Morgunblaðið - 26.07.2019, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2019
Við gyllinæð
og annarri ertingu og
óþægindum í endaþarmi
Krem
Þríþætt verkun - verndar, gefur raka og græðir
Byggir á náttúrulegum innihaldsefnum
Inniheldur ekki stera
Hreinsifroða
Froðan hreinsar, róar og frískar óþægindasvæðið
Byggir á náttúrulegum innihaldsefnum
Fyrir hámarksárangur er mælt með notkun á Procto-ezeTM Hreinsi áður en Procto-ezeTM Krem er notað.
Fæst í næsta apóteki.
»Söngvaskáldið Svav-
ar Knútur gladdi við-
stadda með tali og tón-
um á tónleikum sínum í
Norræna húsinu fyrr í
vikunni. Svavar Knútur
hefur getið sér gott orð
fyrir bæði frumsamda
tónlist og nálgun sína á
sígild íslensk sönglög.
Einlægni og hlýja ráða
ríkjum í tónlist hans.
Söngvaskáldið Svavar Knútur í Norræna húsinu
Morgunblaðið/Hari
Fjölmenni Húsfyllir var í aðalsal Norræna hússins á tónleikunum og skein einbeitnin út úr hverju andliti.
Hlátrasköll Svavar Knútur er launfyndinn sagnamaður sem kann að gleðja áheyrendur sína.
Hlýja Nærvera Svavars Knúts einkennist af einlægni og hlýju.
Bandaríski rapparinn ASAP Rocky
hefur ásamt tveimur starfsmönnum
sínum verið ákærður fyrir alvar-
lega líkamsárás sem framin var í
Stokkhólmi 30. júní. ASAP Rocky,
sem heitir réttu nafni Rakim
Mayers, kom til Svíþjóðar í júní á
tónleikaferðalagi
sínu um Evrópu
og var handtek-
inn 2. júlí eftir að
TMZ birti á vefn-
um upptökur þar
sem ASAP Rocky
sést kasta ungum
manni í götuna,
kýla og sparka.
ASAP Rocky
deildi í framhald-
inu eigin myndefni til að sanna að
honum hefði staðið ógn af unga
manninum sem elt hefði hann á
röndum og því verið um sjálfsvörn
að ræða. ASAP Rocky hefur, ásamt
mönnunum tveimur, setið í gæslu-
varðhaldi í Kronoberg-fangelsinu
frá 5. júlí og verða þeir þar allir
fram að réttarhöldunum sem fram
fara 30. júlí.
Athygli vakti þegar Donald
Trump forseti Bandaríkjanna tísti
um málið fyrir nokkrum dögum.
Þar upplýsti hann að hann hefði
rætt málið við Stefan Löfven, for-
sætisráðherra Svíþjóðar, og boðist
til þess að greiða trygginguna fyrir
ASAP Rocky, en eins og fram kem-
ur í frétt SVT er slíkt ekki hægt í
sænska réttarkerfinu, sem er öðru-
vísi uppbyggt en það bandaríska.
„Árásarmennirnir notuðu flösku
sem barefli, lömdu og spörkuðu í
liggjandi mann. Þeir segja að um
sjálfsvörn hafi verið að ræða, en
þarna er klárt brot á ferðinni,“ seg-
ir Daniel Suneson saksóknari í sam-
tali við SVT. Fyrr í vikunni ákvað
hann að vísa frá kæru lífvarðar
ASAP Rocky á hendur þoland-
anum. „Ástæðan er sú að ég hef séð
upptökur, sem ekki hafa komið fyr-
ir almenningssjónir, sem sýna
nokkuð aðra atburðarás en þá sem
fyrri upptökur á netinu gáfu til
kynna,“ segir Suneson og vísar þar
til upptöku úr eftirlitsmyndavél
veitingastaðar í nágrenni við árás-
arstaðinn. Á blaðamannafundi
sagði Slobodan Jovicic, verjandi
ASAP Rocky, umbjóðanda sinn
vera vonsvikinn yfir stöðu mála og
að ákæruvaldið tæki ekki tillit til
hans hliðar. „Hann telur sig vera
saklausan,“ sagði Jovicic. Brotin
sem ákært er fyrir varða allt að
tveggja ára fangelsi í Svíþjóð.
ASAP Rocky ákærð-
ur fyrir líkamsárás
Réttarhöldin fara fram 30. júlí
ASAP Rocky
Enski rithöfundurinnQuentin Bates hefur fet-að í fótspor DesmondsBagleys og skrifað
spennusögur sem gerast á Íslandi.
Á hálum ís er önnur bók hans sem
kemur út á íslensku og verður ekki
annað sagt en honum hafi tekist vel
upp.
Dollaramyndirnar koma einna
helst upp í hugann eftir lestur bók-
arinnar. Þótt efnið sé grafalvarlegt
og afbrotin grimm er ákveðin
glettni til staðar. Quentin Bates,
sem þekkir vel til á Íslandi, hefur
enda látið hafa eftir sér að hann
setji markvisst
brandara í
hverja bók og
hafi gaman af
orðaleikjum sem
bara Íslendingar
skilji.
Að sumu leyti
er Á hálum ís
formúlubók;
glæpamenn á
flótta undan
armi réttvísinnar. Gunnhildur
Gísladóttir rannsóknarlögreglu-
maður er sem fyrr í aðalhlutverki
réttvísinnar, annars vegar vegna
starfs síns og hins vegar vegna
fjölskyldumála. Glæpamennirnir
skiptast í þrjá hópa; Alla í Horn-
búðinni og hans fylgjendur, Graf-
arana og síðast en ekki síst Össur
Óskarsson, sem situr óvænt uppi
með Magna Klemens Sighvatsson,
saklausan rum, sem er tilbúinn að
taka að sér viðvik á gráu svæði fyr-
ir peninga, og mæðgurnar Ernu og
Tinnu Lind.
Sagan snýst fyrst og fremst um
samskipti síðastnefndu fjórmenn-
inganna eftir að rán karlanna fer
ekki eins og að var stefnt. Mæðg-
urnar blandast óvænt í málið og
eiga síðan stóran hlut að máli í
hraðri atburðarás, þar sem lög-
reglan er lengi alltaf skrefi á eftir
afbrotafólkinu.
Lýsingar á fjórmenningunum eru
skemmtilegar og höfundi hefur tek-
ist að búa til persónur sem eiga í
raun ekkert sameiginlegt og hugsa
fyrst og fremst um eigin skinn en
leika leikinn eins og þær hafi aldrei
gert annað. Ótrúleg blanda, sem að
sumu leyti virðist vera óaðskilj-
anleg að hluta en þrífst engu að
síður engan veginn í sköpuðu um-
hverfinu.
Spennan er mikil og atburða-
rásin hröð. Breyskleikinn á sér
engin takmörk og þegar öllu er á
botninn hvolft virðist ekki vera
mikill munur á milli góðs og ills.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Rithöfundur Quentin Bates.
Á flótta undan
armi réttvísinnar
Spennusaga
Á hálum ís bbbbn
Eftir Quentin Bates.
Jón Þ. Þór íslenskaði.
Ugla 2019. Kilja, 336 bls.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR