Morgunblaðið - 27.07.2019, Síða 29

Morgunblaðið - 27.07.2019, Síða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2019 Elsku mamma. Einhvern veg- inn þó maður viti hvert leiðin okk- ar allra liggur þá á maður aldrei von á því að manns nánustu og hvað þá hún mamma sem verið hefur mér svo mikilvæg í lífinu deyi. En hún elsku mamma mín lést á Landspítalanum hinn 11. júlí sl. eftir stutt veikindi. Þetta kom allt of snöggt og var ég engan veg- inn tilbúin að kveðja. Þegar kemur að því að eiga að segja í örfáum orðum eitthvað um hana mömmu þá er vandi að velja; á ég að segja frá æskuminningum eða kannski hvað við höfðum það oft skemmtilegt síðustu árin og sérstaklega þegar hún kom í heimsókn til okkar Þráins og Ást- rósar Mirru út til Noregs? Kannski skemmti hún sér alltaf vel hjá okkur, því að þá var hún í útlöndum, en henni fannst mjög gaman að ferðast og gerði mikið af því þrátt fyrir að tala ekkert ann- að tungumál en íslensku. Ein af mínum bestu minningum síðustu árin er þegar systur mínar tvær komu með mömmu út til Noregs og við vorum allar fjórar saman í nokkra daga í sól og blíðu og dásamlegum félagsskap. Við mamma gátum setið og heklað borðtuskur með rússahekli og spjallað heilu og hálfu dagana um allt og ekkert en auðvitað var alltaf gaman að fara aftur í tímann og rifja upp gamlar minningar. Ein af þeim minningum er mín fyrsta utanlandsferð til London með mömmu og systrum hennar þegar ég var aðeins 11 ára gömul. Að vera í útlöndum með mömmu og fá að kaupa fullt af fötum og fara út að borða var aldeilis upp- lifun fyrir mig. En þetta var líka fyrsta utanlandsferðin af mörgum sem mamma fór í. Mamma var töffari og kallaði ekki allt ömmu sína. Hana langaði alltaf í tattú og við töluðum um að fara saman einhvern daginn. Mamma lét ekki verða af því en ég er komin með mitt fyrsta tattú og fæ mér kannski annað fyrir mömmu. Einnig langaði mömmu alltaf að keyra mótorhjól en lét ekki verða af því heldur þar sem hún var kannski orðin of fullorðin þegar hún talaði um þetta til að geta gert það að alvöru. Tvisvar hefur mamma flutt frá mér, í fyrra skiptið þegar ég var kornung og nýbyrjuð að búa í Vestmannaeyjum en þá flutti mamma frá Eyjum til Reykjavík- ur. Ég þurfti oft á henni á að halda þá en lærði fljótt að síminn var betra en ekkert til að fá leiðbein- ingar um margt sem ég átti eftir að læra í lífinu. Hitt skiptið er núna. Ég mun núna samt bara finna mína leið til að halda áfram að fá leiðbeiningar frá henni því aldrei hættir dóttir að þurfa á mömmu sinni að halda. Elsku mamma, ég á erfitt með að trúa því að ég sjái þig ekki aftur og erfitt finnst mér að sjá hana ömmu og mömmu þína syrgja þig. Því þótt hún sé að verða 100 ára þá er það bara þannig að enginn á að sjá á bak barninu sínu yfir móðuna miklu. Þín dóttir, Kristín Jóna. Auður Anna Konráðsdóttir ✝ Auður AnnaKonráðsdóttir fæddist 28. desem- ber 1940. Hún lést á Landspítalanum 11. júlí 2019. Foreldrar Auðar voru Laufey Sigríð- ur Karlsdóttir, sem lifir dóttur sína, og Konráð Guðmunds- son, sem lést árið 2007. Auður lætur eftir sig fimm börn, ellefu barnabörn og tvö langömmubörn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hún mamma mín er látin eftir stutt veikindi, en hún greindist með krabbamein í októ- ber sl. Þó að vitað væri í hvað stefndi þá er maður aldrei tilbúinn fyrir loka- kveðjuna. Ég bjó bara fyrstu 7 árin mín hjá henni mömmu en þá skildu foreldrar mínir. Fyrstu 3 árin eftir það bjó ég hjá móðurafa mínum og ömmu en svo hjá honum pabba. Ég á samt margar góðar minningar um hana mömmu bæði frá þeim árum sem ég bjó hjá henni en einnig eftir það. Ein af mínum sterku æsku- minningum er hvað mér fannst alltaf lyktin af henni mömmu góð. Eftir að foreldrar mínir skildu þá vann mamma á tímabili sem ráðskona í Þorlákshöfn og áttum við systurnar mjög góðan tíma með henni þar í leik og spjalli og tölum við enn um þann besta felu- leik lífs okkar sem átti sér stað þar og mamma brilleraði í að finna góða felustaði fyrir okkur. Mamma átti alltaf fallegt heim- ili og það skipti hana miklu máli að hafa það fallegt og snyrtilegt. Mamma hafði sérstaklega mikið dálæti á fallegum kristal og hef ég fengið þann áhuga frá henni ásamt dætrum mínum, enda þeg- ar ég horfi á kristal þá minnir það mig alltaf á mömmu. Síðustu árin höfum við mamma orðið meiri vinkonur en við vorum áður og átt mjög margar góðar stundir þegar ég kom til hennar frá Vestmannaeyjum í helgar- heimsóknir. Við gátum setið allan daginn og spjallað um allt og ekk- ert, en einnig elskaði hún að ég færi út í búð að kaupa ný föt fyrir hana þegar heilsan hjá henni leyfði henni ekki að fara sjálfri. Mamma tengdist hundinum mínum honum Zorro alltaf dáldið og þegar Zorro fór að veikjast á sama tíma og hún sagði hún gjarn- an við mig, ætli við Zorro fylgj- umst ekki að sem og var, því ein- ungis 2 vikur voru á milli þeirra. Elsku mamma, ég sakna þín. Þín dóttir, Konný. Þegar einhver fellur frá fyllist hjartað tómi en margur síðan mikið á í minninganna hljómi. Á meðan hjörtun mild og góð minning örmum vefur þá fær að hljóma lífsins ljóð lag sem tilgang hefur. Ef minning geymir ást og yl hún yfir sorgum gnæfir því alltaf verða tónar til sem tíminn ekki svæfir. (Kristján Hreinsson) Elsku mamma mín. Ferðalag- inu okkar saman er lokið í bili. Nú eruð þið pabbi aftur komin á sama stað eftir nokkurra ára aðskilnað. Veit það gleður ykkur bæði, þú hefur saknað hans svo mikið síðan hann kvaddi okkur. Þótt við höfum báðar vitað undanfarna mánuði í hvað stefndi þá er það óendanlega sárt að vera búin að kveðja þig. En líklega er maður aldrei tilbúinn að kveðja móður sína alveg sama hversu gamall maður er. Ég er þakklát fyrir tímann sem við áttum saman og vona að þú kveðjir sátt. Sér- staklega þakklát er ég að hafa get- að staðið við bakið á þér síðustu mánuði og stutt þig af fremsta megni í veikindum þínum og verið hjá þér á lokastundu. Ég elska þig af öllu hjarta elsku mamma mín og sakna þín óend- anlega mikið. Góður guð geymi ykkur pabba. Þangað til næst. Þín dóttir, Klara Hrönn. Þá hefur elskuleg tengdamóðir mín verið lögð til hinstu hvílu í Grafarvogskirkjugarði. „Hvað ert þú að gera hér?“ sagði hún þegar ég hitti hana fyrst. Þá var hún að koma á sunnudegi í heimsókn til dóttur sinnar en það var ég sem opnaði fyrir henni þennan morgun á nátt- sloppnum hennar Kristínar og frekar syfjulegur. Utan við dyrnar stóð þessi kona sem ég hafði aldrei séð fyrr og starði á mig. Ég varð hálfhvumsa við þessa spurningu svona eldsnemma morguns, svar- aði henni engu en hleypti henni inn og hraðaði mér upp til Krist- ínar sem var hálfsofandi og sagði: „Ég held að mamma þín sé komin í heimsókn.“ Þetta voru mín fyrstu kynni af Auði og árið var 1982 og aðeins byrjunin á okkar vinskap. Auður var vinnuþjarkur og vann með manni sínum við hellu- lagnir fyrir utan að sjá um heimili þeirra. Ég var þá að vinna hjá bænum, aðeins 17 ára gamall, við að slá fótbolltavellina og fleira. Fljótlega fór ég svo að vinna með þeim hjónakornum við hellulagn- ingar og þá náði ég að kynnast henni og þeim betur. Við Kristín fórum svo að búa saman og Auður kom oft í heimsókn bara til að tékka á okkur. Ég náði nú oftast að láta hana hlæja með einhverj- um kjánalátum af minni hálfu og ég minnist vatnsstríðsins í Dalsel- inu, en bræður Kristínar höfðu fengið rosaflottar vatnsbyssur í sumargjöf. Þessar byssur voru svo notaðar í mesta vatnsstríði sem haldið hefur verið í Selja- hverfinu þar sem allir sprautuðu á alla. Auður lagði mig í einelti sem ég svaraði af fullum krafti og allir skemmtu sér vel og urðu vel blaut- ir. Ég gæti rifjað upp margt frá þessum þrjátíu og sjö árum sem ég þekkti hana Auði og mörgum góðum minningum höldum við eft- ir og minnumst Auðar af hlýjum hug. Elsku tengdamamma, þú varst tekin frá okkur alltof snemma en ég óska þér góðrar ferðar í sum- arlandið og bið þig að skila góðri kveðju á alla þá góðu engla sem við þekkjum þar. Þinn tengdasonur, Þráinn Óskarsson. Nú er bjartasti tími ársins og náttúran skartar sínu fegursta. Blómin anga litfögur og hýr. Þá var það að lit og blöð niðurlagði og mannlíf endaði skjótt. Elsku Auður mágkona mín lést eina fagra sumarnóttina eftir stutta en snarpa banalegu. Hver mun nú hringja í mig og spyrja: Hvernig ertu í hendinni? Hvernig er augað? Við hringdum oft hvor í aðra og skiptumst á sjúkrasögum og batahorfum. Þær voru misgóðar en alltaf var ein- hver von nema undir það síðasta hjá Auði. Hún bar þrautir sínar og lífsvon af undraverðu æðruleysi. Við upplýstum hvor aðra um hagi fjölskyldunnar, stórtíðindi af ýmsu tagi og alltaf kvöddumst við eftir gott spjall léttari í bragði. „Þangað til næst“ sögðum við en nú verður ekkert næst. Oft hef ég þessa daga ætlað að taka upp tólið og hringja. Auður var sterk og dugleg kona, atorkusöm svo um munaði og hreinskiptin með eindæmum. Oft var það svo að ekki kunnu allir að meta hreinskilni hennar og móðguðust. Hún var fljót að fyr- irgefa og erfði ekki neitt við nokk- urn mann. Nú er komið að leiðarlokum. Við Heimir bróðir hennar þökkum samfylgdina og vináttuna, ég í 47 ár en hann alla sína ævi. Börnum hennar, tengdabörn- um og afkomendum öllum flytjum við samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að vaka yfir þeim, styrkja og styðja. Far þú í friði friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Eyrún og Heimir Konráðsson. Sálm. 6.3 biblian.is Líkna mér, Drottinn, því að ég er magnþrota, lækna mig, Drottinn, því að bein mín tærast af ótta. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, RAGNAR JÓN JÓNSSON, lést á Vífilsstöðum þriðjudaginn 23. júlí. Hilmar Ragnarsson Jón G. Ragnarsson Guðrún H. Ágústsdóttir Ágúst Ragnarsson Bergljót Benónýsdóttir Bjarni Ó. Guðmundsson Þórdís K. Einarsdóttir Ólafur Ragnarsson Guðbjörg Pétursdóttir Ragnar H. Ragnarsson Katrín Ragnarsson Heiðrún Ragnarsdóttir Ragnar F. Magnússon barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BÁRA GUÐMUNDSDÓTTIR, til heimilis að Túngötu 2, Eskifirði, lést á hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð miðvikudaginn 24. júlí. Jóhanna Káradóttir Jónas Wilhelmsson Árni Ólason Linda Kristinsdóttir Ragnar Ólason Anna Sveinbjörnsdóttir Matthildur Óladóttir Harpa Óladóttir Sigurður Lárusson Anna Magnúsdóttir Guðmundur Ólason Elín Hauksdóttir Hulda Óladóttir Andrés Steingrímsson Þórey Óladóttir Marjan Cekic Erla Óladóttir Davíð Helgason Alda Óladóttir Haraldur Harðarson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær systir okkar, mágkona og frænka, SIGRÍÐUR ÓSK JÓNSDÓTTIR, Blikaási 1, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 22. júlí. Útför hennar fer fram frá Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði föstudaginn 16. ágúst klukkan 13. Hansína Kolbrún Jónsdóttir Gunnar Már Gíslason Kristinn Jónsson Sigurlaug Bjarnadóttir Guðrún Halla Jónsdóttir og fjölskyldur Okkar ástkæri sambýlismaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, RÓSMUNDUR GUÐMUNDSSON múrari, ættaður frá Urriðaá í Miðfirði, V-Húnavatnssýslu, lést á Landspítalanum föstudaginn 5. júlí. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðný Þóra Böðvarsdóttir Eyjólfur Rósmundsson Elísabet Rósmundsdóttir Páll Viðar Jensson Unnur Rósmundsdóttir Gissur Jónsson Díana Sigurðardóttir Hörður Svavarsson afabörn og langafabörn Okkar ástkæri og yndislegi, SIGURÐUR MAGNASON, læknir, lést á bráðamóttöku LSH, Fossvogi sunnudaginn 21. júlí. Útförin verður auglýst síðar. María Sigurðardóttir Lilja Sigurðardóttir Magni Hjálmarsson Anna Lilja Sigurðardóttir Signý Sæmundsen Borgar Magnason Ástkær eiginmaður minn og faðir, HELGI ÞÓR GUÐMUNDSSON rafeindavirki, Stakkhömrum 9, Reykjavík, lést á Vífilsstöðum miðvikudaginn 17. júlí. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 31. júlí klukkan 15. Salóme Guðný Guðmundsdóttir Auður Helgadóttir Elskuleg móðir, tengdamóðir og amma, CARMEN RUTH VERNHARÐSDÓTTIR, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hólmavík sunnudaginn 14. júlí. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Aðstandendur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.