Morgunblaðið - 27.07.2019, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 27.07.2019, Qupperneq 24
Fitore Berisha er myndlistarkona af albönskum ættum, sem hefur síðastlið- inn hálfan annan ára- tug búið á víxl í Reykjavík og Pristínu, höfuðborg Kosovo. Eins og margir landar henn- ar urðu Fitore og fjölskylda hennar ein af mörgum fórnar- lömbum hinnar grimmilegu borg- arastyrjaldar, sem geisaði á Balk- anskaganum við upplausn gömlu Júgóslavíu. Þetta var blóðugt borg- arastríð í bakgarði Evrópu. Serbneski herinn beitti grimmilegu ofbeldi við að brjóta á bak aftur sjálfsstjórn- arviðleitni Króata, Bosníumúslima og Albana í Kosovo, sem löngum hafa lotið serbneskum yfirráðum. Borgarastríð eru blóðugri en önn- ur stríð. Enn í dag er verið að grafa upp lík úr fjöldagröfum. Serbneski herinn fór rænandi, ruplandi og nauðgandi – sumir segja að með- vitað markmið hafi verið að útrýma með öllu Albönum í Kosovo. Kosovo- Albanar brugðust við með skæru- liðahernaði, þar sem einnig voru framin mörg grimmdarverk. Í öllum þessum blóðugu átökum voru það ekki síst konurnar sem urðu þolendur grimmilegra ofbeld- isverka og fjölda nauðgana. Fitore og fjölskylda hennar slapp ekki ósködduð frá þessum átökum. Kos- ovo hlaut að lokum sjálfstæði. En sár borgarastríðsins eru ekki gróin, og hryllingur stríðsreynslunnar vak- ir í minningum og særðum hugum þeirra sem lifðu af. Fitore og Kolfinna Baldvinsdóttir urðu nánar vinkonur, þegar Kol- finna starfaði á vegum stofnana sem kenndar eru við Soros og Olof Palme í Pristínu, ásamt fjölda ungs fólks frá Vestur-Evrópu, sem vann við leiðsögn, kennslu og uppbyggingu lýðræðislegrar stjórnsýslu á rústum hins gamla. Þegar Kolfinna flutti aftur heim til Íslands, fylgdi Fitore með og hef- ur síðan verið með annan fótinn á Ís- landi, þar sem hún hefur stundað kennslu og umönnunarstörf með- fram listsköpun sinni. Nú er Fitore aftur sest að í Pristínu, þar sem hún hefur slegið í gegn með verkum sín- um. Þar blasa við vegfarendum risa- stórar veggmyndir hennar, auk þess sem verk hennar hafa hlotið afar lof- legar umsagnir á myndlistarsýn- ingum. Það sem hér fer á eftir er stutt endursögn mín af umfjöllun Dafinu Halili um sýningu fimm listakvenna, sem nú stendur yfir í Pristínu. Daf- ina er margverðlaunuð blaðakona í Kosovo. Hún skrifar fyrir netmið- ilinn „K 2.0“ og hefur vakið sérstaka athygli sem fantagóður listgagnrýn- andi. „Þegar Fitore Berisha birtist í salnum vekur persóna hennar svip- uð viðbrögð og myndirnar á veggj- unum. Svartklædd frá hvirfli til ilja, með flaksandi hár og frumlega skartgripi – vekur hún strax athygli, rétt eins og andlitin og líkamsgern- ingarnir, sem renna úr pensli lista- konunnar út í málverkið. Bros henn- ar lýsir upp salarkynnin. En svo kemur hún okkur á óvart, þegar hún segir hálfflissandi: „Úff, ég er alveg búin á’ðí.“ Myndirnar á veggjunum lýsa and- litum sem eru þrungin reiði sem virðist vera í fullkominni andstöðu við frjálslegt fas og aðlaðandi fram- komu Fitore sjálfrar. Hún talar hratt og hefur frá mörgu að segja. Sögurnar eru endalausar, en oftar en ekki snúast þær um eitthvað sem vekur henni reiði. Hún er í uppreisn- arham – hvergi bangin. Sýningin heitir „vakniði“. Mynd- irnar eru ögrandi, þær kalla á við- brögð. Hvaðan kemur öll þessi reiði? Og sumir sem virða fyrir sér lista- konuna sjálfa, spyrja sjálfa sig í hug- anum: „Og hún sem er sjálf svo bros- mild og umfaðmandi?“ Hvernig getur þetta allt farið saman? „Ég hef alltaf freistað þess að lesa sálarlífið út úr andlitum fólks og svipbrigðum,“ segir hún. „Er ekki sagt að augun séu spegill sálar- innar? Svipbrigðin í andlitinu segja mér svo mikið um það sem er ósagt,“ segir hún. Að baki búa ólgandi tilfinningar. Örvæntingin fær ekki útrás í orðum. Hún starir á þig út úr málverkinu, beint í augun á þér. Og svo er eitt- hvað sem er alveg sérstakt við þetta tilfinningaumrót – þetta er allt svo ofur kvenlegt. Hingað til hefur saga og list okkar umsetna þjóðfélags borið hinn meitl- aða og harða svip karlmannsins. Það hefur verið svona alla tíð, allt frá því forfeður okkar fóru fyrst að skreyta veggina í hellum sínum. Hvar hljóm- ar rödd konunnar í tónlistinni? Hvar birtist sköpunarkraftur hennar í myndlistinni? Hér, loksins! – í verk- um Fitore og nýrrar kynslóðar kvenna sem setja sinn sterka svip á tjáningarform nýliðinnar sögu. Margar af myndum Fitore koma beint úr hennar eigin lífsreynslu. Þær ögra þér, af því að þær hlífa þér ekki. Þær vekja spurningar, af því að svörin liggja ekki fyrir. Þær lýsa reynslu hins uppreisnargjarna barns. Myndirnar lýsa brjóstum, sem aldrei voru djásn elskhugans, né nærðu varir hvítvoðungsins. Kona með horn – hið hyrnda kven- dýr – hvað táknar það? Reiði? Árás? Stríð – til varnar konunni? Listin er Fitore lausn, heilun hin- um hugsjúka sem enn ber örin eftir grimmd mannsins. „Sönn list er hinum þjáða lækn- ing.“ segir hún að lokum. Eftir Bryndísi Schram »Myndlistar- konan Fit- ore, fósturdóttir Íslands, slær í gegn í heima- landinu, Kosovo. Margar af myndum hennar koma beint úr hennar eigin lífs- reynslu. Bryndís Schram Höfundur hefur m.a. gegnt hlutverki leiklistargagnrýnanda. „Listin er lausnin …“ Listakona Fitore Alísdóttir Berisha er að slá í gegn í heimalandi sínu. Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 www.itr.is Hvar er næsta verkstæði? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.