Morgunblaðið - 27.07.2019, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2019
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
595 1000
Flugsætum
Útsala á
Alicante, Tenerife
Malaga, Mílanó
Verð m.v. Mílanó 8. ágúst flug aðra leið með tösku og handfarangri
Nánar á www.heimsferdir.is
Flug frá kr.
14.950
Segir ekki þörf á innflutningi
Lilja Alfreðsdóttir á síður von á því að af innflutningi á lambahryggjum verði
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Það er engin þörf á að flytja inn erlent lambakjöt.
Samkvæmt mínum heimildum eru margir slátur-
leyfishafar enn að afgreiða lambahryggi til versl-
ana. Svo hefst sauðfjárslátrun um miðjan ágúst,“
sagði Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Fram-
sóknarflokksins og ráðherra.
Eins og fram hefur komið lagði ráðgjafarnefnd
um inn- og útflutning landbúnaðarvara til að gef-
inn verði út tímabundinn innflutningskvóti á lækk-
uðum tollum til að bregðast við skorti á innlendum
lambahryggjum og hryggjarsneiðum. Lagt var til
að flytja mætti inn þessar vörur með magntolli frá
29. júlí til 30. ágúst.
Aðspurð kvaðst Lilja síður
eiga von á því að af þessum inn-
flutningi verði. „Við eigum eftir
að ræða þessi mál frekar innan
ríkisstjórnarinnar, en aðal-
atriðið er að það er ekki þörf
fyrir þennan innflutning,“
sagði Lilja. Hún sagði að
Framsóknarflokkurinn vildi
halda uppi sérstöðu íslenska
lambakjötsins. „Við erum með
mjög metnaðarfulla fram-
leiðslu og einstaka afurð.“
Hún sagði að hingað til hefði ríkt samstaða á
milli íslenskra neytenda og bænda um að halda í
sérstöðu íslenska lambakjötsins bæði fyrir lands-
menn og ferðaþjónustuna. „Ferðamenn koma
hingað til þess að borða íslenskar afurðir og við
eigum að gera allt sem við getum til þess að
tryggja að svo geti orðið,“ sagði Lilja.
Innflutningur vinnur gegn hagræðingu
Guðfinna Harpa Árnadóttir, bóndi og formaður
Landssamtaka sauðfjárbænda, sagði í grein í
Bændablaðinu það ljóst að yrði af miklum inn-
flutningi á lambakjöti til Íslands þá myndi það
vinna gegn þeim árangri sem náðst hefði í að vinna
niður birgðasöfnunarvanda greinarinnar. Sá ár-
angur hefði náðst með samstilltu árangri og erf-
iðum fórnum. Það ynni gegn markmiðum samn-
ings sem stjórnvöld gerðu nýverið við sauðfjár-
bændur. Mestu myndu bændur og byggðir tapa.
Lilja
Alfreðsdóttir
Eiríkur Jónsson, prófessor í lögum
við Háskóla Íslands, var metinn hæf-
astur þeirra sem sóttu um embætti
dómara við Landsrétt. Á eftir honum
komu Ásmundur Helgason, Jón
Höskuldsson og
Ástráður
Haraldsson í
þessari röð.
Fjórmenning-
arnir voru á með-
al umsækjenda
um stöðu Lands-
réttardómara
þegar upphaflega
var skipað í rétt-
inn árið 2017. Þrír
þeirra, allir nema Ásmundur, voru á
meðal 15 efstu á listanum, en Sigríð-
ur Á. Andersen, þáverandi dóms-
málaráðherra, færði þá niður á lista
og hlutu þeir því ekki starfið.
Í umsögn hæfisnefndar nú, sem
skipuð er öðru fólki en 2017, er röð
fjórmenninganna óbreytt með þeirri
undantekningu að Ásmundur er
metinn næsthæfastur, hæfari en Jón
og Ástráður. Í hæfisnefnd nú sátu
Eiríkur Tómasson formaður, Hall-
dór Halldórsson, Óskar Sigurðsson,
Sigríður Þorgeirsdóttir og Valtýr
Sigurðsson.
Skipa á í stöðu eins dómara í
Landsrétti eftir að Vilhjálmur H.
Vilhjálmsson sagði starfi sínu lausu í
vor og kvaðst hann ætla að setjast í
helgan stein.
Alls sóttu átta um stöðuna, þar af
tveir sitjandi dómarar í Landsrétti,
þau Ásmundur Helgason og Ragn-
heiður Bragadóttir. Þau eru í hópi
þeirra fjögurra sem Sigríður Á. And-
ersen, þáverandi dómsmálaráð-
herra, skipaði í embætti þrátt fyrir
að hafa ekki verið metin meðal hæf-
ustu umsækjenda af hæfisnefnd.
Tveir umsækjendur, Friðrik Ólafs-
son og Ragnheiður Bragadóttir,
drógu umsókn sína til baka áður en
hæfisnefnd lauk störfum.
Eiríkur metinn hæfastur
Niðurstaða hæfisnefndar um dómara í Landsrétti liggur
fyrir Þrír þeirra efstu voru færðir neðar á lista árið 2017
Eiríkur
Jónsson
Morgunblaðið/Hanna
Landsréttur Sæti eins dómara við
réttinn var auglýst og átta sóttu um.
Héraðsdómur
Reykjavíkur úr-
skurðaði í gær
karlmann á þrí-
tugsaldri í gæslu-
varðhald til 23.
ágúst. Það var
gert að kröfu lög-
reglunnar á
höfuðborgar-
svæðinu vegna rannsóknar á vopn-
uði ráni í austurborginni síðdegis í
fyrradag.
Þegar tilkynnt var um málið kom
fram að manni hefði verið ógnað með
skotvopni og hann rændur. Lög-
reglan brást skjótt við enda mál sem
þessi litin mjög alvarlegum augum.
Farið var í markvissar aðgerðir sem
stóðu yfir fram á nótt. Fjórir voru
handteknir í fyrrakvöld í tengslum
við málið. Við aðgerðirnar naut lög-
reglan á höfuðborgarsvæðinu að-
stoðar sérsveitar ríkislögreglu-
stjóra.
Þremur mannanna var sleppt úr
haldi lögreglu í gær en lögð fram
krafa um gæsluvarðhald yfir þeim
fjórða sem fyrr segir. Gerðar voru
tvær húsleitir. Skotvopnið var eft-
irlíking af skammbyssu og er í
vörslu lögreglunnar.
Í gæslu-
varðhaldi
vegna ráns
Var með eftirlík-
ingu af skammbyssu
Flugmálayfirvöld hafa aflétt kyrr-
setningu á GA8 Airvan-flugvélum,
sem kyrrsettar voru fyrir tæpri viku
vegna flugslyss í Umeå í Svíþjóð.
Fyrstu rannsóknir benda til þess
að slysið megi ekki rekja til hönn-
unar- eða smíðagalla, heldur óskyldra
atriða sem snerta hvorki flughæfi né
öryggi flugvéla af þessari tegund, að
því er fram kemur í tilkynningu frá
íslenska flugfélaginu Circle Air á Ak-
ureyri, sem þurfti að kyrrsetja tvær
vélar sínar af þessari tegund.
Félagið hefur því tekið flugvél-
arnar aftur í notkun. Voru áhrif kyrr-
setningar lágmörkuð með margs kon-
ar aðgerðum og samvinnu við aðra
flugrekendur. „Circle Air þakkar
stuðning og skilning á þeirri stöðu
sem upp kom og jákvæð viðbrögð við-
skiptavina og farþega,“ segir m.a. í
tilkynningu félagsins.
Kyrrsetningu
flugvéla aflétt
Alþjóðlega knattspyrnumótið Rey Cup, sem
Þróttarar halda, fer nú fram í Laugardalnum í
Reykjavík. Um 1.200 keppendur taka þátt en
mótinu lýkur á morgun. Þátttökurétt eiga stelp-
ur og strákar úr 3. og 4. flokki í knattspyrnu.
Hér etja kappi saman stelpur frá Val og KA.
Um 1.200 keppendur spila á Rey Cup
Morgunblaðið/Hari