Morgunblaðið - 26.07.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.07.2019, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2019 Laugardalur Börn og fullorðnir nutu veðurblíðunnar í Grasagarði Reykjavíkur í gær. Þar er kærkomin vin í ys og þys borgarinnar og óvíða betra að vera þegar veðrið leikur við mann. Arnþór Birkisson Allir sem lásu það sem Boris Johnson skrifaði sem fréttarit- ari The Daily Tele- graph í Brussel í upp- hafi tíunda áratugarins sáu að þar fór maður sem hafði gaman af því að gera gys að Evr- ópusambandinu og ýta undir tortryggni í þess garð. Hann tíundaði til dæmis að Brussel-menn vildu staðla líkkistur, lykt af húsdýraáburði og krefjast þess að sjómenn bæru hárnet við fiskveiðar. Hann varaði við yfirþjóð- legu valdi með spám um skyldu til að bera evrópsk nafnskírteini og að Frakkar, Þjóðverjar og Hollend- ingar yrðu kjörnir í neðri deild breska þingsins. Hann er ekki hættur að segja sög- ur af ESB. Á húsþingi með íhalds- mönnum á dögunum beygði hann sig við ræðupúltið og lyfti reyktri síld í lofttæmdum umbúðum. Þar mætti sjá dæmi um kostnað sem skriffinnar í Brussel legðu á síld- arkaupmann frá eyjunni Mön. Hverjum svona pakka yrði svo að fylgja – og hann beygði sig aftur við ræðupúltið – „svona plastik- klakapoki! Tilgangslaus, dýr, skað- vænn fyrir umhverfið, heilsu og ör- yggi“. Áheyrendur hlógu eins og venju- lega þegar Johnson fer á kostum. Þegar sýnt var frá atvikinu í BBC skóf fréttamaðurinn ekki utan af því heldur sagði Johnson hafa logið hressilega á fundinum. Klakapokinn sem vakti mesta hneykslun átti ekkert skylt við ESB heldur gerðu bresk heilbrigð- isyfirvöld ein og óstudd kröfu um hann. Í fjöl- miðlum var síðan spurt: Skiptir máli hvort forsætisráðherra Bretlands fari frjáls- lega með sannleikann? Herhvöt til íhaldsmanna Þegar Boris Johnson gerði grín að ESB sem fréttaritari í Brussel og ýtti undir fordóma margra í Íhaldsflokknum í garð sambandsins er ólíklegt að honum hafi til hugar komið að bresk brexit- bylgja mundi 30 árum síðar fleyta honum í forsætisráðherrastólinn. Einmitt það hefur nú gerst. Þegar úrslitin innan Íhaldsflokksins lágu fyrir að morgni þriðjudags 23. júlí flutti Johnson leiðtogaræðu. Hann vék að flokknum og 200 ára sögu hans. Íhaldsmenn hefðu alltaf skynjað best mannlegt eðli og hvernig best væri að skapa jafnvægi milli ólíkra eðlishvata (e. instincts). Hvað eftir annað hefði þjóðin náð markmiði sínu með styrk Íhalds- flokksins, eignast eigin heimili, fengið svigrúm til að afla og verja eigin fjármunum og til að skapa eig- in fjölskyldu hæfilegt skjól. Ávallt hefði flokkurinn komið til móts við sannar og göfugar eðilshvatir. Sama mætti segja um eðlishvöt- ina til að deila með öðrum og veita öllum jöfn tækifæri í lífinu. Og til að gæta þeirra fátækustu og mest þurfandi og til að stuðla almennt að góðu samfélagi. Undanfarin 200 ár hefðu íhaldsmenn haft mestan skiln- ing á því hvernig ætti að höfða til þessara eðlishvata og stilla þær saman á þann veg að þær yrðu allri þjóðinni til heilla. Boris Johnson sagði að nú á þessu sögulega augnabliki kæmi enn í hlut íhaldsmanna að finna jafnvægi milli tveggja ólíkra tilfinninga. Annars vegar vildu Bretar eiga náin og góð viðskipti og öflugt samstarf í örygg- is- og varnarmálum við evrópskar samstarfsþjóðir sínar en hins vegar vildu þeir njóta lýðræðislegrar sjálfsstjórnar í eigin landi. Í báðum tilvikum væri um djúpar og heitar tilfinningar að ræða. Vissulega mætti taka undir með þeim sem teldu þessi sjónarmið ósættanleg og verkefnið óvinnandi. Hann sagðist hins vegar sannfærður um að sér og flokknum tækist að finna viðunandi lausn. Í leiðtogakjörinu hefði hann bar- ist undir kjörorði um að framkvæma brexit, það er úrsögn Breta úr ESB, sameina þjóðina og sigra Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamanna- flokksins. Þá ætlaði að hann að blása nýjum krafti í þjóðlífið. Brexit yrði í síðasta lagi 31. október 2019. Öll tækifæri sem úrsögninni fylgdu yrðu nýtt til fulls af eldmóði og sjálfstrausti. Þjóðin yrði eins og risi sem rís af dvala og hristir af sér hlekki eigin vanmáttarkenndar og neikvæðni með betri menntun, betri innviðum, fleiri lögreglumönnum, frábærum ljósleiðara sem tengist hverju heimili. Herhvöt til þingsins Boris Johnson forsætisráðherra flutti þjóðinni fyrsta ávarp sitt í Downing-stræti síðdegis miðviku- daginn 24. júlí. Staðið yrði við síend- urtekin loforð þingsins við þjóðina og horfið úr ESB 31. október, hvað sem tautar og raular. Í stefnuræðu í neðri deild breska þingsins að morgni fimmtudags 25. júlí sagði nýi forsætisráðherrann að hann og allir ráðherrar hans hefðu skuldbundið sig til að tryggja að Bretar færu úr ESB 31. október. Gerðist það ekki yrði breska stjórn- málakerfið fyrir gífurlegu áfalli vegna trúnaðarbrests. Hann sagðist helst kjósa að segja skilið við ESB með samningi. Enn mætti ná því marki og hann ætlaði að leggja sig allan fram í því skyni. Þingið hefði þrisvar sinnum hafnað skilnaðarsamningi forvera síns. Engin þjóð sem mæti eigið sjálf- stæði og sjálfsvirðingu samþykkti samning sem svipti hana efnahags- legu sjálfstæði og sjálfstjórn. Eng- inn samningur næðist án þess að varnaglaákvæðið vegna landamæra á Írlandi yrði fjarlægt. Landamæra- málið ætti að vera hluti framtíðar- samninga um tengsl Bretlands og ESB. Án samnings yrðu Bretar að sjálf- sögðu að segja skilið við ESB án samnings. Næstu 98 daga yrði að beita ofurafli til að búa þannig um hnúta að brottför án samnings rask- aði þjóðlífinu eins lítið og verða mætti. Þetta snerist ekki aðeins um tæknilega þætti heldur um að skýra efnahagsstefnu sem tryggði sam- keppnishæfni og framleiðni breskra fyrirtækja þegar þau losna undan ESB-reglum. Ný ríkisstjórn Boris Johnson stokkaði ekki upp í ríkisstjórn eigin flokks heldur hreinsaði út 17 ráðherra. Hann myndaði nýja ríkisstjórn. Með hreinsuninni styrkti hann ekki stöðu sína innan þingflokks íhaldsmanna. Hann eignaðist öflugan hóp óvin- veittra þingmanna. Johnson glímir við sama vanda og Theresa May. Hann skortir meiri- hluta í neðri deild breska þingsins. Þingmenn vilja ekki úr ESB án samnings. Þeir hafa ályktað í þá veru oftar en einu sinni. Michael Gove er áfram ráðherra. Þeir Johnson börðust hlið við hlið fyrir brexit en síðan rofnaði pólitískt bandalag þeirra. Gove undirbýr nú úrsögn úr ESB án samnings. Við hlið sína hafa Johnson og Gove nú Dominic Cummings, heilann á bak- við sigur útgöngusinna þvert á allar spár í brexit-atkvæðagreiðslunni ár- ið 2016. Snúi Boris Johnson málum sér í vil á 98 dögum og leiði Breta úr ESB bregst pólitíska náðargáfan honum ekki. Hann hefur lagt allt undir í þágu brexit. Þunginn sem hann leggur á brexit án samnings kann að breyta afstöðu Brussel-manna. Liðsskipan ráðherra og ráðgjafa gefur til kynna að kosningar séu í kortunum. Það er öflugasta vopnið til að hreyfa við þingmönnum. Eftir Björn Bjarnason » Snúi Boris Johnson málum sér í vil á 98 dögum og leiði Breta úr ESB bregst pólitíska náðargáfan honum ekki. Björn Bjarnason Höfundur er fv. ráðherra. Boris á brexit-bylgjunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.