Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2019, Qupperneq 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2019, Qupperneq 14
STÖRF FRAMTÍÐARINNAR 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.7. 2019 Á rið er 2050. Þú trúir ekki eigin augum og eyrum. Yfirmaðurinn þinn er að tilkynna þér að starfskrafta þinna sem hugbún- aðarverkfræðingur sé ekki lengur óskað af fyrirtækinu. Það sé búið að festa kaup á gervigreind sem geti hannað sýndarveruleika sjálft frá grunni. Þú ert 55 ára en fyrir 15 árum þurftir þú að skipta um starfsferil og leggja í það ómælda vinnu og tíma því gervigreindin var búin að taka yfir starf þitt á fjármálamarkaðnum. Nú þarftu að fara í gegnum allt ferlið aftur, læra allt upp á nýtt, en þú ert ekki viss um að þú þolir það í þetta skipti. Enn verra er að eftir- launaaldurinn hefur verið hækkaður í 80 ár því lífslíkur hafa aukist og yngri kynslóðir eru svo fámennar. Nóg er því eftir af vinnuferlinum. Þessi framtíðarsýn virðist á allan hátt fárán- leg en sem dæmi gerði enginn ráð fyrir innreið snjallsímans inn í líf okkar fyrir 30 árum. Mannskepnan er á margan hátt óútreiknan- leg og því oft tilvljunum háð hvernig sagan þróast. Það er því ljóst að ómögulegt er að spá um það með nokkurri nákvæmni hvað fram- tíðin ber í skauti sér, sérstaklega þegar tekið er mið af þeim breyttu aðstæðum sem mann- fólkið mun þurfa að takast á við. Það er þó ekki þar með sagt að ekki sé hægt að hafa gagn og gaman af slíkum vangaveltum. Sunnudagsblaðið gerði lauslega úttekt á því hvernig farið gæti fyrir störfunum okkar í framtíðinni. Rétt er að taka fram að hér verður drepið á mörgum mögulegum framtíðum; þær geta stangast á og byggjast á ólíkum for- sendum. Ótal aðrar framtíðir eru einnig mögu- legar. Ekki sársaukalaus bylting Innreið gervigreindar og véla á vinnumarkað síðustu ár er oft kölluð fjórða iðnbyltingin. Margir óttast að sjálfvirknivæðing af hennar völdum leiði til að fjöldi starfa tapist og margir verði undir í baráttunni við vélarnar. Slíkt er þó ekki nýtt af nálinni. Margir óttuðust gífur- legt atvinnuleysi í kjölfar fyrstu iðnbyltingar- innar á 18. og 19. öld en í stað þeirra starfa sem hurfu mynduðust enn fleiri. Tvennt ber þó að taka fram varðandi þetta. Í fyrsta lagi verður það ávallt sársaukafullt fyrir stóran hóp fólks þegar störf tapast og önnur myndast þó til lengri tíma litið auki það fram- leiðni og þar með hagsæld. Í öðru lagi er ekk- ert lögmál til sem segir að tækniframfarir fjölgi störfum sem mannfólkið þarf að inna af hendi. Vel getur verið að innan nokkurra ára- tuga verði ekki nóg um störf fyrir mannkynið. Þótt hér sé talað um fjórðu iðnbyltinguna er ekki þar með sagt að breytingar eigi sér stað á vinnumarkaði á ákveðnu tímabili og eftir það muni jafnvægi nást þar sem þau störf sem eftir eru verði örugg frá sjáfvirknivæðingu. Þvert á móti munu breytingar að öllum líkindum verða enn hraðari en áður. Á árum áður hélt fólk sama starfinu allan sinn feril. Það er liðin tíð og margir skipta ört um starf í dag. Metsölurithöfundurinn og sagnfræðiprófessorinn Yuval Noah Harari segir að í framtíðinni gæti fólk þurft að skipta um starfsgrein oftar en einu sinni, líkt og dæmið hér í upphafi sýndi. Sérhæfing ekki alltaf af hinu góða En hvaða störf eru það sem munu verða undir? Hverjir munu missa vinnuna? Engin víðtæk sátt virðist vera um það hvaða störf eða starfsgreinar muni verða sjálfvirkni- væðingu að bráð. Rauði þráðurinn virðist þó vera sá að venjubundin störf, sem byggjast að mestu á aðgerðum sem þarfnast ekki mikillar nákvæmni eða tilfinningagreindar, séu í mestri hættu. Í þessu skyni eru sérhæfð störf líkleg til að verða gerð sjálfvirk. Erfitt mun reynast að for- rita alla þá flóru eiginleika sem fólk sem vinn- ur t.d. við umönnunarstörf þarf að búa yfir. Sem dæmi þarf heilbrigðisstarfsmaður sem vinnur við umönnun að búa yfir mikilli hreyfi- getu ásamt færni á tilfinningasviðinu. Erfitt mun reynast að forrita slíka eiginleika. Á hinn bóginn gætu ákveðin störf lækna orðið sjálfvirk mun fyrr. Mikill hluti þeirra vinnu fer í sjúkdómsgreiningu og ákvörðun meðferðar. Nú þegar er verið að vinna að gervigreind sem getur leyst þessi verkefni. Gervigreindin Watson, sem IBM hannaði og sigraði tvo fyrrverandi meistara í sjónvarps- leiknum Jeopardy! árið 2011, er nú farin að færa sig á svið heilbrigðismála. Ólíkt manneskjum getur Watson á auga- bragði nálgast upplýsingar um alla sjúkdóma og einkenni sem þekkt eru og uppfært sig um leið og nýjar uppgötvanir eru gerðar. Í fram- tíðinni gæti Watson nálgast allar upplýsingar um erfðamengi þitt, sjúkrasögu þína og skyld- menna og jafnvel hverja þú hittir síðustu daga og því sjúkrasögu þeirra. Að lokum þarf Watson aldrei að sofa, fara í sumarfrí, eyða tíma með börnunum eða nokk- uð af því sem manneskjur gera undir venjuleg- um kringumstæðum. Hann yrði því ávallt fyrir hendi, reiðubúinn að hjálpa þér. Um leið og þú finnur fyrir minnstu einkennum gæti Watson greint þau og fundið við þeim meðferð, sér- hannaða fyrir þig. Watson mun gera mistök en þau verða mun fátíðari en mistök mennskra lækna. Gervigreind eins og Watson gæti einnig orð- ið kennarinn þinn. Hann hefði aðgang að öllum bókum sem gefnar hafa verið út, myndi sníða námið að þínum þörfum og þinni skapgerð og væri alltaf til staðar fyrir þig, dag og nótt. Ef þú hugsar nú með þér hvaða vitleysa þetta sé, tölvur muni aldrei taka yfir störf lækna og kennara, til þess þurfi greind sem engin tölva geti búið yfir, ekki hætta að lesa al- veg strax. Reikirit með sköpunargáfu? Í mörg ár var skák talin vera hápunktur mennskrar hugsunar. Til að ná árangri þyrfti að búa yfir mikilli rökhugsun og sköpunargáfu. En árið 1997 sigraði forritið Deep Blue Garry Kasparov heimsmeistarann í skák. Í dag er besta forritið í skákheimum AlphaZero. Það kenndi sjálfu sér að tefla; engin herkænska í skák var forrituð inn í það. Það notar því áður óséð brögð, sem ber merki um mikla sköp- unargáfu. Merkilegast er að það tók það aðeins fjóra tíma að verða besti „skákmaður“ heims. Talandi um sköpunargáfu þá er til gervi- greind, kölluð Annie, sem semur klassíska tón- list. Flestir telja slíkt fásinnu enda endurspegli tónlist tilfinningar höfundarins og flytjandans, tilfinningar sem gervigreind búi auðvitað ekki yfir. Þegar tónlistarunnendur heyra tónlistina sem Annie býr til segja þeir hana vanta eitt- hvað óútskýranlegt, vanta mennsku. En þegar fólk veit ekki hver samdi tónlistina getur það ekki greint á milli tónlistar Annie og tónlistar Bachs! Höfundur tónlistarinnar þarf því ekki að bera tilfinningar sjálfur, aðeins kalla þær fram hjá hlustendum. Allar tilfinningar okkar eru jú einungis rafboð í heilanum. Annie ætti að geta fundið hvaða hnappa þarf að ýta á til að kalla fram ákveðin rafboð sem við skynjum svo sem tilfinningar. Þess vegna getur tónlist samin af Annie gert okkur sorgmædd eða hress, mögu- lega af meiri nákvæmni en mennskur tónlist- Taka sér aldrei frí Enginn er óhultur fyrir þeirri sjálfvirknivæðingu sem nú á sér stað. Kennarar, læknar, lögfræðingar, tónlistar- menn, stjórnendur, forritarar og svo mætti lengi telja. Spurningin er ekki hvort starf þitt taki breytingum heldur hvenær og að hve miklu leyti. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Elon Musk, forstjóri Tesla, kynnti árið 2017 þennan rafknúna vörubíl. Hann telur stutt í að bílar verði fullkomlega sjálfvirkir sem geri störf vörubílstjóra og margra annarra úrelt. Myndir/AFP Árið 1997 sigraði skákforritið Deep Blue heimsmeistarann í skák, Garry Kasparov (til vinstri). Deep Blue gat auðvitað ekki hreyft taflmennina sjálft og reiddi sig því á aðstoðarmann.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.