Morgunblaðið - 26.07.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.07.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2019 MANDUCA BURÐARPOKINN Manduca burðarpokinn er hannaður með það markmið að leiðarljósi að barn geti viðhaldið M-stellingu fóta og mjaðma. Nýbýlavegi 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is Verðsprengja – allt á 500 -3000 kr. ÚTSÖLUSPRENGJA! Yfirborðssjávarhiti í Nauthólsvík mældist í fyrradag 15,7 gráður. Er það hæsti hiti sem mælst hefur í sjónum við Nauthólsvík í að minnsta kosti tvö ár að sögn Óttars Hrafnkelssonar, deildarstjóra Yl- strandarinnar í Nauthólsvík. Hann segir óvenjulegt að sjávarhitinn nái upp í fimmtán gráður og að líklega séu nokkur ár síðan það gerðist síð- ast. Hann segir þó að tímabilið vari yfirleitt stutt og býst við að sjórinn fari að kólna strax í byrjun ágúst þegar sól fer að lækka á lofti. Að sögn Óttars hefur heita vatnið sem rennur út í sjóinn á svæðinu nær engin áhrif á hitastigið í vatn- inu og líkir því við dropa í hafið. „Þetta sveiflast algjörlega eftir veðurfarinu og þegar það er svona mikil sól þá hitar sólin yfirborðið mjög mikið,“ segir hann en bendir á að sjórinn sé mældur á yfirborðinu á aðeins um tuttugu sentimetra dýpi. „En 15,7 gráður er mjög hlýtt á okkar mælikvarða og flestum finnst fínt að svamla í þessum hita,“ segir Óttar sem staðfestir að traffík hafi verið mikil á Ylströndina í sumar vegna blíðviðris. „Um leið og sólin kemur þá kemur fólkið.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Sjávarhitinn 15,7 gráður Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Launakostnaður Landsbankans nam tæpum 7,4 milljörðum króna á fyrri árshelmingi. Dróst hann saman um 2% frá fyrra ári þegar hann nam ríf- lega 7,5 milljörðum króna. Skýrist það einkum af fækkun ársverka. Þannig nam fjöldi ársverka í lok tímabilsins 903 en í lok júní 2018 var fjöldi ársverka 955. Nemur sam- drátturinn þar á milli 5,4%. Á sama tíma og launakostnaður lækkaði jókst annar rekstrarkostn- aður bankans. Nam hann 4,9 millj- örðum króna, samanborið við 4,6 milljarða á sama tímabili 2018. Þrátt fyrir hækkandi rekstrarkostnað fer kostnaðarhlutfall bankans lækk- andi, en það er hlutfallið milli rekstrargjalda bankans og hreinna rekstrar- tekna að frá- dregnum virðis- breytingum útlána. Þannig stóð hlutfallið í 44,5% á fyrri árshelmingi 2018 en var komið niður í 40,4% í lok júní síðast- liðins. Hreinar vaxtatekjur bankans námu á fyrstu sex mánuðum ársins 20,5 milljörðum króna og hækkuðu um 5% frá samanburðartímabilinu í fyrra. Hreinar þjónustutekjur námu 4,1 milljarði og jukust um 200 millj- ónir milli ára. Virðisrýrnun útlána var hins vegar 2,4 milljarðar en við- breytingar höfðu verið jákvæðar sem nam 1,7 milljörðum á fyrri árs- helmingi 2018. Vaxtamunurinn minnkar Vaxtamunur eigna og skulda hef- ur dregist talsvert saman milli ára og stóð í 2,4% miðað við 2,7% á fyrri árs- helmingi í fyrra. Útlán jukust á tíma- bilinu og eru 6,2% meiri nú en um áramótin síðustu. Nemur aukningin 66 milljörðum á tímabilinu, bæði til einstaklinga og fyrirtækja. Innlán jukust um 5 milljarða á sama tíma. Eigið fé bankans um mitt ár stóð í 240,6 milljörðum króna og hefur lækkað um 0,4% frá áramótum. Eig- infjárhlutfall bankans stóð í 23,7% en var 24,1% um mitt ár í fyrra. Lág- marks eiginfjárkröfur FME gagn- vart bankanum eru hins vegar 21%. Heildareignir bankans námu 1.403 milljörðum króna nú í lok júní. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri segir uppgjör bankans gott og að tekjur hafi reynst hærri og kostnaður lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Aðhald í rekstri bankans á stóran þátt í að rekstrarkostnaður bankans stendur í stað á milli tímabila. Einnig hefur skilvirkni aukist með hagnýtingu á stafrænni tækni og nýjungar í þjón- ustu hafa fengið góðar viðtökur hjá viðskiptavinum,“ er haft eftir Lilju Björk í tilkynningu frá bankanum. Launakostnaður bankans minnkar  Landsbankinn skilar 11,1 milljarðs hagnaði á fyrri árshelmingi  Vanskilahlutfallið eykst talsvert Morgunblaðið/RAX Framkvæmdir Unnið er að nýjum höfuðstöðvum bankans við Hörpu. Lilja Björk Einarsdóttir Félag atvinnurekenda (FA) hefur sent Samkeppniseftirlitinu (SE) erindi og farið fram á að eftirlitið taki til skoðunar bæði háttsemi afurðastöðva, sem leitt hefur til fyrirsjáanlegs skorts á lambahryggjum í verslunum, og við- brögð stjórnvalda við fyrirsjáanlegum skorti. Í erindi FA til SE er bent á að yfirvofandi skortur eigi ekki rætur sínar að rekja til óvenjumikillar neyslu landsmanna á lambakjöti eða framleiðslubrests, heldur til stórtæks útflutn- ings afurðastöðva á lambakjöti til útlanda á verði sem er mun lægra en ís- lenskum verslunum stendur til boða. „Slíkur útflutningur hefur því skapað skort á lambakjöti sem hefur leitt til hækkunar á verði á lambakjöti í inn- lendum verslunum, neytendum til tjóns,“ segir félagið. Háttsemi afurðastöðva verði skoðuð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.