Morgunblaðið - 25.07.2019, Page 61

Morgunblaðið - 25.07.2019, Page 61
Baldur Sigurðsson » 34 ára miðjumaður og fyrirliði Stjörnunnar. » Hefur leikið 39 Evrópuleiki og að- eins Atli Guðnason (47) og Davíð Þór Viðarsson (42) hafa leikið fleiri fyrir íslensk lið. » Hefur leikið 312 deildaleiki á Ís- landi með Völsungi, Keflavík, KR og Stjörnunni, þar af 244 í efstu deild. » Lék 37 deildaleiki í Noregi og Dan- mörku með Bryne og SönderjyskE. » Hefur spilað þrjá A-landsleiki fyrir Ís- lands hönd. Franski knatt- spyrnumaðurinn Mamadou Sakho, sem leikur með enska liðinu Crystal Palace, hefur kært WADA, Alþjóða- lyfjaeftirlitið og krefur það um 13 milljónir punda. Sakho var úr- skurðaður í 30 daga keppnisbann í apríl 2016, þegar hann var leik- maður Liverpool, eftir að hafa mælst með fitubrennsluefni í blóð- inu í lyfjaprófi eftir leik gegn Man- chester United í Evrópudeildinni. Hann var síðar sýknaður af UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, eft- ir að í ljós kom að umrætt efni var ekki á bannlista WADA. Lögmenn Sakho segja að málið hafi orðið til þess að hann missti sæti sitt í liði Liverpool og að lok- um þurft að fara frá félaginu, og það hefði jafnframt kostað hann sæti í landsliðshópi Frakka fyrir lokakeppni EM 2016. WADA hefur hafnað því að bera ábyrgð á því að Sakho skyldi fara frá Liverpool til Palace og tals- menn eftirlitsins segja að félaga- skiptin hafi orðið til vegna aga- vandamála og árekstra við Jürgen Klopp knattspyrnustjóra. vs@mbl.is Mamadou Sakho ÍÞRÓTTIR 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2019 EVRÓPUDEILD Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is „Núna getum við loksins farið að einbeita okkur að þessum Evrópu- leik gegn Espanyol,“ sagði Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, í samtali við Morgunblaðið í gær. Baldur er mættur til Barcelona með Stjörnuliðinu þar sem Garðbæingar mæta spænska efstudeildarliðinu Espanyol í fyrri leik liðanna í 2. um- ferð undankeppni Evrópudeildar- innar á Cornellá-vellinum í Barce- lona í kvöld. „Það er óhætt að segja að þegar maður er kominn hingað út þá kitlar þetta meira og meira og spennan og eftirvæntingin í hópnum er gríðar- leg, það verður bara að viðurkenn- ast. Ég held að þetta eigi eftir að „kicka“ betur inn í dag (í gær) þegar við erum búnir að taka æfingu á vell- inum og svona. Þetta er vissulega stórt lið og töluvert stærra en liðið sem við mættum í Tallinn í fyrstu umferðinni. Þetta er fyrst og fremst geggjuð upplifun sem við ætlum að njóta en að sama skapi er markmiðið alltaf að ná í góð úrslit og það er það sem við leggjum upp með.“ Dreymir um riðlakeppnina Baldur viðurkennir að Evrópu- keppnin geti verið snúin og það þurfi allt að falla með íslensku lið- unum ef þau ætla sér að ná árangri í Evrópu. „Þessi Evrópukeppni getur verið snúin og þetta getur í raun dottið í þrjár áttir: Þú getur fengið leiki þar sem íslensku liðin eru líklegri aðilinn og það eru viðureignir sem við vilj- um klára. Svo geturðu líka fengið stóru liðin, sérstaklega þegar þú ert kominn lengra í keppninni, en við í Stjörnunni erum ekkert öðruvísi en hin íslensku liðin; draumurinn er að komast í riðlakeppnina, en þá viltu líka fá viðráðanlegt lið á leið þinni þangað. Stjarnan hefur nú ágætis reynslu af því að mæta stórum liðum í Evrópukeppnum, samanber Inter Mílanó hérna fyrir nokkrum árum, og það er okkar hlutverk í ár að mæta Espanyol, sem er annað stór- lið. Þetta verður fyrst og fremst frá- bær reynsla fyrir marga af ungu leikmönnunum en við ætlum okkur samt sem áður að ná í einhver úr- slit.“ Markmiðið að halda núllinu Fyrirliðinn ítrekar að uppleggið í Barcelona sé fyrst og fremst að halda markinu hreinu og treysta svo á góð úrslit í seinni leiknum í Garðabæ eftir viku. „Það getur allt gerst í fótbolta og við erum mjög meðvitaðir um það að ef við verðum ennþá á lífi í seinni viðureign- inni í Garðabænum eigum við bullandi möguleika á að fara áfram. Þar erum við á okkar heimavelli, okkar gervigrasi, með okkar stuðningsmenn í okkar þægindaramma og þar líður okkur alltaf best. Við fundum það á móti Levadia Tallinn sem dæmi að þeim leið miklu betur heima í Eistlandi og voru miklu betri þar þann- ig að við þurfum að nýta okkur heima- völlinn í þessu einvígi. Við tökum létta æfingu í dag (gær) þar sem það er stutt frá síðasta leik. Þjálf- arateymið er búið að leikgreina þá nokkuð vel og við ætlum að fara að- eins yfir kerfið sem við munum spila á móti þeim í leiknum. Það er mjög heitt hérna og við þurfum aðeins að venjast hitanum því það verður heitt á leikdegi. Ég held að það myndu fá- ir mæta á útivöll gegn Espanyol og ætla að hápressa þá eitthvað en markmið okkar er fyrst og fremst að halda núllinu. Það er svo oft þannig í fótbolta að þú færð einn til tvo eða jafnvel fleiri sénsa til að skora og ef við getum nýtt okkur það væri það auðvitað frábært.“ Með 39 leiki í Evrópukeppni Baldur hefur spilað 39 Evrópu- leiki á ferlinum með íslenskum lið- um en aðeins Atli Guðnason og Davíð Þór Viðarsson eiga fleiri Evrópuleiki með íslenskum liðum. „Ég hef mjög gaman af allri töl- fræði og það var gaman að sjá það um daginn í bókinni hjá Víði Sig- urðssyni, Íslenskri knatt- spyrnu, hversu marga Evrópuleiki maður hefur spilað í gegnum tíðina. Þetta eru fyrst og fremst forréttindi að hafa fengið tækifæri til að spila með klúbbum á Íslandi sem hafa verið áskrifendur að sætum í Evrópukeppnum. Þú kemst ekki í þennan leikjafjölda nema hafa spilað með liðum sem hafa náð einhverjum árangri og ég hef notið þess í botn, ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Vissulega hafa verið hæðir og lægðir í þessu hjá manni og maður hefur tekið þátt í stórum töpum og unnið frækna sigra en þegar allt kemur til alls eru það að sjálf- sögðu sigr- arnir sem standa upp úr. Það eru nokkrir mjög sterkir sigrar sem maður hefur tekið þátt í, að- allega með KR og Keflavík á sínum tíma, og það er erfitt að lýsa þeirri tilfinningu. Augnablikið þegar Brynjar Gauti skoraði markið gegn Levadia í síðustu umferð og skaut okkur áfram er algjörlega ógleymanlegt og maður fagnar eins og maður sé heims- meistari. Þetta eru augnablikin sem gefa manni mest og markmiðið fyrir leikinn gegn Espanyol er að búa til annað ævintýri,“ sagði Baldur í sam- tali við Morgunblaðið.  Baldur Sigurðsson leikur sinn 40. Evrópu- leik þegar Stjarnan mætir Espanyol í Barce- lona  Markmiðið er að búa til ævintýri Reyndur Baldur Sigurðsson hefur leikið 39 Evrópu- leiki á ferlinum og er mættur með Stjörnunni til Barcelona. Augnablikin sem gefa manni mest Morgunblaðið/Valli Hlynur Bæringsson, landsliðsfyr- irliði í körfuknattleik framlengir feril sinn með íslenska landsliðinu um a.m.k. fjóra leiki í viðbót. Hlyn- ur lagði landsliðsskóna á hilluna síðasta vetur en hefur nú svarað beiðni Craig Pedersen landsliðs- þjálfara og KKÍ um að taka þátt í forkeppni EM í ágústmánuði. Ísland leikur þá í riðli með Sviss og Portúgal, heima og heiman, en sigurlið riðilsins kemst í und- ankeppni EM og verður þar í riðli með Finnlandi, Georgíu og Serbíu. Hlynur hefur leikið 125 lands- leiki og er langreyndastur í þeim fimmtán manna hópi sem valinn hefur verið fyrir landsleikina fjóra. Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Unics Kazan í Rússlandi, verður ekki með. Hann er meiddur og auk þess með ákvæði í samningi sínum sem gera honum ekki kleift að spila þessa leiki. Kristófer Acox og Kári Jónsson verða ekki með vegna meiðsla og Sigurður Gunnar Þorsteinsson gaf ekki kost á sér vegna æfinga með nýju liði í Frakklandi. Frank Aron Booker, leikmaður Éverux í Frakklandi, er nýliði í hópnum en hinir þrettán eru eft- irtaldir: Collin Pryor (Stjörnunni), Gunnar Ólafsson (Keflavík), Elvar Már Friðriksson (Borås), Hörður Axel Vilhjálmsson (Keflavík), Jón Axel Guðmundsson (Davidson), Kristinn Pálsson (Njarðvík), Hjálm- ar Stefánsson (Haukum), Martin Hermannsson (Alba Berlín), Ólafur Ólafsson (Grindavík), Pavel Ermol- inskij (KR), Ragnar Nathanaelsson (Val), Tryggvi Snær Hlinason (Zaragoza) og Ægir Þór Stein- arsson (Regatas). vs@mbl.is Hlynur með á ný vegna forfalla Morgunblaðið/Hari Reynsla Hlynur Bæringsson hefur spilað 125 landsleiki. Eftir frekar slæm úrslit hjá KR, Val og Breiðabliki í Evr- ópumótum karla í fótbolta hefur umræðan verið á þá leið að frammistaða þeirra sé áfall fyrir íslensku deildina. Draumar um að komast í riðlakeppni Evrópumótanna séu ekki raunhæfir og deildin hér heima sé ekki eins sterk og menn héldu. Þetta eru að mínu mati óþarfar áhyggjur. Við höfum upp- lifað alls konar sveiflur áratugum saman þegar kemur að úrslitum í Evrópuleikjum félagsliðanna. Haustið 1985 var allt í hæstu hæðum eftir að Fram vann Rapid Vín og Valur sigraði Nantes. Þetta voru fyrstu sigurleikir ís- lenskra liða gegn erlendum at- vinnuliðum í Evrópukeppni og út- litið var bjart. Ári síðar ákvað enskur þjálfari Skagamanna að spila djarfan sóknarleik gegn Sporting Lissa- bon á Laugardalsvellinum og ÍA tapaði leiknum 9:0. Tveimur árum síðar unnu Valsmenn lærisveina Arsenes Wengers hjá Mónakó á þjóð- arleikvanginum. Svona hefur þetta gengið á víxl og mun gera áfram. Gengi í Evrópumótunum ræðst mikið af heppni í drættinum. Íslenska deildin verður ekki vonlaus á einni kvöldstund. Maribor og Molde voru of sterkir mótherjar fyrir KR þótt vissulega hafi skellur Vestur- bæinga verið sjokkerandi. Ludogorets og Espanyol eru væntanlega of stórir bitar fyrir Val og Stjörnuna í kvöld, enda þótt fótboltinn sé ávallt óút- reiknanlegur. Megi báðum liðum vegna sem allra best. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Sakho kærir Alþjóðalyfja- eftirlitið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.