Morgunblaðið - 25.07.2019, Síða 68
68 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2019
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratug
a
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
AF LUNGA
Brynja Hjálmsdóttir
hjalmsdottir@gmail.com
Útsendari Morgunblaðsinslagði af stað frá Reykjavíkkl. 11 að morgni laugar-
dagsins 13. júlí. Við vorum þrjú full-
orðin og ein átta ára í úttroðnum
smábíl. Eftir tólf klukkustunda bíl-
ferð, með viðkomu við helstu kenni-
leiti Suðurlands sem þurfti að sjálf-
sögðu að frumsýna ungu dömunni,
rúlluðum við inn á Seyðisfjörð um
kl. 23.
Strax varð ljóst að bærinn var að
fikra sig í hátíðargírinn. Um göt-
urnar flögraði ungt fólk klætt að
listamannasið, ekki heimamenn fyr-
ir fimm aura. Tónlist ómaði frá veit-
ingahúsinu Kaffi Láru þar sem
fjöldi manns sat fyrir utan, spjallaði
og vökvaði sig. Þetta var eins konar
upphitun, brátt myndi aldeilis hitna
í kolunum.
Hvað er LungA?
LungA er vikulöng listahátíð sem
haldin er á Seyðisfirði í júlí ár hvert.
LungA er míkrókosmós, listrænt
fríríki frá raunheiminum, þar sem
allir fá tækifæri til að vera skapandi
á sínum eigin forsendum. Ekkert
hangir á spýtunni, hér er fólk ekki
til að græða, til að öðlast ódauðleika,
frægð og frama. Hér gefst einfald-
lega opið rými fyrir sköpun og til-
raunamennsku.
Það er svo mikið um að vera á
LungA að það er ofurlítið erfitt að
fullyrða hvað standi upp úr, hvað sé
„aðalatriðið“ á hátíðinni. Líklega
eru það þó listasmiðjurnar, sem eru
fimm daga námskeið leidd af lista-
mönnum úr ólíkum áttum. Að þessu
sinni voru smiðjurnar níu og þátt-
takendum stóð m.a. til boða að
leggja stunda á lagasmíðar, leiklist,
dans, myndlist og grafíska hönnun.
LungA dagskrársprengjan hefst
formlega á mánudegi. Dagskráin á
LungA er líklega einhver sú þétt-
asta og fjölbreyttasta af hátíðum
landsins, á einni viku er boðið upp á
danssýningar, uppistand, karókí,
fyrirlestra, leikhús, tónleika, mynd-
listarsýningar, dragsýningar, dans-
og jógatíma, partí, gjörninga og
lengi mætti áfram telja. Langflestir
dagskrárliðir eru ókeypis, að utan-
skildum lokatónleikunum, þannig að
hér má sannarlega fá yfirþyrmandi
magn af örvun fyrir öll möguleg
skynfæri án þess að borga krónu
með gati.
Húsið lék á reiðiskjálfi
Ég hóf mánudaginn á því að
mæta í danstíma og sprikla svolítið
fyrir komandi stuð. Síðdegis var svo
fyrirlestur í samkomuhúsinu Herðu-
breið, þar sem flestir viðburðir fara
„Listrænt fríríki frá raunheiminum“
fram. Þar steig á stokk Ólafur Stef-
ánsson, fyrrverandi handboltamað-
ur og núverandi spekingur og sögu-
maður. Þetta var afar óhefðbundinn
fyrirlestur, raunar minnti þetta
frekar á einleik, þar sem Ólafur fór
með söguna af Freyju og Brísinga-
meninu. Hann brá sér í allra kvik-
inda líki og túlkaði með leikrænum
tilburðum Freyju, Heimdall, Snorra
Sturluson o.fl. Stórfurðulegt og
stórskemmtilegt – #takkóli.
Um kvöldið var uppistand í
Herðubreið, þar sem tveir ungir
uppistandarar tróðu upp, þau Stef-
án Ingvar Vigfússon og Rebecca
Scott Lord. Kvöldinu lauk svo með
hinu árlega karókípartíi á Kaffi
Láru, sem var algjörlega makalaust
fjör að vanda, þar sem hátíðargestir
sungu úr sér lifur og lungu og döns-
uðu af slíkum krafti að húsið lék á
reiðiskjálfi.
Seinni part þriðjudags hélt hönn-
uðurinn Björn Steinar Blumenstein
fyrirlestur um þau verkefni sem
hann hefur unnið að undanfarið.
Björn leggur ríka áherslu á að nýta
og endurnýta auðlindir í hönnun
sinni og er baráttumaður fyrir
breyttum neysluvenjum á tímum
hamfarahlýnunar. Fyrirlesturinn
var afskaplega fróðlegur, Björn
Steinar er að vinna að spennandi
verkefnum og það er sannkallaður
innblástur að fylgjast með lista-
manni sem gerir engar málamiðl-
anir í tilraun sinni til að bæta þenn-
an gallaða heim.
Stórkostlegur gjörningur
Á þriðjudagskvöldi var blásið til
teknó-fiðlu-raves í Herðubreið.
Fiðlutvíeikið Geigen, sem saman-
stendur af Pétri Eggertssyni og
Gígju Jónsdóttur, sýndi þar listir
sínar. Þau léku á fiðlur sem tengdar
voru við tölvur og hljóðgervla, þann-
ig að úr varð taktfastur og dans-
vænn strengjahljóðheimur. Sal-
urinn, sem og flytjendurnir, voru
skreyttir með neonlitum og þegar
leikar tóku að æsast köstuðu flytj-
endur glóprikum og sjálflýsandi
fiðlubogum út í áhorfendaskarann.
Gestir gátu svo mundað bogana á
fiðlustrengjum sem strengdir voru
milli gólfs og lofts og tekið þannig
þátt í að móta hljóðheiminn. Stór-
kostlegur gjörningur og fagnaðar-
lætin voru gríðarleg.
Á miðvikudegi fór útsendari í
könnunarferð yfir heiðina til Egils-
staða, ásamt fríðu föruneyti. Þar
fórum við í sund, kíktum í búðir og
komum við í bakaríinu í Fellabæ
sem er alveg fyrsta flokks bakarí.
Eftir heilnæman kvöldverð héld-
um við á danssýninguna Mass
Confusion í Herðubreið. Sýninguna
sömdu Anderan Sigurgeirsson og
Sara Margrét Ragnarsdóttir og hún
var flutt af dansflokknum FWD
Youth Company. Mass Confusion
fjallar um sjálfsmynd ungs fólks á
öld samfélagsmiðla og þessu um-
fjöllunarefni voru gerð góð skil í
verkinu. Dansararnir tíu hreyfðu sig
stundum eins og ein heild, ein hjörð,
stundum skildu einstaklingar sig frá
heildinni með einhverjum hætti og
þá var hjörðin fljót að fylgja eftir
þannig að hreyfingarnar samlöguð-
ust á ný. Verkið var afar viðburða-
ríkt og fjölbreytt, gjarnan var feiki-
lega mikil orka og hraði á sviðinu en
inni á milli voru lágstemmdari kafl-
ar. Reglulega flott sýning.
Umhverfisvænni heimur
Eftir hressandi fimmtudagsjóga-
danstíma og góðan kvöldverð héld-
um við á fyrirlestur í Herðubreið
hjá Kristínu Völu Ragnarsdóttur
sem hafði titilinn „Hamfarahlýnun
og nauðsyn nýrrar hagfræðihugs-
unar“. Fyrirlesturinn var bæði fróð-
legur og uppörvandi, sem er merki-
legt miðað við alvarleika
viðfangsefnisins. Kristín lagði fram
nokkur heilræði um hvernig er með
virkum hætti hægt að stuðla að um-
hverfisvænni heimi. Tillögurnar
voru ekki einungis þessar venju-
legu, að minnka persónulega neyslu,
endurvinna o.s.frv., heldur benti
Kristín á margvíslegar aðgerðir og
þrýstihópa sem hægt er að leggja
lið. Auðvitað getur virst yfirþyrm-
andi að ætla að berjast við stórfyrir-
tæki og vistmorðingja heimsins einn
síns liðs en ef við sameinum krafta
okkar er líklegra að við náum ár-
angri.
Eftir fyrirlesturinn var heldur
betur skipt um gír en næst á dag-
skrá var dragsýning með drag-
drottningu Íslands, Gógó Starr.
Sýningin var þrælskemmtileg og
uppfull af dunandi popptónlist, gríni
og camp skemmtun. Margir lögðu
svo leið sína á barinn eftir dragsýn-
inguna. Þar var augljóst að bæst
hafði í hópinn. Eftir því sem líður á
vikuna kemur sífellt fleira fólk í bæ-
inn sem er komið til að skemmta
sér. Það er ákveðin rómantík sem
fylgir fyrri hluta vikunnar, þá eru
færri í bænum, meiri kjarni. Svo
fara partíþyrstir nærsveitungar og
Reykvíkingar að streyma í bæinn og
á fimmtudagskvöldið mátti sjá tjald-
svæðið tútna út smám saman, fullt
var út úr dyrum á öllum börum og
mikið fjör í fólki.
Geislaði af öryggi
Föstudagurinn var að þessu sinni
hápunktur hátíðarinnar. Lengi vel
hefur laugardagurinn verið aðal-
dagurinn, þar sem listasmiðjurnar
sýna afrakstur vikunnar yfir daginn
og svo eru tónleikar um kvöldið. Í
fyrra var ákveðið að hafa tónleika-
kvöldin tvö, bæði á föstudegi og
laugardegi, og í ár var enn önnur
breyting gerð sem var að hafa lista-
smiðjusýningarnar síðdegis á föstu-
degi. Útsendari verður að viður-
kenna að þetta var ofurlítið
endasleppara en að hafa sýning-
arnar á laugardegi, fólk neyddist til
að haska sér milli sýninga, áður en
það þurfti að skófla í sig kvöldmat
og flýta sér á tónleika. Fyrir vikið
var líka í rauninni engin dagskrá á
laugardeginum, fyrir utan tónleika
um kvöldið.
Síðdegis á föstudegi hóf ég leika á
að sjá dönsku tónlistarkonuna Söru
Flindt, sem gengur undir lista-
mannsnafninu ZAAR, í Bláu kirkj-
unni. Þrátt fyrir ungan aldur geisl-
aði Sara af öryggi og fagmennsku
og tónleikarnir voru afskaplega góð-
ir. Því næst skoðaði ég afrakstur
listasmiðjanna, þar sem úði og grúði
af áhugaverðum sýningum og gjörn-
ingum. Einnig voru listasýningar á
vegum starfandi myndlistarmanna á
sama tíma, þannig að það var sann-
arlega ofgnótt af list til að berja
augum þetta síðdegi.
Umbreytt í draumaveröld
Eftir kvöldmat var kominn tími til
að fara á tónleika. Tónleikasvæðið
er í Norðursíld, örlítið fyrir utan
bæinn. Þessu fábrotna plani við sjó-
inn er umbreytt í algjöra drauma-
veröld, smiðir vinna myrkranna á
milli við að smíða svið, skúlptúra og
aðrar byggingar, auk þess sem
svæðið er málað og skreytt með
ljósum, fánum og diskókúlum. Að
þessu sinni voru skreytingarnar á
svæðinu aðeins lágstemmdari en oft
áður, sennilega hefur veðrið spilað
inn í þar. Engu að síður var af-
skaplega hátíðlegt og pollagalla-
klæddir tónleikagestir skemmtu sér
undir tónum GDRN, Mammút,
Bríetar, Hatara, Kælunnar miklu og
Club Dub.
GDRN steig fyrst á svið og á eftir
henni fylgdu Mammút, sem fluttu
frábæra tónleika. Júróhetjurnar í
Hatara voru næstar á svið og allt
ætlaði um koll að keyra meðan þær
fluttu sitt andkapítalíska atriði. Það
sem stóð upp úr á kvöldinu var án
efa hin bandaríska Kelsey Lu, sem
bauð upp á seiðandi djassskotna
r’n’b tónlist. Það var magnað að
fylgjast með Kelsey á sviðinu, hún
var í glæsilegum búningi og röddin
full af tjáningu. Hún var með frá-
bæra spilara með sér, hljómborðs-
leikara og trommara sem sýndu
mikla meistaratakta. Fyrri hluta
tónleikanna virtust gestir ekki alveg
gera sér grein fyrir hvers konar
snilld væri að eiga sér stað á svið-
inu, enda orðið áliðið og margir bún-
ir að marinera skilningarvitin í
áfengum drykkjum. Ég segi ekki að
þetta hafi verið perlur fyrir svín, en
kannski perlur fyrir fólk sem hefði
mátt sýna meiri eftirtekt. Þegar leið
á virtist mannskapurinn samt átta
sig aðeins, tók að hlusta og fagna
þessu frábæra atriði. Það teygðist
svolítið á dagskránni þannig að tón-
leikarnir stóðu töluvert lengur inn í
nóttina en til stóð. Kvöldið var samt
sem áður afar vel heppnað og fólk
virtist skemmta sér konunglega.
Þokukennd stemning
Á laugardeginum var nokkuð
þokukennd stemning framan af,
þokan hékk ekki bara yfir firðinum
heldur líka yfir heilabúi gesta sem
höfðu slett ærlega úr klaufunum
daginn áður. Fólk virtist þó ná að
rétta úr kútnum og fjöldi manns var
mættur á tónleikasvæðið um kvöld-
ið. Indísveitin Bagdad Brothers hóf
leika og á eftir henni steig hinn
danski Goss á svið og flutti hressi-
legt popp. Næst kom ungi rapp-
arinn Yung Nigo Drippin. Það var
nokkur byrjendabragur á þeim tón-
leikum en þeir voru afar fjörugir og
fólk skemmti sér vel. Því næst steig
önnur dönsk hljómsveit á svið, Liss,
og Aron Can lokaði svo kvöldinu
með glæsibrag.
Þar sem það rigndi eldi og
brennisteini var lokahófið, sem til
stóð að væri haldið á tónleikasvæð-
inu, flutt inn í Herðubreið. Þar
stýrðu plötusnúðarnir DJ Domina-
tricks, upsammy og Bjarki æsilegu
danspartíi sem stóð fram undir
morgun.
Fjörðurinn alltaf jafn
kynngimagnaður
Að vanda var vikan frábær. Við-
burðirnir voru fjölbreyttir og
skemmtilegir, pitsan á Skaftfelli er
alltaf jafn ljúffeng og fjörðurinn allt-
af jafn kynngimagnaður. Veðrið var
til allrar óhamingju ekki eins og
best verður á kosið, rigning, þoka og
kuldi nánast alla vikuna. Það er víst
ekki hægt að halda því fram að há-
tíðargestir hafi engan bilbug látið á
sér finna, sér í lagi voru tjaldbúar
ansi bilbugaðir. Reiknist mér rétt til
er þetta sjötta skiptið sem ég mæti
á hátíðina og það hefur ekki alltaf
verið tóm veðursæld, oft hefur veðr-
ið verið köflótt, sumir dagar góðir
og aðrir verri. Þetta er alversta
verður sem ég hef upplifað á hátíð-
inni og ég saknaði vissulega þeirra
töfrastunda sem geta skapast þegar
fólk hefur færi á að hanga úti,
spjalla og njóta. Þrátt fyrir vætu-
tíðina geislaði hátíðin enda fær því
ekkert breytt að lungun sitja sem
fastast sitt hvorum megin við
hjartastað.
Hátíð „Hér gefst einfaldlega opið rými fyrir sköpun og tilraunamennsku,“ skrifar útsendarinn um LungaA-hátíðina þar sem boðið var upp á fjölda atriða.
Ljósmynd/Juliette Rowland