Morgunblaðið - 27.07.2019, Síða 44

Morgunblaðið - 27.07.2019, Síða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2019 Bjarki Sveinbjörnsson tónlistarfræðingur flytur erindi um Viktor Urbancic í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á morgun kl. 16. „Þar dregur Bjarki upp mynd af komu Viktors til Íslands 1938 og helstu störfum hans hér að tónlistarmálum. Leiknar verða upptökur með leik hans frá 1946 og einnig brot úr verki eftir hann. Upptökuna frá 1946 telur Bjarki ef til vill hafa heyrst einu sinni í útvarpi,“ segir í tilkynningu. Vegna mikillar eftirspurnar hefur auka- tónleikum verið bætt við, þannig verða tón- leikar til heiðurs Viktori haldnir mánudaginn 29. júlí og þriðjudaginn 30. júlí kl. 20.30 bæði kvöld. Þar verða flutt sönglög eftir bæði Vikt- or og konu hans, Melittu Urbancic, við ljóð Melittu í flutningi Kristínar Einarsdóttur Mäntylä mezzósóprans og Ágústs Ólafssonar barítóns. Undirleik annast Hólmfríður Sig- urðardóttir og Eva Þyri Hilmarsdóttir. „Árið 1934, á uppgangsárum nasista, samdi Viktor Fiðlusónötu númer 2, tilfinningaríkt og áhrifamikið verk sem Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari og Eva Þyri leika. Nokkuð víst er að þetta verk hefur aldrei heyrst áður á Ís- landi. Niðjar Viktors og Melittu, sem búa í Vín, flytja tvö verk, kafla úr Sellópartítu og Litla svítu fyrir fiðlu, selló og píanó. Michael Kneihs leikur á píanó, Milena dóttir hans á fiðlu og Símon sonur hans á selló.“ Svipmynd af tónskáldi í Laugarnesinu Viktor Urbancic AF LJÓSMYNDUM Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Hvernig sýnir maður stað íljósmyndum og gefuráhorfandanum tilfinningu fyrir honum? Möguleikarnir hvað það varðar eru líklega endalausir en sú mynd sem birtist þessa dag- ana af Hafnarfirði á sýningunni Tímahvörf sem er í Hafnarborg þar í bæ, er mjög vel lukkuð. Og það er alls engin klisjumynd af bæ við hraun og haf, heldur markvisst stefnumót verka átta góðra sam- tímaljósmyndara sem allir hafa persónulega sýn að miðla. Sýn sem í byrjun vekur ekki síst athygli fyr- ir að myndirnar sýna allar á sinn hátt manngert umhverfi en menn- irnir sjálfir eru fjarverandi birtast bara í heiminum sem þeir hafa skapað um tilveru sína. Bæjarmörk og huldufólk Á sýningunni eru verk ólíka ljósmyndara sem hafa allir per- sónulega sýn en eru jafnframt í samtali við hræringar í skapandi samtímaljósmyndun. Myndirnar eru teknar á síðustu fimmtán árum og eru ólíkar ástæður fyrir eða kveikjur að myndröðunum. Þeir Spessi og Pétur Thomsen eru með- al kunnustu samtímaljósmyndara okkar og eftir báða eru birt verk úr myndröðum sem voru pantaðar hjá þeim eða þeir fengu styrk til að skapa. Sería Spessa er frá 2006 og var sköpuð fyrir sýningu sem þá var sett upp í Hafnarborg. Mynd- irnar sýna ný byggingasvæði og Manngerður en mannlaus bær Skemmtilegt Myndir sem Stas Zawada hefur tekið á gönguferðum um Hafnarfjörð eru góðar og forvitnilegar. þungavinnuvélar éta sig inn í hraunlandslagið við bæinn. Verk Péturs eru úr verkefninu Ásfjall sem Þjóðminjasafn gaf á sínum tíma út á bók og fjallar líka um nýtt hverfi að rísa í Hafnarfirði – en efnahagshrunið kom inn í þá skrán- ingu og bætti við hana áhrifaríkum lögum. Enn einn ljósmyndaranna sem myndaði hvernig bærinn renn- ur saman við hraunið umhverfis er Marino Thorlacius, sem um langt skeið leitaði út á þau mörk í leit að myndefni, og myndir úr þeirri röð, auk annarrar sem arkitektastofa fékk hann til að mynda í iðnaðar- hverfi sem á að endurmóta, eru á sýningunni. Og eru það besta sem ég hef séð eftir hann. Ljósmyndir Svölu Ragnars eru af öðrum toga en þær sýna kletta og hraunhryggi í grónum hluta Hafnarfjarðar sem einhverjir trúa að hýsi huldufólk, og standa þessi híbýli huldufóksins í afar nánu sam- býli við íbúðarhús manna. Þetta eru látlausar en stílhreinar myndir, sem sýna fallega hvernig þessi þjóðtrú mótar útlit bæjarins. Helmingur fæddur erlendis Eitt einkenni sýningarinnar er að helmingur ljósmyndaranna fæddist í öðrum löndum en hefur búið hér á landi í að minnsta kosti áratug. Og sum þeirra eru farin að setja sitt mark á íslenska samtíma- ljósmyndun. Stuart Richardson fluttist hingað frá Bandaríkjunum fyrir 12 árum og í nýju vídeóverki, því eina á sýningunni, lítur hann aftur til ljósmyndaseríunnar Natr- íum sól sem hann byrjaði að mynda 2011 og gaf út í laglegri bók. Í verk- um Stuarts hér er viðfangsefnið – rétt eins og hjá þremur fyrstnefndu ljósmyndurunum – mót náttúru og byggðar; verkin sýna götulýsingu í óbyggðu hverfi í bæjarjaðrinum. Hin bandaríska Pamela Perez bjó með fjölskyldu sinni í Hafn- arfirði í tíu ár og nam á þeim tíma við Ljósmyndaskólann. Verk henn- ar á sýningunni kallast Like Home og eru ljóðræn og áhugaverð sýn á fáfarna staði sem eru á mörkum þess að virðast villt náttúra en þó glittir í hús og rót eftir menn. Þess- ar myndir eru furðulega „erlendar“ í anda, gætu allt eins verið teknar sunnarlega í Bandaríkjunum; lit- irnir eru hlýir og landið skrælnað, það er kyrrð yfir myndunum en janframt illskilgreinanleg ógn. Hrár hversdagsleiki Fyrir nokkrum árum eignaðist ég litla ljósmyndabók, Hfj, sem kom skemmtilega á óvart fyrir þá fyndnu og óvæntu sýn sem birtist þar á Hafnarfjörð, í stílhreinum en um leið afslöppuðum og upplýsandi ljósmyndum. Höfundurinn, Stas Za- wada, fluttist til Hafnafjarðar frá Póllandi árið 2008 og hefur ein- staklega ferska sýn á hversdags- lífið; það er undirstrikað með margra mynda röð á sýningunni, litlum prentum í hvítum römmum sem mynda frábæra heild. Það er mikið af allrahanda bíldruslum í þessum myndum, skran og garð- skraut, loftnet og auglýsingar sem setja svip á hverfi bæjarins; þetta er klassísk skráning á manngerðu umhverfi í anda Walker Evans og fylgismanna, og sérlega vel lukkuð. Ljósmyndir Daniels Reuter skera sig nokkuð frá hinum verkum sýningarinnar, þó ekki væri nema fyrir það að vera svarthvítar, en þær eru ljóðrænar og stílhreinar athuganir á náttúru og stöðum. Daniel fæddist í Þýskalandi, ólst upp í Lúxemborg og hefur búið hér undanfarinn áratug. Verk hans á sýningunni eru úr verkefninu Hi- story of the Visit sem hann hóf að vinna árið 2012 en hann hélt þá daglega út fyrir borgarmörkin og leitaði að kyrrð og stöðum sem spegluðu aðstæður hans á þeim tíma. Verk hans eru innhverfari en hinna ljósmyndaranna en einnig vel valin og standa vel með heildinni. Sýningarstjóranum, hinni dönsku Kirsten Simonsen, hefur tekist vel að setja saman vandaða og áhugaverða sýningu með verk- um ólíkra en áhugaverðra sam- tímaljósmyndara. Það sameinar þá helst að allir kusu að vinna út frá Hafnarfirði og ekki síst mörkum bæjarins og náttúrunnar. Og hver finnur sína leið, sína nálægun, til að endurspegla án mannamynda manngerðan heim, sem er yfir- þyrmandi hversdagslegur og hrár – en verður einmitt af þeim sökum al- veg einstaklega spennandi. » Og það er alls eng-in klisjumynd af bæ við hraun og haf, heldur markvisst stefnumót verka átta samtíma- ljósmyndara… Bæjarmörkin Ljósmyndaverk eftir Marino Thorlacius og Pétur Thomsen. Álfabyggð Svala Ragnars sýnir sambýli manna og huldufólks í bænum. Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770 Opið virka daga kl. 09.00-18.30 og laugardaga kl. 12.00-16.00 VELKOMIN Í URÐARAPÓTEK Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI, TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI? Fjölmör stuttnáms í handve g keið rki. Skráning og upplýsingar á www.handverkshusid.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.