Morgunblaðið - 25.07.2019, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 25.07.2019, Qupperneq 61
Baldur Sigurðsson » 34 ára miðjumaður og fyrirliði Stjörnunnar. » Hefur leikið 39 Evrópuleiki og að- eins Atli Guðnason (47) og Davíð Þór Viðarsson (42) hafa leikið fleiri fyrir íslensk lið. » Hefur leikið 312 deildaleiki á Ís- landi með Völsungi, Keflavík, KR og Stjörnunni, þar af 244 í efstu deild. » Lék 37 deildaleiki í Noregi og Dan- mörku með Bryne og SönderjyskE. » Hefur spilað þrjá A-landsleiki fyrir Ís- lands hönd. Franski knatt- spyrnumaðurinn Mamadou Sakho, sem leikur með enska liðinu Crystal Palace, hefur kært WADA, Alþjóða- lyfjaeftirlitið og krefur það um 13 milljónir punda. Sakho var úr- skurðaður í 30 daga keppnisbann í apríl 2016, þegar hann var leik- maður Liverpool, eftir að hafa mælst með fitubrennsluefni í blóð- inu í lyfjaprófi eftir leik gegn Man- chester United í Evrópudeildinni. Hann var síðar sýknaður af UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, eft- ir að í ljós kom að umrætt efni var ekki á bannlista WADA. Lögmenn Sakho segja að málið hafi orðið til þess að hann missti sæti sitt í liði Liverpool og að lok- um þurft að fara frá félaginu, og það hefði jafnframt kostað hann sæti í landsliðshópi Frakka fyrir lokakeppni EM 2016. WADA hefur hafnað því að bera ábyrgð á því að Sakho skyldi fara frá Liverpool til Palace og tals- menn eftirlitsins segja að félaga- skiptin hafi orðið til vegna aga- vandamála og árekstra við Jürgen Klopp knattspyrnustjóra. vs@mbl.is Mamadou Sakho ÍÞRÓTTIR 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2019 EVRÓPUDEILD Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is „Núna getum við loksins farið að einbeita okkur að þessum Evrópu- leik gegn Espanyol,“ sagði Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, í samtali við Morgunblaðið í gær. Baldur er mættur til Barcelona með Stjörnuliðinu þar sem Garðbæingar mæta spænska efstudeildarliðinu Espanyol í fyrri leik liðanna í 2. um- ferð undankeppni Evrópudeildar- innar á Cornellá-vellinum í Barce- lona í kvöld. „Það er óhætt að segja að þegar maður er kominn hingað út þá kitlar þetta meira og meira og spennan og eftirvæntingin í hópnum er gríðar- leg, það verður bara að viðurkenn- ast. Ég held að þetta eigi eftir að „kicka“ betur inn í dag (í gær) þegar við erum búnir að taka æfingu á vell- inum og svona. Þetta er vissulega stórt lið og töluvert stærra en liðið sem við mættum í Tallinn í fyrstu umferðinni. Þetta er fyrst og fremst geggjuð upplifun sem við ætlum að njóta en að sama skapi er markmiðið alltaf að ná í góð úrslit og það er það sem við leggjum upp með.“ Dreymir um riðlakeppnina Baldur viðurkennir að Evrópu- keppnin geti verið snúin og það þurfi allt að falla með íslensku lið- unum ef þau ætla sér að ná árangri í Evrópu. „Þessi Evrópukeppni getur verið snúin og þetta getur í raun dottið í þrjár áttir: Þú getur fengið leiki þar sem íslensku liðin eru líklegri aðilinn og það eru viðureignir sem við vilj- um klára. Svo geturðu líka fengið stóru liðin, sérstaklega þegar þú ert kominn lengra í keppninni, en við í Stjörnunni erum ekkert öðruvísi en hin íslensku liðin; draumurinn er að komast í riðlakeppnina, en þá viltu líka fá viðráðanlegt lið á leið þinni þangað. Stjarnan hefur nú ágætis reynslu af því að mæta stórum liðum í Evrópukeppnum, samanber Inter Mílanó hérna fyrir nokkrum árum, og það er okkar hlutverk í ár að mæta Espanyol, sem er annað stór- lið. Þetta verður fyrst og fremst frá- bær reynsla fyrir marga af ungu leikmönnunum en við ætlum okkur samt sem áður að ná í einhver úr- slit.“ Markmiðið að halda núllinu Fyrirliðinn ítrekar að uppleggið í Barcelona sé fyrst og fremst að halda markinu hreinu og treysta svo á góð úrslit í seinni leiknum í Garðabæ eftir viku. „Það getur allt gerst í fótbolta og við erum mjög meðvitaðir um það að ef við verðum ennþá á lífi í seinni viðureign- inni í Garðabænum eigum við bullandi möguleika á að fara áfram. Þar erum við á okkar heimavelli, okkar gervigrasi, með okkar stuðningsmenn í okkar þægindaramma og þar líður okkur alltaf best. Við fundum það á móti Levadia Tallinn sem dæmi að þeim leið miklu betur heima í Eistlandi og voru miklu betri þar þann- ig að við þurfum að nýta okkur heima- völlinn í þessu einvígi. Við tökum létta æfingu í dag (gær) þar sem það er stutt frá síðasta leik. Þjálf- arateymið er búið að leikgreina þá nokkuð vel og við ætlum að fara að- eins yfir kerfið sem við munum spila á móti þeim í leiknum. Það er mjög heitt hérna og við þurfum aðeins að venjast hitanum því það verður heitt á leikdegi. Ég held að það myndu fá- ir mæta á útivöll gegn Espanyol og ætla að hápressa þá eitthvað en markmið okkar er fyrst og fremst að halda núllinu. Það er svo oft þannig í fótbolta að þú færð einn til tvo eða jafnvel fleiri sénsa til að skora og ef við getum nýtt okkur það væri það auðvitað frábært.“ Með 39 leiki í Evrópukeppni Baldur hefur spilað 39 Evrópu- leiki á ferlinum með íslenskum lið- um en aðeins Atli Guðnason og Davíð Þór Viðarsson eiga fleiri Evrópuleiki með íslenskum liðum. „Ég hef mjög gaman af allri töl- fræði og það var gaman að sjá það um daginn í bókinni hjá Víði Sig- urðssyni, Íslenskri knatt- spyrnu, hversu marga Evrópuleiki maður hefur spilað í gegnum tíðina. Þetta eru fyrst og fremst forréttindi að hafa fengið tækifæri til að spila með klúbbum á Íslandi sem hafa verið áskrifendur að sætum í Evrópukeppnum. Þú kemst ekki í þennan leikjafjölda nema hafa spilað með liðum sem hafa náð einhverjum árangri og ég hef notið þess í botn, ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Vissulega hafa verið hæðir og lægðir í þessu hjá manni og maður hefur tekið þátt í stórum töpum og unnið frækna sigra en þegar allt kemur til alls eru það að sjálf- sögðu sigr- arnir sem standa upp úr. Það eru nokkrir mjög sterkir sigrar sem maður hefur tekið þátt í, að- allega með KR og Keflavík á sínum tíma, og það er erfitt að lýsa þeirri tilfinningu. Augnablikið þegar Brynjar Gauti skoraði markið gegn Levadia í síðustu umferð og skaut okkur áfram er algjörlega ógleymanlegt og maður fagnar eins og maður sé heims- meistari. Þetta eru augnablikin sem gefa manni mest og markmiðið fyrir leikinn gegn Espanyol er að búa til annað ævintýri,“ sagði Baldur í sam- tali við Morgunblaðið.  Baldur Sigurðsson leikur sinn 40. Evrópu- leik þegar Stjarnan mætir Espanyol í Barce- lona  Markmiðið er að búa til ævintýri Reyndur Baldur Sigurðsson hefur leikið 39 Evrópu- leiki á ferlinum og er mættur með Stjörnunni til Barcelona. Augnablikin sem gefa manni mest Morgunblaðið/Valli Hlynur Bæringsson, landsliðsfyr- irliði í körfuknattleik framlengir feril sinn með íslenska landsliðinu um a.m.k. fjóra leiki í viðbót. Hlyn- ur lagði landsliðsskóna á hilluna síðasta vetur en hefur nú svarað beiðni Craig Pedersen landsliðs- þjálfara og KKÍ um að taka þátt í forkeppni EM í ágústmánuði. Ísland leikur þá í riðli með Sviss og Portúgal, heima og heiman, en sigurlið riðilsins kemst í und- ankeppni EM og verður þar í riðli með Finnlandi, Georgíu og Serbíu. Hlynur hefur leikið 125 lands- leiki og er langreyndastur í þeim fimmtán manna hópi sem valinn hefur verið fyrir landsleikina fjóra. Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Unics Kazan í Rússlandi, verður ekki með. Hann er meiddur og auk þess með ákvæði í samningi sínum sem gera honum ekki kleift að spila þessa leiki. Kristófer Acox og Kári Jónsson verða ekki með vegna meiðsla og Sigurður Gunnar Þorsteinsson gaf ekki kost á sér vegna æfinga með nýju liði í Frakklandi. Frank Aron Booker, leikmaður Éverux í Frakklandi, er nýliði í hópnum en hinir þrettán eru eft- irtaldir: Collin Pryor (Stjörnunni), Gunnar Ólafsson (Keflavík), Elvar Már Friðriksson (Borås), Hörður Axel Vilhjálmsson (Keflavík), Jón Axel Guðmundsson (Davidson), Kristinn Pálsson (Njarðvík), Hjálm- ar Stefánsson (Haukum), Martin Hermannsson (Alba Berlín), Ólafur Ólafsson (Grindavík), Pavel Ermol- inskij (KR), Ragnar Nathanaelsson (Val), Tryggvi Snær Hlinason (Zaragoza) og Ægir Þór Stein- arsson (Regatas). vs@mbl.is Hlynur með á ný vegna forfalla Morgunblaðið/Hari Reynsla Hlynur Bæringsson hefur spilað 125 landsleiki. Eftir frekar slæm úrslit hjá KR, Val og Breiðabliki í Evr- ópumótum karla í fótbolta hefur umræðan verið á þá leið að frammistaða þeirra sé áfall fyrir íslensku deildina. Draumar um að komast í riðlakeppni Evrópumótanna séu ekki raunhæfir og deildin hér heima sé ekki eins sterk og menn héldu. Þetta eru að mínu mati óþarfar áhyggjur. Við höfum upp- lifað alls konar sveiflur áratugum saman þegar kemur að úrslitum í Evrópuleikjum félagsliðanna. Haustið 1985 var allt í hæstu hæðum eftir að Fram vann Rapid Vín og Valur sigraði Nantes. Þetta voru fyrstu sigurleikir ís- lenskra liða gegn erlendum at- vinnuliðum í Evrópukeppni og út- litið var bjart. Ári síðar ákvað enskur þjálfari Skagamanna að spila djarfan sóknarleik gegn Sporting Lissa- bon á Laugardalsvellinum og ÍA tapaði leiknum 9:0. Tveimur árum síðar unnu Valsmenn lærisveina Arsenes Wengers hjá Mónakó á þjóð- arleikvanginum. Svona hefur þetta gengið á víxl og mun gera áfram. Gengi í Evrópumótunum ræðst mikið af heppni í drættinum. Íslenska deildin verður ekki vonlaus á einni kvöldstund. Maribor og Molde voru of sterkir mótherjar fyrir KR þótt vissulega hafi skellur Vestur- bæinga verið sjokkerandi. Ludogorets og Espanyol eru væntanlega of stórir bitar fyrir Val og Stjörnuna í kvöld, enda þótt fótboltinn sé ávallt óút- reiknanlegur. Megi báðum liðum vegna sem allra best. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Sakho kærir Alþjóðalyfja- eftirlitið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.