Morgunblaðið - 26.07.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.07.2019, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2019 G löggt er gests augað og kannski að besta leiðin til að fá góða mynd af lífinu í Vestmannaeyjum sé að ræða við aðkomumann sem hefur skotið þar rótum. Gíslína Dögg Bjarkadóttir lista- maður fluttist til Eyja árið 2006 með manni sínum, Guðmundi Erni Jóns- syni sóknarpresti. Er skemmst frá því að segja að í dag gætu þau varla hugsað sér að búa annars staðar og ekkert fararsnið á fjölskyldunni. Gíslína ólst upp á Akureyri en Guðmundur er sveitastrákur, uppal- inn á bænum Illugastöðum í Fnjóskadal. Leiðir þeirra lágu sam- an í Verkmenntaskólanum á Akur- eyri og þaðan héldu þau til Reykja- víkur þar sem Gíslína stundaði nám í textíl- og fatahönnun við LHÍ en Guðmundur guðfræðinám. Staða prests í Eyjum var auglýst um það leyti sem Guðmundur var að út- skrifast og eftir að hafa skotist ör- stutt á svæðið til að kynna sér að- stæður ákváðu þau í sameiningu að slá til og sækja um. „Okkur langaði að prófa en ímynduðum okkur að við myndum ekki staldra við miklu lengur en í nokkur ár.“ Með þeim Gíslínu og Guðmundi barst ÍBV ágætis liðsauki, því með í för árið 2006 voru tvær litlar dömur: önnur fjögurra ára og hin níu mán- aða. Þeim fæddist síðan sonur árið 2011 og taka börnin öll virkan þátt í starfi íþróttabandalagsins. Yndislegt samfélag góðs fólks Hjónin þekktu varla nokkurn mann í Eyjum þegar þau mættu á staðinn en Gíslína segir þau hafa fengið hlýjar móttökur strax á fyrsta degi. „Við vissum í sjálfu sér ekki hvers við áttum að vænta, vissum lítið um Vestmannaeyjar og höfðum ekki myndað okkur neinar sérstakar skoðanir heldur fluttum hingað með opinn huga,“ segir Gíslína og bætir við að þau Guðmundur hafi upp- götvað frábært samfélag þar sem býr yndislegt fólk. „Jákvæðni og samvinna einkenna bæjarfélagið og væntumþykja í garð náungans. Þá er leitun að betri stað til að ala upp börn enda byggðin friðsöm, allt í göngufæri og sjaldan að maður hafi fyrir því að læsa útidyrunum.“ Spurð hvort hún hafi nokkuð ótt- ast að börnin gætu farið sér að voða ef þau stælust til að leika sér á bryggjusvæðinu eða príla upp á Heimaklett segir Gíslína að það þurfi ekki að hafa áhyggjur því börnin í Vestmannaeyjum læri fljótt hvað eigi að varast og sýni aðgát án þess að þurfa að vera undir stöðugu eftirliti fullorðinna. „Þá myndi ég frekar hafa gætur á aðkomubörnum sem hafa ekki lært á staðhætti,“ segir Gíslína en bætir við að mörg augu séu í bænum og ekki erfitt að hafa uppi á krökkunum ef þau eru einhvers staðar að leik. Nóg er að setja fyrirspurnir inn á facebook- hópa í Eyjum ef að finna þarf barn og kemur þá svarið yfirleitt um hæl; að það sé að leika sér í bakgarði ein- hvers staðar. Á bólakafi í listinni En hvernig er það fyrir listamann að búa í Eyjum? Finnst Gíslínu hún aldrei einangruð frá listasenunni á höfuðborgarsvæðinu? Hún segir flutningana ekki hafa komið að sök og listsköpunin verið sett á ís allra fyrstu árin enda í nógu að snúast með barnaskarann á heimilinu. Í dag er hún með ágætis vinnustofu heima fyrir og skýst í bæinn endr- um og sinnum til að sækja list- viðburði eða komast í stærri vinnu- aðstöðu. Þannig vann Gíslína mörg verk fyrir sýningu sem efnt var til í tilefni goslokahátíðar og þurfti að leigja aðstöðu í Reykjavík til að sinna listsköpuninni sem skyldi. Þá dregur ekki úr innblæstrinum að vera í návígi við náttúruna og auð- velt að finna lausa stund í dagsins amstri til að vinna að listinni. Gíslína segir að það væri óskandi að einn daginn yrði opnað hús gagn- gert til nota fyrir listsýningar, vinnustofur og listkennslu. Ímyndar hún sér að bæði aðkomufólk og heimamenn hefðu gaman af að geta skoðað sýningar í Eyjum og að er- lendir jafnt sem innlendir listamenn myndu stökkva á tækifærið ef þeim stæði til boða að taka vinnulotur á staðnum í nokkrar vikur eða mán- uði. „Það væri líka skemmtileg við- bót við bæjarlífið að geta haldið þar námskeið í myndlist af öllum toga og þannig bætt við frístunda- og menntaflóru Vestmannaeyja,“ segir Gíslína og bendir á að bæði full- orðnir og börn myndu hafa gaman af að sækja þannig námskeið. „Margir finna sér samastað í öflugu starfi íþróttafélaganna og leik- félagsins en hjá sumum stefnir hug- urinn annað. Sjálf var ég t.d. ekki mikil íþróttamanneskja og er mjög þakklát fyrir það í dag að hafa getað frá unga aldri sótt námskeið við Myndlistaskólann á Akureyri.“ ai@mbl.is „Jákvæðni og samvinna einkenna bæjarfélagið“ Gíslína vissi ekki við hverju hún ætti að búast þegar hún flutti með manni sínum og börnum til Vestmannaeyja fyrir röskum áratug. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gaman væri, að mati Gíslínu, ef Vestmannaeyjar gætu eignast hús helgað myndlist, með sýningar- og vinnuaðstöðu. Gíslína og Guðmundur fengu hlýjar móttökur og eru alls ekki á förum í bráð. Elsta barn Gíslínu og Guðmundar er komið á unglingsár og myndu sumir halda að á þeim aldri gæti unga fólkinu farið að þykja sam- félagið í Eyjum æði smátt og byrjað að sjá fjör- ið í Reykjavík í hillingum. Gíslína segist lítið verða vör við þess háttar viðhorf hjá dóttur sinni enda hafi ungmenni nóg að gera í Vestmannaeyjum og fái líka á silfurfati eina mestu tónlistarskemmtun landsins: „Þjóðhátíð er toppurinn á tilverunni hjá börnunum og ung- lingunum og krakkarnir okkar hafa ekki tekið það í mál þegar þeim hefur verið boðið að skreppa til útlanda á meðan hátíðin stendur yf- ir. Jólin og allt annað fer í annað sæti á eftir Þjóðhátíð.“ Þá upplifi börnin í Eyjum ekki mikla ein- angrun – sér í lagi ef þau eru virk í íþrótta- starfi: „Íþróttirnar kalla á regluleg ferðalög upp á land til að taka þátt í mótum og ungviðið er mikið á ferðinni á milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur. Þau eru svo miklir harðjaxlar að þeim þykir ekki tiltökumál að sigla í þrjá tíma með Herjólfi, taka þátt í knattspyrnumóti og halda svo strax aftur heim á leið.“ Morgunblaðið/GSH Unga fólkið unir sér vel í Vestmannaeyjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.