Morgunblaðið - 25.07.2019, Page 62
Eitt
ogannað
62 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2019
Eygló Ósk Gústafsdóttir hafnaði í
29. sæti af 50 keppendum í 50 metra
baksundi á heimsmeistaramótinu í 50
metra laug í Gwangju í Suður-Kóreu í
gærmorgun. Hún synti vegalengdina á
29,82 sekúndum en á best 28,61 sek-
úndu í þessari grein. Til að komast í
milliriðil hefði Eygló þurft að synda á
28,29 sekúndum en þangað komust
sextán bestu úr undanrásunum.
Tyrkneska knattspyrnufélagið Ak-
hisarspor staðfesti í gær að það hefði
samið við Theódór Elmar Bjarnason
til tveggja ára en hann lék með Gaz-
isehir seinni hluta síðasta tímabils.
Akhisarspor féll úr tyrknesku úrvals-
deildinni í vor og Elmar verður fyrstur
Íslendinga til að spila með félaginu.
Aston Villa, lið Birkis Bjarnasonar,
bætti í gær enn einum leikmanninum
við í hóp sinn þegar það keypti
egypska miðjumanninn Mahmoud
Hassan af Kasimpasa í Tyrklandi.
Hassan, sem jafnan er kallaður Tré-
zéguet, hefur spilað 41 landsleik fyrir
Egyptaland. Aston Villa, sem vann sér
sæti í ensku úrvalsdeildinni í vor, hefur
þar með keypt níu leikmenn í sumar
en þrír þeirra léku reyndar sem láns-
menn með félaginu síðasta vetur. Tíu
leikmenn hafa yfirgefið Aston Villa í
staðinn í sumar.
Horfur eru á því að spænski knatt-
spyrnumaðurinn Marco Asensio leiki
ekkert með Real Madrid á komandi
keppnistímabili. Félagið staðfesti í
gær að hann hefði slitið krossband í
hné og væri á leið í uppskurð en þar
með er ljóst að hann spilar ekki næstu
8-12 mánuðina.
Elvar Már Friðriksson og samherjar
í sænska liðinu Borås drógust í gær
gegn Karsiyaka frá Tyrklandi í und-
ankeppni Evrópubikars FIBA (FIBA Eu-
rope Cup) í körfuknattleik. Leikið verð-
ur 2. og 9. október. Sigurliðið fer í riðil
með belgísku liðunum Spirou Basket
og Basic-Fit Brussels, og tapliðinu úr
einvígi Benfica frá Portúgal og Gron-
ingen frá Hollandi. Ef Borås tapar á
liðið samt möguleika á að komast í
riðlakeppnina, ef einhver liðanna í Evr-
ópubikar FIBA vinna sér sæti í Meist-
aradeild Evrópu.
Adam Ingi Benediktsson, 16 ára
knattspyrnumarkvörður úr HK sem
hefur leikið með yngri landsliðum Ís-
lands er genginn til liðs við sænska fé-
lagið IFK Gautaborg. Þar verður hann
væntanlega undir stjórn Hjálmars
Jónssonar, fyrrverandi landsliðs-
manns, sem þjálfar U19 ára lið Gauta-
borgarfélagsins.
Frönsku meistararnir París SG hafa
samþykkt að greiða enska knatt-
spyrnufélaginu Everton 28 milljónir
punda fyrir miðjumanninn Idrissa Gu-
eye, samkvæmt heimildum Sky
Sports. Gana, eins og hann er kallaður,
er 29 ára gamall
Senegali. Hann hef-
ur verið lykilmaður
sem varnartengiliður
hjá Everton og
spilað 99 leiki
með liðinu í
úrvalsdeild-
inni á und-
anförnum
þremur
árum en
lék áður
eitt ár
með
Aston Villa í
deildinni.
11. UMFERÐ
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Eiga Valur og Breiðablik eftir að
tapa einhverjum stigum áður en þau
mætast 15. september á Kópavogs-
velli? Allt bendir til þess að á því
sunnudagskvöldi verði háður hreinn
úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitil
kvenna í fótbolta.
Valur og Breiðablik eru með 31
stig hvort eftir ellefu umferðir og
einu töpuðu stig beggja eru í jafn-
teflisleik þeirra á Hlíðarenda í 8.
umferðinni. Í elleftu umferðinni í
fyrrakvöld komst Breiðablik yfir
erfiðasta hjallann á leiðinni með því
að sigra hið vaxandi lið Selfyssinga
2:1 á Kópavogsvelli.
Að öllu jöfnu hefðu Blikar átt að
kvíða því að taka á móti Þór/KA 1.
ágúst en Akureyrarliðið er væng-
brotið án Stephany Mayor og Bi-
öncu Sierra sem eru á Ameríkuleik-
unum í Perú með mexíkóska
landsliðinu. Þór/KA mun ekki þvæl-
ast mikið fyrir Blikum í þeim leik,
frekar en gegn botnliði Fylkis í
fyrrakvöld. Tveir aðrir lykilmenn
Akureyringa eru frá keppni og lið
þeirra er ekki til stórræðanna í bili.
Valur á eftir erfiða ferð á Selfoss í
fjórtándu umferð en annars ættu
toppliðin að vera með 46 stig hvort
af 48 mögulegum þegar að stór-
leiknum kemur.
Slæm staða HK/Víkings
Fallbaráttan harðnar hinsvegar
með hverri umferð. HK/Víkingur
virðist þó vera að einangrast á botn-
inum. Eitt stig í tveimur heima-
leikjum gegn Keflavík og Stjörnunni
hefur komið liðinu í vonda stöðu og
erfiðir útileikir við Selfoss og Val
næstir á dagskrá.
Hinsvegar skilja aðeins þrjú stig
að Stjörnuna, ÍBV, Keflavík, KR og
Fylki sem munu slást innbyrðis um
fullt af dýrmætum stigum í næstu
leikjum. Fylkir mætir t.d. bæði KR
og ÍBV fyrir mánaðamót og Stjörn-
unni í næsta leik þar á eftir.
Baneitraðar fyrirgjafir
Hallbera Guðný Gísladóttir
vinstri bakvörður Vals var besti leik-
maður elleftu umferðar að mati
Morgunblaðsins. Hún átti mjög góð-
an leík í 3:0-sigri Vals gegn KR og
lagði upp tvö fyrri mörk liðsins fyrir
Elínu Mettu Jensen og Hlín Eiríks-
dóttur.
Hallbera, sem er 32 ára gömul og
Akurnesingur að upplagi, er komin í
hóp reyndustu knattspyrnukvenna
landsins og er í stóru hlutverki í
Valsliðinu þar sem hún leggur upp
mikið af mörkum með fyrirgjöfum
frá vinstri kantinum, eins og hún
hefur gert nánast allan sinn feril
með félagsliði og landsliði. Hallbera
er orðin áttunda leikjahæsta ís-
lenska konan í deildakeppni frá upp-
hafi með 273 leiki heima og erlendis.
Af þeim eru 185 á Íslandi með Val,
Breiðabliki og ÍA en hinir í efstu
deildum Svíþjóðar og Ítalíu. Hún lék
með Piteå í Svíþjóð 2012-13 og
Djurgården 2017 og hálft tímabil
með Torres á Ítalíu árið 2014.
Þá er Hallbera orðin sjöunda
leikjahæsta landsliðskonan frá upp-
hafi. Hún lék sinn 100. landsleik
gegn Kanada snemma á þessu ári og
leikirnir eru orðnir 105 talsins.
Skoraði líka þrennu í landsleik
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
framherji Stjörnunnar var besti
ungi leikmaðurinn í 11. umferð að
mati Morgunblaðsins en þessi korn-
unga stúlka skoraði þrennu í lang-
þráðum sigri Garðabæjarliðsins
þegar það lagði HK/Víking 5:2 í
Fossvogi í fyrrakvöld.
Hildigunnur, sem varð 16 ára í
janúar, lék aðeins sinn fimmta leik í
efstu deild og mörkin þrjú eru henn-
ar fyrstu mörk á þessum vettvangi.
Hún skoraði þó fyrsta meistara-
flokksmarkið í bikarleik gegn Sel-
fossi 1. júní.
Hildigunnur hefur líka verið á
skotskónum með yngri landsliðum
Íslands því á þessu ári hefur hún
gert sex mörk í níu landsleikjum.
Hún skoraði þar m.a. þrennu í 6:0-
sigri gegn Búlgaríu og hefur einnig
gert mörk gegn Ítalíu, Svíþjóð og
Króatíu.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir
skoraði sitt 120. mark í efstu deild í
2:1-sigri Breiðabliks á Selfyssingum.
Hún náði þar með Rakel Hönnudótt-
ur í 9.-10. sæti yfir þær markahæstu
í deildinni frá upphafi.
Málfríður Erna Sigurðardóttir
kom inná hjá Val gegn KR og lék
sinn fyrsta leik á tímabilinu. Mál-
fríður er þriðja leikjahæst í deildinni
frá upphafi með 235 leiki.
Lið umferðarinnarEinkunnagjöfi n 2019
Þessar eru með fl est M í einkunnagjöf Morgunblaðsins. Gefi ð er eitt M fyrir
góðan leik, tvö M fyrir mjög góðan leik og þrjú M fyrir frábæran leik.
Cloé Lacasse, ÍBV 13
Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki 12
Elín Metta Jensen, Val 12
Natasha Moraa Anasi, Kefl avík 12
Sveindís Jane Jónsdóttir, Kefl avík 12
Berglind B. Þorvaldsdóttir, Breiðabliki 9
Hlín Eiríksdóttir, Val 9
Margrét Lára Viðarsdóttir, Val 9
Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki 8
Dóra María Lárusdóttir, Val 8
Hallbera Guðný Gísladóttir, Val 8
Hildur Antonsdóttir, Breiðabliki 8
Anna María Friðgeirsdóttir, Selfossi 7
Emma Kelly, ÍBV 7
Fanndís Friðriksdóttir, Val 7
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Breiðabliki 7
Berglind B. Þorvaldsdóttir, Breiðabliki 11
Hlín Eiríksdóttir, Val 11
Stephany Mayor, Þór/KA 10
Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki 10
Elín Metta Jensen, Val 10
Cloé Lacasse, ÍBV 9
Markahæstar
Valur 64
Breiðablik 66
Kefl avík 53
ÍBV 47
Þór/KA 43
Selfoss 42
Stjarnan 42
KR 41
HK/Víkingur 38
Fylkir 34
Leikmenn:
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
2
11. umferð í Pepsi Max-deild kvenna 2019
Lið:
Lára Kristín Pedersen, Þór/KA 7
Stephany Mayor, Þór/KA 7
3-4-3
Cecilía Rán Rúnarsdóttir
Fylki
Brenna Lovera
ÍBV
Cloé Lacasse
ÍBV
Jasmín Erla
Ingadóttir
Stjörnunni
Hlín Eiríksdóttir
Val
Dóra María
Lárusdóttir
Val
Berglind Björg
Þorvaldsdóttir
Breiðabliki
Hildur Þóra
Hákonardóttir
Breiðabliki
Berglind Rós
Ágústsdóttir
Fylki
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
Stjörnunni
Hallbera Guðný
Gísladóttir
Val
4
3
2
2
4
3
22
Með 46 stig fyrir úrslitaleik?
Valur og Breiðablik sigla áfram án áfalla Fallbaráttan harðnar enn
Hallbera besti leikmaður 11. umferðar og Hildigunnur besti ungi leikmaðurinn
Morgunblaðið/Hari
Best Hallbera Guðný Gísladóttir
lék mjög vel með Val gegn KR.
Morgunblaðið/Eggert
Efnileg Hildigunnur Ýr Benedikts-
dóttir, 16 ára, skoraði þrennu.
Íslenska U21 árs landslið karla í
handknattleik fékk skell gegn Kró-
atíu í 16-liða úrslitum heimsmeist-
aramótsins á Spáni í gær. Króatar
voru miklu sterkari og unnu stór-
sigur 29:16. Höfðu þeir sex marka
forskot að loknum fyrri hálfleik 13:7.
Þótt styrkleikamunurinn væri
talsverður þá átti íslenska liðið
möguleika á að halda spennunni
lengur í leiknum en leikmenn liðsins
brenndu hins vegar af þremur víta-
köstum í fyrri hálfleik. Króatía var
yfir 7:6 en þá skildi leiðir.
Vonir Íslendinga um að ná góðum
kafla í upphafi síðari hálfleiks urðu
fljótt að engu og Króatar höfðu náð
níu marka forskoti eftir nokkurra
mínútna leik í síðari hálfleik.
Króatar voru með nokkra há-
vaxna og líkamlega sterka leikmenn.
Fyrir vikið átti íslenska liðið í basli
bæði í sókn og vörn. Í sókninni var
lítil skotógnun fyrir utan punktalínu
og þurftu íslensku leikmennirnir að
reyna gegnumbrot og hornaspil til
að skapa sér góð skotfæri.
Vinstri hornamaðurinn Orri
Freyr Þorkelsson var markahæstur
í liði Íslands með 5/2 mörk en þeir
Gabríel Martinez Róbertsson og
Kristófer Andri Daðason komu
næstir en þeir skoruðu þrjú mörk.
Viktor Gísli Hallgrímsson varði
fimm skot og Andri Sigmarsson
Scheving varði þrjú.
Króatía er þar með komið í 8-liða
úrslit keppninnar og mætir þar Tún-
is sem vann Svíþjóð í 16-liða úrslit-
um í gær. Engu að síður eru tvær
Norðurlandaþjóðir í 8-liða úrslitum:
Danir og Norðmenn.
Ísland á eftir að spila einn leik og
mætir Serbíu í dag í leik um 13. sæt-
ið í mótinu. Bahrain undir stjórn
Halldórs Jóhanns Sigfússonar mæt-
ir Japan í leik um 17. sætið.
kris@mbl.is
Skellur gegn Króatíu á Spáni
U21 árs landsliðið féll úr keppni í 16-liða úrslitum HM
Ljósmynd/IHF
Markahæstur Orri Freyr Þorkels-
son skoraði 5/2 mörk.