Morgunblaðið - 26.07.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.07.2019, Blaðsíða 12
BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, er ánægður með nýútgefið uppgjör fyrirtækisins fyrir annan ársfjórðung 2019. Í samtali við Morgunblaðið sagði Árni að félagið væri að sýna 10% tekjuvöxt á milli ára, ef annar árs- fjórðungur er borinn saman við sama tímabil í fyrra, og 11% tekju- vöxtur væri á fyrstu sex mánuðunum í ár miðað við sama tímabil í fyrra. Tekjur Marels námu 326,5 milljón- um evra á öðrum ársfjórðungi miðað við 296,7 milljónir evra á sama árs- fjórðungi í fyrra og þá nam hagn- aðurinn 34,3 milljónum evra á sama tímabili en 29,5 milljónum evra í fyrra. Árni Oddur var einnig ánægð- ur með mótteknar pantanir sem námu 311,2 milljónum evra en 291,1 milljón í fyrra. „Árið hefur verið sterkt í pöntun- um, með kröftugri byrjun á árinu og annar fjórðungur þessa árs er þriðji hæsti ársfjórðungur í sögu Marels í mótteknum pöntunum,“ segir Árni Oddur en þær minnkuðu þó um tæp 4% frá fyrsta fjórðungi þessa árs. Þar spilar inn í umrót á vettvangi al- þjóðastjórnmála, m.a. viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína. Aftur á móti jukust pantanir fyrir stærri verkefni í Asíu og Kína auk þess sem vöxtur er í endurnýjunar- og viðhaldsverk- efnum Marels í Evrópu og N-Am- eríku. „En það eru líka hindranir á öðr- um stöðum hvað varðar frjálst flæði landbúnaðarvara. Við það bætist svínaflensan sem var umfangsmeiri núna en nokkurn tímann áður í Kína sem gerir það að verkum að yfir 20% af búpeningnum hafa glatast. Á móti hefur þörfin fyrir lausnir Marels sem tryggja matvælaöryggi og rekj- anleika aldrei verið meiri. Við þurf- um öll að borða og hafa jafnvægi í mataræði okkar; sambland af græn- meti, prótíni og fleiri fæðuflokkum. En þegar innflutningurinn stöðvast til Kína þarf Kína að framleiða sjálft. Þannig að það hefur verið töluvert mikið að gera í kjúklingaiðnaðinum í Kína. Þar hefur uppbygging verk- smiðja unnið örlítið á móti veikari mörkuðum í Evrópu og Bandaríkj- unum,“ segir Árni Oddur. „Við höfum byggt upp gríðarlega sterkt net bæði í Norður-Ameríku og í Suður-Ameríku sem er mat- vælakista heimsins. Nú erum við einnig að byggja okkur upp skipu- lega í Asíu og Kína og höfum verið að vinna jöfnum höndum að hjálpa heimsálfu eftir heimsálfu að jafna framboð og eftirspurn eftir matvæl- um, og gera matvælaframleiðslu sjálfbærari,“ segir Árni Oddur sem nefnir einnig að góður gangur sé í að samnýta tækni Marels á milli iðnaða; kjúklings, kjöts og fisks, m.a. með SensorX-röntgentækni. Pantanabók Marels lækkar á milli ársfjórðunga og nemur nú 459,4 milljónum evra, miðað við 474,7 milljónir við lok síðasta ársfjórð- ungs, og 523,2 milljónir evra við lok annars ársfjórðungs árið 2018. Það segir Árni vera eðlilega þróun. „Við höfum verið að vaxa að með- altali með innri vexti um 6% á ári, síðustu 20 árin. Þetta hefur alltaf gerst í svona sveiflum. Pantanir juk- ust um 13% á milli ára árið 2017, við það hækkar pantanabókin. Fyrstu tveir ársfjórðungarnir á þessu ári hafa verið sterkir og mótteknar pantanir almennt góðar. Nú erum við að afhenda mikið af stórum kerf- um sem eru á leiðinni til viðskipta- vina, sem leiðir til þessa mikla tekju- vaxtar milli ára og lækkunar á pantanabók,“ segir Árni Oddur. Þörfin aldrei verið meiri Ljósmynd/Sveinbjörn Úlfarsson Matvæli Tekjur Marels uxu um 10% á milli ára á öðrum ársfjórðungi.  Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, kveðst ánægður með uppgjör fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi  Marel byggir sig skipulega upp í Asíu Marel » Lækkaði um 1,09% í Kaup- höll Íslands í gær og lækkaði um 0,24% í Amsterdam. Gengi Marels nemur 590 krónum á hvert bréf í Kauphöll Íslands en 4,4 evrum á hvert bréf í Amst- erdam. Markaðsvirði Marels nemur 455 milljörðum króna. 12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2019 arnir þurfi að sækja eða selja gjaldeyri á millibankamarkaði. Ef framboð og eftirspurn mætast er markaðurinn í jafnvægi,“ segir Þórhallur og bætir við að stöku sinnum komi fyrir að nær engin viðskipti eigi sér stað á milli- bankamarkaði. „Viðskiptavak- arnir eru í slíkum tilvikum bara sjálfum sér nægir í báðar áttir. Það er hvorki skortur né upp- söfnun að eiga sér stað. Það kom til að mynda ansi langt tímabil í fyrra þar sem millibankamark- aður var lítið notaður. Það er allt saman eðlilegt,“ segir Þórhallur. Í kjölfar skráningar Marels í Euronext-kauphöllina í Amster- dam fyrr á þessu ári áttu sér stað talsverð viðskipti á millibanka- markaði. Að útboðinu loknu hægðist verulega á viðskiptunum. „Í kringum útboðið hjá Marel voru allir að borga í evrum. Þeg- ar það kláraðist róaðist þetta mikið. Þetta hefur síðan verið að fara hægt og rólega af stað núna undir lok síðustu viku og í byrjun þessarar,“ segir Þórhallur. aronthordur@mbl.is Nær engin viðskipti áttu sér stað á millibankamarkaði á um tveggja vikna tímabili nú fyrir skömmu. Þetta staðfestir Þórhall- ur Sverrisson, forstöðumaður gjaldeyrismiðlunar Íslandsbanka, í samtali við Morgunblaðið. Spurður hvað valdi segir Þórður að þegar jafnvægi næst á mark- aðnum sé engin þörf fyrir við- skiptavaka að leita á milli- bankamarkað. Slíkt þurfi þó alls ekki að þýða að engin viðskipti eigi sér stað á markaðnum. „Það geta átt sér stað mikil við- skipti, en þó ekki þannig að bank- Engin viðskipti með gjaldeyri  Lítil sem engin hreyfing á milli- bankamarkaði Morgunblaðið/Ómar Seðlabankinn Nær engin viðskipti áttu sér stað á millibankamarkaði. 26. júlí 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 121.6 122.18 121.89 Sterlingspund 151.92 152.66 152.29 Kanadadalur 92.5 93.04 92.77 Dönsk króna 18.151 18.257 18.204 Norsk króna 14.045 14.127 14.086 Sænsk króna 12.854 12.93 12.892 Svissn. franki 123.33 124.01 123.67 Japanskt jen 1.125 1.1316 1.1283 SDR 167.62 168.62 168.12 Evra 135.52 136.28 135.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 170.858 Hrávöruverð Gull 1425.55 ($/únsa) Ál 1795.0 ($/tonn) LME Hráolía 64.13 ($/fatið) Brent Hagnaður stoð- tækjafyrirtæk- isins Össurar nam 2,8 millj- örðum íslenskra króna á öðrum fjórðungi þessa árs. Það er um 15% aukning frá sama tímabili ár- ið áður. Þetta er meðal þess sem fram kemur í uppgjörs- tölum frá Össuri fyrir annan árs- fjórðung. EBITDA fyrirtækisins í ársfjórð- ungnum jókst til muna milli ára eða um 33%. Alls nam EBITDA Össurar 5,2 milljörðum íslenskra króna. Rekja má aukninguna til sölu á há- tæknivörum, hagræðingar í rekstri og aukinnar stærðarhagkvæmni. Alls nam sala á öðrum ársfjórð- ungi 22 milljörðum íslenskra króna. Það samsvarar um 18% vexti í stað- bundinni mynt og 7% innri vexti. Það er lítilleg aukning frá fyrsta ársfjórðungi þegar salan var 19 milljarðar króna. Samanlögð sala ársins er því 41 milljarður króna. Haft er eftir Jóni Sigurðssyni, forstjóra Össurar, að uppgjörið sé mikið ánægjuefni. „Við erum ánægð með að ljúka fyrsta helmingi ársins með góðum söluvexti og sér- staklega góðri niðurstöðu í stoð- tækjarekstri félagsins. Hér má nefna góða sölu á hátæknivörum. Í ljósi góðs söluvaxtar á fyrsta helm- ingi ársins, hefur fjárhagsætlun fé- lagsins fyrir innri vöxt verið upp- færð í 5-6% fyrir árið,“ sagði Jón. Hagnaður Össurar eykst  Mikill vöxtur á öðrum ársfjórðungi Össur Áfram gengur vel. M.BENZ C350e AVANTGARDE nýskr. 03/2018, ekinn 14 Þ.km, bensín/rafmagn (plug in), sjálfskiptur, glerþak ofl. ofl. Stórglæsilegur! TILBOÐSVERÐ 5.550.000 kr. Raðnúmer 259502 BMW 530e IPERFORMANCE nýskr. 06/2018, ekinn 10 Þ.km, bensín/rafmagn (plug in), sjálfskiptur, vel búinn aukahlutum. Stórglæsilegur! Verð 6.490.000 kr. Raðnúmer 380510 VW PASSAT GTE PREMIUM nýskráður 02/2018, ekinn 31 Þ.km, bensín/rafmagn (plug in), sjálfskiptur, leður, glerþak ofl. Geggjaður bíll! Verð 5.150.000 kr. Raðnúmer 259510 M.BENZ E 350e EXCLUSIVE nýskr. 05/2017, ekinn 34 Þ.km, bensín/rafmagn (plug in), sjálfskiptur, tvöfalt stafræntmælaborð ofl. Glæsilegt eintak! TILBOÐSVERÐ 6.290.000 kr. Raðnúmer 259503 RENAULT GRAND SCENIC BOSE EDITION nýskr. 11/2018, ekinn aðeins 8 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, hlaðinn aukabúnaði. Verð 4.690.000 kr. Raðnúmer 259171 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.