Morgunblaðið - 27.07.2019, Qupperneq 45
MENNING 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2019
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Mikið líf hefur verið á Gljúfrasteini á
sunnudögum í sumar. Þar hafa verið
haldnir fjölbreyttir stofutónleikar
vikulega þar sem tónlistarmenn af
ólíkum sviðum tónlistar hafa komið
fram. Á morgun, sunnudaginn 28.
júlí, kl. 16, heldur barítónsöngvarinn
Jóhann Kristinsson, sem í fyrra
hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin í
flokknum bjartasta vonin, stofu-
tónleika ásamt Ammiel Bushakevitz
píanóleikara. Þeir munu flytja valin
sönglög eftir Franz Schubert.
„Við komum hingað til lands árið
2017 og sungum þá lög eftir Robert
Schumann og Gustav Mahler. Okkur
fannst eðlilegt að Franz Schubert
fengi að vera næstur í röðinni,“ segir
Jóhann og bætir við að á efnis-
skránni verði „bland í poka“ af tón-
list hans. „Schubert er virtasta
ljóðasöngskáld allra tíma og mikill
frumkvöðull á því sviði. Hann samdi
ótrúlega mikið af sönglögum á
stuttri ævi,“ segir söngvarinn.
„Minn uppáhaldsmeðleikari“
Jóhann segir það vera viðeigandi
að flytja sönglög Schuberts á stofu-
tónleikum í Gljúfrasteini vegna þess
að tónlist hans hafi einmitt verið ætl-
uð til flutnings á stofutónleikum.
„Hann samdi þessi lög og svo fékk
hann vini sína til þess að syngja þau í
veislum. Þessi lög voru ekki hugsuð
fyrir risastóra tónleikasali heldur
akkúrat svona tónleika.“
Viðfangsefni sönglaganna eru fjöl-
breytt og nefnir Jóhann meðal ann-
ars ástina og dauðann. „Það er
dramatík í þessu. Það koma fyrir
rómantísk viðfangsefni þar sem
náttúrunni er skipt út fyrir mann-
lega eiginleika og mannlegar tilfinn-
ingar. Svo eru sagðar stuttar sögur í
sumum lögunum.“
Jóhann hefur unnið umtalsvert
með meðleikara sínum Ammiel Bus-
hakevitz. „Ég leita alltaf fyrst til
hans þegar ég fæ tilboð um verkefni.
Hann er minn uppáhalds meðleikari.
Hann er bæði rosalega góður vinur
og einn magnaðasti tónlistarmaður
sem ég þekki. Ég er sjálfur mikill
aðdáandi hans.“ Jóhann segir Bus-
hakevitz fyrst og fremst vera sóló-
píanista þótt hans helsta ástríða sé
að vinna með ljóðasöngvurum.
„Markaðurinn fyrir ljóðasöng er því
miður svo lítill að aðeins örfáir geta
unnið við það,“ segir hann.
Þeir félagarnir hafa meðal annars
komið fram á hátíðunum Heidelber-
ger Frühling í Þýskalandi og Oxford
Lieder festival á Englandi.
Jóhann hefur verið á tveggja ára
samningi hjá Ríkisóperunni í Ham-
borg í svokölluðu óperustúdíói. „Þar
fá ungir söngvarar, sem eru nýbúnir
að ljúka námi, að syngja fullt af hlut-
verkum á stóra sviðinu,“ útskýrir
Jóhann. Því tímabili var að ljúka og
nú er söngvarinn sjálfstætt starf-
andi.
Mörg verkefni fram undan
Það er þó ýmislegt um að vera hjá
söngvaranum á næstunni og nefnir
hann nokkur dæmi um þau verkefni
sem fram undan eru. „Ég verð sem
gestur hjá Ríkisóperunni í Hamborg
til þess að syngja í La Traviata og
Madama Butterfly.“ Auk þess á Jó-
hann að syngja í nútímaóperunni Ich
und Ich sem er Fást í nýjum búningi
þar sem nasistar koma við sögu.
„Um jólin á ég að syngja C-moll-
messu Mozarts með útvarps-
hljómsveitinni í München og í mars
syng ég svo Matteusarpassíu J.S.
Bachs með La Scala-kammersveit-
inni í Mílanó. Þetta er brot af því
sem er fram undan.“
Jóhann leggur aftur leið sína til
Íslands í september. Þá syngur hann
9. sinfóníu Beethovens með Ung-
sveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Miðar á stofutónleikana eru seldir
í safnbúð Gljúfrasteins samdægurs
og kosta 2.500 kr.
„Það er dramatík í þessu“
Jóhann Kristinsson barítónsöngvari og Ammiel Buschakevitz píanóleikari á
stofutónleikum á Gljúfrasteini á morgun Flytja úrval af sönglögum Schuberts
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í stofu skáldsins „Hann er bæði rosalega góður vinur og einn magnaðasti tónlistarmaður sem ég þekki. Ég er
sjálfur mikill aðdáandi hans,“ segir Jóhann um meðleikara sinn Ammiel Bushakevitz. Þeir eru hér á Gljúfrasteini.
Dagskrá helgarinnar á Sumartón-
leikum í Skálholti hefst með fyrir-
lestri Helgu Ögmundsdóttur, for-
manns Hollvinafélags Sumar-
tónleika, í Skálholtsskóla kl. 13 í
dag. Þar ræðir hún sjálfsmynd stað-
arins og tækifæri. Kammersveitin
Elja heldur tónleika í dag og á
morgun kl. 14 báða daga. Á efnis-
skránni eru verk eftir m.a. Báru
Gísladóttur, Dobrinku Tabakovu,
Guðmund Stein Gunnarsson og
Tatjönu Kozlova-Johannes.
Danski kornett- og blokkflautu-
leikarinn Lene Langballe og Lára
Bryndís Eggertsdóttir, orgel- og
semballeikari, flytja verk eftir
Frescobaldi, Fontana, Bassano og
Dowland á tónleikum í dag, laug-
ardag, kl. 16. „Kornett er ekki svo
þekkt hljóðfæri í dag en á endur-
reisnar- og fyrri hluta barokktím-
ans var það vinsælast af tréblást-
urshljóðfærunum og var það mikið
til vegna þess hversu það minnti á
mannsröddina.“
Kornettleikari Lene Langballe.
Hljóðfæri manns-
raddarinnar ómar
Jón Þor-
steinsson, tenór
og söngkennari,
heldur mast-
erklass fyrir
söngvara og
söngnema á
framhalds- og
háskólastigi í sal
Tónskóla Sig-
ursveins við
Engjateig. Kennt er í dag og á
morgun milli kl. 9 og 15.30 og á
mánudag kl. 9-16, en námskeiðinu
lýkur með tónleikum á mánudag kl.
19.30. Í kennslu sinni styðst Jón við
Lichtenberg-aðferðafræðina, sem
gengur m.a. út á uppruna hljóms í
mannslíkamanum og eðlislæga þró-
un raddarinnar.
Heldur master-
klass hérlendis
Jón Þorsteinsson
„Veitið A$AP Rocky frelsi. Við höf-
um gert svo mikið fyrir Svíþjóð, en
njótum þess ekki á móti,“ tísti Don-
ald Trump, forseti Bandaríkjanna, í
fyrradag þegar staðfest var að
bandaríski rapparinn A$AP Rocky
hefði verið ákærður í Svíþjóð fyrir
alvarlega líkamsáras þar í landi.
Rapparinn hefur setið í gæslu-
varðhaldi frá 5. júlí og verður fram
að þriggja daga réttarhöldum sem
hefjast 30. júlí. Áður en ákæran var
gefin út hafði Trump upplýst að
hann hefði rætt símleiðis við Stefan
Löfven, forsætisráðherra Svíþjóð-
ar, og beðið hann að beita sér í mál-
inu. Fljótlega eftir að ákæran var
gefin út tísti Trump að hann væri
„mjög vonsvikinn yfir því að Löfven
hefði ekkert getað gert“ og bætti
við að Svíþjóð hefði brugðist þel-
dökkum Bandaríkjamönnum.
Carl Bildt, fyrrverandi utanríkis-
ráðherra Svíþjóðar, svaraði Trump
á Twitter um hæl. „Allir eru jafnir
fyrir lögunum og dómskerfið er
sjálfstætt vald. Þannig er málum
háttað í Bandaríkjunum og svo
sannarlega líka í Svíþjóð. Pólitísk
afskipti af dómsmálum eru aug-
ljóslega á bannsvæði. Skilið?“
Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvað
Trump gangi til í tístum sínum um
málið. Sænski rithöfundurinn Britt-
Marie Mattson telur ljóst að Trump
sé að reyna að bæta ímynd sína hjá
þeldökkum Bandaríkjamönnum
fyrir komandi forsetakosningar og
afsanna að hann sé haldinn kyn-
þáttafordómum eftir að hann hvatti
fjórar bandarískar þingkonur, sem
eru af erlendu bergi brotnar, til að
fara aftur til landanna sem þær
kæmu frá. Talbert Swan, þekktur
baráttumaður fyrir réttindum þel-
dökkra í Bandaríkjunum, er sann-
færður um að nýjasta útspil
Trumps muni ekki skila honum
fleiri atkvæðum frá þeldökkum íbú-
um landsins. „Þér er alveg sama um
A$AP Rocky og alla aðra þeldökka
í Bandaríkjunum sem og í heim-
inum öllum. Þetta snýst um póli-
tík,“ tístir Swan.
„Snýst um pólitík“
Carl Bildt Stefan Löfven ASAP Rocky Donald Trump
Ármúla 24 • S. 585 2800
Picasso