Morgunblaðið - 27.07.2019, Side 4
Morgunblaðið/Júlíus
Kókaín Málið kom upp 12. maí sl. og varðar innflutning á 16 kílóum af kókaíni.
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Rannsókn lögreglunnar á Suður-
nesjum á innflutningi á rúmum 16
kílóum af kókaíni til landsins er nú
lokið og hefur málið verið sent til
héraðssaksóknara. Þetta staðfestir
Jón Halldór Sigurðsson lögreglu-
fulltrúi.
Samkvæmt upplýsingum frá emb-
ætti héraðssaksóknara barst málið
síðdegis í fyrradag og er nú í ákæru-
meðferð hjá embættinu.
Málið kom upp á Keflavíkurflug-
velli 12. maí síðastliðinn en ríkis-
útvarpið greindi frá því fyrr í mán-
uðinum að þetta magn kókaíns væri
margfalt á við það sem áður hefði
þekkst hér á landi.
Þrír ungir íslenskir menn sem
grunaðir eru um innflutninginn eru í
gæsluvarðhaldi.
Vísir hefur greint frá því að málið
sé talið sérstaklega viðkvæmt sökum
aldurs þeirra en þeir eru fæddir 1998
og 1996.
Kókaínmálið til saksóknara
Rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á stóra kókaínmál-
inu er lokið Málið í ákærumeðferð hjá héraðssaksóknara
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
„Í raun heimila kjarasamningar mun
meiri nýtingu á flugmönnum en Ice-
landair hefur gert,“ segir Örnólfur
Jónsson, formaður Félags íslenskra
atvinnuflugmanna, spurður út í um-
mæli Jóns Karls Ólafssonar, fyrrver-
andi forstjóra Icelandair, þess efnis að
flugmenn og flugfreyjur félagsins
skili of fáum vinnustundum miðað við
keppinauta fyrirtækisins.
Jón Karl lét ummælin falla í Við-
skiptapúlsinum nýverið.
Lækka kostnað en ekki laun
Bogi Nils Bogason, forstjóri Ice-
landair Group, tekur undir ummæli
Jóns Karls.
„Við viljum geta skilað betri rekstri
og við sjáum tækifæri í því að auka
nýtingu starfsfólks okkar. Það er ekk-
ert nýtt í því.“
Bogi segir nauðsynlegt að lækka
launakostnað í samstarfi við starfs-
fólk.
„Að mínu mati getum við gert það
án þess að lækka laun.“
Bogi segir að hugsanlega þurfi að
breyta kjarasamningum svo hægt sé
að auka nýtingu starfsfólks. Jón Karl
heldur því aftur á móti fram að Ice-
landair geti ekki nýtt starfsfólk sitt
betur sökum þeirra kjarasamninga
sem félagið er bundið af.
Bæði Örnólfur og Berglind Haf-
steinsdóttir, formaður Flugfreyju-
félags Íslands, eru ósammála því og
segja að betri nýting mannafla sé
möguleg innan gildandi kjarasamn-
inga.
„Miðað við það sem ég hef séð und-
anfarið þá fullnýtir Icelandair ekki
sínar flugfreyjur ef litið er til há-
marksflugtíma samkvæmt kjara-
samningi,“ segir Berglind.
Hún tekur þó fram að ekki megi
bæta miklu álagi á flugfreyjur.
„Það er mismunandi hvort það er
hægt en það má ekki gleyma því að
þetta er líkamlega erfitt starf. Þetta
er næturvinna, vaktavinna, það er
verið að vinna í 35-40 þúsund fetum
við mikinn hávaða og erfiða líkams-
beitingu svo það spilar allt inn í.“
Fyrst að nýta heimildir
Örnólfur segir ekki tilefni til þess
að rýmka heimildir til nýtingar starfs-
fólks í kjarasamningum.
„Fyrst er að nýta það sem samning-
urinn heimilar, áður en farið er
lengra.“
Hann bendir á að minni launa-
kostnaður sé einungis einn þáttur í
hagræðingu.
„Vandamálið er
að halda niðri
kostnaði í sam-
keppni og það er
eilífðarverkefni.
Stærsta vandamál
Icelandair í dag er
náttúrulega þessi
kyrrsetning á
MAX-þotunum
sem veldur lang-
mestum búsifjum í félaginu.“
Örnólfur segir að Félag íslenskra
atvinnuflugmanna hafi unnið með
Icelandair að betri nýtingu flug-
manna og muni gera það áfram.
„Þetta er eilífðarverkefni og við
höfum verið að vinna með Icelandair í
því að auka framleiðni flugmanna. Við
gerðum það í síðustu kjarasamning-
um og höfum einnig unnið með þeim í
starfshópum síðan þá.“
Segja meiri nýtingu flug-
manna og flugfreyja heimila
Stéttarfélög flugfólks ósammála því að breyta þurfi samningum við Icelandair
Morgunblaðið/Eggert
Vélar Átta þotur Icelandair voru kyrrsettar fyrir nokkru og óljóst hvenær og hvort þær taka aftur af stað.
Bogi Nils
Bogason
Berglind
Hafsteinsdóttir
Örnólfur
Jónsson
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2019
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Neytendasamtökin (NS) krefjast
þess að smálán verði endurútreikn-
uð tafarlaust í ljósi þess að smá-
lánafyrirtæki undir Kredia Group
hafi viðurkennt að vextir smá-
lánanna hafi árum saman verið
ólöglega háir og því hafi verið
ákveðið að lækka þá.
„Við vonumst til þess að stjórn-
völd bregðist jafn hratt við nú og
þegar erlendu lánin voru dæmd
ólögleg,“ sagði Breki Karlsson, for-
maður NS. Hann sagði mjög
marga, sem hafa tekið smálán, ekki
geta borið hönd
fyrir höfuð sér.
„Til okkar leita
10-15 manns í
hverri viku vegna
smálána. Fjórð-
ungurinn er fíkl-
ar, hvort heldur
spilafíklar eða í
fíkniefnum.
Fjórðungur á við
andlega van-
heilsu að stríða.
Annar fjórðungur er fátækt fólk
sem verður fyrir óvæntum út-
gjöldum og festist í vítahring smá-
lána. Afgangurinn er oft ungir
krakkar sem taka smálán fyrir fal-
legum buxum eða öðru sem freistar
en geta svo ekki borgað eftir tvær
vikur. Þá taka þau annað lán til að
borga það fyrra,“ sagði Breki. Slíkt
vindur fljótt upp á sig. Breki nefndi
einstakling sem tók rúma hálfa
milljón að láni í 80 smálánum á einu
ári og þurfti að borga 3,5 milljónir.
Hann sagði að ekki hefði tekist
að fá upplýsingar um hve mörg
smálán hefðu verið tekin né heldur
hvað lántakendur væru margir.
„Bæði Creditinfo og smálánafyr-
irtækin neita að gefa upp fjölda lán-
þega,“ sagði Breki. Samkvæmt
dönsku fyrirtækjaskránni hafi
Ecommerce 2020, móðurfyrirtæki
smálánafyrirtækjanna, átt útistand-
andi kröfur upp á meira en einn
milljarð íslenskra króna um síðustu
áramót.
Neytendasamtökin krefjast þess
einnig að innheimtuaðgerðir vegna
smálána verði stöðvaðar þar til búið
er að endurreikna þau. Einnig að
Kredia Group og Almenn innheimta
ehf. endurgreiði ólögmæta vexti og
að Creditinfo taki af vanskilaskrá
þá sem þar hafa lent vegna smá-
lána. Þá þurfi bankar og kortafyr-
irtæki að bregðast við vegna skuld-
færslna smálánaveitenda á grunni
óljósra skuldfærsluheimilda.
Smálánin
verði endur-
reiknuð
Lántakendur eru
flestir í bágri stöðu
Breki
Karlsson
„Vélarnar áttu að vera 25% af
flotanum okkar í sumar og þar af
leiðandi er þetta krefjandi fyrir
okkur og okkar starfsfólk,“ segir
Bogi um kyrrsetningu þriggja Bo-
eing 737 MAX 8-þotna hjá Ice-
landair.
Boeing, fyrirtækið sem fram-
leiðir umræddar vélar, varaði ný-
verið við því að mögulega þyrfti
að stöðva framleiðslu á 737 MAX
8-þotum fyrirtækisins ef kyrr-
setning þeirra varir miklu lengur.
Bogi samsinnir því að slíkt
myndi ríma illa við áætlanir Ice-
landair.
„Við erum með fimm slíkar vél-
ar sem við ætluðum að taka inn
til viðbótar á næsta ári svo við
þurfum að skoða stöðuna hvað
það varðar.“
Bogi tekur þó fram að enn sé
óstaðfest hvort framleiðslu-
stöðvun muni eiga sér stað.
„Það eru engar áreiðanlegar
upplýsingar sem liggja fyrir í
þeim efnum. Það hefur enginn
gefið út neina tímalínu sem við
getum unnið með svo við þurfum
að taka á hverjum degi þær upp-
lýsingar sem koma frá Boeing,
flugmálayfirvöldum og fleirum og
taka ákvarðanir út frá því.
Það er í raun ekkert nýtt í
stöðunni og við miðum við að
vélarnar verði ekki í okkar rekstri
út október. Hugsanlega þurfum
við að breyta því, það verður
bara að koma í ljós.“
Icelandair kyrrsetti þrjár Bo-
eing 737 MAX 8-flugvélar í byrjun
mars en til þess að lágmarka
áhrif kyrrsetningarinnar á far-
þega hefur félagið bætt fimm
leiguflugvélum við flota sinn í
sumar. Leigusamningur tveggja
þessara véla rennur út í lok
ágúst en þrjár verða í rekstri hjá
félaginu út september. Unnið er
að því að útfæra framlengingu
leigusamnings einnar vélar út
október.
Stöðvun myndi koma sér illa
FJÓRÐUNGUR FLOTANS KYRRSETTUR
GÁMATILBOÐ
Verð frá 99.000krS: 416 - 2500info@heiturpottur.is
Saunatunnur - saunaofnar
viðarpottar - viðarkynding