Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2019, Qupperneq 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2019, Qupperneq 6
HEIMURINN 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.7. 2019 Marta Vieira da Silva fæddist 19. febrúar 1986 í Dois Riachos, ellefu þúsund manna þorpi í Brasilíu og er 33 ára gömul. Hún var aðeins 14 ára þegar hún var uppgötvuð og hóf at- vinnumennsku í knattspyrnu ár- ið 2000 með liðinu Vasco da Gama. 2004 færði hún sig um set til Umeå í Svíþjóð og á sínu fyrsta keppnistímabili komst hún í úrslit UEFA-bikarsins og skoraði þrjú mörk í úrslitaleikj- unum. Ferill hennar er glæstur og sex sinnum hefur hún verið valin leikmaður ársins af Al- þjóðaknattspyrnu- sambandinu, FIFA, þar af fimm ár í röð frá 2006 til 2010. Hún hefur verið kölluð Pele í pilsi og mun viðurnefnið vera komið frá Pele sjálfum. Marta hefur fimm sinnum keppt á lokamóti heimsmeistara- keppninnar í fótbolta, fyrst árið 2007 þegar Brasilía tapaði í úrslitaleiknum gegn Þýskalandi. Það er það næsta sem hún hefur komist því að verða heimsmeistari. Hún hef- ur einnig í tvígang unnið til silf- urverðlauna á Ólympíuleikum. Marta skoraði sigurmark Brasilíu úr víti gegn Ítalíu fyrir hálfum mánuði. Það var 17. mark hennar í úrslitakeppni heimsmeistaramóts og hefur enginn skorað fleiri. Miroslav Klose kemur næstur með 16 mörk fyrir Þýskaland. „Haldið þið að hann hætti við að setjast í helgan stein og spili í næstu heimsmeist- arakeppni?“ spurði Marta með bros á vör eftir að hafa sett met- ið. Marta varð sænskur ríkisborgari árið 2017, en er með tvöfalt ríkisfang og heldur brasilíska ríkis- borgara- réttinum. BESTI LEIKMAÐUR HEIMS SEX SINNUM Glæstur ferill Mörtu Marta með bros á vör í leik á HM. Marta er sennilega þekktastaknattspyrnukona heims ogaf mörgum talin besti kvenleikmaður allra tíma. Þegar brasilíska landsliðið féll úr keppni á yfirstandandi heimsmeistaramóti í Frakklandi vakti hún óskipta athygli með afgerandi hvatningu sinni til brasilískra stúlkna í leikslok. „Við erum að biðja um stuðning,“ sagði Marta, brýndi raustina og starði í myndavélina, enn í vígamóð eftir að hafa fallið út gegn Frökkum í sextán liða úrslitum. „Þið þurfið að gráta í upphafi og brosa að leiks- lokum. Þið þurfið að vilja meira, þjálfa meira, vera tilbúnar að spila í níutíu mínútur, plús þrjátíu mínútur í framlengingu og hverja einustu mín- útu. Þetta er það sem ég fer fram á við stelpurnar.“ Síðan hrósaði hún félögum sínum Formigu og Cristiane, sem einnig er líklegt að hafi spilað síðasta sinn á heimsmeistaramóti og bætti við: „Formiga verður ekki að eilífu, Marta ekki heldur, Cristiane ekki heldur. Fótbolti kvenna treystir á ykkur til að lifa. Veltið því fyrir ykkur, njótið þess.“ Markahæst allra á HM Marta hefur leikið á fimm heims- meistaramótum og skorað í þeim öll- um. Enginn annar leikmaður, hvorki karl né kona, hefur leikið það eftir. Á HM í Frakklandi skoraði hún 17. mark sitt í úrslitakeppni heimsmeist- aramóts og hefur enginn skorað fleiri, hvorki kona né karl. „Ég á ekki þetta met, við eigum það öll,“ sagði hún um afrek sitt. „Ég deili því með öllum, sem berjast fyrir meira jafnrétti.“ Það er engin furða að jafnrétti sé Mörtu ofarlega í huga og brýning hennar til brasilískra stúlkna kemur heldur ekki á óvart. Hún veit að það er ekkert sjálfsagt við þann árangur, sem hún hefur náð í fótbolta. Taktu rútuna Fyrir tveimur árum skrifaði hún bréf til sjálfrar sín þegar hún var 14 ára. Inntakið í bréfinu er að það sé þess virði að setja undir sig höfuðið og halda sínu striki þótt á móti blási. Bréfið er ekki síður ætlað stúlkum í Brasilíu sem hún ávarpaði svo ákaft eftir leikinn gegn Frökkum og stúlk- um um allan heim. Í upphafi bréfsins, sem birtist á vefsíðunni The Players’ Tribune ávarpar hún sjálfa sig þar sem hún bíður eftir rútu frá fæðingarþorpi sínu til stórborgarinnar. „Ég veit hvað þú ert að hugsa. Ég veit hver tilfinningin er. Ekki hugsa um það … Hvað þú ert hrædd … Hvað þú ert taugaóstyrk … Hvernig allir hafa sagt að þú getir þetta ekki … að þú ættir ekki að gera þetta … Ekki hugsa um neitt af þessu. Taktu bara rútuna,“ skrifar hún og bætir við: „Þessi rúta … mun fara með þig til draums þíns, draumsins um að verða atvinnumaður í fótbolta. Og hún mun fara með þig miklu lengra. Hún mun fara með þig á vit evrópskra meistaratitla, á heims- meistaramót, Ólympíuleika, viður- kenninga fyrir að vera besti leik- maður heims (sem er ekki einu sinni til enn sem komið er).“ Marta heldur áfram að lýsa því sem á daga hennar átti eftir að drífa. Viðtakandi bréfsins eigi eftir að spila á leikvöngum fyrir framan tugþús- undir áhorfenda og gerðir verði skór og treyjur sérstaklega fyrir hana og hún mun eiga þátt í að opna aðgengi fyrir stúlkur með hætti, sem ekki stóð til boða fyrir hana. Þetta verði erfitt, en hún geti gert þetta. Mögnuðust er lýsing Mörtu í bréf- inu á uppvexti sínum í Dois Riachos, 11 þúsund manna þorpi í Alagoas í Brasilíu. Hún lýsir því hvernig hún skar sig úr, ekki vegna hæfileikanna heldur vegna þess að hún var stelpa. Stelpa sem elskaði fótbolta. „Engar aðrar stelpur í bænum spiluðu fótbolta … og fólk gætti þess að láta mömmu þína vita af því. „Hún er ekki venjuleg.“ „Það er skrítið að stelpa skuli spila.“ „Hvers vegna leyfir þú henni að gera þetta?““ Mamma hennar hafi hins vegar gefið lítið fyrir athugasemdirnar. Svar hennar var einfalt: „Látið hana vera.“ Marta horfði á fótbolta þegar hún var að vaxa úr grasi og dreymdi um að verða atvinnumaður. Hún spilaði við strákana í bænum, en þeir leyfðu henni ekki alltaf að vera með og þeg- ar þeir gerðu það létu þeir hana vera með strákunum, sem ekki voru sér- staklega góðir. En það skipti ekki máli, hún spilaði með hverjum sem var og liðið hennar vann samt. „Og þú sýndir þeim: Þú ert stelpa og getur spilað fótbolta,“ skrifar hún. En glósunum linnti ekki, sama hvað mörkin urðu mörg. Í eitt skipti hótaði þjálfari að draga lið sitt úr keppni á móti ef hún fengi að leika með sínu liði með orðunum: „Þetta er ekki staður fyrir stelpur.“ Burt með stelpuna „Ég vildi geta sagt að stjórnendur liðsins hefðu staðið með þér,“ skrifar Marta. „En við vitum að þannig gekk það ekki fyrir sig. Þannig voru hlut- irnir ekki. Þannig að þú varst dregin úr keppni. Auðvitað. Þeir munu segja þér að það sé bara auðveldara þannig. Burt með stelpuna. Svo að strákarnir geti spilað.“ Viðtakandi bréfsins lét sér ekki segjast, tók rútuna og við tók óviðjafn- anlegur ferill. 2006 sneri hún aftur til fæðingarbæjarins og var þá nýkjörinn leikmaður ársins af FIFA í fyrsta skipti. „Fjöldi fólks fagnar heimkomu þinni,“ skrifar hún sjálfri sér og bætir við: „Allir vilja sjá hetju bæjarins sem snúin er aftur. Þér verður meira að segja ekið um í slökkviliðsbíl. Þér er ekki hafnað lengur. Sama fólkið og sagði að þú værir skrítin, að þú gætir ekki spilað – að þú ættir ekki að spila – fagnar þegar þú ferð hjá.“ Þið þurfið að vilja meira Marta er einn magnaðasti leikmaður knatt- spyrnusögunnar. Þegar Brasilía féll út á HM í Frakklandi kvaddi hún með tilfinningaríkri brýningu til ungra stúlkna í Brasilíu. Karl Blöndal kbl@mbl.is Marta (2. frá vinstri) fagnar ásamt félögum sínum eftir að hafa skorað úr víti gegn Ítalíu á HM í Frakklandi. Þetta var hennar 17. mark í lokakeppni HM. Enginn hefur skorað jafn mörg mörk í lokakeppninni, hvorki kona né karl. AFP Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Elskaðu. Lifðu. Njóttu. FEMARELLE REJUVENATE • Minnkar skapsveiflur • Stuðlar að reglulegum svefni • Eykur orku • Eykur teygjanleika húðar • Viðheldur eðlilegu hári Égmæli hiklaust með Femarelle. Þegar ég var 45 ára fór ég að finna fyrir hitaköstum bæði á daginn og einnig á nóttunni, sem var mjög skrítið því mér var venjulega alltaf svo kalt. Þegar þetta ágerðist fór ég að spá í því hvað væri í gangi. Ég las um Femarelle sem konur á mínum aldri væru að taka með góðum árangri og ákvað að prófa. Ég fann strax mikinn mun á c.a. þremur vikum þannig að hef haldið áfram að taka Femarelle og það stendur ekki til að hætta að taka það. Get því hiklaust mælt með því. Þórunn Elfa Magnúsdóttir.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.