Morgunblaðið - 26.07.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.07.2019, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2019 E kki skyldi vanmeta hvers kon- ar afrek það er að halda rúm- lega 10.000 manna stórhátíð undir berum himni. Um hverja verslunarmannahelgi liggur straumurinn út í Vestmannaeyjar og þökk sé elju ótal sjálfboðaliða gengur Þjóðhátíð í Eyjum eins og rækilega smurð vél. Dóra Björk Gunnarsdóttir er for- maður þjóðhatíðarnefndar og segir hún að þótt kjarninn í Þjóðhátíð sé sá sami þróist hátíðin og mótist ár frá ári í takt við tíðarandann og óskir heimamanna. „Aldurssamsetning gesta hefur t.d. verið að breytast í þá átt að meira ber á fólki á aldursbilinu 30-40 ára og ástæðan kannski að for- eldrar gera meira af því að fylgja unglingunum sínum á hátíðina.“ Ekkert lát er á vinsældum Þjóð- hátíðar og margir sem leggja land undir fót ár eftir ár til að upplifa töfrana í Herjólfsdal. Á sama tíma virðist unga fólkið vera að læra að skemmta sér með heilbrigðari hætti og minna um vandræðauppákomur. „Við sjáum þessa breytingu m.a. á því hve vel búið unga fólkið er þegar það mætir á hátíðina, með pollagallann og annan klæðnað sem hæfir veð- urspánni. Svo njóta þau lífsins, hlusta á tónlistaratriðin, rölta út í Krónu og aftur upp í dal með innkaupapokana ef þess þarf og grilla fyrir utan tjaldið sitt,“ útskýrir Dóra Björk og minnist ákveðins atviks sem sýndi henni glöggt hvernig yfirbragð Þjóðhátíðar hefur breyst til batnaðar: „Ég var á ferð um dalinn snemma morguns og sé þá ungan mann spretta út úr einu tjaldinu og halda af stað í hressandi morgunskokk.“ Sveitaballafjör og kökur Að vanda munu landsins fremstu tón- listarmenn troða upp á Þjóðhátíð en þess er gætt að haga dagskránni þannig að flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. „Sveitaballatónlistin er í forgrunni og virðist ná langbest til hópsins í Herjólfsdal, en í ár má líka heyra eitthvað af þyngra rokki og töluvert af rappi,“ segir Dóra Björk. Af flytjendum í ár má nefna Herra Hnetusmjör, JóaPxKróla, Flóna, Egil Ólafsson, Svölu Björgvins, Stuðla- bandið, Friðrik Dór, Á móti sól, Stjórnina og sjálfan Pál Óskar. Dagskráin er með svipuðu sniði og undanfarin ár. Fjörið hefst á fimmtu- dagskvöld, með Húkkaraballinu sem er eini dagskrárliður Þjóðhátíðar sem haldinn er utan sjálfs útihátíðarsvæð- isins. Hátíðin er svo sett með form- legum hætti kl. 14.30 á föstudeginum. Tónlistarfólkið treður upp á kvöldin en yfir daginn eru leikir og þrautir í boði fyrir börnin. Heimamenn reisa sína eigin tjaldborg, með stórum hvít- um tjöldum samkvæmt gamalgróinni hefð, en í fyrra var breytt út af þeim vana að láta tjaldbúa keppast við að ná bestu lausu reitunum. Þess í stað er tjaldstæðum á svæði heimamanna úthlutað með útdrætti, en sjálfboða- liðar í Herjólfsdal hafa forgang að tjaldstæðum. Dóra Björk segir þetta fyrirkomulag hafa reynst vel og sami háttur verði hafður á í ár. Eins og lesendur eflaust vita eru tjöld heimamanna oft ríkulega útbúin og helst innréttuð með húsgögnum sem hafa verið fengin að láni úr stof- unni heima eða jafnvel verið sér- smíðuð. Þeir nota líka tækifærið til að sýna matargerðarhæfileikana og fylla tjöldin af ljúfmeti og bjóða gestum sínum að smakka. Þótt ekki eigi allir heimboð í tjald hjá heimamanni þarf enginn að vera svangur á Þjóðhátíð og er matsala op- in allan sólarhringinn. „Svo er það líka partur af stemningunni, og góð leið til að spara örlítið, að útbúa nesti áður en lagt er í hann og t.d. pakka sí- gildum útilegumat eins og flatkökum með hangikjöti.“ Regngalli og sólarvörn Aðspurð hvað þjóðhátíðargestir ættu að hafa meðferðis segir Dóra fyrir öllu að fólk klæði sig í samræmi við aðstæður og alltaf skuli gera ráð fyrir úrkomu. Regnfötin eru því ómissandi og góð lopapeysa gulls ígildi. Þá ætti að hafa nokkur pör af hreinum sokk- um tiltæk og góða skó enda má reikna með að þurfa að klöngrast upp og niður brekkur. Húfa og vettlingar geta komið í góðar þarfir og vitaskuld gleymir enginn að koma með góða skapið. „Svo má mæla með því að pakka sólarvörn, enda verja gestir löngum stundum utandyra og sólin getur orðið sterk.“ Vitaskuld þarf ekki að minna unga fólkið á að pakka snjallsímanum en þeir sem óttast að rafhlaðan tæmist þurfa ekki að hafa áhyggjur; hleðslu- stöðvar eru á víð og dreif um dalinn og símahleðsla í Herjólfsbæ. „Síminn getur verið mjög gagnlegt hjálp- artæki og nýst vinahópum og fjöl- skyldum til að halda sambandi og tryggja að enginn týnist. Þegar ég var yngri höfðum við vinirnir þann háttinn á að hittast við tiltekna fasta pósta á heila og hálfa tímanum, en þess þarf ekki í dag,“ segir Dóra Björk og bætir við að símafyrirtækin geri sérstakar ráðstafanir til að bregðast við því mikla álagi sem er á símkerfi Vestmannaeyja á meðan gestaskarinn er á svæðinu. ai@mbl.is Morgunblaðið/Ófeigur Góðar minningar verða til í Herjólfsdal Gestir á Þjóðhátíð í Eyj- um kunna að skemmta sér með heilbrigðum hætti. Heimamenn halda í merkilegar hefðir og vinna saman að því að gera þennan stór- viðburð að veruleika. Dóra Björk segir hátíðargesti í dag gæta þess að klæða sig í samræmi við aðstæður og ganga hægt um gleðinnar dyr. Flugeldasýningin er einn af hápunkt- um Þjóðhátíðar og fjöldasöngurinn fyllir dalinn af gleði og vináttu. Útgefandi Árvakur Umsjón og skrif Ásgeir Ingvarsson Auglýsingar Erling Adolf Ágústsson erling@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Forsíðumyndina tók Ómar Óskarsson Sjálfboðaliðar og starfsfólk Þjóðhátíðar í Eyjum eru við öllu búin og um 100 gæslumenn að störfum þegar álagið er mest. Aðeins um 230 metra frá brek- kusviðinu er sjúkraskýli þar sem læknisþjónusta er veitt og á svæðinu verða þrír bráða- tæknar og jafnmargir neyð- arflutningamenn á tveimur full- búnum sjúkrabílum. Sjúkraflutningamaður er líka til taks á sexhjóli með börum og til viðbótar eru tíu fullkomnar eftirlitsmyndavélar sem vakta hátíðarsvæðið allan sólarhring- inn og geyma upptökur. Við öllu búin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.