Morgunblaðið - 26.07.2019, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2019 MORGUNBLAÐIÐ 7
Herjólfi sem er hannaður til að rista
ekki eins djúpt og sá gamli og því
hægt að nota nýja skipið við að-
stæður þar sem síðasti Herjólfur
hefði setið fastur á grynningum. Þá
segir Bjartur að verkfræðingar vinni
hörðum höndum að því að finna lang-
tímalausn, s.s. að koma þar fyrir bún-
aði sem gæti fjarlægt sand úr hafnar-
mynninu á öllum tímum árs og án
þess að þurfi að kalla til dæluskip.
„Við Landeyjahöfn eru aðstæður fyr-
ir dæluskip mjög erfiðar yfir vetrar-
tímann og þarf að fást við sterka
vinda og hafstsrauma, töluverða
ölduhæð og mikla öldulengd. Það er
því mikilvægt við hönnun hafnar-
innar að öryggi sjófarenda sé
tryggt.“
Þó að vandræðin í kringum Land-
eyjahöfn hafi verið áfall fyrir Eyja-
skeggja hefur umframkostnaðurinn
ekki lent á herðum þeirra sem nota
ferjuna því höfnin er í eigu og á Nýja ferjan er fallega innréttuð og hægt að njóta útsýnisins á leiðinni.
Nýr Herjólfur getur hlaðið rafhlöð-
urnar á meðan farþegar ganga og
aka um borð, og siglt á rafmagninu
einu saman milli lands og Eyja.
ábyrgð Vegagerðarinnar. Herjólfur
hefur vissulega farið á mis við tekjur
og fargjaldið hefur haldist það sama
þótt sigla þurfi lengri leið til Þorláks-
hafnar, en Bjartur segir að styrktar-
samningur Herjólfs og ríkisins taki
blessunarlega tillit til þess að mun
meiri olíukostnaður er á hverja ferð
þau skipti sem sigla þarf sexfalt
lengri leið til Þorlákslafnar.
Hægt að nýta daginn betur
Þá mánuði sem Herjólfur hefur get-
að notað Landeyjahöfn hefur blasað
við hve miklu höfnin breytir, bæði
fyrir lífsgæði heimamanna og að-
gengi ferðamanna. Styttri sigl-
ingatími þýðir að ferðamenn á leið
um Suðurland eru líklegri til að
skjótast til Eyja til að skoða mannlíf,
sögu og náttúru staðarins og Eyja-
skeggjar eiga hægt um vik að sækja
ýmiss konar þjónustu upp á land.
Nefnir Bjartur að heimamenn séu
áberandi duglegir að nota fyrstu og
síðustu ferðir dagsins og t.d. hægt að
taka ferjuna kl. 6.30 að morgni, aka
til Reykjavíkur til að sinna alls kyns
verkefnum og sækja alla þá þjónustu
sem nauðsynleg er og ná síðustu
ferjunni heim kl. 23.15. Er þetta mik-
ill munur frá því sem var þegar að-
eins var í boði að sigla til Þorláks-
hafnar, ekki hægt að fara meira en
tvær ferðir fram og til baka dag
hvern og oftast nauðsynlegt að gista
í höfuðborginni ef Eyjamenn áttu
þangað erindi. „Nú getur fólk nýtt
daginn vel og það að skreppa til
borgarinnar kallar ekki á eins mik-
inn undirbúning og skipulag,“ segir
hann. „Það þættu tíðindi ef Hval-
fjarðargöng, Hellisheiði eða aðrar
samgönguleiðir á þjóðvegi 1 væru
lokaðar yfir ákveðið tímabil. Við
þetta búa Eyjaskeggjar enn þann
dag í dag en vonandi sjáum við fram
á bjartari tíma.“ ai@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Morgunblaðið/Ólafur Pétur Friðriksson