Morgunblaðið - 26.07.2019, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2019
Z-brautir &
gluggatjöld
Opið mán.-fös. 10-18 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is |
Mælum, sérsmíðum og setjum upp
Úrval - gæði - þjónusta
Falleg gluggatjöld
fyrir falleg heimili
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Systkinin Lilja María og Mikael
Máni Ásmundsbörn hafa bæði helg-
að sig tónlist, þó á ólíkum sviðum.
Lilja hefur í tónsmíðum sínum ein-
blínt á sígilda samtímatónlist og hef-
ur nýverið lokið meistaraprófi á því
sviði frá City University of London.
Mikael lauk í fyrra námi við Con-
servatorium van Amsterdam, sem er
einn virtasti djasstónlistarskóli
heims. Systkinin taka nú höndum
saman og halda í tónleikaferðalag
um landið. Þar spila þau eigið verk í
fjórtán þáttum.
„Við vildum finna leið til þess að
láta þessa heima, djassinn og sígildu
samtímatónlistina, mætast svo við
bjuggum til sögu í þjóðsagnastíl til
þess að hafa einhvern sameiginlegan
efnivið að vinna út frá,“ segir Lilja
og bætir við: „Sagan er í raun og
veru í aukahlutverki. Hún er bara
leið til þess að búa til einhverja
framvindu og andrúmsloft sem við
getum bæði unnið út frá.“
Áhrif frá Sigur Rós og Debussy
Mikael segir tónlist þeirra vera
tilraunakennda og blanda saman
samtímaklassík og djassi. „Auk þess
vefst aðeins inn í verkið tónlist sem
við Lilja ólumst upp við. Við erum
auðvitað systkini og ólumst upp við
sömu tónlist. Við höfum bæði hlust-
að mikið á Sigur Rós og Debussy til
dæmis. Ég held það megi greina það
í verkinu ef maður er með mjög opin
eyru fyrir því,“ segir hann.
Í verkinu spilar Mikael á rafgítar
og spiladós og syngur en Lilja spilar
á píanó, fiðlu og syngur og stýrir auk
þess rafi sem hún segir blandast
saman við hljóðheim hljóðfæranna.
Verkið skiptist í fjórtán hluta og það
er misjafnt hvaða hljóðfæri koma við
sögu hverju sinni. „Það fylgir svolít-
ið dýnamíkinni í verkinu sjálfu,“
skýrir Mikael.
Samstarfið gengið vel
„Hugmyndin kviknaði þegar ég
var að klára meistaraverkefnið mitt í
ágúst í fyrra því þá vorum við að
vinna svolítið saman. En við byrj-
uðum ekkert að vinna í verkefninu
fyrr en við hittumst á Íslandi um síð-
ustu jól,“ segir Lilja en þau systk-
inin hafa mikið dvalið erlendis.
Mikael segir þau hafa unnið að
verkinu jafnt og þétt síðan. „Ég hef
verið að senda Lilju búta af mínum
lögum og hún á móti af sínum og svo
fórum við að setja saman. Síðan hitt-
umst við á Íslandi í viku í apríl og
unnum saman áfram. Svo höfum við
verið í stífu æfingaferli frá því í lok
júní. Það er búið að vera ótrúlega
gaman,“ segir Mikael og Lilja tekur
undir: „Það hefur gengið rosalega
vel.“
Lilja segir samstarf þeirra systk-
ina hafa hafist þegar hún vann að
meistaraverkefni sínu. „Við höfum
hingað til verið hvort á sínu sviðinu.
Þetta var kjörið tækifæri til þess að
reyna að finna sameiginlegan út-
gangspunkt,“ segir hún.
„Náum rosalega vel saman“
„Ég held að við höfum kannski
ekki verið nógu hugrökk áður til
þess að gera akkúrat þetta því við
komum frá svo ólíkum heimum inn-
an tónlistarinnar,“ bætir Mikael við.
„Við höfum lengi viljað vinna saman
því við náum rosalega vel saman
persónulega og höfum sömu mark-
mið, vinnum á svipaðan hátt og tón-
listin er líf okkar,“ segir hann.
Fyrstu tónleikar hinna samrýndu
systkina, Lilju og Mikaels, verða í
Ólafsfjarðarkirkju á morgun, laug-
ardaginn 27. júlí, en síðan verður
ferðast um Norðurland og spilað í
Alþýðuhúsinu á Siglufirði 30. júlí, í
Akureyrarkirkju 31. júlí og Reykja-
hlíðarkirkju á Mývatni 1. ágúst.
Lokatónleikarnir verða í Mengi í
Reykjavík hinn 9. ágúst.
Spurður hvort það verði framhald
á verkinu segir Mikael: „Þetta er bú-
ið að vera ótrúlega gaman og við vilj-
um halda áfram. Okkur finnst báð-
um best að vinna á mjög opinn hátt
og sjá hvert það leiðir okkur. Ég
held að við munum sjá eftir tón-
leikana hvað næsta skref verður en
það er alveg bókað að það verður
eitthvert næsta skref.“
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Samrýnd „Okkur finnst báðum best að vinna á mjög opinn hátt og sjá hvert það leiðir okkur,“ segir Mikael um
samstarfið við systur sína Lilju. Þau halda í tónleikaferðalag um landið þar sem þau flytja frumsamið verk.
„Tónlistin er líf okkar“
Lilja María og Mikael Máni Ásmundsbörn taka höndum saman Flytja frum-
samið tónverk á ferðalagi Tilraunakennd blanda af samtímaklassík og djassi
Skoska myndlistarkonan Sam Ains-
ley opnar í dag, föstudag, kl. 18
sýninguna Alternating Currents í
Grafíksalnum Tryggvagötu 17,
hafnarmegin.
Ainsley er þekkt listakona og
sýningarstjóri, hefur sýnt víða um
lönd og eru verk eftir hana í virtum
lista- og einkasöfnum víða. Hún
hefur tekið þátt í ýmiskonar frum-
kvöðlastarfsemi á sviði myndlistar í
Skotlandi og á alþjóðlegum vett-
vangi. Hún kenndi í aldarfjórðung
við Glasgow School of Art og stýrði
þar MFA-náminu um skeið og námu
nokkrir íslenskir myndlistarmenn
þá hjá henni.
Á sýningunni eru ný verk eftir
Ainsley, þar á meðal hið 35 fer-
metra „Red Curtain for Iceland“ á
tveimur veggjum en á það eru
prentaðar myndir af ímynduðum
loftstraumum Íslands og öðrum
veðurmynstrum. Á annan vegg hef-
ur Ainsley skapað stóra teikningu
sem sýnir raunveruleg og ímynduð
tengsl landslags á Íslandi og í Skot-
landi. Þá sýnir hún ný grafíkverk.
Listakonan Sam Ainsley er í hópi þekktustu listamanna Skota.
Verk um íslenska loft-
strauma og landslag
Sam Ainsley sýnir í Grafíksalnum
Í sýningarrýminu Midpunkt í
Hamraborg í Kópavogi vinnur nú
fransk-íslenskt listateymi, Camille
Lacroix og Ari Allansson, í fyrstu
vinustofudvölinni sem Midpunkt
býður upp á. Camille er frönsk
hljóðlistakona og leikmyndahönn-
uður og Ari íslenskur kvikmynda-
gerðarmaður en þau búa og starfa í
París. Í Midpunkt starfrækja þau
nú Hina íslensku geimferðastofnun
og svonefnt Space Lab og vilja
„bæta fimmtu áttinni við – beint
upp og út í geim“. Rannsóknar-
vinnan fer að mestu fram fyrir lukt-
um dyrum en áhugasömum gefst þó
í dag, döstudag, kl. 13 til 15, tæki-
færi til að koma og kynna sér
hvernig henni miðar.
Space Lab Listamennirnir rannsaka eld-
flaugavísindi og geimferðir í myndverkum.
Geimferðastofnun
í Midpunkt
Nokkrum dögum
eftir að átta
myndlistarmann-
anna 75 sem eiga
verk á hinum
vinsæla tvíæringi
Whitney-safnsins
í New York
kröfðust þess að
verk þeirra yrðu
tekin af sýning-
unni segði Warr-
en Kanders, varaformaður stjórn-
arinnar, ekki af sér hefur hann
látið undan sívaxandi þrýstingi og
farið að þeirri ósk. Fyrirtæki Kand-
ers framleiðir táragas sem hefur
meðal annars verið beitt á ólöglega
innflytjendur í Bandaríkjunum og
hafa listamenn verið ósáttir við að
sýna í safni sem tengist slíku. Þá
hafa margir starfsmenn safnsins
einnig krafist afsagnar Kanders.
Táragasframleið-
andinn segir af sér
Frá Whitney-
tvíæringnum í ár.