Morgunblaðið - 27.07.2019, Síða 12

Morgunblaðið - 27.07.2019, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2019 AFSLÁTTUR 40% kulturmenn kulturmenn Kringlan Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Ferðin gekk vonum framar.Þetta var fyrsta skrefið íað fara með farþega ogþað gekk allt eins og lagt var upp með. Það var mjög gott veður, hægur vindur og sum- arveður. Fullt skip í fyrstu ferð,“ segir Ívar Torfason, fyrsti skipstjóri nýja Herjólfs, sem fór í sína fyrstu áætlunarferð með farþega á fimmtudagskvöldið. Farþegar almennt ánægðir „Maður gat ekki séð annað en að það væri mikil almenn ánægja með þetta,“ segir Ívar. Bætir við að sérstök ánægja hafi verið meðal áhafnarinnar sem hafi verið búin að bíða lengi eftir að sjá skipið ferja farþega. „Fyrir farþegana er þetta mikill munur. Þetta er miklu hljóð- látara skip þar sem við erum að keyra að stærstum hluta á rafmagni svo það er miklu minni hljóðmengun og titringur. Hann titrar ekki jafn mikið og hefðbundið skip þannig að þetta er miklu þægilegri ferð fyrir farþegana,“ útskýrir Ívar. „Það er ekki nokkur vafi á því að það er mikil ánægja með þessa þjónustu- breytingu sem hefur orðið síðustu mánuði. Tölurnar sýna það líka. Það er metfjöldi farþega og ökutækja þetta sumarið.“ Öllum væntingum svarað Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, tekur í sama streng og Ívar. Segir ferðina hafa gengið frábærlega í alla staði og staðfestir að farþegar hafi verið 470 og bílarnir 55. „Það var spegilsléttur sjór og fallegt veður og ekki annað að merkja á farþegum en að þeir hafi notið siglingarinnar og ekki síður skipsins. Þannig að öllum okkar væntingum var svarað í þessari ferð um allt sem skipið hefur upp á að bjóða,“ segir hann. Guðbjartur staðfestir að Herj- ólfur muni halda áfram að bjóða sjö ferðir á dag í sumar en sjöundu ferðinni var bætt við sumaráætlun skipsins á árinu. Fyrsta ferð Herj- ólfs fer nú klukkan sjö frá Vest- mannaeyjum til Landeyjahafnar og sú síðasta klukkan 23:15 frá Land- eyjahöfn. Eins og venjulega hefur fleiri ferðum verið bætt við fyrir Þjóðhá- tíð sem haldin verður í Eyjum um verslunarmannahelgina, sem er eft- ir viku. „Við erum alveg klárir fyrir Þjóðhátíð og munum rúlla nýja skipinu þessa daga og síðan tekur törnin við. Við verðum með auka- ferðir og reynum að svara þessu eft- ir þörfinni,“ sagði Guðbjartur. Landeyjahöfn Stefnið var opnað og skipið smellpassaði á ferjubrúna. Litlum og stórum bílum var ekið greiðlega í land. Ferðamenn Fyrir túristana var óvænt ánægja að komast í jómfrúarsiglinguna og að sjálfsögðu var skellt í sjálfu. Sigling Veðrið á fimmtudagskvöld var ljómandi gott og renni- blíða. Farþegar voru því margir úti á dekki og nutu útsýnisins. Fullt skip í fyrstu ferð nýs Herjólfs Nýi Herjólfur fór sína fyrstu áætlunarferð í blíð- skaparveðri á fimmtu- dagskvöld. Mikil ánægja var meðal farþega og áhafnar og gekk ferðin vonum framar að sögn Ív- ars Torfasonar skipstjóra. Skipstjórar Frá vinstri talið: Sigmar Logi Hannesson, Gísli Valur Gíslason og Ívar Torfason eru ánægðir með nýja skipið, búnað þess og sjóhæfnina. Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Farþegar Vel fer um fólk í rúmgóðum og björtum salarkynnum skipsins. Þægindin eru í fyrirrúmi og vel er séð fyrir öryggismálum um borð. Á morgun, sunnudaginn 28. júlí kl. 13:30, mun Snorri Sigurðsson líf- fræðingur leiða fuglaskoðun um vesturhluta Viðeyjar. Í eynni verpa um 30 tegundir fugla. Mest er um æðarfugl og grágæs og stundum kemur fyrir að menn rekast á sjald- gæfar tegundir eins og jaðröku eða óðinshana. Dálítið er af teistu og hrafninn gerir sér líka hreiður í eynni. Þátttakendur eru hvattir til að taka með sér kíki. Siglt er sam- kvæmt áætlun frá Skarfabakka í Sundahöfn kl. 13:15. Þaðan er um það bil fimm mínútna sigling yfir sundið í eyna. Þátttaka í göngunni er gestum að kostnaðarlausu en greiða þarf í ferjuna. „Viðey er afar gróðursæl og var öldum saman talin ein besta bújörð landsins. Þar sjást enn ummerki túna og hlaðinna garða sem héldu búpeningi frá slægjunni. Til að auka rými til ræktunar voru grafn- ir skurðir í eyjunni til að ræsa fram mýrar. Núna eru í Viðey 156 há- plöntur, en það er um þriðjungur af flóru landsins,“ segir í kynningu á vef Reykjavíkurborgar. Viðey er um 1,7 km2 að stærð og skiptist í tvo hluta, Heimaey og Vesturey, sem tengjast með Eiðinu. Austurhluti Heimaeyjar kallast Austurey. Meðfram strönd eyjunnar sjást stórbrotnar berg- myndanir og er vel þess virði að gefa sér góðan tíma í fjörunni. Einnig skal bent á fegurð stuðla- bergsins, bæði í Virkishöfðanum og Eiðisbjarginu. Fuglaskoðun í Viðey á morgun Morgunblaðið/Ómar Æðarfugl Litríkur í lífsháttum og kemur hér til lendingar með tilþrifum. Óðinshanar og æðarfugl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.