Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2019, Blaðsíða 4
HEIMURINN
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.7. 2019
Langar þig í ný gleraugu!
Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is
PLUSMINUS | OPTIC
Lyklalaust, ekki hættulaust
Bílar með lyklalausri ræsingu hafa orðiðmjög algengir á síðustu árum. Í slíkumbílum er vélin er ræst með því að ýta á
ræsitakka í stað þess að snúa lykli, en sam-
kvæmt bílaupplýsingaveitunni Edmunds voru
rúmlega 60% af bílum seldum í Bandaríkj-
unum árið 2018 útbúin lyklalausri ræsingu.
Mikil fjölgun hefur verið á slíkum bílum á síð-
astliðnum áratug, en árið 2008 voru þeir aðeins
11%.
Þótt lyklalaus ræsing sé hentugri heldur en
að þreifa eftir bíllyklum í hvert skipti sem ekið
er af stað, fylgir því ákveðinn fórnarkostnaður.
New York Times greinir frá að þrjátíu og
níu manns hafi látist af kolmónoxíðeitrun í
Bandaríkjunum síðan árið 2006, þar af sex á
síðustu sjö mánuðum, sökum þess að bílar sem
styðjast við lyklalausa ræsingu hafi óvart verið
skildir eftir í gangi inni í bílskúrum.
Auk þeirra sem hafa látist úr eitruninni,
hafa tugir manns hlotið heilaskaða af völdum
kolmónoxíðs.
Kolmónoxíð er lofttegund sem myndast við
bruna í súrefnissnauðu lofti. Lofttegundin er
bragðlaus, lyktarlaus og litlaus en hún getur
bundust við blóðfrumur líkamans og hindrað
blóðflæði til líffæra. Kolmónoxíð getur mynd-
ast í grillum, gashiturum, eldavélum og við út-
blástur bíla.
Gleyma að drepa á vélinni
Lyklalaus ræsing var fyrst innleidd af
Mercedes Benz árið 1998 sem aukahlutur í lúx-
usbíla. Búnaðurinn, sem var upphaflega kall-
aður snjall-lykill, er þráðlaus búnaður sem
sendir tölvu bílsins kóða til að ökumaður geti
ræst bílinn án þess að taka upp bíllykilinn.
Við lyklalausa ræsingu á bíl þarf lykillinn yf-
irleitt að vera inni í bílnum til að hægt sé að
ræsa hann, en það er yfirleitt gert með því að
ýta á ræsihnapp á mælaborði bílsins. Einnig
þarf að ýta á ræsihnapp til að drepa á bílnum.
Skömmu eftir að búnaðurinn komst inn á
bandarískan markað árið 2002 byrjuðu
áhyggjuraddir að benda á möguleg vandamál
sem gætu fylgt lyklalausri ræsingu, þá helst
bílþjófnaði. Eftir því sem vinsældir bíla með
lyklalausri ræsingu jukust færðist athyglin að
hluta til yfir að atvikum þar sem ökumenn lét-
ust eða hlutu skaða vegna kolmónoxíðeitrunar.
Í lok júní greindi New York Times frá átt-
ræðum hjónum sem létust bæði af völdum
kolmónoxíðeitrunar eftir að þau gleymdu að
drepa á bílnum sem lagt hafði verið inni í bíl-
skúr.
Eins og áður var nefnt voru hjónin meðal að
minnsta kosti þrjátíu og níu manns sem látist
hafa af þessum völdum síðan 2006.
Lagafrumvörp ekki tekin fyrir
Árið 2011 lagði Umferðaröryggisstofnun
Bandaríkjanna fram tillögu að reglubreytingu
sem hefði gert bílaframleiðendum að búa bíla
sína með áminningu sem myndi vara ökumenn
við ef gleymist að drepa á bílnum. Tillagan var
þó aldrei tekin fyrir á þingi.
Á síðasta ári kallaði öldungadeildarþing-
maðurinn Richard Blumenthal frá Connecticut
eftir að lög yrðu sett sem tilskipuðu framleið-
endum að framleiða bíla sem dræpu á vélinni
eftir ákveðinn tíma í lausagöngu. Frumvarp
Blumenthals hefur ekki verið sett á dagskrá
þingnefndar.
Engu að síður hafa margir bílaframleið-
endur tekið af skarið og innleitt strangari ör-
yggisstaðla í framleiðslu lyklalausra bíla.
Flestir lyklalausir bílar eru útbúnir áminn-
ingum sem vara ökumenn við ef gleymist að
drepa á bíl, en eins og þau tilfelli þar sem
manneskjur hafa látist af völdum kolmónoxíð-
eitrunar gefa til kynna eru viðvaranir ekki allt-
af nóg.
Síðan 2015 hafa allir lyklalausir bílar frá
bílaframleiðandanum Ford drepið á vélinni
eftir ákveðin tíma í lausagangi. Sú ákvörðun
var tekin út frá bæði öryggis og umhverfis-
sjónarmiðum. General Motors hefur boðið við-
skiptavinum sínum upp á að koma fyrir slíkum
búnaði í eldri bílum frá framleiðandanum og
Toyota hefur tilkynnt að allir bílar muni drepa
sjálfkrafa á vélinni eftir ákveðinn tíma í lausa-
gangi frá og með árinu 2020.
Colorbox
Meira en helmingur seldra bíla árið 2018 í Bandaríkjunum var með lyklalausri ræsingu. Þótt slík ræsing
sé óneitanlega hentug, getur henni fylgt alvarlegur fórnarkostnaður ef ekki er farið varlega.
Pétur Magnússon petur@mbl.is
Lyklalaus ræsing er orðin staðall
hjá mörgum bílaframleiðendum.