Morgunblaðið - 25.07.2019, Side 66

Morgunblaðið - 25.07.2019, Side 66
66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2019 Lopapeysa í sveitina Verið velkomin í nýja og glæsilega verslun okkar okkar á Laugavegi 4-6 Álafossvegi 23, Laugavegi 4-6, alafoss.is Þessi eina sanna sem verður bara betri eftir því sem þú nota hana meira. Sólarljósi hefur lengi verið kennt um þær litabreytingar sem orðið hafa á málverkum hollenska listamannsins Vincent van Gogh. Sem dæmi hefur sítrónuguli liturinn á málverkinu „Sólblóm“ dökknað með árunum og tekið á sig appelsínugulan, brúnan og jafnvel grænan blæ. Nýkynntar rannsóknir Ellu Hendriks, sem er prófessor og einn þekktasti sérfræð- ingur í verkum van Gogh, hafa leitt í ljós að „endurbætur“ Jans Cornelis Traas á millistríðsárunum skýri lita- breytingarnar sem orðið hafa. Í frétt The Art Newspaper um málið er rifjað upp að Traas hafi að- eins verið tvítugur þegar hann árið 1922 var ráðinn húsvörður hjá Mes- dag-safninu í Haag þar sem um 200 listaverk van Gogh voru geymd, en um er að ræða fjórðung allra verka listamannsins. Forstjóri safnsins var Willem Steenhoff, sem var góður vinur Jo van Gogh-Bonger, mág- konu Vincent van Gogh. Þar sem Traas vantaði aukavinnu lagði Steenhoff til við fjölskyldu lista- mannsins að þjálfa ætti Traas sem forvörð svo hann gæti annast verk van Gogh. Árið 1924 var Traas far- inn að laga ramma listaverka og ári síðar listaverkin sjálf, án þess að hafa fengið til þess nauðsynlega kennslu og þjálfun. Snemma árs 1927 hófst hann handa við að losa „Sólblóm“ af viðarbakgrunni sem van Gogh hafði sett verkið á, líma strigann á nýjan striga og setja nýj- an blindramma ásamt því að fern- isera myndina. „Reynslan hefur sýnt að málverk frá 19. öld hafa reynst sérlega við- kvæm fyrir hita og leysiefnunum sem notuð voru þegar verk voru límd á nýjan striga og ferniseruð,“ skrifar Hendriks í svari til Politiken. „Það er áfall að manneskja með jafn- litla menntun hafi fengið að vinna með listaverk svo mikilvægs lista- manns,“ skrifar Martin Bailey, sem einnig er sérfræðingur í verkum van Gogh. Í frétt Politiken kemur fram að lítið hafi verið vitað um vinnu Traas, enda hafi hann ekki haldið neinar dagbækur yfir vinnu sína. Í grein The Art Newspaper kemur fram eft- ir að Traas vann „endurbætur“ sínar á „Sólblómum“ áður en hann fékk formlega kennslu í forvörslu um fimm mánaða skeið hjá Listasafninu í Vín. Árið 1931 var hann ráðinn for- vörður hjá Maurithuis í Haag og starfaði þar til 1962 þegar hann fór á eftirlaun. Fram til 1940 starfaði hann samhliða hjá Mesdag-safninu. Meðal síðustu verka hans hjá Mau- rithuis var að forverja „Stúlkuna með perlueyrnalokinn“ sem Ver- meer málaði 1665. Árið 1961 kom Traas aftur að endurbótum „Sól- blóma“. Fyrr á þessu ári íhuguðu stjórnendur Van Gogh-safnsins að fá forvörð til að reyna að endurheimta upprunalegu liti „Sólblóma“, en nið- urstaðan var að slíkt væri ekki hægt vegna þeirra „endurbóta“ sem Tra- as hefði unnið á verkinu árin 1927 og 1961. Sólblóm Starfsmenn Van Gogh-safnsins í Amsterdam koma verkinu Sólblóm fyrir. Skýrir litabreytingar Sólblóma AFP Miðaldatónlist er á efnisskrá hádegistónleika í Hall- grímskirkju í dag kl. 12 sem eru hluti af Alþjóðlegu org- elsumri. Þar leika Ágúst Ingi Ágústsson organisti og Lene Langballe á zink/kornett og blokkflautu verk eftir Frescobaldi, Crecquillon, Schop, Dowland, Palestrina, Virgiliano, Orlando di Lasso og Capriano de Rore. Ágúst Ingi útskrifaðist frá Tónskóla þjóðkirkjunnar vorið 2008. Lene Langballe lauk meistaragráðu á blokk- flautu í Civica Scuola di Milano 1997 og hélt áfram námi á blokkflautu við Schola Cantorum Basiliensis. Síðan lærði hún á kornett bæði í Basel og París. Hún er með- limur Concerto Copenhagen, Ars Nova, Serikon og Barrokanerne. Miðaldatónlist í Hallgrímskirkju Lene Langballe Þorgeir Tryggvason gagnrýnandi leiðir kvöldgöngu Borgarbókasafns- ins a slóðum Gvendar Jóns í kvöld milli kl. 20 og 21.30, en lagt er af stað frá Grófinni. „Hendrik Ottósson útvarpsmaður og rithöfundur er í dag einkum kunnur fyrir bækur sínar um Gvend Jóns og félaga hans. Þar er endur- minningum og skáldskap fléttað saman á lipran og ævintýralegan hátt og Vesturbænum í upphafi tutt- ugustu aldar reistur merkur minn- isvarði. Bækurnar fjórar um Gvend Jóns komu út á árunum í kringum 1950 og teljast til öndvegisverka barna- og unglingabókmennta á ís- lensku,“ segir í tilkynningu. Í göngunni sem Þorgeir leiðir verður svipast um eftir sögusviðum nokkurra sagnanna og „meðal ann- ars staldrað við á Vesturgötunni, við Tjörnina og að sjálfsögðu við höfn- ina, þar sem miðja heimsins var hjá Hensa, Gvendi og félögum þeirra. Við veltum fyrir okkur heimsmynd, uppátækjum og viðhorfum drengj- anna, um leið og við dáumst að færni þeirra í glímunni við náttúruöflin og yfirvöldin sem sífellt má eiga von á að setji þeim stólinn fyrir dyrnar“. Hendrik Ottósson og Þorgeir Tryggvason Kvöldganga á slóðum Gvendar Jóns Athygli vekur að óútgefin bók kan- adíska rithöfundarins Margaret Atwood er á svokölluðum löngum lista 12 verka sem tilnefnd eru til hinna virtu Booker-verðlauna en þau eru veitt fyrir besta skáldverk ritað á ensku. Saga Atwood nefnist The Testaments, kemur út í sept- ember og er framhald hinnar vin- sælu skáldsögu hennar The Handmaid’s Tail frá 1985. Önnur óutgefin skáldsaga er á listanum, Quichotte eftir Salman Rushdie, en þau hafa bæði hreppt Booker-verðlaunin. Quichotte er byggð á sögunni um Don Kíkóta og kemur út í næsta mánuði. Meðal höfunda annarra til- nefndra verka má nefna Jeanette Winterson, John Lanchester og Bernadine Evaristo. Vinsæl Væntanleg skáldsaga Atwood er framhald The Handmaid’s Tale. Óútgefin saga Atwood tilnefnd Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Leikrit Stúdentaleikhússins Upp- lausn/Fyrirmyndarsjálf var frumsýnt fyrr í sumar en vegna vinsælda verða þrjár aukasýningar á verkinu dagana 28., 29. og 30. júlí í gömlu kartöflu- geymslunum í Ártúnsbrekku. Viðbrögðin komu á óvart Andri Freyr Sigurpálsson, sem skrifaði og leikstýrir verkinu ásamt Þórönnu Gunný Gunnarsdóttur, seg- ir viðbrögðin hafa komið á óvart. „Eins og kannski flestir sem eru að gera eitthvað svona vorum við mjög óörugg með það hvernig fólk myndi taka í þetta en svo voru viðbrögðin bara alveg hreint frábær, sérstaklega frá fólki á aldrinum 20-35 ára sem tengdi við það sem við vorum að fjalla um.“ Að sögn Andra fjallar Upplausn/ Fyrirmyndarsjálf um hóp ungra vina sem hafa ekki fundið tilgang sinn og farveg í lífinu og kunna ekki almenni- lega á eigin tilfinningar sem brýst út í slæmum ákvörðunum og hegðun. Spurður um nafnið á leikritinu segir Andri að það endurspegli söguþráð- inn. Upplausn, fyrri hluti nafnsins, sé vísun í þá upplausn sem verður í vina- hópnum og það rof sem verður á tengslum vinanna en fyrirmynd- arsjálf vísi í að persónurnar séu að leita að sínu fyrirmyndarsjálfi. „Við sáum fyrir okkur að þetta væri ferli. Það þyrfti allt að fara í upplausn til að þau gætu fundið sitt fyrirmyndarsjálf,“ útskýrir Andri. Eitt atriðið birtist í draumi Þegar hann er spurður út í upp- runa hugmyndarinnar hlær hann. „Þetta byrjaði allt á því að Þórönnu dreymdi að við værum að setja upp leikrit og sá í draumnum senu sem við vildum nota. Út frá því byrjuðum við að skrifa. Við notuðum dálítið okkar eigin tilfinningar og upplifanir, samskipti við annað fólk og svo okkar upplifun á því að finna hvað við vild- um gera í lífinu,“ segir Andri. Hann segir að atriðið sem Þóranna sá í draumi sínum marki óvænta atburða- rás í leikritinu en hann vilji síður spilla fyrir áhorfendum. „Sjúk ást“ hafði áhrif Andri staðfestir að tíðarandinn endurspeglist að einhverju leyti í leikritinu og segir að herferð Stíga- móta „Sjúk ást“, sem beindi sjónum að ofbeldi í samböndum ungmenna, hafi til dæmis orðið áberandi á sama tíma og þau Þóranna skrifuðu leik- ritið og haft áhrif á söguþráðinn. Til að mynda séu óheilbrigð samskipti para og óeðlilegar væntingar sem fólk í ungum ástarsamböndum gerir hvað til annars áberandi í leikritinu. Leikhópurinn er að mati Andra frábær en hann og Þórunn voru þeg- ar með flest þeirra í huga þegar þau sköpuðu persónur fyrir leikritið. Að sögn Andra eru allir í leik- hópnum með einhverja leiklistar- menntun en fjögur í hópnum eru út- skrifuð úr leiklist frá Kvikmynda- skóla Íslands og hin útskrifuð af leiklistarbraut Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Kartöflugeymslurnar leikhúsið Leikritið verður sýnt í gömlu kart- öflugeymslunum í Ártúnsbrekku en Stúdentaleikhúsið hefur áður sýnt leikrit á þeim stað. „Þetta er mjög hrátt og skemmti- legt rými sem gefur aðeins öðruvísi andrúmsloft en venjulegt leikhús. Við fengum margar athugasemdir um að þetta væri svo náin sýning. Sviðið er ekki jafn langt í burtu og í leikhúsum. Rýmið gerir það að verkum að fólk tengdist verkinu betur,“ segir Andri. „Við breyttum þessu bara í lítið leik- húsrými og bjuggum til áhorf- endapalla með sætum.“ Leikrit til úr draumi Frábær Leikhópurinn er að mati Andra frábær en hann og Þórunn voru þegar með flest þeirra í huga þegar þau sköpuðu persónur fyrir leikritið.  Stúdentaleikhúsið sýnir Upplausn/Fyrirmyndarsjálf  Tíðarandinn endurspeglast að einhverju leyti í leikritinu Á óvart Þóranna Gunný og Andri Freyr semja og leikstýra verkinu. Hægt er að nálgast miða á sýning- una í gegnum netfang Stúdenta- félagsins, studentafelag@gmail- .com, en miðaverð er 1.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.