Morgunblaðið - 27.07.2019, Page 31

Morgunblaðið - 27.07.2019, Page 31
Saksóknarfulltrúar Brennur þú fyrir lögfræðilegum áskorunum, krefjandi verkefnum og skemmtilegum vinnustað. Við leitum að tveimur framúrskarandi lögfræðingum í störf saksóknarfulltrúa hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Frekari upplýsingar um starfið Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Stéttarfélag lögfræðinga hafa gert. Starfið er dagvinna með bakvöktum. Sækja skal um stöðuna með rafrænum hætti á vef Starfatorgs, www.starfatorg.is þar sem nánari upplýsingar er að finna. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að vanda umsóknir sínar. Kynningarbréf og ferilskrá fylgi umsókn. Starfshlutfall er 100%. Umsóknarfrestur er til og með 29.07.2019 Helstu verkefni og ábyrgð Saksóknarfulltrúar sem ákærendur eru lögreglustjóra til aðstoðar við framkvæmd ákæruvalds. Hlutverk þeirra er að tryggja, í samvinnu við lögreglu, að þeir sem afbrot fremja verði beittir lögmætum viðurlögum. Sjá nánar um hlutverk ákærenda: https://www.rikissaksoknari.is/um-akaeruvaldid/um-akaeruvaldid/ Hæfnikröfur Skilyrði: - Embættis- eða meistarapróf í lögfræði frá viðurkenndri menntastofnun - Hreint sakavottorð og jákvæð bakgrunnsskoðun lögreglu - Málflutningsréttindi fyrir Héraðsdómi Kostir: - Viðbótarnám sem nýtist í starfi - Góð þekking á lögreglukerfinu LÖKE - Reynsla af saksóknarstörfum - Víðtæk reynsla af lögmannsstörfum eða störfum innan stjórnsýslunnar - Þekking á störfum lögreglu og rannsóknum mála Mikilvægir eiginleikar: - Sjálfstæði í vinnubrögðum - Færni í mannlegum samskiptum - Góðir skipulagshæfileikar - Nauðsynlegt að geta unnið undir miklu álagi - Frumkvæði, réttsýni og ábyrgðarkennd - Nákvæm, fagleg og traust vinnubrögð - Jákvæðni og stundvísi Lögreglustjórinn á Suðurnesjum Hjúkrunarforstjóri Capacent — leiðir til árangurs Hraunbúðir er dvalar- og hjúkrunarheimili fyrir aldraða í eigu Vestmannaeyjabæjar. Á Hraunbúðum eru 36 íbúar og er önnur þjónusta við aldraða íbúa í Vestmannaeyjum rekin frá Hraunbúðum. Hraunbúðir eru einn af stærri vinnustöðum í Eyjum með um 50 starfsmenn í um 30 stöðugildum. Upplýsingar og umsókn capacent.com/s/14189 Menntun, hæfni og reynsla: Íslenskt hjúkrunarleyfi. Þekking eða reynsla á sviði öldrunarhjúkrunar og/eða stjórnunar. Góð þekking og færni í stjórnun, starfsmannhaldi, uppsetningu vaktarkerfa og skilum á vinnuskýrslum. Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. Sjálfstæði og skipulagshæfni. Áhugi á öldrunarmálum. · · · · · · · · · Umsóknarfrestur 14. ágúst 2019 Helstu viðfangsefni starfsmanns eru: Fagleg ábyrgð á þjónustu hjúkrunar- og umönnunar. Umsjón með og ábyrgð á fjármálum, rekstri og stjórnun hjúkrunar- og umönnunarþjónustu heimilisins. Ábyrgð á starfsmannamálum í hjúkrun- og umönnun, þ.m.t. ráðningum og vaktaplönum. Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hraunbúðir í Vestmannaeyjum auglýsir 100 % stöðu hjúkrunarforstjóra lausa til umsóknar. Staðan er frá 1.október 2019. Hjúkrunarforstjóri er ábyrgur fyrir hjúkrunarþjónustu við íbúa og stjórnar faglegri þróun, rekstri og starfsmannahaldi heimilisins á sviði hjúkrunar og umönnunar. Faxaflóahafnir sf. óska eftir að ráða hafnarvörð/vigtarmann til starfa. Starfið felst í umsjón með vigtun sjávarafla og að annast hafnarþjónustu við skip og tengda aðila. Starfsmaðurinn mun hafa starfsstöð í Reykjavík. Hæfniskröfur eru réttindi til vigtunar, tölvu- kunnátta og góð ritun á íslensku máli. Grun n nám Slysavarnaskóla sjómanna er æskilegt. Umsókn, ásamt ferilskrá sendist til Faxaflóahafna sf., á netfangið olafur@faxafloahafnir.is, eigi síðar en miðvikudag 14. ágúst n.k. Nánari upplýsingar um starfið gefur Gísli J. Hallsson yfirhafnsögumaður gisli@faxafloahafnir.is Hafnarvörður / Vigtarmaður Verslun Okkur vantar starfsmann við afgreiðslu, lítinn lager og símavörslu í verslun okkar í Grafarvogi. Vinnutími frá 8:30-16:30, 3 daga vikunnar og 10:00-18:00, 2 daga vikunnar. Upplýsingar: elin@krumma.is        atvinna@mbl.is • Sölufulltrúi • Richard Richardsson, richard@mbl.is, 569 1391

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.