Morgunblaðið - 25.07.2019, Side 64

Morgunblaðið - 25.07.2019, Side 64
VIÐTAL Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Stuttmynd er spretthlaup á meðan kvikmynd í fullri lengd er maraþon sem getur reynt verulega á þolrifin,“ segir kvikmyndaleikstjórinn Elfar Aðalsteins þegar hann er spurður um muninn á þessum tveimur form- um en á dögunum var fyrsta kvik- myndin í fullri lengd sem hann leik- stýrir, End of Sentence, frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Edinborg. Og fékk mjög góða dóma. Hún verður opnunarmynd RIFF-hátíðarinnar í haust. Elfar bætir við að ef það sé eitt sem kvikmyndagerð kenni manni, þá sé það þolinmæði. Það taki langan tíma að þróa handrit, tryggja styrki og fjármögnun og keyra verk- efnin í gegn. Stuttmyndin Sailcloth sem Elfar leikstýrði með John Hurt í aðal- hlutverki hlaut á sínum tíma mikla athygli, var valin besta íslenska stuttmyndin á RIFF árið 2011, vann Edduverðlaun og komst í lokaúrtak BAFTA- og Óskarsverðlauna. Elfar hefur komið að fleiri kvik- myndum sem framleiðandi en þess- ari fyrstu leiknu löngu kvikmynd sem hann leikstýrir, End of Sen- tence, er lýst sem ljúfsárri og kóm- ískri vegamynd sem segi sögu feðga er leggja land undir fót til að heiðra minningu móður og eiginkonu. Í að- alhlutverkum eru kunnir leikarar, John Hawkes og Logan Lerman. Ólafur Darri Ólafsson fer með lítið hlutverk í kvikmyndinni sem var að mestu tekin upp á Írlandi. Hún er framleidd af Sigurjóni Sighvatssyni, Elfari og David Collins. Karl Ósk- arsson var tökumaður, Valdís Ósk- arsdóttir og Kristján Loðmfjörð klipptu og Pétur Þór Benediktsson samdi tónlistina. Verkið varð persónulegt „Eva María Daníels, vinkona mín, ein af framleiðendum myndarinnar, sendi mér handritið og taldi að það myndi henta mér sem leikstjóra,“ segir Elfar um End of Sentence. „Sagan hreyfði við mér og mér fannst þessir vegvilltu karakterar áhugaverðir. Þannig að við Michael Armbruster handritshöfundur hitt- umst í kjölfarið og náðum strax vel saman. Hann var tilbúinn í frekari þróun handritsins og við unnum í því saman í rúmt ár áður en það var tilbúið til að senda á leikara. Þá var verkið orðið persónulegt fyrir okkur báða sem skipti öllu máli fyrir mig sem leikstjóra. Ég hefði ekki lagt í svona vegferð nema sagan hefði haft sterka persónulega skírskotun.“ – Hvernig varð það persónulegt? „Þetta laskaða föður- og sonar- samband var eitthvað sem mig lang- aði að skoða frá báðum sjónar- hornum. Ég er fjögurra barna faðir og náinn börnunum mínum en kem sjálfur úr óhefðbundnu fjölskyldu- mynstri þar sem amma mín og afi gengu mér í foreldrastað. Ég vildi líka skoða falska ímynd karlmennsk- unnar þar sem sársaukafullum at- burðum er ýtt undir yfirborðið og þeir ekki ræddir. Við þurfum að kenna ungu mönnunum okkar að op- in samskipti og hjartahlýja eru styrkur en ekki veikleiki. Við erum öll með einhvern farangur.“ Elfar segir verkefnið hafa tekið sex ár frá því að hann kom að því og þar til myndin var frumsýnd. „Þegar handritið var tilbúið kom Sigurjón Sighvatsson inn sem fram- leiðandi sem voru ákveðin vatnaskil. Að fá Sigurjón inn með sína miklu reynslu og sterku sambönd var mikill fengur fyrir verkefnið og mig sjálfan. Hann hefur staðið þétt við bakið á mér í gegnum allt ferlið. Ári síðar bættist annar reyndur framleiðandi við, David Collins, sem hélt utan um framleiðsluna og hafði umsjón með tökunum á Írlandi. Öll eftirvinnsla fór svo fram á hér á landi með góðum stuðningi Kvikmyndamiðstöðvar þannig að kvikmyndataka, klipping, tónsmíði, tæknileg útfærsla, hljóð og litgreining er í höndum Íslendinga.“ Köfuðu í karakterana Þegar Elfar er spurður um frá- sagnarháttinn sem hann kaus að beita segir hann þá Karl tökumann hafa skoðað mikið af efni og ákveðið á endanum að myndin yrði í „hand- held“-stíl, sem var bæði listræn og praktísk ákvörðun. „Takmarkið var að vera nálægt aðalsöguhetjunni Frank og upplifa ferðalagið sem mest í gegnum hann. Frásagnarmát- inn verður hrárri fyrir vikið en Karl er snillingur að lýsa fyrir kameruna þannig að það helst mýkt og fegurð í rammanum. Við vorum líka fljótari að skjóta með þessari aðferð sem var mikilvægt þar sem við höfðum ein- ungis 26 daga á Írlandi. Á æfingatímanum köfuðum við leikararnir saman ofan í karakter- ana, flettum þeim eins og lauk inn að kjarna, í stað þess að lesa handritið orð fyrir orð. Það er verk leikaranna að kunna textann áður en þeir mæta á sett og við veltum frekar upp orsök og afleiðingum, skiptumst á reynslu- sögum og spurðum allskyns spurn- inga sem við svöruðum svo fyrir framan kameruna.“ Þekktir leikarar mikilvægir Elfar segir það hafa skipt mjög miklu máli að fá þekkta og vel metna leikara í aðalhlutverkin. „Þessi mynd er alþjóðleg vara og hún þarf að selj- ast. Bæði John og Logan eru reynd- ir, miklir fagmenn og ljúfir og góðir drengir utan vinnu. Það ríkti traust okkar á milli sem er það mikilvæg- asta í leikara-leikstjóra-sambandinu og þeir gáfu mikið af sér í gegnum ferlið. Logan bætti til dæmis á sig 10 kílóum í vöðvamassa bara fyrir þessa mynd. Hann var alltaf í ræktinni greyið strákurinn. Samstarf mitt við John þróaðist út í góðan vinskap og hann hlakkar mikið til að koma til Ís- lands, frumsýna og upplifa land og þjóð.“ Elfar segir að í kvikmyndagerð- inni sé sinn staður í leikstjórn og handritsgerð. „Í dag vinn ég ein- göngu í þróun eigin verkefna og fæ góða framleiðendur í lið með mér til að stýra framleiðslunni. Mér finnst líka gaman að vinna með höfundum eins og Mike, eingöngu sem leik- stjóri, og á hugsanlega eftir að gera meira af því. Ég segi stundum í gríni að við Michael Armbruster eigum í óvenjulegu höfundar- og leikstjóra- sambandi: við erum enn vinir! En það er ekkert sjálfgefið í þessum bransa.“ Elfar hóf feril við kvikmyndir sem framleiðandi en leikstýrir nú líka. „Áhuginn lá alltaf í sköpun en framleiðslan var leiðin inn fyrir mann með minn bakgrunn. Ég var á kafi í tónlist og leiklist sem ungur maður, samdi vond ljóð í menntaskóla, þann- ig að leikstjórnin er ákveðin heim- koma og samnefnari þess sem ég hef áhuga á. Kvikmyndagerð er líka ljómandi góð leið til að uppgötva heiminn og læra inn á sjálfan sig og aðra.“ End of Sentence var afar vel tekið í Edinborg og Elfari þykir vænt um að myndin snerti bæði við áhorf- endum og gagnrýnendum sem segja hana vera lágstemmda en um leið vekja upp tilfinningar. „Það var alltaf takmarkið og ég er virklega ánægður fyrir allra okkar hönd að það hafi tekist. Að fá svona jákvæða gagnrýni í leiðandi fagmiðlum skiptir auðvitað máli fyrir framhaldslíf myndar- innar,“ segir hann og þá sé það mikill heiður að vera boðið að opna RIFF- hátíðina. Myndin fari nú í sýningu á fleiri alþjóðlegum kvikmyndahátíð- um. Sumarljós Jóns Kalmans næst – Þú hefur nú í allnokkur ár unnið með íslenskan efnivið, skrifaðir handrit eftir verðlaunaskáldsögu Jóns Kalmans Stefánssonar Sum- arljós og svo kemur nóttin. Hvers vegna valdirðu þá sögu? Og hvaða leið ferðu í því að segja söguna – í bókinni er hún sögð af látnu fólki og það engin ein aðalpersóna. „Sagan snerti mig djúpt og mig langaði að kafa ofan í lífheim þorps- ins úti á landi sem ég ólst upp í og þekki svo vel,“ segir Elfar. „Við Ólaf- ur Darri, sem á verkefnið með mér, fórum og hittum Jón Kalman og deildum með honum okkar sýn á verkið. Ég gleymi því aldrei þegar síminn hringdi hjá mér viku síðar og það var Jón að tilkynna mér að hann hefði ákveðið að veita okkur kvik- myndaréttinn. Ég þakkaði honum fyrir og spurði hann hvort hann væri búinn að hugsa málið og hann svaraði um hæl: „Nei, ég er ekkert búinn að hugsa þetta, það er tilfinningin sem ræður.“ Jón er einn af fremstu prósahöfundum heims þannig að þetta er vandasamt verk. En maður verður að takast á við það sem hreyf- ir við manni og hræðir mann um leið, annars er enginn alvöruávinningur. Án þess að gefa of mikið upp þá verða þetta fjórar sögur sem fléttast saman, sagðar já, af kollektívri rödd þorpsins.“ Elfar bætir við að planið sé að hefja tökur í júní á næsta ári og vetr- artökur verða svo í nóvember. En hvar verður hún tekin? „Ég veit það satt besta að segja ekki enn. Fallegasti staður á landinu, Eskifjörður, er því miður of stór og fjölmennur fyrir söguna. Þorpið þarf að vera helmingi fámennara. Ólafur Darri, vinur minn, mun leika eitt af burðarhlutverkunum og ég hef rætt við örfáa aðra leikara um stærri hlutverkin. Ég verð með pruf- ur síðsumars og klára að ráða í aðal- hlutverkin upp úr því. Þetta eru tólf aðalleikarar þannig að við þurfum góðan tíma í undirbúning.“ – Og hvað svo? „Stefnan er að klára Sumarljós um mitt ár 2021. Handritið að myndinni sem ég stefni á þar á eftir hefur verið í þróun í átta ár, þannig að kannski verður tíminn kominn að segja þá sögu,“ svarar Elfar. Ljósmynd/Mikael Karlsson Við tökur Karl Óskarsson kvikmyndatökumaður og leikstjórinn Elfar Aðalsteins á Írlandi við tökur á End of Sen- tence. „Ég hefði ekki lagt í svona vegferð nema sagan hefði haft sterka persónulega skírskotun,“ segir Elfar. Leikstjórnin er ákveðin heimkoma  Fyrsta langa kvikmynd leikstjórans Elfars Aðalsteins, End of Sentence, fær góða dóma  Verður opnunarmynd RIFF  Næsta kvikmynd Elfars mun byggjast á skáldsögu Jóns Kalmans Stefánssonar 64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2019 SKECHERS D´LITES 2.0 DÖMU SANDALAR. STÆRÐIR 36-41. DÖMUSKÓR 5.998 VERÐ ÁÐUR 11.995 ÚTSALA 50% AFSLÁTTUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.