Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2019, Side 13
sem kallast í dag „glamping“. En svo kom hrun-
ið og við héldum að við værum farin á hausinn.
Við vöknuðum einn daginn og skulduðum helm-
ingi meira en við höfðum tekið í lán. Við vorum
búin að segja upp í vinnunni og ætluðum að
hella okkur út í það að byggja hótel, en þá
hrundi allt,“ segir hún.
„Við þurftum bara að gera það besta úr stöð-
inni eða verða gjaldþrota og þess vegna fórum
við líka til Afríku að vinna og seldum húsið okk-
ar. Svo þegar við vorum búin að vinna út í Kenía
var dáldið tómarúm og ákváðum við að byggja
tíu herbergi við húsið í Hrífunesi þar sem við
höfðum rekið smá gistingu í frá árinu 2007,“
segir Borgar.
Á þessum tólf árum hafa þau hjónaleysi
byggt þarna upp vinsælt gistiheimili sem fékk
nafnið Glacierview Guesthouse og er fullt út úr
dyrum öll sumur og undanfarið hafa þau einnig
haft opið á veturna. Sumrin hjá þeim hafa ein-
kennst af þrotlausri vinnu í Hrífunesi en vinnan
byrjar sex á morgnana og endar seint á kvöldin.
Ár hvert í nóvember loka þau „búllunni“ og
fljúga til Kenía í kærkomið frí og dvelja þá oft í
mánuð í senn. En mánuður á ári dugar þeim
ekki því hjartað slær í Afríku.
Enn einn kaflinn er að hefjast í ævintýraríka
lífinu þeirra Elínar og Borgars. Þau hafa fest
kaup á landi í Kenía og hyggjast reisa þar hús á
næstu árum.
„Landið er inni í þjóðgarði og er stutt frá vin-
sælustu strönd í Kenía, Diani Beach. Þarna
langar okkur jafnvel að byggja hús og nýta okk-
ur alla þessa reynslu; að hafa verið með túrista í
Afríku og hafa rekið gistiheimili í öll þessi ár.
Þarna gætum við sameinað þetta eitthvað að-
eins en þó ekki á stórum skala. Þarna væri gott
að koma til að afrafmagna sig og aðra,“ segir
Borgar.
„Það væri ekkert leiðinlegt að búa þarna frá
janúar og fram í maí. Við erum búin að koma
gistiheimilinu hér heima vel á koppinn og það er
í deiglunni að losa okkur út úr því og fara að
snúa okkur að öðru. Jafnvel í Keníu.“Morgunblaðið/Ásdís
7.7. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880
Prófaðu nýju Opn S heyrnartækin í 7 daga
- Tímabókanir í síma 568 6880
Stærsta áskorun einstaklinga með skerta heyrn er að fylgjast með samtali í fjölmenni og klið. Nýju Opn S heyrnartækin frá Oticon skanna
allt hljóðumhverfið 100 sinnum á sekúndu og framkvæma 56.000 hljóðmælingar á sama tíma! Einstaklega hröð og nákvæm hljóðúrvinnsla
í Opn S heyrnartækjunum skilar þér margfalt betri talskilningi í krefjandi aðstæðum en fyrri kynslóð heyrnartækja. Hægt er að fá Opn S
með endurhlaðanlegum rafhlöðum!
Ertu einangraður
í margmenni og klið?