Morgunblaðið - 27.07.2019, Síða 20

Morgunblaðið - 27.07.2019, Síða 20
BAKSVIÐ Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Meðalaldur bílaflota lands-ins hækkaði í fyrstaskipti á síðasta ári eftirað hafa lækkað und- anfarin nokkur ár. Þá fækkaði ný- skráningum fólksbifreiða verulega ár- ið 2018 eftir tvö metár á undan. Þetta og fleira kemur fram í ár- bók Bílgreinasambandsins fyrir árið 2018 en í samtali við Morgunblaðið segir María Jóna Magnúsdóttir, fram- kvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, að fækkun í nýskráningu bifreiða megi meðal annars rekja til óvissu í efnahagslífinu. Þörf á hvatningu stjórnvalda „Endurnýjun hefur verið ágæt, en það virðist vera einhver stöðnun. Undir lok árs 2018 var meðalaldur fólksbílaflotans 12,4 ár, miðað við alla skráða fólksbíla, en árið 2017 var með- alaldurinn 12,3 ár. Það sem þarf að gerast er að stjórnvöld ýti undir, og aðstoði við að ná meðalaldri bíla nið- ur,“ segir María og nefnir ívilnanir eins og „inneign inn á nýrri bíl eða einhvern hvata til að losa eldri bíla úr umferð“. Eru þessar hugmyndir í takt við hugmyndir frá löndum innan Evr- ópusambandsins. Sem dæmi er sagt frá því í nýlegri tölfræðiskýrslu um bílamál innan ESB, frá Hagstofu Evr- ópu (Eurostat), að sum lönd hafi sett á fót kerfi sem styður fólk í að skipta eldri bíl út fyrir nýrri umhverfisvænni bíl og örva þannig hagkerfið í leiðinni. Segir María að þróuninni á Ís- landi, þ.e. að bílaflotinn sé að eldast, verði að snúa við svo á götunum séu bæði umhverfisvænni og öruggari bílar. „Stór hluti bílanna eru bíla- leigubílar, og þeir eru að endurnýjast, en það vantar örlitla innspýtingu í endurnýjun einka- og fyrirtækjabíla.“ Spurð um ástæður þess að ný- skráningum bifreiða hafi farið fækk- andi nefnir María að neytendur hafi margir haldið að sér höndum þegar vísbendingar um óvissu í efnahagslíf- inu, eins og fækkun ferðamanna og óvissa vegna kjarasamninga, létu á sér kræla. „Þá er einstaklingurinn mjög fljótur að hægja á sér í að fjár- festa í nýjum bíl. Það eru margar ástæður að baki,“ segir hún og nefnir þar að auki breytingar á mengunar- staðli vegna útblásturs bíla sem tóku gildi í Evrópu 1. september á síðasta ári. Segir hún að of lengi hafi verið óvissa í kortunum í of langan tíma um hvaða áhrif þær hefðu á verð bíla hér- lendis. Í ofannefndri árbók er sagt frá því að bensínknúnir bílar séu eftir sem áður í meirihluta, en að skráðum bensínbílum hafi þó fækkað milli ár- anna 2017 og 2018. Spurð um spurn eftir bílum knúnum umhverfisvænni orkugjafa segir María: „Við gerðum ráð fyrir samdrætti í okkar spám þeg- ar kom að bílasölu fyrir árið 2019. Þar vorum við að taka inn í að eftirspurn eftir umhverfisvænum bílum yrði meiri en framboðið sem myndi leiða til þess að einstaklingar biðu með end- urnýjun. Hins vegar gerðum við ekki ráð fyrir falli WOW air og að kjara- samningar myndu dragast svona lengi. Bílaframleiðendur eru nú að kynna mikið af nýjum umhverfis- vænum bílum sem verða í boði síðar á þessu ári og á því næsta og því teljum við að hægt verði að koma betur til móts við þessa eftirspurn.“ Áhætta í innflutningi Spurð um innflutning ein- staklinga á bílum, t.d. frá Evrópu, segir María að ekki séu stórar breyt- ingar þar. „Ef gengi krónunnar er hagstætt koma fleiri bílar þá leið en ef verð á bílum hér á landi er hagstætt nennir fólk ekki að standa í þessu. Það er áhætta fólgin í því að gera þetta sjálfur. Sem dæmi hefur það mikið verið í umræðunni að kílómetramælar bíla sem koma erlendis frá hafi verið skrúfaðir niður.“ Bílar eldast og færri nýir koma í staðinn Morgunblaðið/Hari Hækkar Meðalaldur bíla á Íslandi var 12,4 ár í lok árs 2018, sem er hækkun. 20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Íslenskastjórnkerfiðer þungt í vöfum, flókið og kostnaðarsamt. Ætla mætti að í 350 þúsund manna samfélagi gætu boðleiðir verið stuttar og kerfið einfalt, en sú er þó alls ekki raunin. Fjöldi sveitar- félaga gerir að verkum að óþarflega mikill kostnaður fer í yfirbyggingu. Í opinbera kerfinu er slíkur urmull af stofnunum að hætt er við að menn sundli við að skoða um- fangið. Hér á landi ætti ein- faldleiki að vera raunhæfara markmið en í milljónasam- félögum. Héðinn Unnsteinsson, sér- fræðingur í stefnumótun, sem vinnur hjá Capacent, skrifar grein í Morgunblaðið á mið- vikudag undir fyrirsögninni „Einfaldara Ísland“ þar sem hann fer yfir leiðir til að ein- falda þetta flókna kerfi og auka skilvirkni. Greininni fylgir skýringar- mynd eftir Rán Flygenring sem sýnir hvernig hann hefur í huga að einfaldað stjórn- kerfi gæti litið út. Héðinn rekur að í þessu lýðræðissamfélagi með 357 þúsund íbúa sé framkvæmda- valdinu skipt milli níu ráðu- neyta, sem hvert um sig taki sjálfstæðar ákvarðanir, auk 72 sveitarfélaga. Þar bætast við um 160 ríkisstofnanir, sem eru undir ráðuneytunum níu. Héðinn hefur starfað í stjórnkerfinu og í greininni segir hann að oft hafi hann komið heim af samráðs- fundum milli ráðuneyta, landshlutasamtaka, sveitar- félaga og ríkisstofnana og spurt sjálfan sig: „Hvernig í ósköpunum er hægt að ein- falda þetta kerfi?“ Svo heldur hann áfram: „Kerfi sem á að hafa það að markmiði að há- marka almannaheill fyrir það almannafé sem er til úthlut- unar. Hvernig má það vera að ráðuneytin vinna svona mikið í sílóum? Getur það verið að innan kerfisins séu ólíkir hóp- ar fólks að vinna að svipuðum málum án þess að vita mikið hver af öðrum?“ Í greininni segir Héðinn markmiðið með því að ein- falda stjórnkerfið þríþætt: „Í fyrsta lagi að bæta þjónustu við íbúa og færa hana nær þeim. Í annan stað að nýta þá tæpu 1.300 milljarða króna af almannafé sem við greiðum til samneyslunnar betur og að síðustu að einfalda og styrkja stjórnkerfi framkvæmda- valdsins.“ Íbúar landsins eru ekki margir og skattborgar- arnir enn færri. Þeirra er að halda samfélaginu gang- andi. Úr þeirra vösum koma pen- ingarnir, sem notaðir eru til að tryggja góðar samgöngur um allt land, leggja vegi og flugvelli og smíða hafnir, reisa og reka skólakerfið og sjá til þess að heilbrigðisþjón- ustan sé í lagi og öllum að- gengileg og borga fyrir lög- gæslu og slökkvilið. Eftir því sem minna fé er varið í yfir- bygginguna er hægt að setja meira í grunnstoðirnar. Tilhneiging allra kerfa er að þenjast út og ryðja sér til rúms. Þau vinna sjaldnast að því að leggja sig niður eða draga úr áhrifum sínum. Stofnanir reyna að finna sér ný verkefni, ekki að fækka þeim. Krafan um aukið eftirlit er viðvarandi og magnast í hvert skipti sem eitthvað fer úrskeiðis og gildir þá einu þótt jaðarkostnaðurinn við að auka eftirlitið fyrir fyrirtæki og almenning sé úr öllu sam- hengi við ávinninginn. Þar við bætist þrýstingurinn að utan vegna regluverks Evrópska efnahagssvæðisins. Þann þrýsting virðast margir eiga furðulega erfitt með að stand- ast og jafnvel telja að skamm- arlegt sé að reyna. Þá er hægt að fá mikinn ábata af því að fækka sveitar- félögum. Það myndi auðvelda þeim að gegna hlutverki sínu, veita íbúum þjónustu og gera þau sjálfbærari og öflugri í krafti stærðar. Stórt sveitar- félag er reyndar ekki ávísun á betri nýtingu almannafjár eins og stjórnarhættir í Reykjavík um þessar mundir bera vitni, en það ætti að vera reglan frekar en undantekn- ingin. Eitt mikilvægasta hlutverk stjórnmálamanna er að gæta þess hvernig farið er með al- mannafé og spyrna við fótum gegn útþenslu kerfisins. Gæta þess að skattfé sé nýtt þannig að ávinningurinn fyrir almenning sé áþreifanlegur. Um leið ber stjórnmálamönn- um skylda til að hafa varann á sér gagnvart öllu því, sem mun leiða til þess að kerfið þenjist út, hvort sem það er með nýjum stofnunum, flókn- ari umsýslu eða umfangs- meira eftirliti, þótt þeir virð- ist margir líta á það sem köllun sína að fara í hina átt- ina. Orð Héðins eru í tíma töl- uð og ættu reyndar að heyr- ast í tíma og ótíma. Einföldun stjórn- kerfisins og betri meðferð almanna- fjár eru grund- vallaratriði} Þungt í vöfum H vers vegna vill einhver vera pólitíkus? Margt fólk heldur að stjórnmálamenn séu allir eins, þeir hugsi fyrst og fremst um sjálfa sig, um sinn frama og hag sinna vina. Nú kynnist heimsbyggðin öll, þar með talið Íslendingar, stjórnmálamönnum sem sá efa og ótta í stað röksemda og stefnu. Stjórnmála- mönnum sem slá fram kenningum sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum, en segja að það sé skylda andstæðinga að afsanna dell- una. Þessir menn hafa eina skoðun í stjórn- arandstöðu, en aðra ef þeir komast í stjórn. Í stað þess að berjast fyrir réttlátara og betra samfélagi berjast þeir fyrir því einu að koma sjálfum sér í sviðsljósið og vonandi í valdastóla. Ímyndin skiptir miklu meira máli en innihaldið. Mestu máli skiptir að segja eitthvað hnyttið eða birtast á fallegri mynd. Margir stjórnmálamenn ráða ímyndarsmiði í þjón- ustu sína, en fáum dettur í hug að ráða hugmyndasmiði. Auðvitað hafa lýðskrumarar lengi verið til en nú hafa þeir aftur náð sviðsljósinu. Líka á Íslandi. Það er ekkert skrítið að Alþingi og stjórnmálin njóti lítillar virðingar. Tveir merkustu leiðtogar íslensku þjóðarinnar á 20. öld hafa talað um hvaða kostir ættu að prýða stjórnmálafor- ingja. Ólafur Thors var lengur formaður í Sjálfstæðisflokkn- um en nokkur annar og hafði lag á því að laga sig að breyttum aðstæðum. Hann sagði í samtali við danska blaðakonu: „Starf stjórnmálamannsins er fólg- ið í því að rétta fólki hjálparhönd og sjá um að duglegu fólki sé veitt tækifæri. … Góður stjórnmálamaður á að … taka sannleikann fram yfir lygina. Hann á að vera hugrakkur, vinnusamur og hafa hjartað á réttum stað. Og … helst ekki allt of heimskur. Hann verður að vita, að enginn vex af því að sitja í stól – heldur af því að vinna starf sitt.“ Geir Hallgrímsson var einn merkasti stjórn- málamaður 20. aldar, heiðarlegur hugsjóna- maður sem var í forystu hjá ríki og borg í ára- tugi. Hann sagði ungur í bréfi til félaga síns Ásgeirs Péturssonar, sem nú er nýlátinn: „[A]llt ber þetta að sama brunni, sá sem lofar mestu, fær mest fylgi, en auðvitað er það leiðin til glötunar. Stjórnmálamenn og flokkar verða að hafa hugrekki og dug til þess að segja þjóðinni að ekki sé allt hægt í einu og leiða henni fyrir sjónir að kröfupólitík sé ekki heillavænleg til lengdar. Ef stjórnmálaflokkur heima eða annars staðar hefur slíkt hugrekki mun hann áreiðanlega vinna þegar til lengdar lætur. Þótt segja megi að íslenska þjóðin hafi ekki viljað lækka dýrtíðina eða gera ráðstafanir í þá átt, þá má líka segja að forysta flokkanna hafi ekki vísað veginn, eins og þó er þeirra skylda og síðan að standa og falla með því.“ Það er at- hyglisvert að báðir leggja þeir áherslu á heiðarleika og hugrekki fram yfir skrum og tækifærismennsku. Pistill Helst ekki allt of heimskur Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. Benedikt Jóhannesson STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Enginn bleikur fólksbíll var ný- skráður á síðasta ári eftir að hafa loks- ins komist á lista árið þar á und- an. Þetta segir í ár- bók Bíl- greinasambandsins þar sem enn fremur er sagt frá því að litagleði í bifreiðakaupum sé enn ábótavant og að ríflega 65% allra bíla sem skráðir voru á síðasta ári hafi annað- hvort verið gráir eða hvítir að lit. Aðspurð segir María að bæði sé það íhaldssemi í Ís- lendingum sem þarna ráði för en einnig hagsýni kaupenda. Oft sé bæði auðveldara að fá bíla í vinsælli litum og einnig séu þeir auðveldari í endur- sölu. Enginn bíll bleikur í fyrra LITAGLEÐIN LÍTIL María Jóna Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.