Morgunblaðið - 26.07.2019, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.07.2019, Blaðsíða 19
Eldheimar trekkt að fjölda erlendra og innlendra ferðamanna.“ Liðin eru fimm ár frá opnun Eld- heima og þykir safnið mjög vel heppnað en Axel Hrafnkell Jóhann- esson leikmyndahönnuður á heið- urinn af útliti sýningarinnar og tókst honum að skapa kynngimagnað and- rúmsloft. „Saga Heimeyjargossins er sögð frá mannlegu sjónarhorni og einn af hápunktum sýningarinnar eru húsarústir sem grafnar voru upp eft- ir að hafa legið undir ösku í fjóra ára- tugi. Gestir sjá bæði hvernig var um- horfs fyrir gos, á meðan gosið stóð yfir og svo þegar allt var afstaðið og uppbygging gat hafist að nýju,“ út- skýrir Kristín. „Þá er líka fjallað um Surtseyjargosið, en með allt annarri nálgun og meiri áherslu á jarðfræði og vísindi.“ Uppbygging og missir Enn þann dag í dag má greina hversu djúpstæð áhrif eldgosið hafði á samfélagið í Eyjum, en Kristín seg- ir gosið m.a. hafa sýnt hversu sterkar taugar tengdu fólk við eyjuna og hve miklum dugnaði og þrautseigju eyj- arskeggjar bjuggu yfir. „Sumir sneru aftur nánast strax daginn eftir að því var formlega lýst yfir að gosinu væri lokið og við vorum afskaplega lánsöm að fá góðan stuðning til að standa undir kostnaðinum við það uppbygg- ingar- og hreinsunarstarf sem þá tók við.“ Samt var óhjákvæmilegt að margir sneru ekki aftur. Það tók sinn tíma að gera Heimaey íbúðarhæfa á ný og á meðan náðu margir að koma aftur undir sig fótunum á höfuðborgar- svæðinu og annars staðar; fundu sér vinnu og komu sér upp heimili. „Hann faðir minn, sém lést árið 2001, hafði gjarnan á orði að stærsta tjónið sem hlaust af gosinu hefði ekki verið húsin sem brunnu eða hurfu undir ösku heldur allt það góða fólk sem ekki kom til baka.“ ai@mbl.is Jarðfræðinni eru gerð góð skil á Surtseyjarsýningunni. Forvitnilegt er að skoða rústir húss sem grafið var upp úr öskunni. Nútímaleg sýningin kemur framvindu gossins vel til skila. FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2019 MORGUNBLAÐIÐ 19 (+354) 488 2700 | Gerðisbraut 10 | 900 Vestmannaeyjar | eldheimar@vestmannaeyjar.is | www.eldheimar.is POMPEI NORÐURSINS Safn minninganna um eldgos í Vestmannaeyjum SAFN Á HEIMSMÆLIKVARÐA SEM ENGINN MÁ LÁTA FRAMHJÁ SÉR FARA Einstök eldgosasýning um: • Eldgosið í Vestmannaeyjum árið 1973, sem án efa telst til stærstu náttúruhamfara Íslandssögunnar. • Nær allir íbúar Heimaeyjar urðu að yfirgefa heimili sín í skyndi og flýja eyjuna. Margir sáu húsin sín, sem og megnið af eigum sínum aldrei aftur. • Surtsey, sem miðlar fróðleik um þróun jarðsögu og lífríkis í Surtsey frá því að eyjan varð til í eldsumbrotum 1963 -67. Surtsey hefur verið á heimsminjaskrá UNESCO síðan 2008.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.