Morgunblaðið - 27.07.2019, Qupperneq 26
26 MESSURá morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2019
ÁRBÆJARKIRKJA | Sumarhelgi-
stund kl. 11. Sr. Þór Hauksson þjónar.
Félagar úr kór Árbæjarkirkju leiða söng-
inn. Jón Gunnar Jóhannsson leikur á
bassa. Ingi G. Ingimundarson leikur á
trommur, Kristina Kalló Szklenár org-
anisti leikur á flygil. Kaffi og spjall eftir
stundina.
BÚSTAÐAKIRKJA | Kvöldmessa kl.
20. Tónlist í flutningi félaga úr kór Bú-
staðakirkju og Friðriks Vignis. Messu-
þjónar aðstoða. Prestur er Pálmi Matt-
híasson. Kvöldhressing eftir stundina.
DIGRANESKIRKJA | Pokémon GO
messa í Digraneskirkju kl. 11. Messan
er í umsjá Helgu Kolbeinsdóttur æsku-
lýðsfulltrúa og Helgu Magnúsdóttur. Að
messu lokinni verður boðið upp á pítsu
gegn vægu gjaldi (1.000 kr. fyrir full-
orðna, 500 kr. fyrir börn og hámark
3.000 kr. á fjölskyldu, hægt að greiða
með reiðufé eða millifærslu).
DÓMKIRKJA Krists konungs,
Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30
á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á
pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga
kl. 18, og má., mi. og fö. kl. 8, lau. kl.
16 er vigilmessa á spænsku og kl. 18
er vigilmessa.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr.
Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar
fyrir altari. Athugið að aðgengi fyrir
hreyfihamlaða er í gegnum skrúðhús,
þar er lyfta. Minnum á bílastæðin við
Alþingi.
GARÐAKIRKJA | Sameiginleg messa
Garða- og Bessastaðasóknar í Garða-
kirkju kl. 11. Organisti er Magnús
Ragnarsson, prestur er Hans Guðberg
Alfreðsson.
GRAFARVOGSKIRKJA | Kaffi-
húsamessa kl. 11. Séra Guðrún Karls
Helgudóttir prédikar og þjónar. For-
söngvari leiðir söng og organisti er Há-
kon Leifsson.
GRENSÁSKIRKJA | Messufrí vegna
sumarleyfa. Næsta messa er 11.
ágúst kl. 11. Bent er á guðsþjónustur í
Bústaðakirkju öll sunnudagskvöld í
sumar kl. 20.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti |
Helgistund kl. 20. Sr. Karl V. Matthías-
son leiðir helgistundina. Kirkjuvörður
er Lovísa Guðmundsdóttir, kaffisopi í
boði eftir helgistundina.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa
í Garðakirkju á Álftanesi kl. 11, gömlu
sóknarkirkju Hafnfirðinga. Vegna sum-
arleyfa er ekki messa í Hafnarfjarð-
arkirkju þennan sunnudag.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11.
Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og
þjónar fyrir altari. Hópur messuþjóna
aðstoðar. Félagar úr Mótettukór Hall-
grímskirkju syngja. Organisti er Kjartan
Jósefsson Ognibene. Ensk messa kl.
14 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnason-
ar. Alþjóðlegt orgelsumar: Tónleikar
laugard. kl. 12 og sunnudag kl. 17.
Isabelle Demers frá Kanada leikur.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11.
Séra Helga Soffía Konráðsdóttir pré-
dikar og þjónar fyrir altari. Undirleik
annast Oddur Sigmunds Báruson sem
einnig leikur einleik á gítar. Samskot
dagsins renna til Blindrafélagsins.
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Messa
fellur niður 28. júlí og 4. ágúst.
NESKIRKJA | Prjónamessa kl. 11.
Messan er hefðbundin en fólki er boð-
ið að koma með handavinnuna og
prjóna, hekla eða sauma í messunni.
Textar, sálmar og prédikun tengjast
þemanu og félagar í prjónahópi Nes-
kirkju aðstoða við messuna. Félagar úr
Kór Neskirkju leiða söng og prestur er
Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Litir
og blöð á staðnum fyrir yngri gesti.
Kaffihressing eftir messu.
SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédik-
ar. Félagar úr Kór Seljakirkju leiða
söng. Organisti er Helgi Hannesson.
Guðsþjónusta í Skógarbæ kl. 15.30.
Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédik-
ar.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Guðs-
þjónusta 28. júlí kl. 11. Sr. Skírnir
Garðarsson prédikar og þjónar fyrir alt-
ari. Lára Bryndís Eggertsdóttir leikur á
orgel. Í guðsþjónustunni mun Lene
langballe leika á cornetto.
ÞÖNGLABAKKI í Fjörðum | Messa
kl. 14. Húni II fer frá Akureyri kl. 8 og
kl. 10 frá Grenivík í fylgd gúmmíbáta
björgunarsveita sem ferja fólkið frá bát
að landi. Aðrir aka í Hvalvatnsfjörð og
ganga þaðan yfir í Þorgeirsfjörð. Sindri
Óskarsson, Sólveig Halla Kristjáns-
dóttir og Kristján Valur Ingólfsson ann-
ast messugjörðina. Gunnar Sigfússon
leikur á trompet, Benedikt Krist-
jánsson syngur einsöng og leikur á gít-
ar og fótstigið ferðaharmoníum, söng-
málastjóri þjóðkirkjunnar, Margrét
Bóasdóttir, stýrir söng.
Morgunblaðið/Sigurður ÆgissonSvínavatn, Austur-Húnavatnssýslu Auðkúlukirkja.
Orð dagsins:
Sjá, ég er með yður.
(Matt. 28)
Móttaka
aðsendra
greina
Morgunblaðið er vett-
vangur lifandi umræðu í
landinu og birtir aðsend-
ar greinar alla útgáfu-
daga.
Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar
eru vinsamlega beðnir að
nota innsendikerfi blaðs-
ins. Kerfið er auðvelt í
notkun og tryggir öryggi í
samskiptum milli starfs-
fólks Morgunblaðsins og
höfunda.
Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig
eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt
undir Morgunblaðsló-
góinu efst í hægra horni
forsíðu mbl.is. Þegar
smellt er á lógóið birtist
felligluggi þar sem lið-
urinn „Senda inn grein“
er valinn.
Í fyrsta skipti sem inn-
sendikerfið er notað þarf
notandinn að nýskrá sig
inn í kerfið. Ítarlegar leið-
beiningar fylgja hverju
þrepi í skráningarferlinu.
Eftir að viðkomandi
hefur skráð sig sem not-
anda í kerfið er nóg að
slá inn kennitölu notanda
og lykilorð til að opna
svæðið.
Hægt er að senda
greinar allan sólarhring-
inn.
Nánari upplýsingar
veitir starfsfólk Morgun-
blaðsins alla virka daga í
síma 569-1100 frá kl. 8-
18.
Er stærsti
framleiðandi
sportveiðarfæra
til lax- silungs-
og sjóveiða.
Flugustangir og
fluguhjól í úrvali.
Gott úrval af
fylgihlutum til
veiða stólar, töskur,
pilkar til sjóveiða,
spúnabox margar
stærðir, veiðihnífar
og flattningshnífar.
Abulon nylon
línur.
Gott úrval af kaststanga-
settum, fyrir veiðimenn
á öllum aldri, og úrval af
„Combo“ stöng og hjól til
silungsveiða, lax veiða og
strandveiða. Flugustanga sett
stöng hjól og lína uppsett.
Kaststangir,
flugustangir, kast-
hjól, fluguhjól, gott
úrval á slóðum til
sjóveiða. Lokuð
kasthjól.
Úrval af
flugustöngum,
tvíhendur og hjól.
Balance Lippa, mjög
góður til silungsveiða
„Original“
Fireline ofurlína, gerfi-
maðkur sem hefur reynst
sérstaklega vel,
fjölbreitt gerfibeita
fyrir sjóveiði og
vatnaveiða,
Berkley flattnings-
hnífar í úrvali og
úrval fylgihluta fyrir
veiðimenn.
Flugnanet, regnslár,
tjaldhælar, og úrval af
ferðavörum
Helstu Útsölustaðir eru:
Veiðivon Mörkinni
Vesturröst Laugavegi
Veiðiportið Granda
Veiðiflugur Langholtsvegi
Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi
Kassinn Ólafsvík
Söluskáli ÓK Ólafsvík
Skipavík Stykkishólmi
Smáalind Patreksfirði
Vélvikinn Bolungarvík
Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík
Kaupfélagi V-Húnvetninga Hvammstanga
Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki
SR-Bygginavöruverslun Siglufirði
Útivist og Veiði Hornið Akureyri
Veiðiríkið Akureyri
Hlað Húsavík
Ollasjoppa Vopnafirði
Veiðiflugan Reyðarfirði
Krían Eskifirði
Þjónustustöðvar N1 um allt land.Dreifing: I. Guðmundsson ehf.
Nethyl 1, 110 Reykjavík.
Nánari upplýsingar um þessar vörur má fá á eftirfarandi vefsíðum: www.purefishing.com - www.abugarcia.se - www.kuusamonuistin.fl - www.coghlans.com.
Þekktustu veiðivörumerkin eru seld í öllum
„Betri sportvöruverslunum landsins“