Morgunblaðið - 27.07.2019, Side 16

Morgunblaðið - 27.07.2019, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2019 STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Nú eftir stóra strauminn fyrir rúmri viku, þegar stærstu laxagöngurnar eiga að vera komnar í flestar veiði- árnar, er orðið fullljóst hversu lélegt laxveiðisumarið er. Tölurnar tala sínu máli – í náttúrulegu ánum á Suður- landi, Vesturlandi og Norðurlandi draga þær upp þá mynd að fjöldi laxa sem gengið hefur í árnar virðist ekki vera nema 20 til 40 prósent af þeim fjölda sem gengið hefur að meðaltali síðasta áratug. Vissulega hömluðu einstakir þurrk- ar veiði í allmörgum ám framan af sumri, og enn í þeim sumum, en það breytir ekki því að heimtur úr hafi eru einstaklega lélegar um mestallt land. Ástæðurnar nokkrar Sérfræðingar Hafrannsóknastofn- unar segja í pistli á vefnum ástæður lélegra laxagangna nokkrar: „Klak- árgangurinn frá 2015 var með minnsta móti í ám á Norður- og Austurlandi sem leiddi til þess að gönguseiða- árgangur 2017 var lítill og skilaði hann fremur litlum smálaxagöngum 2018 og svo fáum stórlöxum 2019. Á Suður- og Vesturlandi var klakárgangurinn frá 2015 lítill sem leiddi til færri gönguseiða sem gengu út 2018 og þar með færri löxum nú í sumar.“ Hinar lélegu heimtur á smálaxi þýða væntanlega að lax sem snýr úr hafi næsta sumar sem stórlax, eftir tvo vetur í hafi, verður einig liðfár. Veiðin í upphafi vertíðar þá, sem byggist gjarnan á þeim stóru sem mæta snemma, gæti því orðið slök. Fimm á stöng á dag í Selá En myndin af laxveiðinni er ekki alls staðar dökk því ástandið er mun betra á norðausturhorninu, í Vopna- firði og Þistilfirði. Selá er á harða- spretti upp töfluna yfir aflahæstu árnar en þar er meðalveiði á stöng nú sú besta í ám landsins. Gísli Ásgeirs- son staðarhaldari við Selá segir síð- asta holl sem var við veiðar hafa land- að 170 löxum á stangirnar sex á sex dögum. „Það gerir tæplega fimm laxa meðalveiði á stöng á dag,“ segir Gísli og vissulega er það frábær veiði. Uppistaðan er stórlax en Gísli segir að nú sé að koma tími smálaxa- gangnanna í Vopnafirði og bíði menn spenntir eftir að sjá hverju þær skili. „Síðan í stóra straumnum í síðustu viku hafa verið stöðugar göngur í Selá á hverju flóði og þrír til sjö veið- ast á neðsta svæðinu á hverri vakt. Svo ert vatnsstaðan frábær hjá okkur núna, það hefur rignt í viku og aðstæður eru eins og best verður á kosið. Við erum að taka tvær til þrjár vikur af besta veiðitímanum í ánni.“ Ef litið er yfir til Þistilfjarðar þá veiddust í Hafralónsá í vikunni 57 laxar á stangirnar fjórar, eða rúmlega tveir á stöng á dag. Og meðalveiðin á stöng á dag var sú sama í Svalbarðsá þar sem 42 laxar veiddust í vikunni á stangirnar þrjár. Eystri-Rangá fyrst yfir þúsund Fyrsta áin til að fara yfir þúsund laxa múrinn í sumar var Eystri- Rangá en þar hefur veiðin verið jöfn og góð frá byrjun; heimtur augsýni- lega mun betri en í systuránni hinni ytri. Í vikunni voru til að mynda 92 og 84 laxa dagar en í vikunni veiddust alls 497 laxar í ánni, nær fjórir á hverja stöng á dag. Á sama tíma veiddust að meðaltali 1,3 laxar á dags- stöngina í Ytri-Rangá. Þegar laxar eru ekki margir í hverri á er hver veiddur lax veiði- manninum sérlega mikilvægur, og ekki síst þeir stóru. Veiðin í Laxá í Aðaldal hefur verið döpur, í liðinni viku veiddist þar 61 lax á alls 17 stangir; hálfur lax á dag að meðaltali. En þar veiðast fleiri tuttugupundarar en í öðrum ám og veiðimenn þrá glímu við slíka höfðingja. Og Arnar Guðjónsson var heppinn á dögunum er honum auðnaðist að landa einum 104 cm á Eskeyjarflúð en sá tók lítinn Sunray. Og þeir Ingvar H. Ólafsson félagi hans höfðu heppnina víðar með sér því Ingvar náði 96 cm hrygnu á Núpafossbrún og þeir veiddu 85 cm hrygnur á Mjósundi og í Brúar- streng. Einstaklega lélegar heimtur á laxi úr hafi  Veiðin lítil nema á norðausturhorninu og í Eystri-Rangá Afl ahæstu árnar Heimild: www.angling.is 0 200 400 600 800 1.000 1.200 Staðan 24. júlí 2019 Veiðistaður Stanga- fjöldi Veiði 25. júlí 2018 26. júlí 2017 Eystri-Rangá 18 1.183 1.070 338 Urriðafoss í Þjórsá 4 636 955 625 Miðfjarðará 10 493 1.058 1.458 Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki 18 467 1.114 1.570 Selá í Vopnafi rði 6 374 492 390 Þverá – Kjarrá 14 355 1.817 1.312 Blanda 14 325 668 913 Elliðaárnar 6 303 566 577 Haffjarðará 6 256 948 670 Hofsá og Sunnudalsá 7 232 280 180 Laxá í Aðaldal 17 217 350 374 Grímsá og Tunguá 8 210 576 594 Laxá á Ásum 4 202 335 438 Norðurá 15 184 1.231 1.095 Jökla (Jökulsá á Dal) 8 137 200 130 Morgunblaðið/Einar Falur Spenna Guðjón Ketilsson glímir við sterkan lax við Gullhyl í Húseyjarkvísl. Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is SAMEINUÐ GÆÐI Kvartmíluklúbburinn stendur fyrir driftsýningu og burnout-keppni sunnudaginn 28. júlí kl. 14:00 BJB-Mótorstilling grillar pylsur ofan í áhorfendur á meðan þáttakendur grilla dekk Verð: 1.500 kr Frítt fyrir yngri en 12 ára í fylgd með fullorðnum BJB-Mótorstilling ar driftsýning & bur nout Sunnudaginn 28. j úli – Kvartmílubr autinni við álfhel lu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.