Morgunblaðið - 27.07.2019, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2019
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Einnota myndavélar eru enn í mikl-
um metum hjá almenningi, sér-
staklega meðal ungs fólks, þrátt fyrir
tilkomu snjallsímans og samfélags-
miðla. Myndavélarnar ná að festa
augnablik á filmu á einstæðan hátt
sem gerir þær eftirsóknarverðar og
jafnvel fremri snjallsímum hvað varð-
ar myndatöku.
Meðal þeirra sem notast við ein-
nota vélar í dag er Sigrún Sif Jóns-
dóttir. Hún byrjaði á því sumarið
2014.
„Þetta var eitthvað sem ég vildi
prófa aftur og fyrr en varði mætti ég
varla eitthvað án þess að hafa alla-
vega eina myndavél með mér,“ segir
hún.
Hefur fyllt nokkur albúm
Nú hefur Sigrún fyllt nokkur al-
búm sem hún geymir á kaffiborðinu
heima hjá sér. Mikill metnaður er
gjarnan settur í myndirnar, enda
kostar sitt að framkvæma allar.
„Það er einhver sérstakur sjarmi
yfir þessum myndum, svona nostalgíu
„90’s“ sjarmi. Maður sér þetta ótrú-
lega vel á til dæmis gömlum myndum
af sjálfum sér,“ segir hún og heldur
áfram: „Maður fær bara eitt tækifæri
- þegar maður fær þetta í hendurnar
er skemmtilegt að skoða myndirnar
því það hefur ef til vill liðið langur
tími síðan maður tók myndina sjálfa,“
segir hún. Síðan þegar myndirnar
koma úr framköllun eru minning-
arnar skoðaðar, eftir langa bið og eft-
irvæntingu. Þeim er ekki rakleiðis
„póstað“ á samfélagsmiðla.
„Síðan er það til dæmis ótrúlega
gaman þegar ég finn einnota mynda-
vél sem ég er búin að gleyma að fara
með. Það eru þá kannski myndir úr
einhverju eldgömlu partýi og það er
mjög skemmtilegt,“ segir hún.
Mikill metnaður í hverja mynd
Myndavélar af þessu tagi hafa vax-
ið í vinsældum á síðastliðnum miss-
erum en þegar Sigrún hóf að taka
þær í notkun, árið 2014, urðu þær al-
gengt umræðuefni.
„Fyrst hafði fólk ekki séð svona í
mörg ár og spurði gjarnan „Hvað
ertu eiginlega með?“ Það var líka
fyndið hvað það fer ótrúlega mikill
metnaður í hverja mynd. Fólk veit að
þetta er bara „one shot“ og þá er
miklu meira pælt í hvernig hvernig
eigi að stilla sér upp. Þetta getur vak-
ið mikla lukku.“
Einnota myndavélar eru hins veg-
ar ekki ódýrasti kosturinn. Notendur
greiða ávallt fyrir nýja myndavél og
framköllun og þegar notkunin er mik-
il gæti verið hagstæðara að eiga
filmuvél. „Þetta er dýrt sport. Ég er
enn þá að reyna að finna réttu filmu-
vélina,“ segir Sigrún Sif.
Einnota myndavélar vinsælar á ný
Einnota myndavélar slá snjallsímunum við Sigrún hefur notað slíkar frá sumrinu 2014
Myndirnar með gamaldags blæ og vekja nostalgíutilfinningu „Hvað ertu eiginlega með?“
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Myndataka Sigrún Sif Jónsdóttir hefur notað einnota myndavélar um langt
skeið. Slíkar vélar hafa náð töluverðum vinsældum meðal ungs fólks í dag.
Ljósmynd/Sigrún Sif Jónsdóttir
Gott Sigrún tók mynd á einnota vél af vinunum Gísla og Rafni þegar þeir
snæddu á El Santo. Gæði myndarinnar leyna sér ekki.
Íslenskir fuglaáhugamenn og -ljósmyndarar glöddust
mjög á mánudaginn var, 22. júlí, þegar afar sjaldgæfur
fugl sást á Hvalsnesi á Reykjanesskaga. Þar var um að
ræða auðnalóu, sem er varpfugl á steppum Mið-Asíu,
Mongólíu og á Kóreuskaganum; næstu varpstöðvar
hennar frá Íslandi talið eru í Tyrklandi. Einungis einu
sinni hafði fugl sömu tegundar sést hér; hafði komið á
skip fyrir norðan land, nánar tiltekið í Skagafjarð-
ardýpi árið 2002, en drapst litlu síðar. Enginn, að skip-
verjum á Ólafi Magnússyni HU 54 undanskildum, hafði
því barið auðnalóu augum hér fyrr en nú. Það gerir
fundinn enn merkilegri, að hún er fremur sjaldgæf á
heimsvísu líka, árið 2016 var stofninn ekki talinn vera
nema um 154.000-339.000 einstaklingar. sae@sae.is
Auðnalóa í heimsókn
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Vantar þig
ráðleggingar
við sölu eignar
þinnar?
s 893 6001
Kópavogi | Selfossi | s 893 6001 | beggi@fasteignasalan.is
Guðbergur
Guðbergsson
Löggiltur fasteignasali
og leigumiðlari
„Þetta verður stórkostlegt verkefni
og mikill búhnykkur fyrir þetta
svæði landsins,“ segir Jakob Frí-
mann Magnússon, tónlistar- og at-
hafnamaður, sem ásamt Áslaugu
Magnúsdóttur, athafnakonu í New
York, stendur fyrir tveimur kynn-
ingarfundum í sveitarfélaginu
Hornafirði nk. mánudag.
Þar munu þau kynna áform sín
um uppbyggingu á heilsutengdri
ferðaþjónustu í landi Svínhóla í
Össurárdal, rétt norðan við Höfn í
Hornafirði. Festu þau kaup á land-
inu ásamt bandaríska arkitektinum
John Brevard og fleiri fjárfestum,
sem stofnað hafa með sér þróun-
arfélag um verkefnið.
Jakob Frímann vildi á þessu stigi
ekki upplýsa nánar um verkefnið
en haft var eftir honum í Morg-
unblaðinu fyrir rúmu ári að þróun-
arfélagið ætlaði að fjárfesta í af-
þreyingu, upplifunar- og
ferðaþjónustu fyrir milljarða króna
á næstu árum.
„Hugmyndin er að byggja áður
óþekkta tegund af upplifunar-
möguleikum á Íslandi, í umhverfi
sem er guðdómlegt og í bygging-
arstíl sem hefur ekki sést hér áður
og með möguleikum sem hafa til
þessa ekki staðið til bóta á lands-
byggðinni,“ sagði Jakob Frímann í
Morgunblaðinu 23. júní 2018.
Fundirnir á mánudag verða kl.
12 í Nýheimum á Höfn í Hornafirði
og kl. 15.30 í fundarhúsi Lóns-
manna. Þar mæta Jakob og Áslaug
með teikningar og lýsa verkefninu.
Kynna uppbygg-
ingu í Össurárdal
Fundir í Hornafirði á mánudag
Morgunblaðið/Eggert
Samstarf Jakob Frímann Magn-
ússon og Áslaug Magnúsdóttir.