Morgunblaðið - 27.07.2019, Page 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2019
✝ Elín HalldóraHalldórsdóttir
fæddist á Neðri-
Dálksstöðum á
Svalbarðsströnd
hinn 16. febrúar
1933. Hún lést á
Lögmannshlíð 2.
júlí 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Kristjana
Vilhjálmsdóttir, f.
25. maí 1903, og
Halldór Albertsson, f. 18. júlí
1902. Elín var yngst af þremur
systrum. Einnig átti hún einn
bróður; Björn, sem fæddist 11.
október 1926 en lést aðeins átta
mánaða gamall. Systur hennar
voru Hulda, f. 1928, og Krist-
jana Ingibjörg, f. 1930.
Elín var tvígift. Fyrri maður
hennar var Óttar Ketilsson, f.
Maríu, Ilonu og Lisu, auk þess
að hafa átt Petru Rut sem lést
aðeins sex mánaða gömul og
Atla sem fæddist andvana. 5)
Hólmfríður Berglind, f. 1973,
gift Guðmundi Má Guðmunds-
syni og á tvö börn; Þorstein
Björn og Maríu Kristínu.
Auk þeirra átti Elín fjögur
stjúpbörn: 1) Stefán Karl Þor-
steinsson, f. 1949, d. 2006, hann
átti tvö börn; Hrafn og Völu
Björk. 2) Sigríði Þorsteins-
dóttur, gift Guðlaugi Jónssyni
og á þrjú börn; Valdísi, Hildi og
Bjarna Má, auk þess að hafa átt
Jennýju Báru sem lést aðeins
fimm ára gömul. 3) Jón Grétar
Þorsteinsson, kvæntur Maríu
Ásgrímsdóttur og á þrjú börn;
Þorstein, Ásgrím Örvar og
Katrínu. 4) Sigurlaugu Þor-
steinsdóttur Benfield, gift Andy
Benfield og á þrjár dætur;
Jenny, Juliu og Helenu Völu.
Elín átti 11 barnabarnabörn
og þrjú barnabarnabarnabörn.
Útför Elínar fór fram 5. júlí
2019 í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
1927, og seinni
maður hennar Þor-
steinn Björn Jóns-
son, f. 1925. Þeir
eru báðir látnir.
Börn Elínar eru:
1) Kristjana, f.
1951, sem á þrjú
börn; Karl, Elínu
Halldóru og Haf-
dísi, sambýlis-
maður Kristjönu er
Rúnar Karlsson. 2)
Halldór, f. 1957, kvæntur Lovísu
Guðjónsdóttur og á tvær dætur;
Örnu Berglindi og Kristínu
Heiðu. 3) Hólmkell, f. 1961,
kvæntur Kristínu Sóleyju Sig-
ursveinsdóttur og á hún tvö
börn; Svein og Huldu. 4) Þórir, f.
1964, kvæntur Alyonu Saievych,
á sex börn og fósturbörn; Alex-
ander, Elínu, Diamon, Ásdísi
Elsku mamma, hafðu þakkir
fyrir allt og allt.
Ó, mamma mín, nú leiðir skilja að sinni,
og sorgartárin falla mér á kinn,
en hlýjan mild af heitri ástúð þinni,
hún mýkir harm og sefar söknuðinn.
Í mínum huga mynd þín skærast ljómar,
og minningin í sálu fegurst ómar.
Þú móðir kær þér aldrei skal ég gleyma,
þinn andi fylgi mér á lífsins strönd.
Ég vil í hjarta heilræðin þín geyma
og halda fast í Drottins styrku hönd.
Með huga klökkum kveð ég góða
móður.
Ó, mamma mín, þú lífs míns stærsti
sjóður.
(Árni Gunnlaugsson)
Saknaðar- og þakkarkveðjur,
Halldór.
Elsku mamma, mikið á ég eftir
að sakna þín. En þú sást til þess, á
meðan þú lifðir, að skapa með
mér ótal margar góðar minningar
sem munu hlýja mér um hjarta-
ræturnar um ókomin ár. Þú
kenndir mér svo ótal margt og
varst alltaf til staðar fyrir mig
þegar ég þurfti á þér að halda.
Fyrir það verð ég eilíflega þakk-
lát. Ég fékk að njóta þín í tæplega
46 ár, sem var nánast upp á dag
tvöfaldur sá tími sem ég fékk að
njóta pabba. Þú varst mér því
bæði sem móðir og faðir seinni
helming okkar ára saman og
stóðst þig með prýði í því eins og
öðru, enda gekkstu í öll verk og
kunnir margt. Heilsan var þó að
stríða þér í allt of langan tíma og
vissulega breytti það miklu varð-
andi getu þína til margra verka
og minnkaði lífsgæði þín mikið,
sérstaklega síðustu árin. Engu að
síður var alltaf stutt í gleðina hjá
þér þegar við spjölluðum saman.
Enginn hefur náð að hvetja mig
og hressa eins og þú hefur gert í
öll þessi ár. Mér leið alltaf svo vel
í kringum þig og því var sérstak-
lega gaman að heimsækja þig eða
fá þig í heimsókn, en seinni árin
fórstu ekki mikið út fyrir Akur-
eyri.
Lífið var oft erfitt hjá þér og
aðstæður snúnar en með þraut-
seigju þinni og dugnaði komstu í
gegnum þetta allt saman og gafst
ekki upp. Ég efast þó ekki um að
þú hefðir kosið að hafa hlutina
auðveldari stundum. Lífið mark-
ar fólk og þú bjóst að mikilli lífs-
reynslu fyrir vikið. Það var þessi
lífsreynsla sem gerði þér m.a.
kleift að skilja lífið á dýpri hátt en
margir gera, sem var líklega ein
af ástæðum þess hve gaman var
að tala við þig um lífið og til-
veruna. Okkar spjall fór meira
fram í síma en með samveru í
seinni tíð, þar sem við bjuggum
hvor í sínum landshlutanum og
stundum hvor í sínu landinu.
Þessa daga síðan þú kvaddir okk-
ur hef ég oft hugsað um að nú
myndi ég hringja í þig ef þú værir
enn á lífi og það verður eflaust
þannig áfram. Ég mun í staðinn
hugsa til þín í sumarlandinu og
vona að þér líði vel þar með pabba
og öðrum ástvinum sem komnir
eru þangað. Þú varst svo tilbúin
að fara þangað og þess vegna er
aðeins auðveldara að kveðja þig.
Megi þér líða sem best þar sem
þú ert, elsku mamma, það skiptir
mig mestu máli.
Elsku mamma, takk fyrir allt,
ég mun alltaf elska þig og sakna
þín óendanlega mikið.
Þín dóttir,
Hólmfríður Berglind.
Margs er minnast um ömmu á
Grenó eins og við systkinin köll-
uðum hana enda áttu hún og afi
svo lengi heima á Grenivöllum á
Akureyri.
Mér fannst alltaf gaman að
koma til hennar og afa á Grenó.
Leika í snjónum og þá sérstak-
lega hoppa frá bílskúrsþakinu
niður í snjóinn, hitta Hófí frænku
og finna að við vorum alltaf vel-
komin.
Mér er minnisstætt að þegar
Þórir frændi var að hengja út
þvottinn fylgdist hún grannt með
honum svo hann myndi nú gera
þetta almennilega. En ekki var
það svo, þar sem hann hengdi upp
brjóstahaldarann eins og þú vær-
ir að fara í hann.
Eitt fannst mér samt ekki
gaman og það var að fara með
ömmu og mömmu í berjamó.
Ekki máttum við bara sitja og
háma í okkur berin heldur átti að
tína og tína. Svo mátti njóta góðs
seinna með berjum, rjóma og
sykri.
Mér leið alltaf vel á Grenó og
fannst svolítið skrítið þegar
amma og afi minnkuðu við sig, en
sem betur fer fóru þau ekki langt.
Þau fóru bara í næsta hús en þá
tilheyrðu þau allt í einu Norður-
götunni.
Ég fann alltaf fyrir mikilli
væntumþykju í minn garð frá
ömmu minni. Fann ég það líka í
seinni tíð hvað hún var ánægð
með manninn minn og son okkar.
Hún var sérstaklega ánægð
með minn mann þegar hann kom
einu sinni til hennar og fékk hana
til að kenna sér á saumavélina,
enda var amma mikil handa-
vinnukona.
Eftir að við fjölskyldan flutt-
umst til Noregs fylgdist ég með
ömmu úr fjarlægð og aldrei
gleymdi hún að hringja í mig á af-
mælisdaginn enda giftu þau afi
sig daginn áður en ég fæddist og
voru þessir dagar minnisstæðir
fyrir hana.
Amma var búin að bíða lengi
eftir að fá að komast í drauma-
landið til afa og varð henni að ósk
sinni þriðjudaginn 2. júlí síðastlið-
inn.
Ég kveð þig núna, amma mín,
með þökk fyrir allt og minning
þín lifir í hjörtum okkar.
Kveðja, nafna þín
Elín Halldóra (Ella Dóra)
og fjölskylda í Bergen.
Elsku amma, þú varst alltaf
svo ljúf og góð við okkur. Það var
bæði gott að koma til þín og fá þig
í heimsókn til okkar. Oftast hitt-
umst við þó á Akureyri í íbúðinni
þinni á Mýrarveginum. Ekki
vantaði kökur og góðgæti á borð-
in handa okkur, enda varstu sér-
staklega gestrisin og lést okkur
ávallt líða vel þegar við komum.
Ekki vantaði heldur sögurnar frá
því í gamla daga, sem hafa kennt
okkur mikið um það hve mikið líf-
ið hefur breyst frá því að þú varst
ung kona. Við gátum meira að
segja gert skólaverkefni út frá
þinni þekkingu frá þínum yngri
árum. Það eina sem þurfti var eitt
símtal og þú gast komið með
hafsjó af fróðleik og sögum. Þú
varst hæfileikarík í ýmsum list-
um. Þú málaðir á postulín, skarst
út í tré og fékkst við alls konar
aðra handavinnu. Við fengum að
njóta þessara hæfileika, því þú
kenndir okkur báðum að prjóna
um það leyti sem við byrjuðum í
grunnskóla.
Elsku amma, takk fyrir allt.
Við eigum eftir að sakna þín mik-
ið.
Þín barnabörn,
Þorsteinn Björn og
María Kristín.
Nú þegar elskuleg frænka okk-
ar hefur fengið langþráða hvíld-
ina langar okkur að minnast
hennar með nokkrum orðum.
Alltaf var hún jafn myndarleg
og allt í kringum hana fínt og fal-
legt.
Þegar við fjölskyldan fórum í
heimsókn í Árbæ að hitta frænd-
fólkið var alltaf tekið á móti okkur
með þéttu faðmlagi og brosi sem
einkenndi hana alla tíð og góði
maturinn hennar gleymist seint.
Ella frænka var fróðleiks-
brunnur sem maður gat gengið í,
hún kunni margar sögur frá
gamla tímanum: vísur, sönglög og
texta enda var hún alltaf í kór
meðan heilsan leyfði. Heimsóknir
okkar urðu fleiri eftir að hún flutti
á Mýrarveginn. Hún var alltaf
þakklát fyrir komu okkar en við
höfðum ekki síður ánægju af að
hitta hana.
Kæra móðursystir, hafðu þökk
fyrir allt og við sendum myndar-
lega hópnum hennar samúðar-
kveðjur.
Hólmfríður og Ingibjörg
Hreinsdætur.
Elín Halldóra
Halldórsdóttir
✝ Þórgunnur Ey-fjörð Péturs-
dóttir fæddist í
Grindavík 15. apríl
1970. Hún lést á
gjörgæsludeild
LSH í Fossvogi 12.
júlí 2019.
Foreldrar henn-
ar eru Ása Guðrún
Johansen, f. 5. apr-
íl 1953, og Pétur
Eyfjörð Þórgunn-
arson, f. 25. febrúar 1947.
Systkini Þórgunnar eru Arn-
þór, f. 1968, Jóhann Axel, f.
1973, Helgi Friðrik, f. 20. maí
1975, d. 17. febrúar 1985, Jen-
nie, f. 1983, og Anthony, f.
1986.
Þórgunnur var í
sambúð með Frið-
riki Frey Flosa-
syni, f. 23. apríl
1977, og eignuðust
þau drenginn Pét-
ur Eyfjörð, f. 18.
apríl 2008.
Þórgunnur ólst
upp á Grenivík í
föðurhúsum. Hún
stundaði nám við
VMA og þaðan lá
leiðin í líffræði við Háskóla Ís-
lands. Þórgunnur bjó í Reykja-
vík ásamt syni sínum Pétri Ey-
fjörð þegar hún lést.
Útför Þórgunnar fer fram
frá Grenivíkurkirkju í dag, 27.
júlí 2019, klukkan 11.
Við hittum Þórgunni fyrst
haustið 1997 þegar við hófum nám
í líffræði við Háskóla Íslands. Við
komum hvert úr sinni áttinni, flest
nýskriðin úr framhaldsskóla á
meðan lífsreynslan var meiri hjá
öðrum. Þórgunnur átti örlítið
fleiri ár að baki en flest okkar, ár
sem þó virtust hafa skilað henni
visku heillar mannsævi.
Það tók ekki langan tíma að
kynnast elsku Þórgunni því þar
var á ferðinni brosmild og hlý
manneskja sem var vingjarnleg
við alla. Hún varð fljótt góður fé-
lagi í hópnum enda dró hún að sér
fólk með skemmtilegum húmor og
smitandi hlátri. Hún skemmti
okkur til dæmis með sögum af
pönkaranum Þórgunni og það var
ljóst að þó að hanakamburinn
hefði fengið að fjúka þá leyndist
enn pönkari inn við beinið. Í Þór-
gunni sameinuðust ótalmargir
kostir. Hún var fyrst og fremst af-
skaplega blíður töffari, hörkudug-
leg og fordómalaus. Bros og hlát-
ur voru hennar einkenni og
lífsgleðin hreinlega skein af henni.
Við leik og störf eyddum við
saman þremur árum á Grensás-
vegi 12 þar sem líffræðiskor var
staðsett. Á þremur árum varð
sundurleitur hópur að fjölskyldu,
Grensásfjölskyldunni okkar. Þó
að samskiptin hafi minnkað að
námi loknu og samverustundirnar
orðið fáar eða jafnvel engar eru
gömul tengsl enn til staðar. Við
sorgarfréttirnar um fráfall Þór-
gunnar er ljóst að slík tengsl varð-
veitast í öllum sameiginlegu minn-
ingunum sem streyma fram þegar
við hugsum til góðrar vinkonu. Við
sendum fjölskyldu Þórgunnar
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Fyrir hönd samnemenda úr líf-
fræðinni:
Anna Halldórsdóttir
og Sesselja Guðrún
Sigurðardóttir.
Þórgunnur Eyfjörð
Pétursdóttir
Með innilegri þökk fyrir þann hlýhug og
stuðning sem okkur var sýndur vegna
útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður
okkar, afa og langafa,
JENS INGA MAGNÚSSONAR
bifreiðastjóra,
Merkigerði 10,
Akranesi,
sem lést 25. júní. Guð blessi ykkur öll.
Anna Hannesdóttir
Unnar Eyjólfur Jensson
Anna Rós Jensdóttir
Guðjón Ingi Jensson
Garðar Kristinn Jensson
barnabörn og barnabarnabörn
Hugheilar þakkir fyrir vinsemd og samúð
við andlát og útför föður okkar og
tengdaföður,
BÖÐVARS JÓNSSONAR,
Miðtúni 7, Reykjavík.
Jón Einar Böðvarsson
Björn Böðvarsson
Árni Böðvarsson Bozena Zofia Tabaka
Hjartans þakkir til allra þeirra sem vottuðu
okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför elsku
KRISTÍNAR JÓNASDÓTTUR,
fyrrverandi flugfreyju
og forstöðukonu.
Valdimar Örnólfsson
synir og fjölskyldur
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð,
hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar
ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
ÁSGEIRS PÉTURSSONAR,
fv. sýslumanns og bæjarfógeta.
Guðrún Ásgeirsdóttir
Ingibjörg Ásgeirsdóttir
Sigríður Ásgeirsdóttir Þórður Kristinsson
Pétur Ásgeirsson Jóhanna Gunnarsdóttir
Andrés Pétur Rúnarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móður-
systir mín Stebba
frænka er fallin frá.
Vil ég þakka að
hafa átt með henni
skemmtilegar og fróðlegar stundir
því Stebba gaf mikið af sér til allra.
Hún var með eindæmum list-
ræn í sköpunarverkum sínum sem
unaður var að, má þar nefna
nostrið í garðinum og öll þau lista-
verk sem hún skapaði í höndunum
sem prýða mörg heimili og á ég
verk eftir hana sem mér þykir
mikið vænt um.
Stebba fór með ljóð og sögur
með sinni leikrænu tjáningu sem
hefði sómt sér á sviði stóru leik-
húsanna.
Á réttardag í sveitinni komu
Stebba og Sverrir nokkrum sinn-
um, eitt sinn tók hún sig til og fór
með brot úr Gullna hliðinu.
Tilþrifin og sagan er Stebba lék
gleymast seint. Allir að horfa á
frænku í gervi Guddu með sálina
hans Jóns míns í poka og pokinn
flaug inn um hliðið með lófaklappi
allra.
Stefanía Ragn-
heiður Pálsdóttir
✝ Stefanía Ragn-heiður Páls-
dóttir fæddist 31.
janúar 1931. Hún
lést 14. júlí 2019.
Útför hennar fór
fram 25. júlí 2019.
Stebba og Sverrir
voru dugleg að koma
á Vatnsleysu. Alltaf
var eitthvað í poka
handa öllum og átt-
um við margar góð-
ar stundir saman.
Eitt áttum við
sameiginlegt; brúð-
kaupsdag. Við gift-
um okkur á afmæl-
isdegi Guðrúnar
móður minnar, syst-
ur Stebbu; þau á 30 ára afmæl-
isdegi hennar og við á 70 ára af-
mælisdegi hennar.
Elsku glæsilega frænka, Stef-
anía Ragnheiður, með fallega bros-
ið og krullaða rauða hárið sitt, verð-
ur alla tíð í huga okkar. Geymdar
stundir en ekki gleymdar.
Vottum okkar innilegustu sam-
úð, kæri Sverrir og fjölskylda, við
fráfall merkrar ættmóður. Bless-
uð sé minning hennar.
Ó, blessuð vertu sumarsól,
er sveipar gulli dal og hól
og gyllir fjöllin himinhá
og heiðarvötnin blá.
Nú fossar, lækir, unnir, ár
sér una við þitt gyllta hár.
Nú fellur heitur haddur þinn
um hvíta jökulkinn.
(Páll Ólafsson)
Sigríður Egilsdóttir
og fjölskylda.