT!
f. 2008, og b) Tómas Kristjánsson, f.
2011, 4) Guðbjörg Þóra Þorsteins-
dóttir húsmóðir í París, f. 16. febrúar
1980, maður hennar er Guðjón Valur
Sigurðsson handboltamaður og börn
þeirra a) Dagbjört Ina Guðjóns-
dóttir, f. 1999, b) Jóna Margrét Guð-
jónsdóttir, f. 2003, og c) Jason Valur
Guðjónsson, f. 2013.
Bræður Þorsteins eru 1) Jóhann
Geirsson slökkviliðsmaður, f. 23. des-
ember 1947, og 2) Sigurður Grétar
Geirsson bifvélavirki, f. 23. mars
1954.
Foreldrar Þorsteins eru Geir Guð-
mundsson, f. 4. september 1912 í
Sigluvík, Vestur-Landeyjahreppi, d.
1966, var iðnverkamaður á Seltjarn-
arnesi, og Guðbjörg Þóra Þorsteins-
dóttir, f. 21. júní 1917 í Tjarnarkoti í
Þykkvabæ, d. 22. september 2004,
var húsmóðir á Seltjarnarnesi.
Þorsteinn
Geirsson
Margrét Jónsdóttir
vinnukona í Suður-Nýja-
bæ, Háfssókn, Rang.
Felix Pétursson
vinnumaður í
Suður-Nýjabæ,
Háfssókn, Rang.
Jóhanna Felixdóttir
húsfreyja í Tjarnarkoti,
Oddasókn
Þorsteinn Þorsteinsson
vinnumaður í Borgar-
túni, Háfssókn, bóndi í
Tjarnarkoti, Oddasókn
Guðbjörg Þóra
Þorsteinsdóttir
var í Tjarnarkoti,
Oddasókn, síðast bús.
á Seltjarnarnesi
Guðbjörg
Guðmundsdóttir
húsfreyja í Tjarnarkoti,
Oddasókn, Rang.
Þorsteinn Einarsson
bóndi í Tjarnarkoti,
Háfssókn
Anna Pálsdóttir
húsfreyja á Bala
Erlendur Benediktsson
bóndi á Bala, Rang.
Sigríður Erlendsdóttir
húsfreyja í Sigluvík í
Vestur-Landeyjum
Guðmundur
Hildibrandsson
bóndi í Sigluvík í Vestur-
Landeyjum
Sigurveig Einarsdóttir
bústýra í Vesturholti,
Háfssókn
Hildibrandur Finnsson
bóndi í Vesturholtum í
Þykkvabæ
Úr frændgarði Þorsteins Geirssonar
Geir Guðmundsson
iðnverkamaður, var í
Sigluvík, Vestur-Landeyj-
arhreppi, síðast búsettur
á Seltjarnarnesi
Kötturinn í sekknum“ skrifarHelgi R. Einarsson mér og
bætir við: „Upp á síðkastið hefur
mikið verið rætt um lúsmý og önnur
kvikindi. Þegar tengdasonur minn
varð fyrir fólskulegri árás varð
þetta til“:
Með hinum í sólinni sit,
þau sögðu ég fengi þá lit,
en uppskorið hef
uppbólgið nef
og ótal mörg flugnabit.
Og síðan yrkir Helgi „Sögu frið-
arsinnans“:
Að hamingju leitum við löngum,
en ljúfsára stundum víst föngum.
Svo riðlist ei friður
rennum við niður,
og restina’ úr tönnunum stöngum.
Guðmundur Arnfinnsson skrifar
„Grafskriftir“:
Hérna er grafinn Hannes klerkur.
Hann var aldrei í trúnni sterkur.
Hérna er grafreitur gömlu frú Millu.
Hún gleypti of stóra heilsupillu.
Á legsteini Jóns, sem var alltaf á iði,
er áletrun þessi: Hvíldu í friði.
Á legstein Jóns hlaupara’ er helgan reit
gistir er höggvið: Þeir síðustu verða
fyrstir.
Og hér yrkir Guðmundur um
„óvæntan gest“:
Veðrið er dásamlegt, sumar og sól
og svífandi’ á vængjunum þöndum
hingað kom gestur á gullfögrum kjól,
glitlóa sunnan úr löndum.
Á hagyrðingamótinu á Þórshöfn
var Birni Ingólfssyni gert að skera
úr um hvor þeirra Gunnarsstaða-
bræðra væri betri, Jóhannes eða
Steingrímur J., og gerði Björn það á
eins diplómatískan hátt og honum
var unnt:
Ég lagði í dóminn metnað minn
og málið var skoðað frá öllum hliðum:
Þeir eru báðir betri en hinn
og bera af hvor öðrum á flestum sviðum.
Ármann Þorgrímsson yrkir „Af
enskum“:
Enskir kusu æðsta strump,
sá afgerandi stuðning hlaut.
Mörgum finnst hann minna á Trump,
mun hans bíða erfið þraut.
Og enn yrkir Pétur Stefánsson um
veðrið:
Sólin skín á gróðurgerði
golan vaggar stráum blítt.
Ætla má að veðrið verði
virkilega gott og hlýtt.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af ketti, grafskriftum
og óvæntum gesti