Morgunblaðið - 25.07.2019, Page 65

Morgunblaðið - 25.07.2019, Page 65
MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2019 Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Varmadælur Hagkvæmur kostur til upphitunar Verð frá aðeins kr. 145.000 m.vsk Midea KMB-E09 Max 3,4 kW 2,65 kW við -7° úti og 20° inni hita (COP 2,85) f. íbúð ca 40m2. • Kyndir húsið á veturna og kælir á sumrin • Fyrir norðlægar slóðir • Fjarstýring fylgir • Hægt að fá WiFi sendi svo hægt sé að stjórna dælunni úr GSM síma Uppsetningaaðilar og umboðsmenn um allt land Mission Extreme Umhverfisvænn kælimiðill » Kvartett saxófónleik-arans Sigurðar Flosa- sonar hélt tónleika á Kex hosteli í vikunni. Með Sigurði léku Kjartan Valdemarsson á píanó, Valdimar Olgeirsson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur auk þess sem Stefan Karl Schmid var gestaleikari á tenórsaxófón. Kvartett Sigurðar Flosasonar á Kex hosteli Morgunblaðið/Hari Kvartett Stefan Karl Schmid, Einar Scheving og Sigurður Flosason auk þess sem glittir í Valdimar Olgeirsson. Djass Hugguleg stemning ríkti á Kex hosteli á djasstónleikum vikunnar. Hrifning Gestir á öllum aldri nutu tónlistarinnar.Stuð Áheyrendur nutu þess að hlýða á djassstandarda. Það er sjaldgæft að fá í hend-urnar jafn margslungnaplötu og Bobby er. Viðfyrstu hlustanir er um stórkostlega djúpa, ljóðræna og blíða djassplötu að ræða sem er jafnframt bæði gefandi og krefjandi. Mikael Máni er ungur hljóðfæraleik- ari en sýnir bæði framúrskarandi spilamennsku og leikgleði í til- raunum sínum á gítar. Honum til stuðnings eru tveir framúrskar- andi spilarar, Skúli með eigin heim í bassaleik og trommuleikarinn Magnús, sem einhvern veginn gerir einungis það sem þarf, hvorki of né van. Fyrir vikið eru lög plötunnar afslöppuð og spennt, einföld og flók- in, saklaus og dularfull. Enginn tón- listarmannanna virðist efast um nokkuð það sem spila þarf og þaðan kemur því sjálfsöryggi og dýpt plöt- unnar. Hljómur þessa verks er einn- ig með afbrigðum mjúkur og hlýr og hentar tónlistinni vel. Platan Bobby stekkur nokkuð auðveldlega frá melódískum og sak- leysislegum stefjum í ómstríðari og straumharðari tónlistarleg fljót, sér í lagi þegar sígur á seinni hluta plöt- unnar. Við nokkrar hlustanir við mis- munandi aðstæður er ljóst að þarna er komin tónlist sem virkar nokkurn veginn jafnvel í heyrnartólum og sem ljúfur bakgrunnur úr hljóm- tækjum. Sömu stefin skjóta upp kollinum í gítarleik, bassaleik og víbrafónum, byggja upp spennu og leysa hana, draga mann til sín og skola manni svo til baka. En svo er það konseptið, og hvílík u-beygja sem hugur manns og eyru þurfa að taka til að reyna að láta það rúmast innan tónlistarinnar. Bobby fjallar nefnilega um Bobby Fischer og lífsskeið hans, á Íslandi, í Ung- verjalandi og víðar um heiminn. Í texta umslagsins er hvert lag tengt ákveðnu tímabili í lífi skákmeist- arans og má til dæmis finna lagið „Reyjavík 1972“ ásamt titillaginu „Bobby“ sem var kveikjan að plöt- unni og konseptinu. Stundum finnst mér eins og það bæti engu við lagið sjálft að vita „um hvað það fjallar“, en á öðrum stundum gæti þessi hug- myndafræðilega sköpun mögulega bætt aðeins við. Góð dæmi um þetta eru lagið „Sol“, sem er lýst sem lagi sem fjallar um mann sem lætur stjórnast af tilfinningum, og lokalag plötunnar, „Down in the Well“, sem er bæði undarlegt og inniheldur skringilegan heim inni í heimi, enda er það undir áhrifum frá Murakami- bókinni The Wind-Up Bird Chron- icles þar sem aðalsöguhetjan fer nið- ur á botn brunns til að vera einn með hugsunum sínum. Einnig Bobby Fischer hvarf af yfirborði jarðar til að vera einn og flakka um heiminn. Ef til vill er það einmitt það sem þessi plata fjallar um: Að vera einn með hugsunum sínum á botni brunnsins, í ferðalagi um heiminn eða sitjandi á sófanum með djúpa og gefandi tónlist í eyrunum. Allt eru þetta leiðir til að læra eitt- hvað um sjálfan sig og Bobby gefur manni næði til að hugsa. Ef ég ætti að vera virkilega djúp, eins og brunnur, myndi ég segja hlust- endum að hlusta á tómið milli nótn- anna og bilið milli trommuslaganna. Þar felast svörin við dýpstu spurn- ingunum. Á botni brunnsins Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Geisladiskur Mikael Máni Trio – Bobby bbbbn Öll tónlist er eftir Mikael Mána. Mikael Máni Ásmundsson leikur á gítar. Skúli Sverrisson leikur á bassa. Magnús Trygvason Elíassen leikur á trommur og víbrafón. Davíð Þór Davíðsson leikur á víbrafón í lagi 9. Um upptöku, hljóð- blöndun og hljómjöfnun sá Birgir Jón Birgisson í Sundlauginni. Ljósmyndir á albúmi: Spessi. Grafísk vinnsla: Ámundi. Útgefandi: Smekkleysa. 10 lög, 42.40 mínútur. RAGNHEIÐUR EIRÍKSDÓTTIR TÓNLIST Dýpt „Bobby gefur manni næði til að hugsa,“ segir í rýni um nýja plötu Mikaels Mána sem nefnist Bobby.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.